Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Fréttir DV Veriö er að leggja fram nýjar hugmyndir verkfræðinga Línuhönnunar og hönnuðar sem gert hefur þessa útlitsmynd af mislægum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar án umferðarljósa. Auk þess er um heildarlausnir á umferðarvanda fleiri gatnamóta í nágrenninu að ræða. Ný þriggja hæða gatnamót ð Kringtumýrarbraut og Miklubraut Þessi glæsilega mynd er hönnuö og unnin af Sigurði Vali Sigurössyni samkvæmt forskrift byggingaverkfræöinganna Haralds Óskarssonar og Haraldar Sigþórssonar hjá Línuhönnun. Hún er birt hér meö góöfúslegu leyfi þeirra og ritstjóra Tæknivísis. Á myndinni sést aö Kringlumýrarbraut ligguryfir Miklubraut í um 1 metra hæö yfír núverandi vegi og áfram til hægri á myndinni niöur aö Sæbraut. Sex metrum neöan viö núverandi veglínu á gatnamótunum er svo hringtorg og undir þaö stokkur í aksturstefnu Mikiubrautar, austur/vestur. Mjög ítarlega hefur verið fjaliað um hættuleg gatnamót Kringlu- mýrarbrautar og Miklubrautar og gerð mislægra gatnamóta á þeim stað sem gætu dregið gríðarlega úr þeim fómarkostnaði sem umferðin tekur þar vegna slysa á hverju ári. Nú er komin fram mjög athyglis- verð hugmynd til lausnar þessum vanda sem Harald Óskarsson og Haraldur Sigþórsson, byggingar- verkfræðingar hjá Línuhönnun, hafa lagt fram. Hefur hugmyndin verið útfærð á glæsilegan hátt af Sigurði Vali Sigurðssyni sem hann- að hefur útlit fjölda umferðarmann- virkja. Byggist hugmynd þeirra fé- laga á gerð þriggja hæða gatnamóta á þessum stað þar sem ekki verður þörf á umferðarljósum. Þessari hugmynd hefur ekki verið lýst áður opinberlega og hafa verkfræð- ingamir og listamaðurinn gefið góðfúslegt leyfi til að DV birti myndina og sömuleiöis ritið Tæknivísir, blað nemenda Tækni- skólans. Tæknivísir íjalla enn ítar- legar um hugmyndir þessar í næsta tölublaði sem kemur út í maí. Eru öllum þessum aðilum færðar sérstakar þakkir fyrir. Margra ára deilur Deilur hafa staöiö um gerð mis- lægra gatnamóta á þessum stað í mörg ár. Gerð þeirra var í aðalskipu- lagi Reykjavikur 1990-2010 en við endurskoðun skipulagsins vora þau tekin út. Meirihluti borgarstjómar samþykkti þess í stað íjögurra fasa ljósastýrð gatnamót í stað þriggja. Hafa borgaryfirvöld verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa ekki stuðlað að framgöngu málsins með því að koma gatnamótunum inn á skipulag. Tryggingafélög og fleiri sem hafa látið sig málið varða hafa óskað eftir gerð slaufu- eöa smáragatnamóta án umferðarljósa á þessum stað sem skila myndu hámarks-umferðarör- yggi. Fiöltrúar meirihluta borgar- stjómar hafa bent á að vegna nálægö- ar við byggð á svæðinu sé ekki hægt að koma þar fyrir venjulegum slaufugatnamótum. Um þetta eru menn þó ekki á einu máli en hug- myndir hafa hins vegar verið uppi um að leysa málið með því að leggja Kringlumýrarbraut í stokk undir Miklubraut. Sú lausn hefur þó þann annmarka að menn losna ekki við notkun umferðarljósa að öllu leyti. Það hefur m.a. verið gagnrýnt af tryggingafélögum vegna augljóss áframhaldandi kostnaðar við afta- nákeyrslur, bæði tjón á ökutækjum og vegna slysa á fólki. Benda menn m.a. á reynsluna af mislægum gatnamótum Reykjanesbrautar,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.