Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2003, Blaðsíða 28
*28 FÖSTUDAGUR 25. APRÍL 2003 Sport Fypsti sigun ' KA-manna - lögöu Aftureldingu, 3-0, á Tungubökkum 0-1 Hreinn Hringsson (.11.) 0-2 Hreinn Hringsson...(42.) 0-3 Steinn Viðar Gunnarsson (88.) KA-menn unnu sinn fyrsta sigur í deildabikar KSÍ á þessu tímabili þegar þeir lögðu Aftur- eldingu, 3-0, á grasvellinum á Tungubökkum í Mosfellsbæ í lokaumferð A-riðils efri deildar. Leikurinn hafði enga þýðingu því hvorugt liðanna átti mögu- leika á því að komast í 8-liða úr- slitin, aðeins spuming um heið- ur. Leikurinn byrjaði fjörlega. Vamir beggja liöa vom opnar og þurfti danski markvörður KA, Sören Byskov, tvívegis að taka á honum stóra sínum til að koma í veg fyrir að heimamenn kæmust yfir. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 11. minútu þegar Hreinn Hringsson kom KA yflr. Eftir markið fór mest fyrir bar- áttu, hörðum tæklingum og blótsyrðum leikmanna beggja —■* liða en minna fyrir samleik eða öðru gáfulegu á knattspyrnu- sviðinu. KA-menn juku forskot sitt skömmu fyrir hálfleik þegar Hreinn skoraði öðru sinni en ekki er hægt að segja að þeir hafi átt forystuna frekar skilið en Afturelding. í síðari hálfleik datt botninn úr leik liðanna en Afturelding sótti þó meira. Þeim tókst þó ekki að koma boltanum fram hjá Byskov. KA-menn náðu siðan að skora þriðja markið . ^ undir lokin þegar Steinn Viðar Gunnarsson batt enda á fallega skyndisókn með glæsilegu skoti, óverjandi fyrir Axel Gomez, markvörð Aftureldingar. Markvörðurinn Sören Byskov var besti maður KA-manna og virðist vera maðurinn sem liðið hefur leitað að dyrum og dyngj- um í vetur, maður sem fyllt getur skarðið sem Þórður Þórð- arson skildi eftir sig þegar hann gekk til liðs við ÍA. Hreinn var ógnandi en annars var meðal- mennskan ríkjandi hjá KA- mönnum. Albert Ástvaldsson átti góðan leik í vöm Aftureld- ingar en aðrir leikmenn liðsins hafa sennilega átt betri dag á knattspyrnuvellinum. Maður leiksins: Sören Byskov, KA -ósk karlar J A-riðill Úrslit Stjaman-KR 0-2 Fram-tA . . 14 Afturelding-KA . 3-0 Keflavfk-Þór 4-2 Staðan Keflavík 7 6 0 1 23-9 18 ÍA 7 4 1 2 15-6 13 Fram 7 4 1 2 16-10 13 KR 7 4 0 3 14-8 12 Þór Ak. 7 4 0 3 16-15 12 Afturelding 7 2 0 5 6-23 6 KA 7 1 1 5 10-21 4 Stjaman 7 1 1 5 10-21 4 Markahæstu menn Jóhann Þórhallsson, Þór Ak.........7 Þórarinn Kristjánsson, Keflavík .. 7 Kristján Brooks, Fram ..............6 Magnús Þorsteinsson, Keflavik ... 6 Andri Fannar Ottósson, Fram .... 4 •* Ásbjöm Jónsson, Aftureldingu ... 3 Guðjón Baldvinsson, Stjömunni .. 3 Sigurvin Ólafsson, KR...............3 Vilhjálmur Vilhjálmsson, Stjöm. .. 3 Garðar Gunnlaugsson, ÍA.............3 I>V A-riöill í deildabikarkeppninni í knattspyrnu: KR-ingar áfram á markatölu -jafnir Þórsurum meö 12 stig en betra markahlutfall 0-1, Garðar Jóhannsson......(66.) 0-2, Sigurður Ragnar Eyjólfsson (89.) KR-ingar báru sigurorð af Stjömumönnum í deildabikamum í knattspymu í Fífunni í gærdag. Zebrastóðið stillti upp stjörnum prýddu liði - Amar og Bjarki Gunnlaugssynir voru til að mynda í byrjunarliðinu - og það eitt og sér virtist gefa liðinu mikið sjálfstraust í byrjun. Þegar liða tók á leikinn dvínaði sjálfstraustið og taktur liðs- ins var ekki alveg réttur. Það var lítið um markverð færi i fyrri hálf- leik. í þeim seinni var mikið meira íjör þótt gæðin væru ekki alltaf upp á það besta. Stjömumenn börðust ákaflega vel og spiluðu fast og voru síðan nokkuð lunknir í skyndisókn- um og hefðu með smáheppni alveg getað sett eitt eða fleiri. Það var síð- an Garðar Jóhannsson sem braut ís- inn með laglegu skallamarki, þar sem annars mjög góður markvörður Stjömunnar og besti leikmaður vallarins, Bjarki Guðmundsson, var illa staðsettur og hreint ekki með á nótunum. Stjömumenn reyndu hvað þeir gátu og náðu smápressu á tímabili en án árangurs. KR-ingar fengu síðan vítaspymu á 86. mínútu sem Sverrir Bergsteinsson fiskaði. Bjarki gerði sér hins vegar lítið fyr- ir og varði vítið sem Kristinn Haf- liðason tók. Það staðfestist síðan enn og aftur að það er skammt stórra högga á miili. Alveg undir lokin fékk Vilhjálmur Vilhjálmsson sjens til að jafna en skaut rétt yfir úr góðu færi. KR-ingar brunuðu þá í sókn og Sigurður Ragnar Eyjólfs- son tryggði þeim endanlega sigur- inn með laglegu marki eftir góða stungu. Stjörnuliðið fær hrós fyrir góða baráttu - KR-ingar hins vegar gerðu það sem þurfti og komust áfram í 8-liða úrslitin. Maður leiksins: Bjarki Guð- mundsson, Stjömunni -SMS Baráttusigur Vals 0-1 Ólafur Ingason........(20) 0-2 Jóhann Hreiðarsson . . . (26.) 1-2 Sjálfsmark...........(30.) 1- 3 Ólafur Ingason .....(37.) 14 Amór Gunnarsson.......(52.) 2- 4 Ray Jónsson ........(88.) Grindavík og Valur mættust í lokaumferð deildabikarsins í gær- dag í Reykjaneshöll. Grindavík var án Ólafs Gottskálkssonar, Paul McShane og Lee Sharpe í þessum leik og þaö virtist of stór biti fyrir þá því Valsmenn sigmðu öragg- lega, 4-2. Fyrsta markið leit dagsins ljós á 20. mínútu og það var góð sam- vinna sem skapaði markið. Löng sending kom fram á Hálfdán Gísla- son, sem lét lmöttinn fara og Ólafur Ingason afgreiddi fyrirgjöf frá hægri örugglega í netið. Á 26. mín- útu áttust Hálfdán og Gestur Gylfa- son við í vítateig Grindavíkur og upp úr því fengu Valsmenn víta- spyrnu. Úr henni skoraði Jóhaim Hreiðarsson örugglega. En fjórum mínútum síðar gerðu Grindvíking- ar mark þegar Alfreð Jóhannsson átti fyrirgjöf frá hægri og knöttur- inn hrökk af Valsmanni í þeirra eigið net. Valsmenn voru þó ekki hættir og á 37. mínútu kom sending inn fyrir vöm Grindavíkur og Gest- ur Gylfason sendi aftur á Helga Má Helgason, markvörð Grindavíkur, sem var kominn út á móti og missti því af boltanum og Ólafur Ingason var mættur og gat ekki annað en skorað í autt markið. Á 52. mínútu skoraöi svo Amór Gunnarsson gott mark eftir skemmtilegt þrihymingsspO við Jó- hann Hreiðarsson. Ray Jónsson minnkaði svo muninn á 88. mínútu með skalla úr teignum eftir langt innkast Jóhanns Benediktssonar. Það er alveg Ijóst eftir þennan leik að Grindavíkurliðið getur miklu betur og fyrri hálfleikurinn var hreinlega mjög slakur af þeirra hálfu. Valsmenn börðust vel og þeir Sigurbjöm og Jóhann voru öflugir á miðjunni og liðið í heild að spila vel. Maður leiksins: Jóhann Hreiðarsson, Val. -EÁJ Frama - Skagamenn áttu ek Storsigur Fylkis - tryggöi sér sæti í átta liða úrslitum deildabikarkeppninnar 0 1 Gunnar Þór Pétursson .... (29.) 0-2 Sölvi Geir Ottesen . . (36. mín.) 0-3 Bjöm Viðar Ásbjömsson . (61.) 0-4 Bjöm Viðar Ásbjömsson .. (64.) Fylkir tryggði sér sæti í 8-liða úr- slitum deildabikarsins með 4-0 sigri á Víkingi í Egilshöll. Víkingar, sem hófu keppnina svo vel, sitja hins vegar eftir en þeim hefði nægt jafn- tefli til þess að komast áfram. Þeir áttu aldrei möguleika í þessum leik þó svo að sigurinn hafi verið full- stór miðað við gang leiksins. Fylkir náði fljótlega undirtökun- um á miðjunni en komst lítið áleið- is þegar nálgaðist markið. Víkingar voru jafnan fljótir aftur eftir að hafa misst boltann og lögðu áherslu á að mæta þeim aftarlega. Það benti ekki margt til þess að mörk væm í aðsigi þegar Gunnar Þór Pétursson hamr- aði boltann í markið utarlega úr vítateignum á 29. mínútu. Nokkrum mínútum síðar skoruðu Víkingar sjálfsmark eftir að Ögmundi Rún- arssyni mistókst að handsama knöttinn. Víkingar urðu nú að færa sig framar á völlinn eftir þetta en varð ekkert ágengt í sókninni. Fylkis- menn voru ákveðnari en vora ekki að skapa sér nein færi umfram Vík- inga fyrr en Bjöm Viðar Ásbjöms- son tók sig til og skoraði tvisvar með stuttu millibili í síðari hálfleik, fyrst með hnitmiðuðu skoti úr teignum og síðan eftir að hafa leik- ið sig í gegnum vörn Víkings. Leik- urinn fór að mestu fram á miðjunni eftir þetta án þess að neitt bæri til tíðinda. Maður leiksins: Sverrir Sverr- isson, Fylki. -HRM 0-1 Guðjón Sveinsson .....(31.) 0-2 Guðjón Sveinsson......(33.) 0-3 Garðar Gunnlaugsson . . .(48.) 0-4 Hjálmur Dór Hjálmsson .(81.) 1-4 Ágúst Gylfason . . . .(84., víti) Skagamenn voru ekki í vandræð- um með að leggja Framara að velli, 4-1, í Egilshöll í gær og tryggðu sér með sigrinum sæti í 8 liða úrslitum. Framarar voru öruggir áfram og það mátti sjá á þeirra leik að þeir höfðu að litlu að keppa. Framan af leik börðust liöin um boltann á miðj- Keflvíkingar tóku á móti Þórsurum í Reykja Þórsarar sitja ef Keflvíkingar endu Atta liða úrslit í deildabikarnupi: Þróttur mætr telands- meisturum KR íslandsmeistarar KR mæta Þrótturam í undanúrslitum deildabikarkeppninnar í knattspymu, en Þróttarar tryggðu sér sigurinn í B-riðli, en KR-ingar náðu með naumindum að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum. Bikarmeistarar Fylkis munu mæta Keflvíkingum sem unnu A- riðilinn sannfærandi með fimm stiga mun. Þá mæta Skagamenn Eyjamönnum og Framarar munu þurfa að eiga við Grindvíkinga., Átta liða úrslit Keflavík-Fylkir Þróttur-KR ÍA-ÍBV Grindavlk-Fram 1-0 Magnús Þorsteinsson.......(1.) 1- 1 Jóhann Þórhallsson.......(8) 2- 1 Höröur Sveinsson ......(46.) 3- 1 Magnús Þorsteinsson....(57.) 4- 1 Stefán Gíslason .......(64.) 4-2 Orri Freyr Óskarsson . . . .(90.) Keflavík og Þór mættust í síðustu umferð deildabikarsins i Reykjanes- höll í gærdag. Leikurinn hafði ekki mikið að segja fyrir Keflvíkinga sem vora öruggir inn í 8 liða úrslitin en Þórsarar höfðu aftur á móti þörf fyrir stig og þeim nægði jafntefli til að tryggja sig inn í 8 liða úrslitin. Leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir norðanmenn því eftir 30 sekúnd- ur hafði Hafsteinn Rúnarsson lagt upp mark fyrir Magnús Þorsteinsson með snyrtilegum hætti. Og strax á annarri minútu átti Stefán Gíslason flna sendingu inn fyrir vöm Þórs og Hörður Sveinsson slapp í gegn en það virtist brotið á honum en ekkert dæmt. Það vora svo Þórsarar sem jöfnuðu leikinn á áttundu mínútu og þar var á ferðinni Jóhann Þórhalls- son með góðu skoti úr vítateignum, og staðan 1-1 í hálfleik. Ef einhverjir höfðu haldið að Þórs- arar hefðu lært af upphafsminútun- um þá var það rangt því það tók Hörð Sveinsson Keflvíking aðeins 35 sek- úndur að skora í síðari hálfleik en hann lyfti knettinum yfir Atla Má af löngu færi. Adolf bróðir Harðar kom svo inn snemma í síðari hálfleik og hann átti fina fyrirgjöf af vinstri kantinum á Magnús Þorsteinsson sem var óvaldaður í teignum og af- .-'S /á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.