Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.05.2003, Blaðsíða 26
42 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 2003 Van listelrooy bestur Hollenski sóknarmaöurinn Ruud Van Nistelrooy var í gær valinn besti leik- maður ensku úrvalsdeildarinnar en dómnefnd á vegum styrktaraðila úrvals- deildarinnar stóð að valinu. Þessi viðurkenning er kærkominn fyr- ir Van Nistelrooy því að hann hefur þurft að horfa upp á Frakkann Thierry Henry hirða tvenn verðlaun sem besti leikmaður deildarinnar. Van Nistelrooy átti frábært tímabil, var markahæsti maður úrvalsdeildar- innar og dró vagninn fyrir Manchester United á lokasprettinum í deildinni. -ósk - íslandsmeistarar KR veröa í ööru sæti en ungt liö FH í Hafnarfirði kemur til meö aö falla Valur verður Islandsmeistari í Landsbankadeild kvenna í sumar ef eitthvað er að marka forráðamenn, fyrirliða og þjálfara liðanna sem spila í deildinni en þeir spáðu í kom- andi knattspyrnusumar á Nordica- hótelinu í gær. Valsstúlkur hafa átt góðu gengi að fagna í leikjum sínum í vor og þessi spá kemur Helenu Ólafsdóttur, þjálfara Vals, ekki á óvart. „Þetta kemur ekki á óvart því okk- ur hefur gengið vel í vor og við höf- um verið að sýna ákveðinn stöðug- leika. Við höfum líka verið að spila nánast á öllum okkar mannskap þannig að þetta er eðlileg spá miðað við gengið í vor en hún gefur okkur ekkert þegar út í sumarið er komið,“ segir Helena sem á von á því að fjög- ur efstu liöin í spánni komi til með að berjast um titilinn og hún vonast einnig eftir því að deildin verði jafn- ari í sumar en hún hefur verið undanfarin ár. „Ég vona að hún verði jafnari. Okkar leikir við þessi efri lið hafa verið tvísýnir og það sem má líka ekki gleyma er að KR á eftir að styrkjast og ÍBV hefur verið að styrkja sig. Blik- arnir eiga einnig eftir að styrkjast þannig að ég á von á því aö þetta verði þrusujafnt." íslandsmeisturum KR var ekki spáð titlinum að þessu sinni en Ást- hildur Helgadóttir, fyrirliði þeirra, gaf ekki mikið fyrir þessa spá. „Nei, við eriun ekkert búnar að tapa titlinum. Þessi spá er að sjálfsögðu bara til gamans. Mér finnst þessi spá samt mjög raunsæ miðað við vorleikina. Valur hefúr ver- ið að standa sig mjög vel en okkur vantar marga leik- menn og þar af leiðandi höfum við ekki náð að sýna okkar rétta andlit. Ég á von því að við verðum mjög sterkar í sumar,“ sagði Ásthildur en útkoma Eyja- stúlkna í spánni kom henni nokkuð á óvart. „Mótið verður meira spennandi en áður. Það kom mér frekar á óvart að ÍBV væri spáð fjórða sætinu þar sem þær hafa styrkst mikið en ég á engu að síður von á harðri baráttu á milli fjögurra efstu liðanna í spánni.“ Samkvæmt spánni þá verður það lið FH sem fellur að þessu sinni og það kom Sigurði Víðissyni, þjálfara liðsins, ekki mikið á óvart. „Þetta er mjög eðlileg spá miðað við okkar stöðu. Við erum með mik- ið breytt lið, höfum misst allan hrygginn úr liðinu og verðum því að endurnýja töluvert. Þetta verður mjög verðugt verkefni," sagði Sig- urður og bætti við að takmarkið væri að halda liðinu uppi en játti því þó að hann væri ekki mjög bjartsýnn á að það takmark næðist. -HBG Spá forráðamanna fyrir Landsbankadeild kvenna 1. Valur..................176 stig 2. KR.........................160 3. Breiðablik ................151 4. ÍBV .......................129 5. Þór/KA/KS ..................86 6. Stjaman.....................83 7. Þróttur/Haukar..............42 8. FH..........................37 Taylor hættur hjá Aston Villa Graham Taylor sagði í gær óvænt upp störfum sem knatt- spyrnustjóri hjá Aston Villa en hann hafði verið við stjómvöl- inn síðan John Gregory hætti hjá liðinu í febrúar 2002. Ástæðan fyrir uppsögn Taylors er sú að stjóm Aston Villa ákvað að hann fengi ekki krónu til leikmannakaupa í sum- ar. „Uppsögn mín hefur ekkert með árangur liðsins að gera. Ég veit hins vegar hvað liðið þarf að gera til að ná lengra en því miö- ur virðast mennimir, sem stýra liðinu, ekki vera á sömu línu,“ sagði Taylor. Ellis vill halda mér Þessi ákvörðun Taylors setur stórt spumingarmerki við fram- tíð Jóhannesar Karls Guðjóns- sonar hjá félaginu en Taylor var mikill aðdáandi hans og vildi ólmur kaupa hann frá Real Bet- is. „Ég veit ekki enn hvaða áhrif þetta hefur á mína stöðu gagn- vart félaginu," sagði Jóhannes Karl þegar DV-Sport náði tali af honum í gærkvöld. „Það ræðst væntanlega af því hver tekur við liðinu hvort ég geng til liðs við Villa. Hvort nýi stjórinn vill halda mér hjá félag- inu. Annars hefur Doug Ellis (stjómarformaður Villa, innsk. blm.) tjáð mér að hann vilji hafa mig áfram þannig að við sjáum hvað gerist. Annars er ég ekkert rosalega stressaður yfir stöðunni því ég veit af áhuga annarra liða á mér sem eru einnig i ensku úr- valsdeildinni," sagði Jóhannes Karl að lokum. -ósk/-HBG KÖRFUBOLTI J 1 14. maí 2003 Detroit-Philadelphia 78-77 Stig Detroit: Richard Hamilton 20 (6 fráköst, 5 stoðsendingar), Chucky Atkins 17 (5 stoðsendingar), Tays- haun Prince 13 (4 fráköst). Stig Philadelphia: Derrick Coleman 23 (11 fráköst), Eric Snow 16, Ailen Iverson 14 (9 stoðsendingar). Staðan í einvlginu er 3-2, Detroit i vil. ítalskur úrslitaleikur á milli Juventus og AC Milan í meistaradeildinni staöreynd: Kalsigldr kóngan - Juventus vann öruggan sigur á Real Madrid, 3-1, og samanlagt 4-3 Juventus er komið í úrslitaleik MeistaradeOdar Evrópu eftir sigur á Real Madrid, 3-1, í seinni undanúr- slitaleik liðanna i Torino I gærkvöld. Evrópumeistararnir spænsku unnu fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli en það dugði ekki til. Kóngarnir frá Madríd vom hrein- lega kafsigldir og ljóst aö fréttir af andláti ítalskra félagsliða vom stór- lega ýktar ef marka má þessa frammistöðu Juventus. David Trezeguet kom Juventus yf- ir á 12. minútu og Alessandro Del Pi- ero jók forystuna í 2-0 meö marki tveimur minútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þegar síðari hálfleikur var rúmlega hálfnaður fékk Real Madrid vítaspyrnu þegar brotið var á Ron- aldo, sem kom inn á sem varamaður í síðari hálfleik, innan vítateigs. Luis Figo tók vítið en Gianlugi Buf- fon, markvörður Juventus, gerði sér lítið fyrir og varði vítaspyrnu Portú- galans. Nokkrum mínútum síðar skoraði Tékkinn frábæri Pavel Ned- ved síðan þriðja markið fyrir Juventus og öll sund virtust lokuð fyrir Evrópumeistarana. Zinedine Zi- dane náði að minnka muninn fyrir Real Madrid undir lok leiksins og sennilega mun Luis Figo gráta mis- notuðu vítaspyrnuna eitthvað fram eftir sumri því að ef hann hefði skor- að þá hefði Real Madrid farið áfram á mörkum skoruðum á útivelli. Þar með er ljóst að Juventus mæt- ir AC Milan á Old Trafford í ítölsk- um úrslitaleik meistaradeildarinnar en þar verður liðið án síns besta manns, Pavel Nedved, sem fékk sitt annað gula spjald í keppninni gegn Real Madrid í gærkvöld, en hann verður í leikbanni. „Þetta var frábær leikur hjá mín- um mönnum og sýnir styrk liðsins," sagði Marcelo Lippi, þjálfari Juventus, eftir leikinn. -ósk 1X2 leikuninn hefstí dag á duis í dag hefst nýr leikur á www.dv.is þar sem hægt er að tippa á leiki í Landsbankadeildinni sem hefst á sunnudaginn. Notendur tengja sig inn með netfangi, kennitölu og nafni sem þeir nota sem aðgangsorð til að taka þátt í leiknum. Fyrirkomulagið er þannig að allir leikir í hverri umferð eru sýnileg- ir og hægt er að tippa á hvern leik einu sinni. Sá sem er með flesta leiki rétta i hverri umferð fær vegleg verðlaun. Ef margir eru með jafn marga rétta þá er dregið úr þeim hópi. Það er íþróttavöruverslunin Jói útherji sem gefur verðlaun eftir hverja umferð og í lok tímabilsins er veitt glæsileg utanlandsferð fyrir þann sem er með flesta leiki rétta samanlagt á öllu tímabilinu. Einnig verður hægt að skoða umferðimar i deildinni, hverjir tippuðu á hvað, sjá myndrænt hvaða lið eru að fá flest atkvæði og hvaða lið eru að standa sig best. Það eru íslensk getspá og Jói útherji sem eru sam- starfsaðilar dv.is í þessum leik. Ekkert kostar að taka þátt í leiknum og eru allir hvattir til að vera með. - tippaðu á leiki í Landsbankadeildinni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.