Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
DV
Fréttir
Afmæli forseta íslands endaði með giftingu á Bessastöðum:
Ólafur Ragnar og Dorrit
gengin í hjónaband
Undirritaö hjá sýslumanni
Eftir aö Guömundur Sophusson, sýslumaöur í Hafnarfiröi, haföi gefiö Dorrit Moussaieff og Óiaf Ragnar Grímsson
saman var formlega gengiö frá málum meö undirskrift brúöhjónanna.
henni lokinni snæddu gestimir
kvöldverð ásamt forsetahjónun-
um.
Ólafur Ragnar og Dorrit kynnt-
ust fyrst í kvöldverðarboði sem
vinafólk forsetans hélt í London
árið 1999. Þar sátu þau fyrir tilvilj-
un hlið við hlið og sagði forsetinn
á sínum tíma „að neistar hefðu
kviknað þá strax um kvöldið".
Eitt leiddi síðan af öðru og loks
opinberuðu þau trúlofun sína um
ári síðar, þann 25. maí 2000, eftir
að Dorrit haföi farið ásamt forset-
anum í nokkrar opinberar heim-
sóknir, m.a. til Washington í
Bandaríkjunum. Þau eiga bæði
eitt hjónaband að baki. -áb
Forseti íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, og Dorrit Moussaieff,
heitkona hans til þriggja ára,
gengu í hjónaband síðastliðið mið-
vikudagskvöld eftir að hafa verið
trúlofuð í tæp þrjú ár. Athöfnin
fór fram á Bessastöðum að lokinni
mikilli hátíð í Borgarleikhúsinu
sem haldin var forsetanum til
heiðurs en hann varð sem kunn-
ugt er sextugur þennan sama dag.
Að hátíðinni lokinni óku þau
Ólafur og Dorrit út á Álftanes þar
sem Guðmundur Sophusson,
sýslumaður í Hafnarfirði, gaf þau
saman í Bessastaðastofu. Dætur
forsetans og nánustu skyldmenni
voru viðstödd athöfnina en að
DV-MYNDIR GUNNAR VIGFÚSSON
Forsetahjónin
Brúöhjónin á Bessastööum aö
kvöldi afmælisdags forsetans.
íbúar í Silfurtúnshverfi í Garöabæ ósáttir viö 2 metra háa hljóömön:
Missa fallegt útsýni en hljóðmengun á að hverfa
„Hér er að rísa hálfgerður
Berlínarmúr og fólk í hverfinu er
langflest afar óánægt með þessa
framkvæmd, hljóðmön milli Hafn-
arfjarðarvegar og Silfurtúns sem á
eftir að skemma fallegt útsýni frá
hverfinu," sagði Erna Arnar, íbúi
við Aratún. Hún segir að örfáir
íbúar við fremstu götu hverfisins,
Silfurtún, hafi kvartað yfir hávaða
frá umferðinni og boðað hafi verið
til fundar með íbúum hverfisins
út af þessu seinni part árs í fyrra.
„Við heyrum ekki þennan umferð-
arnið en okkur er sagt að þetta
verði að gera, það sé lögum sam-
kvæmt,“ sagði Erna. Bæjarstjóri
segir að hér sé verið að framfylgja
lögum.
Verið er að safna jarðefni í
mikla hljóðmön sem hluti íbú-
anna á þessu svæði er á móti. íbú-
ar tala um að missa fallegt sólar-
lag í vestrinu, útsýni til Bessa-
staða og yfir Arnarvog eftir að
hljóðmönin verður komin.
„Ég bað um fundargerð þessa
fundar á bæjarskrifstofunum en
hún var ekki til. Umhverfismat
hefur ekki verið gert og grenndar-
kynning ekki farið fram. Ég fékk
engin svör um það hvenær þessi
framkvæmd var auglýst. Ég tel að
þetta sé breyting á deiliskipulagi
sem beri að auglýsa,“ sagði Ema.
Hún segir jafnframt að arkitekt
segi sér að landslagsarkitektamir,
sem hönnuðu hljóðmönina, Lands-
lag ehf., segi hana of breiða, of háa
og of nálægt byggðinni. Það komi
sér ekki á óvart.
„í Kópavogi eru grænar, lágar
trégirðingar í stað tuga tonna af
jarðvegi. Þetta mætti alveg gera
hérna,“ sagði Erna.
„Með fram Hafnarfiarðarvegi er
töluverð hljóðmengun. Samkvæmt
lögum og reglugerðum eiga íbúar
rétt á að hverfið sé varið fyrir
hljóðmengun og okkur er skylt að
verða viö því. En því miður er það
sums staðar þannig að útsýni
skerðist þegar verið er að reisa
hljóðvarnir. í þessu tilviki er um
að ræöa grasmön, hún virkar tölu-
vert stór þegar hún er skoðuð
núna, mikilli mold hefur verið
safnað saman, en þegar búið er að
þjappa moldina og vinna úr þessu
eins og hönnuðir gera ráð fyrir
verður mannvirkið miklu um-
fangsminna en nú sýnist,“ sagði
Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar-
stjóri í Garðabæ.
Bæjarstjórinn sagði að hljóð-
mönin yrði í um það bil tveggja
metra hæð. íbúar skiptust I fylk-
ingar í þessu máli, sumir vilja út-
sýni, aðrir kjósa að losna við há-
vaðann frá veginum. Bærinn er í
þeirri erfiðu stöðu að tryggja rétt
þeirra sem kjósa að losna við há-
vaðamengunina, sem hefur mælst
yfir 65 desíbelum þannig að eng-
inn vafi er á að bænum ber að
setja upp hljóðmönina.
„íbúar hafa kvartað yfir að erf-
iðlega hafi gengið að selja fast-
eignir vegna umferðarinnar á
næstu grösum. En ég skil vel þá
íbúa sem búið hafa lengi þama og
hafa vanist fallegu útsýni að
missa það.
Á næstú dögum verður fundur
með íbúunum og farið yfir þetta
með þeim,“ sagði Ásdís Halla
Bragadóttir.
Hún segir að ekki sé krafa um
að fram fari umhverfismat vegna
hljóðmana.
-JBP
Borgarstjórinn tekur viö
„Góða álfinum"
Ósk Rúnarsdóttir, 13 ára, og Kristjana
Sæunn Ólafsdóttir, 12 ára,
frá Fimleikafélaginu Gerplu afhenda
borgarstjóranum álfinn en allir félagar úr
Fimleikafélaginu Gerplu ætla að taka
þátt i söluátaki SÁ4 um helgina.
Átak SÁÁ:
Borgarstjórinn
kaupir fyrsta
álflnn
SÁÁ stendur fyrir sölu á „Góöa
álfmum“ um helgina og mun ágóði
sölunnar rennar til styrktar ungum
fíklum. Á síðasta ári komu tæplega
300 ungmenni á aldrinum 14 til 19
ára í meðferð til SÁÁ en sérstök ung-
lingadeild hefur verið rekin á Vogi
frá því í ársbyrjun 2000. Til viðbótar
við meðferðina býður SÁÁ unga fólk-
inu upp á félagslega samveru að lok-
inni meðferð. Þannig gengur því bet-
ur að halda sig frá vímuefnunum.
Verulegur hluti af þessari aðstoð við
unga fólkið er fjármagnaður með
sjálfsaflafé SÁÁ og er álfasalan einn
stærsti þátturinn í þeirri fiáröflun.
SÁÁ vifl þakka borgarstjóranum,
þjóðinni og ekki sist dugmiklu sölu-
fólki fyrir þetta mikilvæga framlag
til þess að styrkja meðferðardeildina
á Vogi og til að efla félagslega starf-
ið þegar unglingamir koma úr með-
ferð. -EKÁ
Viðskiptablaðið
á Saga Class
Icelandair hefúr ákveðið að auka
þjónustu sína við farþega á Saga
Class-viðskiptafarrými með því að
bjóða þeim upp á Viðskiptablaðið.
Samningar hafa tekist á milli
Icelandair og Framtíðarsýnar, útgef-
anda Viðskiptablaðsins, um að Við-
skiptablaðið standi farþegum á Saga
Class til boða í framtíðinni. Til
þessa hefur verið boðið upp á erlend
viðskiptablöð á Saga Class en í
framtíðinni veröur einnig hægt að
lesa fréttir úr íslensku viðskiptalífi.
„Þörf farþega okkar á viðskipta-f-
farrými á upplýsingum og greiningu
fyrir stjómendur er mikil. Þær
þurfa að vera fyrsta flokks. Við-
skiptablaðið, „hið íslenska FT“, upp-
fyllir þetta. Auk þess er blaðið að-
gengilegt og skemmtilegt og skapar
skemmtilegar umræður, ekki síst
mn borð í flugvélum. Þess ber að
geta að Financial Times er einnig
boðið á viðskiptafarrými og er það
jafhan blað dagsins sem flogið er
með frá Belgíu með fragtvélum fé-
lagsins um nóttina," sagði Sigurður
Skagfiörð Sigurðsson, þjónustustjóri
Icelandair. -VB
Hagnaður Sæ-
plasts 20 milljónir
Sæplast hf. var rekið með tæplega
20 milljóna króna hagnaði eftir
skatta á fyrsta ársfiórðungi ársins,
samanborið við 18 milljóna króna
hagnað í fyrra. Rekstur fyrsta árs-
fiórðungs gekk i meginatriðum vel,
þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður.
Sterk staða íslensku og norsku krón-
unnar hafa neikvæð áhrif á afkomu
þarlendra félaga. Sölutekjur standa
nánast í stað, miðað við sama tíma-
bil i fyrra þrátt fyrir magnaukningu
í framleiðslu. Sölutregða er enn á
mörkuðum í Norður-Ameríku og tap
eins og áður segir af rekstrinum
þar. Reiknað er með hagnaði á öðr-
um ársfiórðungi. Verkefhastaöa fé-
lagsins er alls staðar góð, nema í
Noregi. -VB