Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 12
12
Útlönd
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
n>v
REUTERSMYND
Jaques Chirac
Það eru sjálfsagt margir vinsælli en
Frakklandsforseti í Bandaríkjunum.
Frakkar fylgjast með
bandarískum fjölmiðlum
Franska utanríkisráðuneytið hef-
ur sagt diplómötum sínum í Banda-
ríkjunum að fylgjast með þarlend-
um fjölmiðlum, hvort einhverjar
ófrægingarherferöir eigi sér stað
gegn Frökkum, sem voru hvað mest
gegn aðgerðum Bandaríkjamanna
og bandamanna þeirra í írak.
Yfirvöld í París hafa brugðist illa
við fréttum þess efnis að ríkisstjóm
þeirra hafi átt í samstarfi við ríkis-
stjóm Saddams Husseins og að
Frakkar hafi hjálpað eftirlýstum
stjórnarmönnum íraks að komast á
milli landa með franskt vegabréf.
„Hluti af okkar áætlun til að út-
skýra okkar mál fyrir Bandaríkja-
mönnum er að telja ósannar stað-
hæfingar um Frakka í bandarískum
fjölmiðlum," segir Marie Masdupuy,
talskona franska utanríkisráðuneyt-
isins. önnur talskona, fyrir franska
sendirráðið i Washington, hefur rit-
að Bush Bandaríkjaforseta bréf þar
sem kvartað er undan þessum frétta-
flutningi; sem Frakkar viija meina
að sé hreinn uppspuni.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Bergstaðastræti 46, 0201, Reykjavík,
þingl. eig. Friðfinnur Hallgrímsson,
gerðarbeiðendur fbúðalánasjóður,
Sparisjóður Hafnarfjarðar og Toll-
stjóraembættið, þriðjudaginn 20. maí
2003, kl. 13.30.
Eldshöfði 19, 0101, Reykjavík, þingl.
eig. Plast- og álgluggar ehf., gerðar-
beiðandi Sparisjóður Hafnarfjarðar,
þriðjudaginn 20. maí 2003, kl. 11.30.
Fossháls 1,0101, Reykjavík, þingl. eig.
Mjólkurfélag Reykjavíkur svf., gerð-
arbeiðandi Landsbanki íslands hf., að-
alstöðvar, þriðjudaginn 20. maí 2003,
kl. 10.30.______________________
Funahöfði 19, 020201, Reykjavík,
þingl. eig. Bílaleigan Ernir ehf., gerð-
arbeiðendur Sjóvá-Almennar trygg-
ingar hf., Sparisjóður Mýrasýslu,
Sparisjóður Reykjavíkur og nágrenn-
is, útibú, Tollstjóraembættið og Prótt-
ur ehf., þriðjudaginn 20. maí 2003, kl.
11.00.__________________________
Glaðheimar 14, 0301, Reykjavík,
þingl. eig. Þráinn Stefánsson, gerðar-
beiðendur fbúðalánasjóður, íslands-
banki hf., útibú 526, Lífeyrissjóðurinn
Lífiðn, Ríkisútvarpið, Sparisjóður
Hafnarfjarðar og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 20. maí 2003, kl. 14.30.
Háteigsvegur 38, 010301, Reykjavík,
þingl. eig. Rakel Jónsdóttir, gerðar-
beiðendur AX-hugbúnaðarhús hf.,
Búnaðarbanki íslands hf. ogTollstjóra-
embættið, þriðjudaginn 20. maí 2003,
kl. 14.00.______________________
Hjallavegur 33, 0101, Reykjavík,
þingl. eig. Guðmundur Harðarson og
Hafrún Hauksdóttir, gerðarbeiðendur
Kreditkort hf. og Tollstjóraembættið,
þriðjudaginn 20. maí 2003, kl. 15.00.
Smiðshöfði 8, 0301, Reykjavík, þingl.
eig. Kristján Friðrik Jónsson, gerðar-
beiðendur Sparisjóður Hafnarfjarðar
og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn
20. maí 2003, kl. 10.00.________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Lítiö bneytt tillaga
fyrin Öryggisráðið
Bandaríkjamenn breyttu ekki
miklu í meginatriðum tillögunnar,
sem leggja á fyrir Öryggisráð Sam-
einuðu þjóðanna, um hvemig mál-
um skuli háttað í uppbyggingu
íraks eftir stríðsátök í landinu.
Breyttri útgáfu af tilllögunni var
dreift í gær en í henni virðast
Bandaríkjamenn viljugir að mæta
öðrum sjónarmiðum á miðri leið, þó
svo að hún sé í meginatriðum lítið
breytt.
Alls var 25 atriðum breytt í tillög-
unni, eftir óskum hinna 15 meðlima
Öryggisráðsins, en fréttaskýrendur
segja þær flestar vera útlitsbreyt-
ingar.
Hlutverk Sameinuðu þjóðanna er
aukið að einhverju leyti og er það
sagt vera það afl sem samhæfir að-
gerðir í uppbyggingu landsins. En,
áður sem fyrr, eru það fyrst og
fremst Bandaríkjamenn og Bretar
sem fá valdið yfir olíulindum lands-
—
REUTERSMYND
Olíulindir íraks
Samkvæmt tillögunni fá Bandaríkja-
menn og Bretar yfirráö yfir olíu íraks.
ins og hvemig tekjum af sölu olí-
unnar sé ráðstafað.
Varðandi skuldir gömlu ríkis-
stjórnarinnar í írak, sem eru um
400 milljarðar Bandaríkjadala, var
óskum Rússa að einhverju leyti
mætt en stór hluti af skuldum íraka
er við þá.
Bandaríkjamenn vilja að kosið
verði um tillöguna í næstu viku en
engin dagsetning hefur verið sett
fyrir fund Öryggisráðsins.
Annars handtóku bandarískar
hersveitir nokkra af þeim 55 eftir-
lýstu meðlimum gömlu ríkisstjórn-
arinnar í Tikrit, heimabæ Saddams
Husseins. Og þá hefur höfnin í Umm
Qasr, sem bandamenn hertóku fyrir
sjö vikum, verið afhent heimamönn-
um á ný. Tólf sérfræðingar, sem
mynda sérstakt tímabundið bæjar-
ráð, hafa yfirráð yfir höfninni sem er
fyrsta svæðið sem írökum er afhent
aftur síðan stríðið hófst.
REUTERSMYND
4 stig tunglmyrkvans
Þessi samsetta mynd sýnir 4 stig tunglmyrkvans sem sást víöa í nótt en þessi mynd er tekin á Irazu-eldfjallinu sem
er um 60 km frá San Jose í Kostaríku. Á neöri myndinni, hægra megin, sést rauöi litblærínn sem myndast þegar
sólarljósiö er síaö og beygt til af lofthjúpi jaröar áöur en þaö skellur á tungliö.
Kínverjar stöðva aðar ætMHngar
tl úflanda vegna bráðahmgnabólgu
Kínversk stjórnvöld hafa stöðv-
að allar ættleiöingar barna til út-
landa af ótta við að tilvonandi for-
eldrar, sem koma erlendis frá,
muni breiða út bráðalungnabólgu-
veiruna.
Á vefsíöu kínversku ættleiðing-
armiðstöðvarinnar kemur fram að
í gær hafi verið hætt að senda
gögn til fólks sem gerir sér vonir
um að ættleiða kínverskt bam.
Þar segir enn fremur að þeir sem
þegar hafi fengið leyfi til ættleið-
ingar ættu að fresta ferð sinni, ef
þess sé nokkur kostur.
Heilbrigðisyfirvöld í Kína leggja
nú allt kapp á að koma í veg fyrir
að sjúkdómurinn breiðist út til
sveita landsins. Einn liðurinn í
því var að hóta þeim lífláti eða
ævilöngu fangelsi sem viljandi
REUTERSMYND
Sótthreinsaö í Peking
Kínverskur verkamaöur sótthreinsar
byggingarsvæöi í höfuöborginni Pek-
ing af ótta viö bráöalungnabólguna.
stuðla að útbreiðslu sjúkdómsins.
Forseti Taívans, Chen Shui-hi-
an, sagði löndum sínum í morgun
að búa sig undir langa baráttu
gegn bráðalungnabólgunni.
„Við verðum að vera búin und-
ir það versta," sagði forsetinn.
Heilbrigðisyfirvöld á Taívan
hafa sett hundruð manna í sóttkví
á þremur stórum sjúkrahúsum af
ótta við að faraldurinn breiðist
enn frekar út. Alls hafa 35 látist á
Taívan af völdum bráðalungna-
bólgunnar og 274 hafa smitast.
Höfuðborgin Taipei hefur orðiö
verst úti. Verslanir og veitinga-
staðir eru nánast mannlaus og
hermenn hafa farið um alla borg
og sprautað klór á allar byggingar
til að sótthreinsa þær, svo og á all-
ar götur og húsasund.
Stuttar fréttir
Páfi vill SÞ í forystu
Jóhannes Páll
páfi, sem var
harður andstæð-
ingur stríðsrekstr-
ar Bandaríkjanna
og bandamanna
þeirra í írak,
sagði í gær að
Sameinuðu þjóð-
imar ættu að gegna lykilhlut-
verki í endurreisn íraks.
Útflutningur ekki leyföur
Fiskeldisfyrirtæki í Færeyjum
fá ekki leyfi til að flytja út fersk-
an lax á meðan verkfall er, segir
formaður Verkamannafélagsins.
Rússar fá aö heyra í Tý
Færeyska rokksveitin Týr hef-
ur gert samning við rússneskt
fyrirtæki um útgáfu á plötu sveit-
arinnar, Hversu langt er í Ás-
garð?, í Rússlandi.
Klofningur í Frakklandi
Tvö verkalýðsfélög gerðu í gær
samkomulag við frönsk stjórn-
völd um umbætur á eftirlauna-
kerfinu og virðist því sem klofn-
ingur sé kominn upp í verkalýðs-
hreyfingunni. Samgöngur eru nú
aftur komnar í eðlilegt horf.
Powell leitar stuðnings
Colin Powell,
utanríkisráðherra
Bandaríkjanna,
hittir leiðtoga
Þýskalands að
máli í dag til að
reyna að afla
stuðnings þeirra
við ályktun í Ör-
yggisráði SÞ um að binda enda á
refsiaðgerðir gegn írak.
Færri leita hælis í Danmörku
Hælisleitendum í Danmörku
fækkaði um sextán prósent á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs,
miðað við sama tíma í fyrra.
Sótt í olíusjóðinn
Norsk stjórnvöld ætla að taka
þremur milljörðum norskra
króna meira en áformað var úr
sérstökum olíugróðasjóði sínum
þar sem skatttekjur ríkisins eru
minni en ætlað var.
Bush fékk góðar gjafir í fyrra
George W. Bush
Bandaríkjaforseti
fékk ýmsar góðar
gjafir í fyrra, eins
og hann hefur nú
upplýst. Cheney
varaforseti gaf
honum til dæmis
gamalt landakort
af Texas og yfirmaður hjá Sony
gaf honum miða á tónleika Roll-
ing Stones, svo eitthvað sé nefnt.
Fundur verður haldinn
Yfirvöld í Indónesíu sögðu að
fundur með uppreisnarmönnum
frá Aceh yrði haldinn í Japan um
helgina, þótt fulltrúum uppreisn-
armanna hefði verið meinað að
fara úr landi.
Öttast um ferðamenn
Yfirvöld í Alsír óttast um afdrif
15 erlendra ferðamanna í haldi
mannræningja í Saharaeyðimörk-
inni eftir að fréttir bárust um frels-
un sautján annarra ferðamanna.