Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 13
13
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
Útlönd
Óttinn fer eins og eldur í sinu um heiminn:
Víða varað við yfirvof-
andi hryðjuverkaárásum
Viðvaranir um yfirvofandi
hryðjuverkaárásir hafa farið eins
og eldur í sinu um heiminn síð-
asta sólarhringinn. Stjórnvöld í
Ástralíu og Nýja-Sjálandi hvöttu
þegna sína í morgun til að hafa
allan vara á í suðaustanverðri
Asíu þar sem menn eru enn að
jafna sig eftir árásirnar á Balí.
Bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið sagðist í gær óttast að gerð
yrði árás á bandaríska þegna í
sádi-arabísku borginni Jeddah,
svipuð þeirri sem gerð var í Ri-
yadh, höfuðborg Sádi-Arabíu, í
vikunni þar sem fjöldi útlendinga
létlífið.
í Líbanon sögðust yfirvöld hafa
komið í veg fyrir áform hryðju-
verkamanna um að ráðast á
bandaríska sendiráðið og bresk
stjórnvöld bönnuðu allt flug til
Kenía þar sem hryðjuverk hafa
orðið hundruðum að bana á und-
anfornum árum.
Vaxandi ótti er við að al-Qaeda,
hryðjuverkasamtök Osama bin
Ladens, sem kennt er um árásim-
VS2Z*' © i )'• f MtfUtJt Mt .'-■IAWVW5 ^ MITRHAtKMin
HAIRV...
REUTERSMYND
Síðasta flugiö frá Kenía
Bresk stjórnvöld bönnuöu í gær allt flug breskra flugfélaga til og frá Kenía á
austurströnd Afríku vegna yfirvofandi hryöjuverkahættu. Síöasta breska flug-
vélin að sinni fór þaðan í gærkvöld. Kenía hefur löngum veriö vinsæll áfanga-
staöur breskra feröamanna í leit aö sól.
ar á Bandaríkin 2001, hyggi á
frekari árásir gegn vestrænum
hagsmunum. Þá eru samtök
tengd al-Qaeda sökuð um að hafa
staðið fyrir tilræðunum á Balí
þar sem um tvö hundruð fórust,
aðallega ungir vestrænir ferða-
menn.
Sjálfmorðsárásirnar á íbúðar-
hverfi vestrænna manna í Riyadh
í vikunni vom fyrstu stórárásirn-
ar á bandaríska hagsmuni frá því
Saddam Hussein var steypt af for-
setastóli í írak.
Tugir útsendara bandarísku al-
ríkislögreglunnar FBI og leyni-
þjónustunnar CIA eru komnir til
Sádi-Arabíu til að taka þátt í leit-
inni að skipuleggjendum sjálfs-
morðsárásanna í Riyadh.
Robert Jordan, sendiherra
Bandaríkjanna í Sádi-Arabíu, sem
hafði gagnrýnt stjórnvöld fyrir að
taka viðvaranir ekki nógu alvar-
lega, sagði erlendum blaðamönn-
um að konungsfjölskyldan í Riyad
liti á árásirnar sem þeirra eigin
11. september.
Átti í astarsambandi
viö John F. Kennedy
Mimi
Fahnestock.
Mikið hefur
verið rætt um
óútkomna ævi-
sögu Johns F.
Kennedys, An
Unfinished
Life, sem
minnist á í
nokkrum lín-
um að Kenn-
edy hafi átt i
ástarsambandi
við ungan lær-
ling í Hvíta húsinu. I gegnum tíðina
hefur oft og mörgum sinnum verið
geflð í skyn að Kennedy hafi verið
mikill kvennaflagari, en aldrei áður
hefur verið talað um samband hans
við lærling í Hvíta húsinu.
í gær gaf svo sextug kona, Mimi
Fahnestock, út að hún sé umrædd-
ur lærlingur og hafi átt i ástarsam-
bandi við Kennedy frá júní 1962 til
nóvembers 1963. Hann var skotinn
til bana í Dallas þann 22. nóvember
1963. „Undanfarin 41 ár hef ég ekki
rætt þetta mál,“ sagði Fahnestock
við bandaríska fjölmiðla. „í ljósi
mikillar fjölmiðlaumfjöllunar hef ég
hins vegar rætt þetta við fjölskyldu
mína sem styður mig heilshugar í
þessu máli. Ég hef ekkert frekar um
málið að segja,“ sagði hún.
Robert Dallek, höfundur bókar-
innar, sagði fyrr í vikunni að um-
ræddur lærlingur hafi ekki kunnað
mikið fyrir sér og að hennar hlut-
verk á ferðalögum með forsetanum
hafi verið nánast eingöngu að
sinna honum kynferðislega.
REUTERSMYND
Gina á frumsýningu í Cannes
ítalska leikkonan Gina Lollobrigida var glæsileg aö vanda þegar hún kom til frumsýningar nýju Matrix-myndarinnar,
The Matrix Reloaded, á kvikmyndahátíöinni í Cannes í gær. Frumsýningarinnar var beöiö meö mikilli eftirvæntingu,
enda ekkert til sþaraö viö gerö myndarinnar. í Cannes hefur einnig verið sýnd endurgerö gamallar franskrar ævintýra-
kvikmyndar þar sem Gina Lollobrigida fór einmitt með eitt aðalhlutverkanna.
Bakarahátíð
íSmáralind
Fylgist með spennandi keppni í brauð-
og kökubakstri í Vetrargarðinum,
Smáralind, dagana 16. til 18. maí
Föstudaginn 16. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Fyrri hópur. 12:00 - 18:00
Laugardaginn 17. maí:
Baksturskeppni bakaríanna - Seinni hópur.9:00 - 15:00
Úrslit kynntog verðlaunaafhending............. 17:00
Sunnudaginn 18. maí:
Verk keppenda til sýnis......... ...... 13:00 - 18:00
Á keppnissvæðinu verða fyrirtæki með ýmsar kynningar og
uppákomur, marsipanskreytingar, súkkulaði, kaffi bakarans
og margt fleira. Á sunnudeginum gefst fólki kostur á að
ræða við meistarana og smakka á brauði og bakkelsi.
Samtök áhugafólks
um áfengis- og
vímuefnavandann