Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Side 17
16
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
Utgáfufálag: Útgáfufélagið DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjórí: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
A&stoöarritstjórí: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift:
Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf.
Plótugerb og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Verkefni nýrrar ríkisstjómar
Fátt bendir til annars en aö Sjálf-
stæðisflokkur og Framsóknarflokkur
nái saman um áframhaldandi ríkis-
stjórnarsamstarf. Nýrrar ríkisstjórnar
bíða mörg brýn verkefni en fyrst og síð-
ast mun almenningur fylgjast grannt
með því að eindregin loforð sem flokk-
arnir gáfu í kosningabaráttunni veröi efnd á kjörtímabilinu.
AUt bendir til þess aö nýtt hagvaxtarskeið - góðæri - sé fram
undan á íslandi á komandi árum. Mikilvægt er að tryggja að al-
menningur fái að njóta þess uppgangs en um leið að stöðugleiki
haldist. Tækifæri nýrrar ríkisstjórnar til að tryggja hér á landi
mikla velmegun, og þá ekki síst þeirra sem nú hafa lökust kjör-
in, hafa aldrei verið meiri og betri. En til þess þarf að takast á
við og leysa nokkur verkefni af festu. Flest þessara verkefna hef-
ur DV ítrekað bent á í forystugreinum á undanfórnum árum,
þótt mikilvægi þeirra sé misjafnt. Á komandi tveimur vikum
verður fjallað ítarlega um verkefnin í pólitískum skrifum blaðs-
ins, en að þessu sinni er bent á fjögur þeirra.
Lækkun skatta. Skera verður skattkerfið upp þannig að það
verði gagnsærra og dregið úr jaðarsköttum. En fyrst og fremst
verður aö hlúa að fjölskyldunni sem „hefur verið í vörn vegna
siðleysis í skattkerfinu,“ eins og sagði í leiðara í desember 2000:
„Viðhorf þjóðfélags til barna kristallast meðal annars í því
hvernig skattkerfið er byggt upp - hvort það er barnvænt eða
fjandsamlegt ungu fólki. Hér á íslandi eru börnin gerð að bóta-
þegum um leið og þau fæðast. Barnabætur eru dæmi um
brenglað gildismat þjóðar sem býr til skattkerfi sem lítur á
yngstu borgarana sem sérstaka byrði í stað þess að koma fram
við þá sem fullgilda meðlimi þjóðfélagsins.
Skattkerfið og tryggingakerfið með flóknum reglum tekju-
tenginga og ívilnana er hægt og bítandi að grafa undan fjöl-
skyldunni.
Uppskurður í heilbrigðiskerfinu. Vandi íslensks heilbrigðis-
kerfis er ekki fjárskortur heldur fyrst og fremst skipulagsvandi.
Fram til þessa hafa stjórnarflokkarnir ekki verið tilbúnir að
horfast í augu við vandann, hvað þá að taka til hendinni. í leið-
ara DV 1999 sagði orðrétt: „Smáskammtalækningar sem stund-
aðar hafa verið skipta engu og ef ekkert verður að gert mun
heilbrigðiskerfið sigla í strand og við íslendingar færumst fjær
því marki að viðhalda og byggja upp góða heilbrigðisþjónustu.
Enginn stjórnmálamaður mun hafa kjark til þess að ræða op-
inskátt og af hreinskilni um þann vanda sem við blasir - allra
síst þegar kosningar eru skammt undan. Enginn þorir að setja
spilin á borðið og benda á nauðsyn þess að sjúklingurinn gang-
ist undir uppskurð - flestir lofa plástrum í formi loforða um
aukna fjármuni.“
Jöfnun samkeppnisstöðu fjölmiðla. Ríkisútvarpið hefur þrátt
fyrir mikil forréttindi lent í fjárhags- og skipulagslegum ógöng-
um. Framsóknarmenn hafa ekki verið tilbúnir að ganga hreint
til verks og breyta stofnuninni í alvöru fyrirtæki, sem lýtur
sömu reglum og önnur fyrirtæki. Afleiðingin er sú að smátt og
smátt molnar Ríkisútvarpið innan frá en um leið er þróttur
dreginn úr einkareknum útvarps- og sjónvarpsstöðvum. í sept-
ember 1999 sagði í forystugrein DV um Ríkisútvarpið: „Hafi ein-
hver talið sér trú um að hægt sé að reka Ríkisútvarpið með
óbreyttu sniði á nýrri öld veður sá hinn sami villu og reyk. Þeir
sem enn berja hausnum við stein og halda því fram að nauðsyn-
legt sé að ríkið stundi rekstur fjölmiðla eru ekki annað en lún-
ir fulltrúar úreltra kennisetninga og oftrúar á ríkisvaldið.“
Lækkun matarverðs. Með skipulegum hætti verður ríkis-
stjórnin að lækka matarreikninga landsmanna - mesta kjarabót
þeirra sem lægst hafa launin liggur í því að lækka matarútgjöld-
in og auka þar með ráðstöfunartekjur þeirra til annarra hluta.
Og það er þrennt sem stjórnvöld verða að gera: Afnema virðis-
aukaskatt af matvælum. Skera upp landbúnaðarkerfið - sam-
keppnisvæða íslenskan landbúnað og afnema hindranir á inn-
flutning. Og í þriðja lagi verða stjómvöld að trýggja að eðlileg
samkeppni fái þrifist á matvörumarkaði, jafnt í smásölu sem
heilsölu.
í áratugi hefur DV verið óþreytandi í baráttunni gegn bullinu
og sú barátta heldur áfram á síðum blaðsins.
Óli Björn Kárason
17
Skoðun
Að toknu stríði
Agnar
Hallgrímsson
sagnfræöingur
Kjallari
undir sig landið. Fyrst með því að
draga kjarkinn úr írökum meö
linnulausum loftárásum á Bagdad
og fleiri borgir í írak, fremur en að
bíða með innrás landhers og notkun
þungavopna þar til mesti mótstöðu-
krafturinn var úr þeim. Þetta virð-
ist hafa heppnast ágætlega og
Saddam Hussein og ríkisstjórn hans
var fljót að leggja upp laupana og
gefast hreinlega upp.
Hvað orðið hefur af einræðisherr-
anum er á þessari stundu allsendis
óljóst, en það út af fyrir sig skiptir
ekki öllu máli, en ljóst er að öll and-
staða íraka er úr sögunni og flestir
íbúar landsins frelsinu fegnir.
Án Sameinuðu þjóðanna
En nú vaknar spumingin: Hvað
tekur nú við í írak að loknu striði
og hver eða hverjir koma til með
að stjóma landinu í framtíðinni?
Það getur oltið á miklu hverjir það
verða. írakar sjálfir, Arabalöndin
og næstum allt Evrópusambandið
og e.t.v. fleiri vilja að írakar taki
aftur við stjórnartaumunum, rétt
eins og var áður en stríðið byrjaöi.
Það tel ég vera hið mesta óráð og
ekki þýða annað en það að ríkis-
stjóm Saddams Husseins eða nýs
einræðisherra hrifsi til sín stjórn-
artaumana að nýju. Þá myndi
sama sagan endurtaka sig með hót-
unum um notkun kjamorku- og
efnavopna sem þeir kynnu að
koma sér upp. Það hefur líka sýnt
sig að írakar eru vart færir um að
stjórna sér sjálfir. Þetta eru siðlitl-
ir ribbaldar sem létu sig jafnvel
hafa það að ræna sjúkrahúsin í
Bagdad á meðan ringulreiðin var
sem mest í stríðinu.
Að fela Sameinuðu þjóðunum að
taka að sér að mynda starfhæfa
ríkisstjórn í írak tel ég líka óráð-
legt, þar sem ekki verður annað
séð en að þær séu hallar undir
íraka og dragi taum þeirra í einu
og öllu. Enn fremur má benda á að
Sameinuðu þjóðirnar hafa ekki yfir
að ráða neinum herstyrk til þess að
skakka leikinn, ef fylgismenn fyrr-
verandi stjómar hyggjast hrifsa til
sín völdin á ný eða einhver annar
einræðisherra.
Sú leið er mér kemur helst til
hugar og er að mínu áliti langskyn-
samlegust er að Bretar og Banda-
ríkjamenn skipti landinu í yfir-
ráðasvæði líkt og gert var i Þýska-
landi eftir lok síðari heimsstyrjald-
ar. Það þótti gefast vel þá, og ætti
því að vera i fullu gildi í dag. Að
kalla herstyrk bandamanna heim
frá írak nú þegar tel ég vera hið
mesta óráð, þar sem fylgismenn
Saddams Husseins eru vafalaust
margir enn þá í landinu, og þeir
myndu örugglega notfæra sér það
og taka völdin á ný væri enginn
herstyrkur bandamanna til staðar.
Þótt ekki líti út fyrir annað en að
þeir hafi verið yflrbugaðir og
Saddam Husseih annað-
hvort dauður eða flúinn úr
landi, er áreiðanléga
grunnt á því góða meðal
Iraka áð endurreisa ein-
ræðisstjórn hans. Það gæti
kostað nýtt stríð og kynni
að standa lengur en 22
daga.
Og enda þótt engin
kjarnorku- eða efnavopn
hafi fundist eftir lok stríðs-
ins, er ekki þar með sagt
að þau hafi ekki verið til
staðar,-en íraskir hermenn
hafi annaðhvort ekki þor-
að eða ekki getað komið
því við að beita þeim gegn
herjum bandamanna.
Hvað sem framtíðin
kann að bera í skauti sér í
írak, er eitt víst: stríðið
þar hefur orðið til þess að
losa heiminn við einn ein-
ræðisherrann og
fjöldamorðingjann, sem
virðast eiga upp á pall-
„Óhœtt er að óska þjóðarleiðtogunum, sem að stríðinu stóðu, þeim Ge- borðið í mörgum íöndum
heimsins. - Það er hin
sem
Íraksstríðið stóð í 22 daga
eða því sem næst. Óhætt
er að óska þjóðarleiðtog-
unum, sem að stríðinu
stóðu, þeim George Bush
Bandaríkjaforseta og Tony
Blair forsætisráðherra
Bretlands, til hamingju
með stutt og vei
heppnað stríð.
Vel heppnað segi ég,
vegna þess að segja má að
mannfall breskra og banda-
rískra hermanna í því hafl
verið algert „minimum“, ef
svo má að orði komast.
Eitthvað í kringum tvö
hundruð manns á móti
mörgum þúsundum fall-
inna íraka.
Heppileg aðferð
Enginn vafi er á því að ef
mannfall hefði orðið mikið
í liði bandamannanna hefði
þeim þjóðarleiðtogunum
verið legið mjög á hálsi
heima fyrir og gert þeim
erfitt fyrir. Menn hefðu sagt
sem svo að þeir Bush og
Blair væru að etja her-
mönnum sínum út í opinn
dauðann í þýðingarlitlu
stríöi, sem ætti eftir að
standa í marga mánuði -
e.t.v. í mörg ár - og óvíst
hvor stríðsaðilinn færi með
sigur af hólmi.
meímrniThSi beittíeppt orSe Bush Bandaríkjaforseta og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, steöreynd
legri aðferð við að leggja til hamingju með StUtt Og vel heppnað stríð. “ ekki verður umflúin.
„Ingibjörg
reyndist vera
einnota þegar
til kastanna
kom og Össur
œtlar að sitja
sem fastast á
formanns-
stóli. “
Eftirmál kosninganna
Hjörleifur
Guttormsson
fyrrverandi
alþingismaöur
Kosningaúrslitin skiiuöu
stjórnarflokkunum örugg-
um meirihluta á þingi
næstu fjögur ár og endur-
nýjun stjórnarsamstarfsins
er aðeins formsatriði. For-
seti íslands gat haldið upp
á sextugsafmæli sitt
ótruflaður af vangaveltum
um stjórnarmyndun eða
hverjum hann ætti að fela
umboð til að spreyta sig.
Slíkar æfmgar, sem voru fastur
liður eftir. alþingiskosningar fyrir
tveimur áratugum, eru nú flestum
gleymdar. Heil kynslóð hefur vaxið
úr grasi með Davíð sem landstjóra.
Formaður Samfylkingarinnar, sem
fyrir kosningar stillti Ingibjörgu
upp sem forsætisráðherraefni,
hringdi í Halldór Ásgrímsson dag-
inn sem úrslit lágu fyrir og bauð
honum stólinn. Ingibjörg reyndist
vera einnota þegar til kastanna
kom og Össur ætlar að sitja sem
fastast á formannsstóli.
Fastir í eigin gildru
Þótt stjórnarflokkarnir séu eðli-
lega sælir með völdin sem eru
þeim allt, verður kjörtímabilið
fram undan enginn dans á rósum
fyrir ríkisstjómina. Fyrst af öllu
þurfa flokkarnir að staursetja
kosningaloforðin um stórfelldar
skattalækkanir, eitthvert glæfra-
legasta agn sem beitt hefur verið
fyrir kjósendur í aðdraganda kosn-
inga. Nógu margir bitu á, og nú er
að losa um öngulinn og draga efnd-
irnar sem lengst má verða. Til að
auðvelda leikinn er líklegt að
Framsóknarflokkurinn fái lyklana
að fjármálaráðuneytinu.
Stóriðjudæmið á Austurlandi,
sem ríkisstjómin batt fastmælum
með stuðningi Samfylkingarinnar
fyrir kosningar, setur efiiahagslifi
og nýfjárfestingum þröngar skorð-
ur næstu fjögur árin. Talsmenn at-
vinnurekenda og launafólks kváðu
upp úr um það, nú fáum dögum eft-
ir kosningar, að skattalækkanir
væm óðs manns æöi. Nógu erfitt
verður samt að komast hjá vaxta-
hækkunum og hindra frekari
hækkun krónunnar.
Samfylkingin í klemmu
Samfylkingin gerði um fátt eitt
ágreining við stjómarílokkana í
kosningabaráttunni. Fyrst og
fremst var reynt að spila á þreytu
kjósenda á lúnum andlitum og
stjórnunarstíl Davíðs Oddssonar.
Hvergi var kveðið skýrt að orði í
Borgarnesræðum leiðtogaefnisins.
Upplegg Samfylkingarinnar var
fyrst og síðast við það miðað að
geta komist í ríkisstjóm með öðr-
um hvorum stjómarflokkanna.
í raun vísaði Samfylkingin frá
þeim möguleika að stjórnarand-
stöðuflokkarnir þrír tækju saman
um landstjórnina að loknum kosn-
ingum. Áskorunum Vinstri
grænna í þá veru var vísað frá og
Össur látinn „leiðrétta" ummæli
sem túlkuö voru sem undirtektir
við slíka þriggja flokka stjórn.
Samfylkingin mun verða í klemmu
í stjómarandstööu. Hún er samá-
byrg fyrir stóriðjustefnunni, sem
setja mun mark sitt á allt kjörtíma-
bilið, einnig Ingibjörg sem skrifaði
rækilega upp á þann víxil.
Tækifæri Vinstri grænna
Vinstrihreyfingin - grænt fram-
boð náði ekki í gegn með sínar
áherslur í kosningabaráttunni.
Þessi fáliðaði flokkur var þó eina
raunverulega stjórnarandstaðan á
síðasta kjörtímabili. Þá stöðu hefði
mátt nýta betur en gert var, en til
þess þurfti að greina sig með skýr-
um hætti frá stefnulausri og sund-
urþykkri Samfylkingu. Áherslan á
velferðarstjórn varð til þess að skil-
in gagnvart Kárahnjúkaflokkunum
urðu ekki eins skýr og skyldi.
Vinstri grænir eru hins vegar nú
sem fyrr mun betur búnir undir
málefnalega stjórnarandstöðu en
Samfylkingin. Umhverfismálin, og
sú sýn til efnahagsmála og alþjóða-
mála sem þeim tengist, þurfa að
verða skýrari í málflutningi flokks-
ins en hingað til. í því felst öðru
fremur tækifæri og vaxtarbroddur
þessa hugsjónaafls.
Ummæli
Daglegar árésir
„Ingibjörgu
verður fund-
in viðeigandi
stallur sem
hæfir í senn
henni og
flokknum.
Hennar tími
kemur örugg-
lega aftm-.
Það viljum
við öll. Össur
hefur sýnt henni meira pólitískt
örlæti en nokkur stjómmálamaður
annar hefur sýnt, og um leið byggt
upp flokkinn í nýja stærð. Á að
launa honum það með því að ráð-
ast á hann dag eftir dag fyrir það
eitt að hafa staðið sig ótrúlega vel
og betur en nokkur þorði að vona.
Varla eru það laun heimsins að
mati þeirra sem nú ganga fram og
gætu snúið sigri í ósigur."
Karl V. Matthíasson
í Morgunblaösgrein
Formlaus þokuheimur
„Hinn
vinstrisinn-
aði smáborg-
ari er ekki
alltaf vinstri-
sinnaður í
stjómmálum.
Hann er yfir-
leitt allt á
víxl. Fyrir
honum eru
stjómmál
hvorki til hægri né vinstri. Stjóm-
málum hefur verið þjappað í form-
lausan þokuheim miðjunnar.
I
Þannig á þetta að vera að hans
viti. Vinstrisinnaði smáborgarinn
skrýðir sig gjama með þeirri
„skoðananiðurstöðu“ að enginn
heilvita maður viti lengur hvað
það er að vera vinstrisinnaður."
Guöbergur Bergsson
á Kistan.is
Hanðip hægri kratar
I
„Bresku
hægri krat-
amir hafa
gengið eins
hart fram - í
sumum til-
vikum lengra
- og íhalds-
flokkurinn
undir
Thatcher í að
markaðsvæða samfélagsþjónust-
una. Þetta hafa þeir gert þrátt fyrir
að kannanir sem gerðar hafa verið
á vegum verkalýðshreyfingarinnar
og óháðra samtaka sýni að mark-
aðsvæðing þjónustunnar hafi
reynst greiðandanum - hvort sem
það er skattborgarinn eða notandi
þjónustunnar - miklu dýrari en
fyrra fyrirkomulag og iðulega leitt
til lakari þjónustu. Breskir velferð-
arsinnar hafa viljað fara aðrar leið-
ir til að bæta heilbrigðisþjónustuna
og er lítið um það gefið að mark-
aðsvæðing þjónustunnar sé kölluð
„umbætur (reform)“. Þaö hugtak
tekur Blair sér engu að síður alltaf
i munn þegar hann opnar mark-
aösöflunum leið niður í pyngjur al-
mennings."
Ögmundur Jónasson
á vef sfnum
Sala aílaheimilda
Kristjón
Kotbeins
viöskipta-
fræöingur
Ondvert viö spár reyndist
umræöa um stjórn fisk-
veiða fyrirferðarmikil fyrir
nýafstaðnar þingkosníng-
ar. Aflaheimildir, verðmæti
þeirra og kaup hefir borið
á góma þegar fjallað hefir
verið um hugsanlega fyrn-
ingu þeirra.
Komið hefir fram að bókfærðar
aflaheimildir Brims ehf. voru 13,4
milljarðar króna um síðustu ára-
mót. Aflaheimildir þeirra félaga sem
mynda Brim ehf. eru taldar vera um
11% heildaraflaheimilda. Sam-
kvæmt því ætti bókfært mat afla-
heimilda íslenska fiskiskipaflotans
að nema um 120 milljörðum króna
alls. Óvíst er hvort aflaheimildir eru
bókfærðar á samræmdu verðlagi.
Greitt í hlutabréfum
Nú er því statt og stöðugt haldið
fram að fyrirtæki sem áttu um 80%
aflaheimilda fyrir 20 árum, þegar
kvótakerfið var tekið upp, stundi
ekki lengur útgerð. Samkvæmt
framanskráðu ættu því þau fyrir-
tæki sem nú eru starfandi að hafa
keypt aflaheimildir fýrir tæpa
hundrað milljarða króna á röskum
áratug af fyrirtækjum sem gera
ekki lengur út.
Hér virðist einhvers staðar pott-
ur brotinn, þvi þótt mikið hafi ver-
ið rætt um að milljarðar króna eða
tugir þeirra hafi horfið úr sjávarút-
vegi í nafni hagræðingar á undan-
förnum árum er líklegt að í mörg-
um tilvikum sé um samruna og yf-
irtökur fyrirtækja að ræða, þar
sem eigendur yfirtekinna fyrir-
tækja fá greitt í hlutabréfum yfir-
tökufýrirtækjanna.
Þannig hafi t.d. eigendur Mið-
ness í Sandgerði skipt á hlutabréf-
um í því félagi og Haraldi Böðvars-
syni við sameiningu félaganna. í
öðrum tilvikum er líklegt að fyrir-
tæki sem keypt hafa aflaheimildir
hafi selt heimildir á móti. Fyrir-
tæki hafi því skipst á aflaheimild-
um, einn keypt þorskkvóta en selt
ýsu-, ufsa- eða karfakvóta í staðinn.
„Myndi ekki eignarrétt“
Af minna tilefni en tug milljarða
króna fjárstreymi út úr atvinnu-
grein hafa nefndir verið settar á
laggirnar. Full ástæða er þvi til að
kanna hvaö sé í raun hæft í þeirri
fullyrðingu að þau fyrirtæki sem
nú fást við sjávarútveg hafi keypt
áttatíu af hundraði aflaheimÚda
sinna af fyrirtækjum sem hætt séu
útgerð.
Hin miklu kvótaviðskipti og
eignafærsla kvótans eru undarleg í
ljósi fyrstu greinar laga um stjórn
fiskveiða sem kveður á um að út-
hlutun veiðiheimilda samkvæmt
lögum þessum myndi ekki eignar-
rétt eða óafturkallanlegt forræöi
einstakra aðila yfir veiðiheimild-
um. Greinin er skýr, orkar ei tví-
mælis, einnig hvað löggjafarvaldið
átti við með upphafi fyrstu greinar
laganna um að nytjastofnar á ís-
landsmiðum séu sameign íslensku
þjóðarinnar.
Ef til vill hefir löggjafarvaldið
verið blekkt, þar sem því er haldið
fram að þjóðin geti ekki átt neitt
saman því þjóðin sé ekki lögaðili,
vart lögráöa sem slík, því fari rík-
isvaldiö með eignir hennar, allt frá
Þjóðmenningarhúsi til þjóðlendna.
Því verður ef til vill haldið fram að
í lögum um stjórn fiskveiða leynist
ritvilla þar sem standa eigi „myndi
eignarrétt", þar sem nú stendur
„myndi ekki eignarrétt". Orðinu
ekki sé ofaukið, það hafi átt að
vera farið úr lögunum fyrir löngu.
Fjórföld kjörsókn
í skýrslu Hafrannsóknastofnun-
„Nú er staðan sú að dánartala þorskstofnsins hefir rokið upp en aflinn þó vart
svipur hjá sjón, byggist aðallega á fiski sex ára og yngri.“
ar (www.hafro.is), Nytjastofnum
sjávar 2001/2002 - aflahorfum
2002/2003, blasir við ófogur mynd
af ástandi þorsksins, helsta botn-
fisksstofns okkar. Það fyrsta sem
kemur upp í huga höfundar er:
Hverfum aftur til fortíöar um
hálfa öld. Ekki var rányrkjunni
fyrir að fara þá svo neinu næmi.
Þorskaflinn á sjötta hundrað þús-
und tonna sem er í raun langt um-
fram jafnstöðuafla en dánartala
stofnsins nærri kjörstöðu. Greini-
lega ekki bráð vá fyrir dyrum. Þó
er líklegt að þá hafi nokkrum
þorski verið hent, ef rétt er að
breskir togarar sem voru hér að
veiðum hafi verið iðnir við kol-
ann. Hirt einkum hann, en kastað
öðrum fiski brott.
Nú er staðan sú að dánartala
þorskstofnsins hefir rokið upp, en
aflinn þó vart svipur hjá sjón,
byggist aðallega á fiski sex ára og
yngri. Þess má geta aö risaár-
ganga, skynsamlega nýttra, hefir
gætt í veiöinni allt til tvítugs.
Mynd sem sýnir sóknina í
þorskinn ber að sama brunni; á
henni sést að sóknin í þorskinn er
um þessar mundir um fjórföld
kjörsókn. Við sama tón kveður
þegar skoðuð er mynd af hrygn-
ingarstofni og veiðistofni. Hvor
tveggja nær sögulegu lágmarki. Ei
er furða þótt ýmsum blöskri.
+