Dagblaðið Vísir - DV - 16.05.2003, Page 18
♦ 18
Skoðun
FÖSTUDAGUR 16. MAÍ 2003
DV
Skoðun
Álfurinn bjangan mannslífum
Álfurinn var fyrst séldur
árið 1990 og hafa sölutekj-
ur alfarið runnið til að að-
stoða unga fíkla til að
losna úr helgreipum sjúk-
dómsins. Fjármagnið, sem
fœst með þessum hætti,
rennur óskipt til unglinga-
deildar Vogs sem rekur sig
fyrir sjálfsaflafé.
sitt líf. Þetta er hægt vegna þíns
stuðnings og stöðugrar baráttu
einstaklinga sem hafa helgað líf
sitt baráttunni gegn flkn. Þrátt
fyrir góð meðferðarúrræði stefnir
nú í síaukna eftirspurn eftir með-
ferð fyrir ungt fólk á aldrinum 20
til 30 ára. Það er alveg ljóst að
starfsemi SÁÁ á meðferðarheimil-
inu Vogi skilar miklu til þjóðfé-
lagsins. Ungt fólk, sem oft var illa
á sig komið, er aftur komið út í
hið daglega líf þar sem það leggur
sitt af mörkum til að byggja upp
öflugt þjóðfélag.
Fíkniefnaneysla er erfið við-
fangs og reynir á þolinmæði allra
þeirra sem koma nærri vandan-
um. Oft þarf unglingurinn að
koma nokkrum sinnum í meðferð
áður en hann nær að tileinka sér
þær lífsreglur sem þar eru kennd-
ar og tekst að fóta sig á ný á
bröttum brautum samfélagsins.
Það verður ekki fram hjá því
horft að síaukin neysla fíkniefna
og vaxandi fjöldi fólks, sem lend-
ir í helgreipum hennar, hefur
leitt margan unglinginn út í
dauðann. Það er því skylda okkar
allra að leggja okkar af mörkum
til að styðja við bakið á þessum
hæfileikamikla hópi ungmenna
sem er berjast upp á líf og dauða
við fikniefnadjöfulinn. Við þurf-
um að muna eftir öllum fjölskyld-
unum sem hafa orðið að þola
skelfingu fíknarinnar og að sjá
barnið sitt engjast sundur og
saman í greipum fíkniefnadjöf-
uisins.
Góðir íslendingar, takið þátt í
baráttunni og kaupið áifinn af
sölufólki SÁÁ um helgina. Hvert
mannslíf er ómetanlegt. Hver
króna skiptir máli. Gleymum
ekki að álfurinn bjargar manns-
lífum.
Einar Ágúst
„skítamórair
skrifar
Þaö getur enginn ímynd-
að sér hvað það er að
verða fíkniefnum að bráð
á ungaaldri, nema þeir
sem hafa orðið fyrir barð-
inu á fíkninni og fest sig
í neti hennar.
Á íslandi eru hundruð foreldra
sem vita hvað það er að missa
barn sitt í fíkniefnaneyslu og
þekkja það helvíti sem því fylgir.
Það er því mikils um vert að þjóð-
in leggi sitt af mörkum einu sinni
á ári og kaupi SÁÁ-álfinn. And-
virði sölunnar fer aifarið í upp-
byggingu meðferðar fyrir unga
fíkla og til að hjálpa þeim sem
eru að fóta sig á beinu brautinni
á nýjan leik.
Litli álfurinn, sem lætur ekki
mikið yfír sér, hefur unnið hug og
hjarta þúsunda íslendinga sem
vilja leggja þessu verðuga verk-
efni lið. Alfurinn var fyrst seldur
árið 1990 og hafa sölutekjur alfar-
ið runnið til að aðstoða unga fíkla
til að losna úr helgreipum sjúk-
dómsins. Fjármagnið, sem fæst
með þessum hætti, rennur óskipt
til unglingadeildar Vogs sem rek-
ur sig fyrir sjálfsaflafé. Ekki er
vanþörf á. Árið 2001 leituðu 282
ungmenni til deildarinnar og báðu
um hjálp. Árið 2002 voru þau orð-
in 289. Allt stefnir í að talan
hækki enn. Margir af þessum ung-
lingum eru komnir í dagneyslu.
Aðrir eru skemmra á veg komnir
í neyslunni. Þessir einstaklingar
eiga allir kost á því að snúa baki
við Bakkusi og halda áfram með
Alverksmiðja Austurlands
Þjóðin getur tagnað
Hulda Magnúsdóttir hringdi:
Mér finnst að þjóðin öll geti
fagnað því að forseti íslands er
ekki lengur í óvígðri sambúð.
Nóg hefur veriö óskapast yfir
því að forsetinn skuli ekki hafa
fest ráð sitt og lengst af einung-
is kynnt hina geðþekku konu,
Dorrit Moussaieff, sem heit-
konu sína. Nú er þessu tímabili
í lífi forsetans lokið og við eig-
um að sameinast, og þá meina
ég þjóðin öll, í því að óska
hjónunum velfamaðar í starfi
sem og í einkalífi. Það er mikill
fengur í því að hafa þetta
glæsilega par á Bessastöðum,
og forseta eigum við að hafa í
framtíðinni en ekki leggja emb-
ættið niður líkt og sumir hafa
verið að ýja að. Þjóð án forseta
í embætti vegur mun minna á
opinberum vettvangi, ekki síst
erlendis. Eftir þessu embætti er
tekið víða um heim. - Til ham-
ingju, góðu hjón.
Nýtt tímabll í lífl þeirra.
Konráð R. Frlöfinnsson
skrifar:
Nú skal virkjað, og það svo
stórt að annað eins hefur ekki
gerst í íslandssögunni. Stóreflis
álfabrika kallar á stórt lón til
fjalla með miklu vatni i til að
hægt sé að búa til alla ál-
klumpana sem fyrirhugað er að
framleiða í fjöruborði Reyðar-
ljarðar. Reynist Kárahnjúkavirkj-
un of lítil munu áætlanir Alkóa-
manna riðlast og þá má gera ráð
fyrir að vandræðaástand skapist
sem kemur sér iUa fyrir væntan-
lega kaupendur álsins. Ekki reyn-
ist þá unnt að búa til nægjanlegt
magn áls, eins og núverandi ráða-
gerðir segja til um.
Mörgum kann að þykja ein-
kennilegt að ætla að byggja svo
stórt mannvirki í mannfæðinni
eystra. Jafn stórt dæmi kallar
vitaskuld á ófáar hendur til að
sinna þessum störfum þegar allt
er komið á fullt. En hvemig hyggj-
ast menn fylla í þessar stöður sem
skapast þama? Það liggur nokkuð
ljóst fyrir: Með innflutningi á fólki
„Fólkið fór ekki endilega
í burt vegna ónógrar
vinnu í sinum fœðingar-
bœ heldur er það tíðar-
andinn sem kallar. Þegn-
ar landsins vilja vera þar
sem öryggið er meira og
afþreyingin sömuleiðis. “
frá öðrum löndum, líkt og gert hef-
ur verið í stórum stíl hvað varðar
fiskvinnsluna. Einkum á lands-
byggðinni. Segja má að útlent fólk
beri í dag uppi þessa undirstöðu-
atvinnugrein íslensks samfélags
utan höfuðborgarsvæðisins.
í ýmsu er svo sem pælt þegar
hiö nýja álver ber á góma. Talað
er um að burtfluttir Austfirðingar
flykkist á sínar heimaslóðir til að
taka sér stöðu í nýju verksmiðj-
unni strax og fært verður. Fast-
eignaverð hefur nú hækkað dálít-
iö í Fjarðabyggö og meira að segja
er eftirspum eftir húsum þar
eystra í einhverjum mæli. Og ann-
að í þeim dúr. Bjartsýnin þar er
því nokkur.
En eru það raunhæfar hugmynd-
ir að ætla hinum brottfluttu að
koma aftur á fornar slóðir bara
vegna álvers? Tæplega. Og hví
skyldu menn, sem á annað borð
hafa rifið sig upp og eru búnir að
koma sér vel fyrir annars staðar og
börnin stunda skóla á nýjum stað,
pakka saman fóggum sínum á nýj-
an leik til að vinna í einhverri ál-
verksmiðju á Austfjörðum?
Fólkið fór ekki endilega í burt
vegna ónógrar vinnu í sínum fæð-
ingarbæ heldur er það tíðarand-
inn sem kallar. Þegnar landsins
vilja vera þar sem öryggið er
meira og afþreyingin sömuleiðis.
Og það eru hinar þéttari byggðir
landsins sem bjóða mönnum það
öryggi. Þótt því fylgi reyndar ým-
islegt annað sem menn taka
kannski ekki með í þann reikning
þá er þetta einfaldlega svona. -
Það verður því fróðlegt að sjá
hvaða fólk kemur til með að starfa
í „Álverksmiðju Austurlands“.
Lán tíl erlendra
Sveinþjöm Jónsson skrifar:
íslensk
bankastarf-
semi hefur
þróast
Eftirtektarverö útrás hratt á
hjá íslandsbanka. undanfóm-
um allra síðustu misserum. Og allt
í rétta átt sýnist mér. Starfsemi á
erlendri grund er okkur íslending-
um til hagsbóta, jafnvel þótt í
einkarekstri sé. Állt til þess að
lyfta okkar orðspori og efla ítök
sem víðast. Nú síðast rakst ég á
frétt um að íslandsbanki væri orð-
inn stærsti einstaki lánveitandinn
til kanadíska sjávarútvegsins, með
samningi við Fishery Products
Intemational um endurfjármögn-
un langtímalána fyrirtækisins.
Þetta er áreiðanlega eitt af mörg-
um sterkum skrefum sem íslensk
bankastarfsemi ætti að sinna bet-
ur í framtíðinni.
Urskuröur Kjaradóms
Sigvaldi Ólafsson skrifar:
í þessum úrskurði felst að mínu
mati staðfesting á því að misskipt-
ingin í þjóðfélaginu eykst, og það
af ásettu ráði. Efsta lag ráða-
manna hrifsar til sín meira og
meira með skírskotun í leiðrétt-
ingu í samanburði við laun og
ábyrgð „sambærilegra hópa“
(nefnd manna úr efsta lagi ríkis-
starfsmanna), en í raun eru þeir
að úrskurða um eigin kjör. Svo
þegar upp er staðið bera þessir
menn enga ábyrgð en segja: Ekki
benda á mig, og þvo hendur sinar.
Án þess aö blikna frammi fyrir al-
þjóð. - Ótrúlegt og ófyrirgefanlegt.
Tölvur og flatup skján
Þórdís skrifar:
Ég er ein
þeirra sem
fylgjast
grannt með
auglýsingum
um nýjar
tölvur. Mín
Auövitaö - framtíöln gamla tölva
er í þeim flötu ... fer ag Verða
þreytt, þótt hún sé að vissu leyti
ágæt „ritvél" til heimabrúks. Mér
blöskrar að vísu verðið - 130 til
160 þúsund krónur - og það með
gamla skjánum fyrirferðarmikla.
Ég sé að lítið er auglýst af tölvum
með flötum skjá þótt þær séu
komnar í gagnið víða í stofnunum
og á flestum vinnustöðum. Flatir
skjáir eru framtíðin svo ég sé ekki
hvers vegna söluaðilar skipta ekki
strax út og bjóða einungis flata
skjái með nýju tölvunum. Og á
sama verði. Ég mun því bíða þar
til viðtekin regla verður að bjóöa
flata skjái samhliða, án þess að
hækka verðið. Það munu og marg-
ir aðrir gera.
Kjöp páðamanna
Guöjðn Bjarnason skrifar:
Ég hef verið að bíða eftir að ein-
hver eða einhverjir fjölmiðlar
gerðu verulega harða hríð að þvi
sem ég kalla „aöfór“ að almenningi
með úrskurði Kjaradóms fyrir helg-
ina. Leiðari Mbl. var t.d. afar dauf-
ur, fór með löndum og endaði á því
að segja að launaskrið æðstu emb-
ættismanna ætti ekki að valda óró-
leika á vinnumarkaði. Ólíkt harð-
ari afstöðu tók leiðarahöfundur DV
sl. miðvikud. Þar sagði að þetta
væru kaldar kveðjur til launafólks
- að almenningur gæti ekki setið
undir því ár eftir ár að hægt en ör-
ugglega væri verið aö búa til fá-
menna elítu - Nómenklatúru - sem
fitnaði óháð öllu og í engum tengsl-
um við raunveruleika sem allur al-
menningur þyrfti að glíma við. -
Þetta eru orð að sönnu.
DVI Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@dv.is
Eða sent bréf til: Lesendasíða DV,
Skaftahlíö 24, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til að senda mynd
af sér til birtingar með bréfunum á
sama póstfang.