Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Síða 4
4
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
DV
Fréttir
díki
Blaöamaðurinn og bjargvætturinn
Siguröur Bogi Sævarsson, biaöamaöur DV, meö Marc Portal sem bjargaöi
honum upp úr díki viö Krýsuvík í gær.
Illa til reika
Siguröur Bogi sökk upp aö mitti í díkinu og varla heföi mátt 'tæpara standa
því hann botnaöi ekki í þessu kviksyndi.
Sigurður hefði eflaust drukknað ef
hann hefði ekki komið honum til
hjálpar. „Ég var þama með börn-
unum mínum að skoða þarna í
kring þegar þetta gerðist," sagði
Marc. Hann vildi ekki gera mikið
úr björgunarafreki sínu en segir
hættur á ferðamannastöðum oft
ekki nægilega vel merktar. Það sé
þó alltaf álitamál hversu mikið
eigi að merkja. Það kosti peninga
og slíkt sé auðvitað um leið lýti á
náttúrunni.
„Þetta svæði sem Siggi fór út á
er mjög hættulegt. Þar hefur fleira
fólk örugglega lent í vandræðum.“
Marc segist ekki hafa lent í slík-
um raunum með þá ferðamenn
sem hann hefur verið að leið-
beina, enda leggur hann mikla
áherslu á að fólk fari varlega á
svona stöðum. - HKr.
Blaöamaöur DV hætt kominn í Krýsuvík í gær:
þegar hann
Sigurður Bogi Sævarsson,
blaðamaður DV, var hætt kominn
á hverasvæðinu Seltúni við
Krýsuvík í gær. Þar var hann ein-
samall í efnisöflunarferð fyrir
blaðið og steig út á sandrif til
myndatöku við einn hverinn.
Skipti þá engum togum að hann
sökk skyndilega í díki sem þar
reyndist vera undir. Var honum
bjargað með snarræði af frönsk-
um leiðsögumanni og kennara
sem þar var staddur fyrir tilvilj-
un.
„Sandrifið við hverinn virtist
vera traust og ég steig út á það.
Svo var hins vegar ekki. Fyrst
seig ég niður að ökkla en síðan
gerðust hlutirnir mjög hratt. Á ör-
fáum sekúndum pompaði ég niður
í díkið og var pikkfastur þar - og
hefði sjálfsagt horfið sjónum
manna hefði aðstoð ekki borist,“
segir Sigurður Bogi sem hafði að
vonum brugðið nokkuð við atvik-
ið.
Sigurður Bogi ætlaði að ná
mynd af fólki sem þarna var á ferð
- og velja sér góðan stað til
myndatökunnar. „En síðan seig
jörðin undan fótum mér. Þetta
gerðist mjög hratt svo mér gafst
hreinlega aldrei tími til að verða
hræddur. Ferðamaðurinn sem ég
hugðist mynda brá sér snarlega úr
hlutverki fyrirsætunnar og með
styrkri hendi sinni dró hann mig
á öruggt land. En þetta mátti ekki
tæpara standa. Og ég vil ekki
hugsa þá hugsun til enda hefði
þetta fólk ekki verið þama því ég
var einn á ferð,“ segir Sigurður
Bogi - og kvaðst vilja brýna fyrir
fólki að fara varlega á þessum
slóðum.
Á leiðinni suður í Krýsuvík seg-
ist Sigurður hafa verið að hlusta á
messuna í útvarpinu - og þar
heföi presturinn lagt út af hinni
sönnu vináttu í lífinu. „Prestur-
inn vitnaði í alþekkt lag og sagði
að traustur vinur gæti gert krafta-
verk og þegar mönnum yrði á, þá
styrka hönd þeir þyrftu að fá. -
Þessi boðskapur sannaði sig
áþreifanlega þama,“ sagði Sigurð-
ur Bogi. Hann var illa til reika eft-
ir þessa hrakfór - og þá kom sér
vel sem aldrei fyrr að vera með föt
til skiptanna í bíLnum.
Bjargvættur Sigurðar heitir
Marc Portal og er franskur leiö-
sögumaður og kennari sem er bú-
settur hér á landi. Hann sagði að
Naumlega bjargað
sökk í
Tvítugur karlmaður játar bankarán í SPK:
Hefup ekki vísað á pánsfenginn
Tvítugur piltur var um helgina
dæmdur til að sæta vikulöngu
gæsluvarðhaldi vegna bankaráns
sem hann framdi í Sparisjóði Kópa-
vogs á fóstudagsmorgun. Ungi
maðurinn var handtekinn á fóstu-
dagskvöld og samkvæmt heimild-
um DV mun hann sjálfur hafa gef-
ið sig fram við lögreglu. Við yfir-
heyrslur játaði hann aðild sína að
ráninu en að sögn lögreglu í Kópa-
vogi telst rániö ekki að fullu upp-
lýst þar sem maðurinn hefur enn
vísað á ránsfenginn.
Maðurinn framdi ránið sem fyrr
segir á föstudag. Hann var fyrsti
viðskiptavinur útibús SPK í Hlíða-
smára þá um morguninn. Hann
gerði ekkert tU að hylja andlit sitt
þegar hann kom inn í bankann
vopnaður búrhnífi. Hann mun hafa
Vettvangur glæpsins
Ungur maöur situr í gæsluvaröhaldi eftir rán í SPK'
brugðið hnífnum á loft en ekki ógn-
að starfsmönnum bankans beint.
Hann vatt sér yfir afgreiðsluborð
og hrifsaði peninga úr einni gjald-
keraskúffu. Að því loknu lagði
hann á flótta og var á bak og burt
þegar lögreglu bar að garði. Ekki
fæst staðfest hversu miklum fjár-
munum maðurinn náði en líklegt
má telja að upphæðin nemi aö
minnsta kosti nokkur hundruð þús-
und krónum.
Öryggismyndavélar náðu að festa
atburðinn á filmu og var þeim
dreift tU fjölmiðla síðla á fóstudag.
Eftir að myndir af manninum voru
birtar í fjölmiðlum gaf ungi maður-
inn sinn fram viö lögreglu. Hann
mun ekki hafa komið við sögu lög-
reglu að ráði áður ef undan eru skU-
in umferðarlagabrot. -aþ
DV-MYND JÚLÍA IMSUND
Slökkt í Akurey
Hafnsögubáturinn Björn lóös er meö
öfluga slökkvidælu um borö og kom
hann slökkviliðinu til aöstoöar viö
slökkvistarfið.
Skemmdist í eldi
Eldur kom upp í sjóminjabátn-
um Akurey á Hornafirði um
kvöldmatarleytið á laugardags-
kvöld. Það tók slökkvilið aðeins
nokkrar mínútur að ráða niður-
lögum eldsins. Talsverðar
skemmdir urðu á brúnni. Ekki er
vitað um eldsupptök en báturinn
er mjög vinsæll staður bæði hjá
börnum og þeim sem gönguferðir
stunda um hafnarsvæðið. Akurey
er löngu hætt að gegna hlutverki
sem veiðiskip og var hún sett
upp á hafnarbakkanum ásamt
fleiri sjóminjum og er opin öllum
sem vilja fara um borð. Á humar-
hátíðum er opin krá í Akurey og
munu eflaust margir sakna þess
ef ekki verður hægt að gera við
skemmdimar fyrir næstu hátíð
sem verður í byrjun júlí. -JI
UngiP menn í
kappakstri
- teknir á 130 km hraöa
Lögreglan í Reykjavík stöðvaði
ökumann við Vesturlandsveg við
Korpúlfsstaði á fimmta tímanum
aðfaranótt laugardags. Sá hafði
mælst á 146 km hraða þar sem
hámarkshraði er 80 og má öku-
maðurinn því eiga von á að
verða sviptur ökuréttindum.
Lögreglan þurfti einnig að hafa
afskipti af tveimur ungum öku-
mönnum við Fiskislóð á Granda
þessa sömu nótt. Svo virtist sem
mennirnir væru í einhvers konar
kappakstri er þeir vom stöðvaðir
á 130 km hraða. Hámarkshraði á
þessum slóðum er 50 km. Þeir
mega því einnig eiga von á því
að verða sviptir ökuréttindum,
auk þess að fá háar fjársektir.
Þá lenti bifreiö með fjórum
innanborðs utan vegar vestan við
Kúagerði á Reykjanesbraut
snemma á laugardagsmorguninn.
Bifreiðinni, sem var ekið frá
Reykjavík, var ekið á ljósastaur
og kastaðist hún þaðan út í móa.
Engin slys urðu á fólki en allir
vom í bílbeltum. Talið er að öku-
maðurinn hafi sofnað undir
stýri. -áb
Selfoss:
Síbrotamaður tek-
inn eftir 3 innbrot
Lögreglan á Selfossi handtók á
laugardagsmorgun mann sem var
grunaður um innbrot í þrjú hús í
bænum um nóttina. Maðurinn
hefur verið úrskurðaður í mánað-
arlangt gæsluvarðhald en hann
hefur ítrekað komið við sögu lög-
reglunnar á síðustu misserum.
Lögreglan á Selfossi segist vera
að rannsaka nokkur önnur mál
frá síðustu vikum sem tengjast
manninum á einn eða annan
hátt. Því var ákveðið að láta
reyna á kröfu um síbrotagæslu
fyrir Héraðsdómi Suðurlands sem
felur í sér lengra' gæsluvarðhald
en ella. Héraðsdómurinn féllst á
kröfuna og dæmdi manninn í
mánaðarlangt gæsluvarðhald. -áb
Miðvikudagar gefins dálkur frítt DV