Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Side 12
12
Útlönd
MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003
DV
REUTERS-MYND
Lesiö fyrlr gestinn
íraskur nemandi les upp úr náms-
bók sinni fyrir Carol Bellamy, for-
stööukonu UNICEF, í heimsókn
hennar í stúlknaskóla í Bagdad.
Versnandi aðstæöur
fyrir börnin í írak
Carol Bellamy, yfirmaöur
Barnahjálpar Sameinuðu þjóð-
anna (UNICEF), segir að tilfell-
um bráðaniðurgangs meðal
íraskra barna fari fjölgandi og
að þær aðstæður sem upp hafi
komið eftir stríðið hafi aðeins
gert illt verra.
Fjórðungur íraskra barna þjáð-
ist af vannæringu áður en fyrstu
sprengjurnar féllu í mars og
læknar segja að ástandið fari
versnandi, meðal annars vegna
þess að frárennsliskerfi hafi orð-
ið fyrir skemmdum.
Bellamy er í írak um þessar
mundir til að meta ástandið og
til að dreifa skólavörum til barn-
anna svo þau geti sest sem fyrst
aftur á skólabekk.
Æðstu stöður al-Qaeda
endurmannaðar
Eftir að Khalid Sheikh Mo-
hammed, hermálastjóri al-Qaeda,
hryðjuverkasamtaka Osama bin
Ladens, var handtekinn í mars síð-
astliðnum hefur verið leitað af eftir-
manni hans. Fyrir valinu hefur víst
orðið egypskur maður, Saif al-Adel,
sá er hefur séð um gæslu sjálfs bin
Ladens, sem hefur tekist að fara
huldu höfði undanfarin ár. Skarðið
sem hann þarf þó að fylla er ansi
mikiö en Mohammed er talinn vera
helsti skipuleggjandi hryðjuverk-
anna i Bandarikjunum þann 11.
september 2001.
Al-Adel er fertugur og er eftirlýst-
ur hjá Bandaríkjamönnum fyrir
sendiráðssprengingarnar í Keníu og
Tansaníu árið 1998.
Greinilegt er að starfsemin er í
fullum gangi, þrátt fyrir að margir
hafi verið handteknir eða felldir úr
röðum meðlima al-Qaeda. Sést það
kannski best á sprengjutilræðinu í
Riyadh fyrir viku.
I kjölfarið hafa leiðtogar margra
Evrópuríkja varað við hryðjuverka-
hættunni sem er greinilega til stað-
ar.
ísraelar loka landamærum sínum fyrir öllum Palestínumönnum:
Fríðarvíðræðum haldið áfram
þrátt fyrir sjálfsmorðsárásir
- 7 fórust í tveimur sjálfsmorösárásum, í gær og í morgun
ísraelsk stjómvöld segjast ætla að
halda friðarviöræðum áfram þrátt
fyrir sjálfsmorðsárásir helgarinnar.
Bandaríkjamenn hafa lagt mikla
áherslu á undanfamar vikur að aö-
ilar taki friðartillögu þeirra, sem
titlast „Vegvísir", til athugunar og
reyni að komast að niðurstööu sem
muni þá leiða til friðar á svæðinu.
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, hefur verið á ferð
um Miðausturlönd að undanfómu
tjl að kynna „Vegvísi" og kallaði
hann til Yassers Arafats, leiðtoga
Palestínumanna, og krafðist þess að
hann upprætti innri starfsemi þess
hryðjuverknaðar sem á sér stað hjá
Palestínumönnum.
Tvær sjálfsmorðsárásir hafa átt
sér stað síðustu daga, ein í gær og
nú síðast í morgun, og fórust í þeim
7 manns - allir í gær. Þá dulbjó sig
sjáifsmorðsliðinn sem trúaðan gyö-
ing og sprengdi sig í loft upp í rútu
með fyrrgreindum afleiðingum. Síð-
REUTERSMYND
Neyðarfundur
Ríkisstjórn ísraels hittist í gær á
neyöarfundi eftir aö 7 fórust í sjálfs-
morösárás í Jerúsalem.
ari tilræðismaðurinn kom á hjóli
upp að ísraelskri herstöð og tókst
honum aö særa þrjá hermenn.
Hinn nýskipaði forsætisráðherra
Palestínu, Mahmoud Abbas, hitti
Ariel Sharon á laugardagskvöldið
og eru tvö ár liðin frá því að
jafnháttsettir embættismenn ísraela
og Palestínumanna hittust að máli.
Hamas-samtökin, sem berjast fyrir
sjálfstæði Palestínu, eru hins vegar
mjög mótfallin viðræðunum og
„Vegvísi" í heild sinni og hafa lýst
ábyrgð á tilræðunum tveimur.
Til stóð að Sharon héldi til
Bandaríkjanna til að ræða friðar-
ferlið við þarlend stjómvöld en
hann hefur nú aflýst þeirri ferð.
ísraelsmenn hafa reyndar innsiglað
landamæri sín og er engum Palest-
ínumönnum hleypt irm eða út úr
ísrael. Þá hafa ísraelsmenn gefið
það út að þeir muni ekki taka á
móti þeim erlendu leiðtogum sem
hyggjast einnig heimsækja Arafat.
REUTERSJMYND
Baráttan gegn bráðalungnabólgu efld
Heilbrigöisyfirvöld á Taívan hafa gert eitt sjúkrahúsa landsins aö miöstöö baráttunnar gegn hinni banvænu
bráöalungnabólgu sem herjaö hefur á Asíulönd undanfarnar vikur. Engin ný tilfelli sjúkdómsins hafa greinst en yfírvöld
segja samt aö baráttunni sé langt frá því aö vera lokiö. Mynd þessi var tekin í morgun þegar liösforingjar í taívanska
hernum báru veggspjald sem minnir á baráttuna gegn lungnabólgunni inn á sérhæföa sjúkrahúsiö í Taipei.
Daglegt flug
til Kaupmannahafnar
lceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga.
Skoðaðu og bókaðu á lcelandExpress.iseða komdu á söluskrifstofuna
Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl.
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga Sími 5 500 600 www.lcelandExpress.is
Ffékur páli hélt upp á
83 ára afmæli sitt
Það var frísk-
ur Jóhannes
Páll páfi sem
fagnaði 83 ára
afmæli sínu í
gær með tveggja
og hálfs klukku-
tíma messu á
Péturstorgi í
Vatíkaninu í
gær. 50 þúsund
manns voru við-
stödd þegar
hann framdi eitt uppáhaldsverk
sitt sem páfi og innleiddi fjóra nýja
dýrlinga í kaþólsku kirkjuna. Tveir
þeirra voru landar hans, pólskir,
og hinir tveir ítalskir.
Jóhannes Páll mun í október
fagna 25 ára starfsafmæli og hafa
aðeins 3 forverar hans verið lengur
í starfi páfans. Hann hefur undan-
farin ár barist gegn Parkinsons-
veiki og virðist mun friskari nú en
á síðasta afmælisdegi sínum.
Jóhannes Páll
páfi annar.
Stuttar fréttir
Bremep ætlar að standa við sitt
Paul Bremer,
landstjóri Banda-
ríkjamanna í írak,
ítrekaði í gær að
hann stefndi að
því að mynduð
yrði bráðabirgða-
stjórn íraka í
landinu en heima-
menn sökuðu ráðamenn í Was-
hington um að standa ekki við
gefin loforð um að írakar fengju
raunveruleg völd í eigin landi.
Minni líkur á krabbameini
Líkurnar á að fá krabbamein í
endaþarm minnka um helming ef
léttvín er að minnsta kosti þriðj-
ungur allrar áfengisneyslunnar,
segja danskir vísindamenn.
Kjósendur til krata á ný
Danski jafnaðarmannaflokkur-
inn virðist njóta mikilla vinsælda
meðal kjósenda þessa dagana, ef
marka má skoðanakannanir.
Ró færist yfir bæ í Kongó
Ró hefur aðeins færst yfir bæ-
inn Bunia í Kongó eftir morð og
gripdefldir undanfarinna daga
þar sem samkomulag um vopna-
hlé heldur enn.
Refur skelfir garðyrkjumenn
Svangur refur skaut garðyrkju-
mönnum, sem voru að undirbúa
blómasýninguna í Chelsea, skelk
í bringu um helgina. Elísabet
drottning opnar sýninguna í dag.
íhaldið með fátækum
Iain Duncan
Smith, leiðtogi
breska íhalds-
flokksins, segir í
viðtali við blaðið
Guardian í dag aö
flokkur sinn vilji
vera „flokkur fá-
taeka mannsins".
Hingað til hefur íhaldið þótt hallt
undir fjármagnseigendur, at-
vinnurekendur og landeigendur.
Handtökur í Sádi-Arabíu
Yfirvöld í Sádi-Arabíu til-
kynntu í gær að þau hefðu hand-
tekið fjóra meinta liðsmenn al-
Qaeda sem þau telja að hafi vitað
um árásimar í Riyadh á mánu-
dag þar sem 34 týndu lífi.
Blair fundar með Giscard
Tony Blair, for-
sætisráðherra
Bretlands, fundar
í dag með Valéry
Giscard d’Estaing,
formann stjómar-
skrárnefndar ESB.
Kröfur um þjóð-
aratkvæðagreiðslu
um áhrif breytinganna á Bretland
verða sífellt háværari.
Sósíalistar fá nýjan formann
Franskir sósíalistar kusu sér
nýjan og tiltölulega óreyndan for-
mann í gær, Frangois Hollande,
sem hét því að berjast gegn um-
deildum umbótatillögum stjórn-
valda á eftirlaunakerfinu.
Powell segist bjartsýnn
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandarikjanna, segist bjartsýnn á
að lausn finnist á deilu Bandaríkja-
manna og Þjóðverja um afnám refsi-
aðgerða SÞ á írak.