Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 Menning _______________________PV Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is dvaiyndir e.ól. Innilokaöar dætur Bemhöröu Alba „Blunda rósin rjóö“ Bryndís Ásmundsdóttir og llmur Kristjánsdóttir sem Magdalena og Martíríó Esther Talia Casey syngur vöggukvæöiö fagra yfir barni sínu og hins burt- stokkna eiginmanns. Spænskur ástríðuhiti Fyrsta verkefni Nemendaleikhússins þetta leikárið var Skýfall, u.þ.b. tíu ára gamalt verk eft- ir spænska leikskáldið Sergi Belbel. Lokaverk- efnið, Tvö hús, er sömuleiðis ættað frá Spáni því um er að ræða leikgerð byggða á tveimur af þekktustu verkum Federicos Garcia Lorca, Blóð- brullaupi og Heimili Vemhörðu Alba. Magnús Þór Þorbergsson og Kjartan Ragnarsson leik- stjóri eru skrifaðir fyrir leikgerðinni sem er aUr- ar athygli verð og væri raunar mjög fróðlegt að sjá hana flutta af (nógu mörgum) leikurum sem fyrir aldurs sakir passa betur í hlutverkin. Leiklist Það er ekki auðvelt að fmna leikrit sem hæf- ir átta ungmennum, síst þegar konur eru I meirihluta. Frábærar kvenrullur í hinu magn- aða verki um Vemhörðu Alba og dætur hennar er vafalaust ein meginástæðan fyrir valinu á því leikriti, í Blóðbrullaupi eru hins vegar prýðiskarlhlutverk og trúlega er hér komin for- sendan fyrir samtvinnun verkanna. Hún tekst ágætlega þótt vitanlega fari margt forgörðum, enda verkin hvort um sig heils kvölds sýningar. Bældar en ofsafengnar ástríður eru leiðarstef í báöum verkunum en ekki síður sú staðreynd að siðvenjur og hefðir hafa afgerandi áhrif á ein- staklingana sem við sögu koma. Það er einmitt í krafti hefðarinnar sem Vem- harða Alba heimtar að dætumar syrgi föður sinn í átta ár, innilokaðar á heimili fjölskyld- unnar. Þessi innilokun er undirstrikuð með afar einfaldri en snilldarlega útfærðri leikmynd Gretars Reynissonar sem er dyggilega studd blæbrigðaríkri lýsingu Ögmundar Þórs Jóhann- essonar. Handan við rammgerða rimlana sem umlykja heimiliö er svo önnur veröld þar sem öllu ánægjulegri atburðir eru í vændum. Þar er verið að imdirbúa brúðkaup en eins og nafn upprunalega verksins gefur til kynna lýkur Sú sem Pepe Romano elskar í raun og veru Maríanna Clara Lúthersdóttir í hlutverki Adelu, yngstu dóttur Bernhöröu. brúðkaupsdeginum á allt annað en gleðilegan hátt. Sögunum tveimur vindur fram samtímis og allir leikaramir utan einn fara með tvö hlutverk. Búningar em nýttir til að skerpa skilin milli ólíkra hlutverka en draga jafnframt dám af mis- munandi aðstæöum persónanna. Þannig em ljós- ir litir ríkjandi í búningum þeirra sem koma viö sögu í Blóðbrullaupi en sorgarklæðin sem Vem- harða og dætur hennar klæðast eru vitanlega dökk. Öll umgjörð þessarar sýningar er vel heppnuð og tónlistin, sem Sverrir Guðjónsson á heiðurinn af, átti sinn þátt í að skapa ástríðufulla og suðræna stemningu, kryddaða þrúgandi áhrif- um kaþólsku kirkjunnar. Lífleg og dramatísk Kjartan Ragnarsson hefur áður sýnt að honum lætur vel aö vinna með leiklistarnemum og styrkir þessi uppfærsla enn frekar þá sannfær- ingu. Þrátt fyrir að vera spunnin úr tveimur þráðum er sýningin heildstæö og leikaraefnin komast vel frá sínu. Þau eru undurfljót að skipta milli hlutverka en tekst að halda einkennum hverrar persónu fyrir sig vel til haga. Það að þurfa að leika tvö hlutverk gerir samt að verkum að persónumar eru dregnar einfaldari dráttum en ella og leikaraefnunum gefst takmarkað færi á að hvíla í hlutverkunum. Pepe Romano, sem var eina hlutverk Björns Thors, varð fremur litlaus karakter og erfitt að skilja hvað systmnum fannst svona heillandi við hann. Harkan var allsráðandi í túlkun Þorleifs Amar Amarssonar á Vemhörðu en í hlutverki brúðgumans var sakleysi og æskuþokki í fyrir- rúmi. Davíð Guðbrandssyni tókst prýðilega að koma eldheitum tilfmningum Leonardos yfir til áhorfenda en túlkun hans á móður brúðgumans varö ekki jafnafgerandi, enda ekki heiglum hent að leika upp fyrir sig um nokkra áratugi og það persónu af öðru kyni. Esther Talía Casey, María Heba Þorkelsdóttir, Bryndís Ásmundsdóttir og Maríanna Clara Lúthersdóttir gerðu allar vel og fengu mun betri tækifæri til að sýna dramatíska dýpt en í fyrri uppsetningum leikársins. Túlkun Ilmar Kristjánsdóttir á Martíríó var einstaklega tilfmningaþrungin en hófsöm og ljóst að Ilmur er efni í magnaða skapgerðarleikkonu. Tvö hús er bæði falleg og lífleg sýning þrátt fyrir dramatískan undirtón. Leikritin sem Nem- endaleikhúsið hefur boðiö upp á í vetur eru ólík innbyrðis og sama má segja um leikstjórana sem hafa stýrt uppfærslunum. Vinnan við þessar sýn- ingar hefur án efa bætt miklu í reynslusarp leik- araefnanna en hins vegar verður að viðurkenn- ast að mér finnst ég litlu nær um raunverulega getu þeirra og færni. Halldóra Friðjónsdóttir Nemendaleikhúsiö sýnir í Smiðjunni: Tvö hús, leikgerö byggöa á Blóöbrullaupi og Heimili Vernhöröu Alba eftir Federico Garcia Lorca. Höfundar leikgeröar: Kjartan Ragnarsson og Magnús Þór Þorbergsson. Þýöingar: Hannes Sigfússon og Guöbergur Bergsson. Tónlist: Sverrir Guöjónsson. Lýsing: Ögmundur Þór Jóhannes- son. Hár og föröun: Kristín Thors. Búningar: Gretar Reynisson og Margrét Siguröardóttir. Lelkmynd: Gretar Reynisson. Dramatúrg: Magnús Þór Þorbergsson. Leik- stjóri: Kjartan Ragnarsson. mannsgaman A miðju moldargólfinu Fyrr um árið hafði sölumaðurinn farið á milli bæja og selt vel. Geöþekkur maður, var sagt, lipur og skýrmæltur. Svo kom sendingin að sunnan, fullur vöru- bíll af hvítu postulíni, pökkuðu í plast og frauð og fjöl. Þá var eins og lygndi og veður hyrfu. Þennan dag stóðu bændur í hreppnum hróð- ugir við bæjarhliðin og stilltu sér upp í betri peysunni. Nýmóðins náðhús á leiðinni og það með togsturtu. Ég gekk með bónda mínum spölinn heim að bæ. Hann ýtti á undan sér skjálfandi hjólbörum og ofan á þeim þessi líka gripur og gagn. Það var moldargólf í kjallara bæjarhússins og hænur úti í homi, gallar á veggjum, verk- færi og hekkur meö brýni. Við grófum rás í miðju gólfs og leiddum hana út í bæjarlæk, settum rör og sópuðum yfir. Hér var ekkert að fela. Nýja vatnssalerninu var komið fyrir í miðjum skálanum og stóö þar fægt og fallegt eins og mubla fyrir allra augum. Svo gátu menn sest þar og hægt sér eins og nauðsyn bar og ekki laust við að stolt skini úr stifltum and- litunum. Þarna leið sumarið við nýja siði. Gamli kamarinn úti á veUi var ekki lengur í náðinni. Og hann gafst upp og grotnaði niður í lækinn nokkru síðar. Inni á miðju moldargólfinu mátti einu gUda hve margir voru nærri. Þar var setið í sæld og sönnum móð. Og ekki aUar sveitir svona langt komnar. -SER Vefnaður eftir Júlíönu Svelnsdóttur. Veistu eitthvaö um Júlíönu? í Listasafni íslands stendur nú yfir viðamikU skráning á verkum lista- konunnar Júlíönu Sveinsdóttur í tU- efni yfirlitssýningar á verkum henn- ar sem haldin verður í safninu í haust. ViU Listasafnið leita tfl al- mennings um upplýsingar um verk Júlíönu í einkaeign svo hægt sé að gera heUdstæða skrá um listaverk hennar hérlendis. Skráninguna ann- ast Harpa Þórsdóttir listfræðingur. Júliana Sveinsdóttir er einn af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar og ein fyrsta konan á íslandi sem gerði myndlistina að ævistafi sínu. Hún staifaði mest í Danmörku en ís- lenskt landslag og þá sérstaklega æskustöðvar hennar í Vestamanna- eyjum skipa stærstan sess í verkum hennar. Júlíana fékkst bæði viö list- málun og listvefnað og verða list- vefnaöi hennar gerð góð skU á yfir- litssýningunni. Gefm verður út bók um myndlist Júlíönu Sveinsdóttur á íslensku og ensku í tUefni sýningar- innar. Verndum hálendiö Geislaplatan Vemdum hálendið er komin út, fram- lag tónskálda, texta- höfunda og annarra listamanna tU vemdunar hálendis Islands. AUur ágóði rennur í sérstak- an hálendissjóð sem síöan verður út- hlutað úr tU verkefna að vali sjóös- stjómar. 14 lög eru á diskinum og meðal höfunda þeirra og flytjenda eru Bubbi Morthens, Jóhann G. Jóhanns- son, Björgvin Gíslason, Jóhann Helgason, Eyvindur P. Eiríksson, XXX Rottwefler og Kristján Hreins- son sem syngur „Aldrei Kárahnúka- virkjun" ásamt fjölda manns. Þeir sem vUja eignast diskinn geta hringt í Sigvarð Ara (861 1520), Svein (663 5363 eða 898 8685) eða HrafnhUdi (849 7824). Aö sækja um styrk Norðurlöndin í fókus / Norræna húsið skipuleggur stutt og hnitmiðað námskeið um styrkumsóknir 3. júni, kl. 10-14 i ráðstefnusal Norræna hússins. Það er einkum ætlaö félög- um og samtökum á menningarsvið- inu. A námskeiðinu verður farið yfir helstu grundvaUaratriði í að sækja um styrki tU stórra verkefna og er ætlað „byrjendum". Leiðbeinandi er Guðrún Dís Jón- atansdóttir, upplýsinga- og verkefna- fuUtrúi Norræna hússins. Nám- skeiðsgjald er kr. 7.500. Skráning fyr- ir 27. maí í Norræna húsinu í síma 551 7030 eða með tölvupósti tU nh@nordice.is. Smekksatriði Kvikmyndaklúbbur AUiance francaise - Filmundur sýnir Une af- faire de goút eftir Bernard Rapp frá árinu 2000 með Jean-Pierre Lorit, Bemard Giraudeau og Florence Thomassin í dag kl. 18 og á morgun kl. 20 í Háskólabíói. Þetta er spennumynd um iönjöfur- inn Frédéric Delamont og háskalegt samband hans við einkaþjóninn Nicholas Riviére. Enskur texti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.