Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 2
2 Fréttir FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 JOV DV-MYND GVA Storkurinn baðaður Storkurinn Styrmir í Húsdýragaröinum fékk sitt fyrsta þrifabaö í morgun. Hér er hann undir hlýrri bununni og er þveginn upp úr þvottalegi meö tannbursta. Ekki er annaö aö sjá en aö fuglinum líki aö losna viö grútinn úr fjöörum sínum. Stopkurinn bað- aður í morgun Storkurinn Styrmir, nýheimtur úr helju, fór í sitt fyrsta þrifabað í morgun. Þrír starfsmenn Hús- dýragarðsins böðuðu fuglinn upp úr rúmlega 40 gráða heitu vatni, líkamshiti fugla er 4 gráðum hærri en hjá mannfólkinu. Sprautað var á storkinn með vatnsslöngu, en dýrahirðar dreyptu Fairy sápulegi yfir fugl- inn, mildu en áhrifaríku efni fyr- ir fuglaþvott að þeirra sögn. Til að ná óhreinindum var notaður tannbursti. Ekki var annað að sjá en að storkinum líkaði vel að losna við grútinn úr fiðrinu eftir vetrarlangt át á loðnu, en það er sá matur sem hann hefur viljað, annað helst ekki. Tómas Guðjóns- son, forstöðumaður garðsins, sagði í morgun að fuglinn yröi baðaður í tveim áfóngum, ella væri hætta á losti. -JBP Sex ára drengur fyrir bíl: Hjálmlaus en slapp Sex ára drengur hjólaði í veg fyrir bíl í Mosfellsbæ síðdegis í gær. Hann var fluttur með sjúkra- bU á slysadeUd til frekari skoðun- ar en virtist ekki hafa hlotið al- varleg meiðsl. Hann var ekki með hjálm á höfðinu. Þá stöðvaði lög- reglan í Hafnarfirði 14 ökumenn í nótt fýrir of hraðan akstur. Grun- ur leikur á að þrír þeirra hafi ver- ið ölvaðir og var blóðprufa tekin tU að kanna það frekar. -EKÁ Stora stundin nalgast hjá Birgittu Haukdal og félögum: Verður klædd pallíettu- skreyttum hvítum fatnaði Birgitta Haukdal söngkona sté aftur á stóra sviðið í Skonto-höU- inni í gær og gekk sú æfmg að sögn mjög vel. Sviðiö mun þó ögn minna en talið var og þess vegna hefur Birgitta í samstarfi viö Selmu Bjömsdóttur þurft að breyta nokkrum danssporum. Á morgun verða svo tvær æfmg- ar og á þeirri seinni, sem verður með áhorfendum, mun hópurinn klæðast keppnisfótunum. Birgitta verður samkvæmt heim- ildum DV hvítklædd á sviðinu. Hún verður klædd þröngum bux- um meö útvíðum skálmum og bol sem er opinn að aftan niður í mitti. PaUíettur prýða fötin. Birgitta tjáði blaðamönnum ytra að hún væri mjög hrifm af blómum og myndi skarta einu slíku á laugardag. Blaðamannafundur Birgittu að lokinni æfingu í gær var fjölsóttur af erlendum blaðamönnum. Jónat- an Garðarsson var á fundinum og sagði að hljóðvinnsla á sviðinu væri orðin góð eftir nokkrar breyt- ingartUlögur sem lagðar heföu ver- ið fram. Birgitta söng síðan lagið á ís- lensku fyrir blaðamennina og fór það vel í menn. Hún klykkti út með að segja blaðamönnunum að þeir heföu ekki séð allt. „Við munum koma ykkur á óvart á laugardag," sagði Birgitta. Kynningarstörf bíða Birgittu í dag og fjöldinn aUur af móttökum sem íslenski hópurinn þarf að sækja. Aö sögn Gísla Marteins Baldurssonar, talsmanns hópsins, er dagskrá söngkonunnar mjög stíf. Stemningin er hins vegar góð inn- an hópsins og aUir fuUir tUhlökk- unar. Um 25 manna hópur íslendinga heldur tU Riga á morgun tU að fylgjast með keppninni. Það verða því væntanlega nokkrir islenskir fánar sem blakta meðal áhorfenda þegar stóra stundin rennur upp. Enn eru tU miðar á lokakeppnina og kosta þeir á bUinu 11 tU 18 þús- und krónur. -aþ Elt á röndum Birgitta Haukdal nýtur mikilla vin- sælda í Riga. Langar biöraöir fólks sem vill eiginhandaráritanir hafa myndast og erlendir blaöamenn sýna söngkonunni og íslenska hópn- um jafnframt mikinn áhuga. A stóra sviðinu Æfing Birgittu í gær gekk aö sögn mjög vel. Selma Björnsdóttir hefur þó þurft aö gera smávægilegar breytingar á danssporum vegna þess aö sviöiö er minna en taliö var. Útgáfusamningur ytra Söngkonan unga, Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, hefur ásamt Hljóðsmiðj- unni gert útáfu- samning við banda- ríska fyrirtækið The Mottola Company. Ráðgert er að Jó- hanna syngi inn á fimm plötur á næstu árum og sú fyrsta komi út á næsta ári. Mbl. sagði frá. Uppsagnir hjá BÍ og Kaupþingi Tíu manns var sagt upp hjá Bún- aðarbankanum og öðrum tíu hjá Kaupþingi. Hjá Kauþingi störfuðu 186 fyrir uppsagnimar og hátt í 800 hjá Búnaðarbanka. Uppsagnimar munu liður í hagræðingu í kjölfar þess aö fyrirtækin sameinuðust ný- verið. Mbl. sagði frá. Sprengt í dag Byrjað verður að sprengja fyrir munna Fáskrúðsfjarðarganga eftir hádegi í dag. Sprengt verður Reyðar- fjaröarmegin. RÚV sagði frá. Ökumaður ákærður Sýslumaðurinn á ísafirði hefur ákært ökumann jeppa sem valt í Skutulsfirði síðastliðiö haust. Kona og tvær dætur hennar létust í slys- inu. Ökumaðurinn er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 600 án vinnu Um 600 unglingar í Reykjavík hafa ekki fengið sumarvinnu. Eftirspurn hefur aldrei verið meiri. Nemendum hefur fjölgað Um 44% fjölgun hefur orðið á nem- endum við Háskóla íslands frá árinu 1997. Á síðasta ári stunduðu 8.027 nemendur nám við skólann á 45 fræðasviðum í 11 deildum. Þetta kom fram á ársfundi HÍ sem haldinn var í gær. -aþ f ókus riT*2 Á MORGUN Ertu klár í Evróvisjón? í Fókusi á morg- un er tekið fyrir hvaö fólk þarf að hafa klárt til að geta sest niður fyrir framan Evróvisjón. Við skoðum hvar bestu Evróvisjón- ' partíin verða og ræðum viö stelpur sem eru að setja upp sýningu á afró-dansi. Við spjöll- um við ungar listakonur sem reka búð á Laugaveginum, fjöllum um Camden-markaðinn og rifjum upp skemmtilega sjónvarpsþætti.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.