Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 16
16 Útgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvæmdasfjóri: Örn Valdimarsson Aóalritstjórí: Óli Björn Kárason Rltstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson ABstoéarritstjóri: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, augiýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvik, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Rltstjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 82, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og I gagnabönkum án endurgjalds. DV greiöir ekki viðmælendum fyrir viötöl við þá eða fýrir myndbirtingar af þeim. Ákall um hjálp Tvö nýleg bankarán, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Kópavogi, sýna okkur harðan heim og ógnvekj- andi. Annars vegar er það vamarleysi þeirra sem starfs síns vegna gæta reiðu- Qár. Það er fátt til varnar gjaldkera banka, eða annarra slíkra stofnana, ryðjist inn vopnaður maður og heimti peninga. Fyrir mildi hafa slys ekki orðið í þessum tilvikum en vont er að eiga líf sitt og limi undir örvingluðum ræningja. Það þarf ekki mikið að fara úrskeiðis svo illa endi. Ekki er hægt að treysta brenglaðri dóm- greind manna við slíkar aðstæður, manna sem grípa til slíkra örþrifaráða. Starfsfólk banka og annarra peningastofnana hefur að sönnu fengið tilsögn í því hvemig bregðast skuli viö. Það er nauðsyn- legt þótt erfitt sé að búa fólk undir þá reynslu að standa augliti til auglitis við vopnaðan ræningja. Beintenging við lögreglu er stoð en af sjálfu leiðir að nokkur bið er alltaf eftir hjálpinni. Kerfi öryggismyndavéla hefur sannað sig í fyrrgreindum tilvik- um. Það auðveldar leit að hinum seku og ætti að virka sem fæl- ing, hvarfli slík óyndisúrræði sem bankarán að mönnum. Bankaránin, að minnsta kosti hið síðara, segja einnig aðra sögu. Þar blasir viö ógn fíkniefnaheimsins, skelfing þess sem býr við hótanir dreifingaraðila fikniefnanna og handbenda þeirra, handrukkaranna. Þeir sem ánetjast hafa eitrinu og safn- að skuldum vegna fíknar sinnar búa ekki aðeins við hótanir í eigin garð heldur og i garð sinna nánustu. Bankaránið í Kópavogi á dögunum, jafn ógeðfellt og það var, var um leið ákall um hjálp, aðgerð örvinglaðs manns. Hann réðst inn í sparisjóðinn og náði þaðan umtalsverðum fjármun- um, vopnaður hnífi þótt hann hafi ekki ógnað starfsmönnum með honum. Þótt ungi maðurinn hafi ekki greint frá afdrifum ránsfengsins er talið víst að hann hafi verið greiðsla fyrir fíkni- efnaskuld. Svo virðist sem óttinn við hefnd sé svo yfirþyrmandi að hann treysti sér ekki til að gefa upp nafn eða nöfn í því sam- bandi og kjósi að taka fremur örlögum sínum í höndum yfir- valda. Homun sé betur borgið með þeim hætti og ekki síöur þeim sem að honum standa. Ungi maðurinn huldi ekki andlit sitt og mátti því vita að hann yrði auðþekkjanlegur í öryggismyndavélum sparisjóðs- ins. Af því má m.a. ráða að hin hættulega aðgerð sem hann greip til hafi verið ákall á hjálp. Þótt rán hins unga manns sé með öllu óafsakanlegt þarf hann á aðstoð samfélagsins að halda líkt og aðrir sem ánetjast hafa fíkniefnum. Um leið þarf að bregðast við fikniefnasölum og handrukkurum af fullri hörku. Hvorki einstaklingar né samfé- lagið mega líða hótanir þeirra. Sölumenn dauðans spila á ótta fólks. Þeir hóta ólánsömum neytendum og aðstandendum meið- ingum og jafnvel dauða berist ekki greiðslur fyrir fíkniefna- skuldirnar. DV hefur hvatt fólk til þess að kæra hótanir fikniefnasala og handrukkara til lögreglu. Það er rétt leið gegn ógninni. Pólitísk stórtíðindi Greint var frá því í gær að samkomu- lag væri um það milli forystumanna þeirrar ríkisstjómar sem tekur viö völd- um á morgun að Halldór Ásgrimsson taki við forsætisráðherraembættinu af Davíð Oddssyni 15. september á næsta ári. Þótt slík skipti á kjörtímabilinu hafi legið í loftinu í stjórn- armyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er staðfesting þeirra óneitanlega pólitísk stórtíðindi. Davíð Oddsson hefur setið lengur á stóli forsætisráðherra en nokkur annar og mun sitja rúmt ár til viðbótar. Þá tekur hann annaðhvort við utanríkisráðuneyti eða fjármálaráðuneyti. Áður gegndi hann um árabil embætti borgarstjórans í Reykja- vík. Hvort heldur menn eru stuðningsmenn Davíðs Oddssonar eða ekki hljóta þeir að vera sammála um það að ferill hans er einstakur og glæsilegur. Jónas Haraldsson FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003_FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 17 Skoðun Fréttaljós Ólafur Teitur Guönason blaöamaður 9,1% 1 45,6% m Niður um Ik eltt sæti “ / Hvað þarf stór hluti kjósenda hvers flokks í tilteknu kjördæmi að strika út frambjóðanda til _ þess að færa hann 14,3% æL neðar á listann? 42,9% mm i i \ H-2% * ^ 44,5% mm Út af þlngl \ tk \ K A A 20’1%X I 1 A £x mk 40,1% mm 14,3% £ m 16,7% £m 20,1 %£m 25,1 %Ek 25,1% mm Fiokkur A Flokkur B Fiokkur C Flokkur D Flokkur E Tvö sérkennlleg elnkennl reglna um útstrikanir 1. Oddviti flokks sem hefur marga þingmerm í kjördæmi er valtari í sessi en oddviti flokks sem hefur fáa þingmenn. Dæmi: Næstum þrefait stærra hlutfall kjósenda flokks sem nær einum þingmanni inn aö strika oddvitann út til aö færa hann niöur um sæti en oddvita flokks sem nær fimm mönnum inn. 2. Oddviti lista er valtari í sessi en samflokksmenn hans neöar á listanum. Dæmi: Nái flokkur fimm þingmönnum inn þurfa um 50% fleiri kjósenda hans aö strika út 5. manninn en oddvita listans til aö færa hvorn um sig niöur um eitt sæti. Reglur kosningalaganna um út- strikanir hafa þann sérkennilega eiginleika að færri útstrikanir þarf til að færa efsta mann fram- boðslista niður um sæti en kollega hans neðar á sama lista. Annar sérkennilegur eiginleiki er að það er auðveldara að fella oddvita úr efsta sæti ef flokkur hans fær marga þingmenn kjörna í kjör- dæminu en ef hann fær fáa menn kjörna. Þetta sést skýrt á meðfylgjandi mynd; þar sést hve stórt hlutfall kjósenda hvers lista þarf að strika út frambjóðanda til að færa hann niður um eitt sæti eða alla leið út af þingi. Sturla, Árni og Geir Heppilegt er að taka dæmi af Sjálfstæöisflokknum þar sem flokk- urinn hefur mesta breidd í fjölda þingmanna eftir kjördæmum, eða allt frá tveimur upp í fimm. Sturla Böðvarsson fékk hlutfalls- lega flestar útstrikanir allra þing- manna í kosningunum. Hann var þó talsvert langt frá því að falla niður um sæti. Liðlega 8% kjós- enda Sjálfstæðisflokksins i Norð- vesturkjördæmi strikuðu nafn hans út, en þar sem flokkurinn fékk þrjá þingmenn kjörna hefðu 14,3% þurft að strika hann út til að hann hefði færst niður í 2. sæti list- ans. Málið hefði hins vegar horft allt öðru vísi við ef Árni Mathiesen eða Geir Haarde hefðu fengiö sama hlutfall útstrikana. Ef 8% kjósenda þeirra heföu strikað þá út hefðu þeir verið mjög nálægt því að falla niður í 2. sæti. Sjálfstæðisflokkur- inn fékk fimm þingmenn í kjör- dæmum þeirra og þess vegna heföu aðeins 9,1% kjósenda þurft að strika þá út til að færa þá niður um sæti. Tómas Ingi brynvarinn Til að fella Halldór Blöndal niður í 2. sæti í Noröausturkjördæmi hefði hins vegar þurft enn meira en til að færa Sturlu; liðlega 20% kjósenda hefðu þurft að strika nafn Halldórs hans út. Halldór var því öruggastur allra oddvita Sjálfstæð- isflokksins. Meira en tvisvar sinn- um hærra hlutfall útstrikana þurfti til að færa hann niður í 2. sæti en þá Áma og Geir. Vegna eiginleikans um að neðri menn á listum séu öruggari en efri menn heföi hins vegar verið enn erfiöara að færa Tómas Inga Olrich úr 2. sæti niður í 3. sæti. Til þess hefði hlutfall útstrikana þurft að vera liðlega 25%. Tómas Ingi er neðsti maður í fá- liðaðasta kjördæmi Sjálfstæðis- flokksins; sá sem er i þeirri stöðu í hverjum flokki er sá sem kosninga- kerfið færir - einhverra hluta vegna - öflugasta vöm gegn út- strikunum. Peðin sterkari Birgir Ármannsson er 11. og síð- asti þingmaður í Reykjavíkurkjör- dæmi suður; hann er 5. og síðasti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Hann náði kjöri sem seinni jöfnunarmaður kjördæmis- ins. Sumir myndu því segja að staða hans gagnvart kjósendum í kjör- dæminu væri tæpari ef eitthvað er en staða fyrsta þingmanns kjördæm- isins, Geirs H. Haarde. Samt er Birg- ir betur varinn gagnvart útstrikun- um en Geir. Til að færa hanft niður í 6. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins hefðu 14,3% kjósenda þurft að strika út nafn hans en til að færa Geir nið- ur í 2. sæti hefði aðeins þurft 9,1%, eins og fyrr segir. Mótsögn 1 Eiginleikinn sem fyrst var nefndur í greininni - að oddvitar séu berskjaldaðri fyrir útstrikun- um en félagar þeirra neðar á lista - virðist fela í sér mótsögn. í allri keppni er jú venjan sú, að sá hreppi fyrsta sæti sem hlýtur flest stig, atkvæði, hæstu einkunn o.s.frv.. Óhætt er að gera ráð fyrir að þessi regla hafi átt við þegar framboðslistar voru ákveðnir, hvort sem þeir vom ákveðnir í prófkjöri eða með uppstillingu. Þegar kemur að því að ónýta þann árangur með útstrikunum snýst hins vegar þessi regla við þannig að auðveldast er að taka frá þeim sem urðu hlutskarpastir. Ekki verður annað séð en að þetta sé sambærilegt við að sú regla yrði tekin upp á íþróttamót- um að meira af örvandi lyfjum mætti mælast í líkama þeirra sem lentu í öðm og þriðja sæti í kapp- hlaupi en þeirra sem kæmu fyrstir í mark. Samkvæmt slíkri reglu yrði sigurvegarinn dæmdur úr leik þrátt fyrir að hann hefði notað minna af vafasömum lyfjum en þeir sem komu á eftir honum! Mótsögn 2 Seinni eiginleikinn - að auðveld- ara sé að færa efstu menn niður um sæti ef flokkur þeirra fær marga þingmenn kjörna í kjördæminu en fela í sér mótsögn. Það má nefnilega gera ráð fyrir því að hafi flokkur fengið mikið fylgi í tilteknu kjör- dæmi séu kjósendur fremur ánægð- ir en óánægðir með oddvita hans í því kjördæmi. Þrátt fyrir þetta verð- ur oddvitinn æ berskjaldaðri fyrir útstrikunum éftir því sem árangur listans er betri. Rökin fyrir þessum eiginleika eru því vandséð. Þó má nefna að þetta gerir það að verkum', að álíka stórt hlutfall kjósenda þarf aö strika út efsta mann lista til að fella hann alla leið út af þingi, óháð því hvort flokkurinn hefur fengið tvo, þrjá, fjóra eða fimm menn kjörna í við- komandi kjördæmi. Taka má dæmi af Halldóri Blöndal annars vegar og Áma Mathiesen og Geir Haarde hins vegar. 40,1% hefðu dugað til að færa Halldór niður um tvö sæti, úr 1. í 3. sæti, en 45,6% hefðu dugað til að færa Árna og Geir niður um heil fimm sæti (!!) úr 1. sæti í það 6. Dæmi svo hver fyrir sig hve skynsamlegar þessar reglur eru. í þeim felst þó sú breyting að raun- verulegur möguleiki hefur skapast til að hafa áhrif á framboðslista, en allt frá 6. áratug hafði þurft marg- falt hærra hlutfall útstrikana til aö hafa áhrif á listana. ef hann fær fáa kjörna - virðist líka HVAÐ ÞURFTI INGIBJÖRG SÓLRÚN? 11 ,2% eða 1.468 manns 1 6,7% eöa 2.189 manns 20,1 % eöa 2.635 manns 25,1 % eöa 3.290 manns 50,1 % eða 6.568 manns 2. 1. Össur Skarphéölnsson 3. 2. Bryndís Hlööversdóttlr 4. 3. Guörún Ögmundsdóttlr 4,-HeíglHjörvar 1. 5. Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr 1. Össur Skarphéölnsson 2. Bryndís Hlööversdóttlr 3. Guörún Ögmundsdóttlr -4. Holgí Hjcrvar. 5. Inglbjörg Sólrún Gísladóttlr 2. 1. Össur Skarphéðlnsson 3. 2. Bryndís Hlööversdóttlr 4. 3. Guörún Ögmundsdóttlr 5. 4. Helgl Hjörvar 1. 5. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir 1. Össur Skarphéöinsson 2. Bryndís Hlööversdóttlr 3. Guörún Ögmundsdóttlr 4. Helgl Hjörvar 1. 5. Inglbjörg Sólrún Gísladóttir 1. Össur Skarphéðlnsson 2. Bryndfs Hlööversdóttlr 3. Guörún Ögmundsdóttlr 5. 4. Helgl HJörvar 4. 5. Ingibjörg Sólrún Gísladðttir Stuöningsmenn Ingibjargar Sólrúnar völdu ekki besta kostinn Hér eru sýndar fimm mismundandi breytingar sem kjósendur Samfylkingarinnar í Reykjavík noröur hefðu getaö gert á kjörseölinum til þess aö auka líkurnar á aö Ingiþjörg Sólrún næöi kjöri sem 4. þingmaöur flokksins í kjördæminu. Rauöu tölurnargefa til kynna aö kjósandi breyti röö frambjóöenda á kjörseölinum, eins og kosningalögin heimila aö sé gert. Prósentutölurnar sýna hve stórt hlutfall kjósenda heföi þurft aö gera tiltekna breytingu til þess aö Ingibjörg Sólrún heföi náö kjöri. Eins og sést eru leiöirnar fimm mjög misjafnlega árangursríkar. 850 kjósendur færöu Ingibjörgu Sólrúnu upp um sæti í kosningunum. Athyglisvert er aö 537 þeirra völdu aö setja hana í 4. sæti. Þaö ber miklu minni árangur en aö setja hana í 1. sæti en þaö gerðu aöeins 212 kjósendur. Ummæli Öllum brögðum beitt Andstæðingar frjáls markaðar, bæði yfirlýstir andstæðingar og þeir sem aðeins sýna andstöðu sína í verki, munu ævinlega beita sér gegn því að kostir markaðarins fái notið sín í menntamálum. Dæmi um þetta má glöggt sjá á viðhorfum vinstri meirihlutanna í Hafnarfirði og Reykjavík en í þess- um bæjarfélögum er öllum brögð- um beitt til að koma einkaskólum á kné og hindra samkeppni í menntun. Vefþjóöviljinn á andriki.is Styrmip fer í lerðalag í hádeginu skrapp ég á rótarýfund. Síð- an heimsótti ég storkinn Styrmi í Fjölskyldu - og húsdýragarðin- um, en hann braggast eftir al- varleg veikindi. Tómas Guðjónsson, forstöðumaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, og starfsfólk hans hafa hugsað mjög vel um Styrmi og sýnt honum mikla natni og umhyggjusemi. Unnið er að því í ráðuneytinu að afla tOskilinna leyfa svo unnt verði að flytja Styrmi bráðlega til storka- vina og vandamanna erlendis. Siv Friöleifsdóttir á siv.is Bardagalist? „Söngvari sem og aðrir tónlistar- menn þurfa að vera undir stöðugu álagi og áreiti til að halda sér í formi og bæta við sig.“ Jón Ólafur Sigurösson í dómi í Morg- unblaðinu um tónleika drengjakórs Neskirkju. „Einna fremst- ir í fylkingu hér á landi fara tveir prófessorar, ann- ar eins konar al- vöruprófessor og hinn bréfaskóla- prófessor í „in- stant" lögfræði. Þeir eru sendir út á tún að gelta, þegar hallað er á húsbóndann. Nú hefur alvörupró- fessorinn veriö opinberlega sakað- ur um ógnanir í garð starfsbróður í vitna viðurvist." Jónas Kristjánsson á jonas.is Kristjanía kvödd „Það er táknrænt að það skuli einmitt vera ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussens, sem hefur mark- visst unnið að því að uppræta hina dönsku frjálslyndishefð - til að mynda með hálffasískri innflytj- endastefnu - sem nú stendur fyrir því að farga þessu Qaggskipi dansks frjálslyndis." Eiríkur Bergmann Eiríksson á kreml.is Gelta úti a túni Hveraig á aO skbta rétt? Einar Júlíusson dósent viö Háskólann á Akureyri Kjallari Réttlát skipting er góö skipting, þ.e. að hver fái eftir þörfum, en rétt skipting er hins vegar allt önnur og einfaldari, nefnilega sú aö hver fái eins og hann hefur til unniö og á skilið. Rétt skipting þingmannafjölda er að hver flokkur fái þingmenn í hlutfalli við sinn atkvæðafjölda. Réttasti eða næsti þeim rétta Tökum einfalt dæmi. Segjum að flokkarnir séu tveir og flokkur A hafi fengið 33% atkvæða en flokk- ur B 67% atkvæða. Segjum að þingmennimir í þessu kjördæmi séu tveir. Hvað á þá hvor flokkur að fá marga þingmenn? Táknum að venju óþekktu stærðina með x, en x-in eru reyndar tvö, eða al- mennt jafnmörg flokkunum. Rétt er að A fái 0,66 þingmenn og B fái 1,34 þingmenn. Köllum þessar stæröir xR. Vandinn er að ekki er hægt að skipta hveijum þingmanni í hundruðustu parta. Því eru bara 3 möguleikar, I, II og III, þ.e. að A fái 0,1 eða 2 þingmenn. Hvaða möguleika á þá að velja? Við getum ekki valið rétta mögu- leikann og því verður alltaf ein- hver skekkja í þessu, en velja ber réttasta möguleikann, þann sem næstur er rétta möguleikanum, þ.e. þannig að skekkjurnar verði sem minnstar. í tölfræðinni þýðir það gjarnan að fervikasumman eða fervikið (sem hér er það sama) er lágmarkað. Skoðum möguleikana 3 betur og skekkjur, eða frávikin (xR-x) og fervika-summur þeirra. Skekkjan er minnst fyrir mögu- leika II. Réttasta skiptingin, sú skipting sem er í mestu samræmi við atkvæðatölurnar, er því að flokkur A fái 1 þingmann og flokk- ur B fái líka 1 þingmann. Skekkj- urnar í tilfelli II eru helmingi minni en í tilfelli I og fjórum sinn- um minni en í tilfelli III. Sú réttari liggur beint viö Þingmenn ákveða sjálfir hvort þeir vilja að fjöldi þingmanna sé í sem bestu samræmi við atkvæða- tölur eða ekki. Þeir vilja mögu- leika I, að flokkur B fái báða þing- mennina. Þeir beita úthlutunar- reglu sem hyglir stærri flokkun- um á kostnað minni og gerir sér- staklega erfitt fyrir lítinn flokk aö ná einum þingmanni. Með þeirri reglu þarf allt að helmingi fleiri atkvæði til að fá einn þingmann eða fyrsta þingmanninn en rétt getur talist. Einfaldast er að lýsa eða beita reglunni þannig að deilt er í atkvæðatölur flokkanna með 1, 2, 3, - og þær tölur skráðar. Hæsta talan fær 1., næsthæsta 2. þingmanninn o.s.frv. Réttari regla liggur beint við. Ég býst við að hún lágmarki skekkj- una í öllum hugsanlegum tilfell- um, hvemig sem skekkjan er skil- greind eða við hvaða frávika- summu er miðað. Ef einn þingmaður er til skipt- anna þá ætti A að fá 0,33 og B 0,67. Áður en honum er útdeilt hafa báðir flokkarnir engan þingmann þ.e. skekkja A er 0,33 (hann vantar 0,33 þingmenn) og skekkja B er 0,67. Skekkja B er meiri eða mest svo þingmaöurinn fer til hans. Næst er 2. þingmanni úthlutað. Eins og kemur fram af töflmmi á A að fá 0,66 þingmenn af tveimur en B á að fá 1,34. Þeir hafa áður en þingmanninum er útdeilt 0 og 1 þingmann, þ.e. skekkja A er 0,66 en skekkja B er 0,34. A fær því þingmanninn. Af þremur þing- mönnum er rétta skiptingin að A fái 0,99 og B fái 2,01. Skekkjan hjá flokki A er nú - 0,01 og skekkja B er 1,01. A er búinn að fá of mikið en B vantar meira en heilan þing- mann upp í rétta gildið svo þriðji þingmaðurinn fer til hans, og svo framvegis. Hver sem hlutfóllin eru eða hversu margir flokkamir eða þingmennirnir eru, eða hvernig svo sem skekkjan og frávika- summan er skilgreind, er úthlutað þaxmig að heildarskekkjan verði sem minnst og hér veröur þá regl- an: - Næsti þingmaður fer til flokks- ins þar sem skekkjan er mest. í samræmi viö atkvæðatölur Sé þessari reglu beitt á atkvæða- tölurnar í Reykjavíkurkjördæmi norður þá eru fyrstu 4 sætin þau sömu. En Guðrún Ögmundsdóttir og Guðlaugur Þór eiga að færast niður um 2 sæti og Halldór Ás- grímsson og Kolbrún Halldórsdótt- ir að verða 5. og 6. þingmaður kjördæmisins. Helgi Hjörvar á að detta út en Margrét Sverrisdóttir verður þá 9. kjördæmakjörni þing- maður í Reykjavík norður. í heild- ina myndi þessi regla fjölga veru- lega kjördæmakjörnum þing- mönnum Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna, en þeir eru fyrst og fremst að berjast við það að fá einn þingmann í hverju kjördæmi. Þingmenn setja lögin, þar á meðal kosningalögin, og ráða því hvemig þingmenn eiga að skiptast milli flokka, alveg sérstaklega landskjömir uppbótarþingmenn. En kjósendur eiga samt heimtingu á þvi að fá þingmenn í samræmi við sínar atkvæðatölur. Mig grun- ar að þingmenn hafi, þrátt fyrir alla íhaldssemi, ekki svo mikið á móti því að gefa kjósendum það, en núgildandi kosningareglur gera það ekki. í hæsta máta óeðlilegt Það verða einhverjar sérstakar reglur að gilda um jöfnunarþing- sæti ef þeim er ætlað að lagfæra misvægi atkvæða og uppsafnaðar skekkjur flokkanna úr hverju kjördæmi. Ég þekki ekki núver- andi reglur um þau, sem leiða greinilega ekki til nógu mikils jafnaðar. Stjórnarflokkamir fengu samtals 51,4% atkvæða, stjómar- andstaðan 48,6%. Rétt skipting 63 þingmanna eftir þeim hlutfóllum er að stjórnin fái 32,4 og stjómar- andstaðan 30,6. Réttasta sicipting heilla þingmanna er þá 32 á móti 31 og það er í hæsta máta óeðlilegt að stjórnin fái 5 þingmanna meiri- hluta. Þessi skekkja, sem stafar af því að litlu flokkamir eru allir í stjórnarandstöðu, er meiri skekkja en ef stjórnarandstaðan fengi eins þingmanns meirihluta. Ætli ríkjandi meirihluti myndi ekki kvarta mjög yfir kosninga- reglunum ef stjómarandstaðan hefði fengið meirihluta þing- manna, þrátt fyrir næstum 3% færri atkvæði? Ég legg til að núverandi úthlut- unarregla verði aflögð. Hafa ber það sem sannara reynist og mér finnst reglan óeðlileg, gefa skekkt- an þingmannafjölda og það vera verulegur galli á henni hvernig hún vinnur gegn minni flokkun- um. Hafi flokkur ekki nema 7-8% fylgi, og það í öllum kjördæmum, kemur hann engum kjördæma- kjörnum þingmanni að. Það kann einhverjum í stærri flokkunum að þykja mikill kostur, en ég hygg að þessi flokkur myndi þá fá mörg jöfnunarþingsæti sem aftur þýðir að þau myndu notuð til að bæta úr ágöllum og ójöfnuði úthlutunarreglunnar. Það hlýtur þá að vera eðlilegra að nota réttari reglu og fækka frekar jöfnunar- sætunum. Með réttu úthlutunarreglunni hefði ekki þurft nein jöfnunar- þingsæti í nýafstöðnum kosning- um og menn losnað við þennan leikaraskap í lokin að síðustu töldu atkvæðin á norðausturhom- inu geta sent helminginn af þing- mannaliðinu á suðvesturhorninu inn og út úr kuldanum. Það er þó mikið til af því að í þessum kosn- ingum voru hlutfoll flokkanna ekki mjög mismunandi eftir kjör- dæmum og uppsafnaðar skekkjur litlar. Þaö er öruggara að hafa jöfnun- arþingsæti því þrátt fyrir traustan meirihluti á landsvísu gæti stjórn- in alltaf oltið á einu vafaatkvæöi í einu kjördæmi. Og almennt þarf talsverðan fjölda jöfnunarþing- sæta til að jafna þá staðreynd að þéttbýliskjördæmin 3 eru næstum helmingi stærri en dreifbýliskjör- dæmin þrjú. Skoðum möguleikana 3 betur og skekkjur eða frávik (Xr-X) og fervikasummur þeirra. Réttl 1 II III Xr X Frávik X Frávlk X Frávik A: 0,66 0 ,66 1 ,34 2 1,34 B: 1,34 2 -,66 1 -,34 0 -1,34 Fervlkasumma 0,87 0,22 3,6 +

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.