Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 27 I>V Úrslitin í Evrópukeppni félagsliöa réðust í gærkvöld: Endurkoman dugði ekki til - Celtic jafnaöi tvívegis en Porto vann meö silfurmarki eftlr a6 hann haföi skoraö markiö sem réö aö lokum úrslitum. Neii Lennon hjá Celtlc getur ekki horft ó. Reuters Draumar skosku risanna í Celtic um Evróputitil breyttust í martröö í gærkvöldi eftir aö brasilíski sóknar- maðurinn Vanderlei Derlei hafði tryggt portúgalska liðinu Porto dramatískan sigur eftir framlengdan úrslitaleik í Evrópukeppni félagsliða í gærkvöld. Leikurinn, sem fór frarn í Sevilla á Spáni, var taumlaus skemmtun frá upphafi til enda. Porto hafði í tvígang náð forystu í venjulegum leiktíma með mörkum frá áðumefndum Der- lei og hinum rússneska Dimitri Alen- ichev en sænska markamaskínan hjá Celtic, Henrik Larson, jafnaði metin jafnóðum með tveimur góðum skalla- mörkum. Fljótlega eftir að framlengingin hófst var Bobo Balde, hinrnn öfluga vamarmanni Celtic, vikið af leikvelli eftir að hafa hlotið sina aðra áminn- ingu. Skoska liðið varðist hetjulega með klóm og kjafti en þegar allt benti til þess að úrslitin myndu ráðast í vítaspymukeppni olli augnabliks einbeitingarleysi í vamarmúr Celtic því að Derlei skoraði sitt annað mark í leiknum. Celtic reyndi hvað það gat að jafna í þriðja skiptið en varð ekki ágengt, jafnvel þótt Nuno Valente fengi að fjúka út af í blálok framlengingarinn- ar. Porto fagnaði gríðarlega í leiks- lok, enda fyrsta portúgalska liðið í sögunni sem vinnur Evrópukeppni félagsliða. Celtic sat eftir með sárt ennið og mátti sjá á andlitstilburðum leikmanna eftir leikinn hversu gríð- arlega mikil vonbrigði úrslitin vom. Ótrúlega sárt „Þetta hefur verið frábær upplifun fyrir liðið að komast þetta langt í þessari keppni og reynslan sem við höfum hlotið er mikil. Leikmenn mínir gáfu allt sem þeir áttu í leikinn og ég hefði ekki getað beðið um meira,“ sagði Martin O'Neill, fram- kvæmdastjóri Celtic, eftir leikinn. Hann sagði brottvísun Balde hafa verið vendipunktinn í leiknum. „Ef við hefðum haft fullskipað lið alla framlenginguna hefðu úrslitin sennilega verið á annan veg. Við vor- rnn betur stemmdir fyrir framleng- inguna en þeir en rauða spjaldið braut liðið niður,“ sagði O'Neill. Henrik Larsson, sem með fyrra marki sínu skoraði sitt 200. mark fyr- ir Celtic frá upphafi, gat ekki leynt vonbrigðum simun að leik loknum. „Að koma aftur eftir að hafa tvisvar lent undir var hreinlega ótrú- legt. En óheppnin elti okkur á rönd- um í leiknum og þetta var einfaldlega ekki okkar dagur. Við töpuðum ein- um stærsta leik sem hægt er að spila á ferlinum og ég get ekki lýst því hversu sárt það er,“ sagði Larsson. Þýska úrvalsdeildin í handknattleik í gærkvöld: ílafur skoraði tíu mörk gegn Hamburg - meistarar Lemgo töpuöu sínum þriðja leik á tímabilinu Ólafur Stefánsson skoraði tíu mörk, þar af sex úr vítaköstum, fyr- ir Magdeburg þegar liðið sigraði Hamburg, 37-33, á heimavelli í þýsku úrvalsdeildinni í handknatt- leik. Sigfús Sigurðsson skoraði fimm mörk af línunni. Sjö þúsund áhorfendur voru á leiknum í Mag- deburg í gærkvöld. Magdeburg hefur þegar tryggt sér sæti í meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þetta var síðasti leik- ur Ólafs á heimavelli en hann geng- ur í raðir spænska liðsins Ciudad Real i sumar. Patrekur Jóhannsson skoraði fjögur mörk fyrir Essen sem sigraði Pfullingen, 29-31, á útivelli. Guðjón Valur Sigurðsson lék aö nýju með Essen og skoraði þrjú mörk. Hann hafði verið frá vegna meiðsla í þrjár vikur en hefur náð sér að fullu. Róbert Sighvatsson skoraði fimm mörk af línunni fyrir Wetzlar sem sigraði Grosswaldstadt, 24-21. Wallau Massenheim sigraði Eisenach, 26-23, og var Einar Öm Jónsson ekki á meðal markaskorara Wallau Massenheim í leiknum. Kiel vann Wilhelmshavener, 37-28, og skoraði Gylfi Gylfason eitt mark fyrir Wilhelmshavener í leiknum. Lemgo, sem þegar hefur tryggt sér þýskalandstitilinn í handknatt- leik, beið ósigur fyrir Flensburg á útivelli, 40-32. Þetta var þriðja tap meistaranna í deildinni í vetur. Daninn Boldsen skoraði sjö mörk fyrir Flensburg en hjá Lemgo var Marc Baumgartner markahæstur með níu mörk. TuS Lúbbecke og Will- statt-Schutterwald eru þegar fallin en flest bendir til að það verði ann- að hvort Pfullingen eða Eisenach sem fara í umspil um sæti í úrvals- deildinni. Þegar einni umferð er ólokið er Lemgo með 60 stig og titillinn kom- in í hús, Flensburg er í öðru sæti með 55 stig og Magdeburg í þriðja sæti með 53 stig. Essen er síðan í fjórða sæti með 47 stig en liöið hef- ur þegar áunnið sér sæti í Evrópu- keppni bikarhafa. -JKS Sport „Það er langt síðan ég þjáðist jafn mikið og í kvöld,“ sagði forsætisráð- herra Portúgal, Jose Barroso, eftir að úrslitin lágu fyrir og átti þá við hin- ar rafmögnuðu lokamínútur og hversu erfitt hefði verið að horfa á þær. Stjómarformaður Porto, Jorge Pinto, þurfti á læknisaðstoð að halda skömmu eftir að framlengingin hófst og kvartaði um verk fyrir hjarta. En um leið og flautað var til leiksloka stökk hann á fætur og fagnaði. „Ég lét mér batna til að geta fagnað sigrinum," sagði Pinto, skælbrosandi. -vig Celtic-Porto . . . 2-3 0-1 Derlei (25.), 1-1 Larsson (47.), 1-2 Alenichev (54.), 2-2 Larsson (57.), 2-3 Derlei (25.). Lið Celtic (3-5-2): Robert Douglas; Joos Valgaeren, Bobo Balde, Johan Mjallby; Alan Thompson, Neil Lennon, Paul Lambert, Stilian Petrov, Didier Agathe; Alan Thompson, Sutton, Larsson Lið Porto (4-3-3): Vitor Baia; Fer- reira, Jorge Costa, Richardo Carval- ho, Nuno Valante, Francisco Cost- hinha, Dimitri Alenichev, Deco, Man- iche, Nuno Caphucho, Vanderlei Der- lei ÞARFASTI ÞJÓNNINN! B0NUSVIDE0

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.