Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 DV Fréttir Gunnar Örn Örlygsson, nýkjörinn þingmaður Frjálslyndra, með fangelsisdóm á herðunum: skyrslufals o bókhaldsbrot Gunnar Örn örlygsson, efsti maður á lista Frjálslynda flokks- ins í Suðvesturkjördæmi, var dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðs- bundna, í Héraðsdómi Reykjaness í fyrrasumar. Gunnar Örn var dæmdur fyrir brot á lögum um umgengni við nytjastofna sjávar og stjórn fisk- veiða með því að hafa keypt af ýmsum sjómönnum flakaðan og óflakaðan þorsk sem svarar til 324,5 tonna af þorski úr sjó. Þenn- an þorsk flutti hann frá borði og kom undan vigtun við löndun í ís- lenskum höfnum. Um leið kom hann aflanum undan frádrætti frá aflahlutdeild viðkomandi skipa fiskveiðiárin 1998-1999 og 1999-2000. Þorskinn flutti hann úr landi og seldi samtals 133,9 tonn af unnum afurðum fyrir rúmar 44 milljónir króna. Þá var Gunnar Örn dæmdur fyrir brot á lögum um meöferö, vinnslu og dreifingu sjávarafurða og tollalögum með því að hafa til- greint ranglega fisktegimdir við útflutning í 28 skipti, samtals 25.230 kg af keilu sem hann til- greindi sem steinbít á útflutnings- skýrslum og útflutningsskjölum til tollayfirvalda. Þessi brot framdi hann í stafi sínu fyrir Noordzee fiskvinnslu seinni hluta ársins 1999. Loks var Gunnar Örn dæmdúr fyrir bókhaldsbrot með því að hafa sem stjórnarmaður og fram- kvæmdastjóri látið hjá líða að varðveita bókhaldsgögn og að færa bókhald fyrir Sægæði ehf. vegna rekstrarársins 1999. Með skýlausri játningu Gunn- ars Arnar fyrir dómi þótti sannað að hann hefði framiö brot þau sem honum voru gefin aö sök. Dómur- inn hafði í huga við ákvörðun refsingar að ákærði varð þess valdandi sjálfur að rannsókn á broti hans gegn lögum um um- gengni við nytjastofna sjávar og stjórn fiskveiða hófst á því að hann greindi sjálfur frá broti sínu í fjölmiðli. Þá er litið til þess að brotastarfsemin stóð í langan tíma, eða um 9 mánuði, og var talsvert umfangsmikil. Var hæfileg refsing ákveðin sex Gunnar Örn hefur ekki hafið afplánun dómsins. Þeir sem dæmdir hafa verið til allt að sex mán- aða óskilorðsbundinnar refsivistar geta hins veg- ar sótt um að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu, þ.e. líknar- og félagsstörfum af ýmsu tagi hjá félagasamtökum og opinberum stofnunum. mánaða fangelsi, þar af þrir skil- orðsbundnir. Ekki þótti hægt að færa sönnur á fjárhæð þess ávinn- ings sem ákærði hafði af brota- starfsemi sinni og var sú fjárhæð áætluð 2 milljónir króna. Var Gunnari Erni gert að sæta upp- töku þess fjár. Sveinn Sigurkarlsson kvað upp dóminn. Er kjörgengur Gunnar Öm Örlygsson var kjör- inn á þing í nýliðnum alþingis- kosningum, var í efsta sæti á lista Frjálslynda flokksins í Suðvestur- kjördæmi og fékk annað tveggja jöfnunarþingsæta í kjördæminu. Þeir sem velta kjörgengi hans fyr- ir sér munu lesa í 34. grein stjóm- arskrárinnar að kjörgengur við kosningar til Alþingis er hver sá ríkisborgari sem kosningarétt á til þeirra og hefur óflekkað mannorð. í kosningalögunum frá árinu 2000 segir að dómur fyrir refsivert brot hafl ekki flekkun mannorðs í fór með sér nema sakborningur hafi verið fullra 18 ára að aldri er hann framdi brotið og refsing sé fjög- urra mánaða fangelsi óskilorðs- bundið hið minnsta eða öryggis- gæsla sé dæmd. Gunnar Örn var tæplega þrítug- ur þegar umrædd brot áttu sér stað en fangelsisdómurinn hljóðar einungis upp á 3 óskilorðsbundna mánuði. Hann sleppur því. Samfélagsþjónusta eftir vinnu? Gunnar Örn hefur ekki hafið af- plánun dómsins. Þeir sem dæmdir hafa verið til ailt að sex mánaða óskilorðsbundinnar refsivistar geta hins vegar sótt um að taka út refsingu sína í samfélagsþjónustu, þ.e. líknar- og félagsstörfum af ýmsu tagi hjá félagasamtökum og opinberum stofnunum. Skilyrði þess að samfélagsþjón- usta komi til álita eru að umsækj- andi eigi ekki til meðferðar mál hjá lögreglu, ákæruvaldi eða dómstólum þar sem hann er kærður fyrir refsiverðan verknað. Fangelsismálastofnun ríkisins gerir einnig at- hugun á högum um- sækjanda, meðal ann- ars með ítarlegri per- sónuskýrslu. Á grimd- velli þeirrar athugun- ar er metið hvort um- sækjandi sé talinn lík- legur til að geta innt samfélagsþjónustu af hendi og hvaða starf komi til greina. Þau atriði sem koma til álita við mat á hæfi umsækjanda eru m.a. af brot og afbrotaferili, fjölskyldu- og atvinnuaðstæður og hugsanleg áfengis- og fikniefnavandamál við- komandi. Starf í samfélagsþjónustu getur falist í aðstoð við þrif, eldhússtörf, viðhald og umönnun. Val á starfi fer eftir því hvaða störf eru laus á hverjum tíma og hvað telst hæfa umsækjanda að mati Fangelsis- málastofnunar ríkisins. Starfið er unnið í frítíma, í flestum tilvikum síðdegis, á kvöldin og um helgar. Starfstími er 20-480 klst. og dreif- ist á að minnst kosti tvo mánuði. -hlh Landlæknisembættið og Lyfjastofnun hafa innkallað AD-dropa: Hugsanlegt að hnetuofnæmi un barns megi rekja til dropanna aettarmót - garðveislur - afmæli - brúðkaupsveislur - útijamkomur - ikemmtanir - tónleikar - sýningar - kynningar o.fl. o.fl. o.fl. ...og ýmsir fylgihlutir • Ekki treysta á veðrið þegar skipuleggja á eftírminnile^an viðburð. Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. • Tjöld af öllum stærðum frá 50-400 m2. • Leigjum einnig borð og stóla í tjöldin. / ^jaldalelga skáta ...með skátum á heimavelli 1550 9800 - fax 550 9801 - bis@skatar.is www.skatar.is AD-vítamíndropar hafa verið hér á markaði sem almenn vara en ekki lyf og því hefur Lyfjastofn- un ekki gögn um nákvæma sam- setningu eða hreinleika jarðhnetu- olíunnar sem notuð hefur verið sem burðarefni vörunnar. Drop- arnir hafa nú verið innkallaðir. sökum skorts á upplýsingum á merkimiða vörunnar en láðst hafði að tflgreina jarðhnetuolíu sem burðarefni A- og D-vítamíns í vörunni. Hugsanlegt er að tiifelli af hnetuofnæmi hafi komið fram hjá ungbarni hér á landi vegna notk- unar á umræddum AD-vítamin- dropum. Lyfja- stofnun hefur því óskað eftir nánari upplýsingum frá innflytjanda um hvort möguleiki sé á að olían inni- haldi eggjahvítu- efni það sem er í jarðhnetum og valdið getur of- næmisviðbrögðum. Lyfjastofnun og Landlæknisemb- ættið telja hins vegar aö foreldrar ungbarna geti óhræddir haldið áfram að gefa börnum sínum AD- vítamíndropa, sem þeir hafa þegar keypt ef enginn grunur er um að barnið sé með of- næmi fyrir hnet- um. Leiki hins vegar einhver vafi á því má benda foreldr- um á að gefa böm- unum frekar lýsi þar til upplýsingar um hreinleika, með tilliti til hugsanlegs eggjahvítu- innihalds jarðhnetuolíunnar, liggja fyrir. -EKÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.