Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 5
FEMMTUDAGUR 22. MAl 2003 DV 5 Fréttir DV-MYND ELMA GUÐMUNDSDÓTTIR Allir með reiðhjólahjálma Það er vert aö minna foreldra á að brýna fyrir börnum sínum að nota reiðhjóla- hjálma þegar reiðhjólin eru að verða vinsælt farartæki í sumarblíðunni. Fréttarit- ari DV var á feröinni á Þórshöfn og vakti það athygli hans aö öll börn voru með reiöhjólahjálma. Þessir drengir voru að leik á skólalóöinni í blíöskaparveöri. Fyrirhugaðri sölu á Hitaveitu Dalabyggðar slegið á frest: Möguleikar á endurQármögn- un hitaveitunnar kannaðir Sveitarstjórnin í Dalabyggö skip- aöi nýlega viðræðunefnd til þess að kanna möguleikana á því að selja Hitaveitu Dalabyggðar til Orkubús Vestfjaröa. Viðræðunefhdin komst að samkomulagi við Orkubúið og á borgarafundi síðastliðinn fimmtu- dag voru tillögumar kynntar íbú- um sveitarfélagsins. Þar kom upp hörð andstaða við fyrirhugaða sölu þar sem margir leggja mikið kapp á að sveitarfélagið haldi áfram rekstri hitaveitunnar, auk þess sem mönnum þótti það verð sem í boði var ekki nægilega sanngjamt. „í framhaldi af borgarafundi, sem haldinn var í siðustu viku, hefur verið ákveðið að fara að til- lögu sem þar var samþykkt. Hún felur í sér að kannað verði hvort mögulegt sé að endurfjármagna hitaveituna þannig að hún verði áfram í eigu heimamanna," segir Haraldur L. Haraldsson, sveitar- stjóri í Dalabyggð. Málið hefur valdið talsverðum deilum innan sveitarfélagsins og hafa menn algerlega skipst í tvo hópa hvað afstöðu til málsins varð- ar. Sigurður Rúnar Friðjónsson, mjólkurbússtjóri og sveitarstjórn- armaður i Dalabyggð, er einn þeirra sem var mótfallinn sölunni. „Þetta hefur valdið talsveröum deilum héma í sveitarfélaginu. Margir em þeirrar skoðunar að við eigum að halda í hitaveituna enda var aðalröksemdin, þegar byrjað var á þessu, að byggja upp orkuveitu sem við ættum sjáif. Svo var fólk ósátt við verðið sem boðið var, auk þess sem menn sáu hag sínum ekki borgið varðandi þau orkugjöld sem við hefðum komið til með að greiða Orkubúi Vest- fjarða. Á borgarafundinum var Deilt um hitaveituna í Dalabyggð Fyrirhuguð sala hitaveitunnar mætti harðri andstöðu í sveitarfélaginu. mikið rætt um þetta og að endingu kom umrædd túlaga fram þar sem lagt var til að skoða möguleikann á endurfjármögnum hitaveitunnar. Hún var samþykkt svo gott sem mótatkvæðalaust og við erum mjög ánægð með að þetta mál verði skoðað upp á nýtt og að sátt hafi náðst í okkar litla samfélagi," seg- ir Sigurður Rúnar. -áb ifíS. MosíerCard feröodvfom?^ Flug til Barcelona 29.900kr. 5., 12. og 19. júni. Skattar innifaldir m SúperHopp til Salou Verðfrá 5., 12. og 19. júni TERRA sOv NOVA jsoi • 25 ÁRA OG TRAUSTSINS VERÐ 39.900kr. miðað við 4 í íbúð í viku (mögul. að framlengja) verð fiá 49.900 kr. m.v. 2-3 í íbúð i viku. Stangarhyl 3 • 110Reykjavík • Sirní: 591 9000 info@terranova.is • Akureyri Sírni: 466 1600 MJÓDD OG SÍÐUMÚLA 3 TÖSKUR í SETTI 396 AFSLÁTTUR VERÐ ÁÐUR I6.500.- RODELLE frábærir ferðafélagar Premier sett 4 töskui^l.985.- 38% afsláttur: Aðrar töskur með I5 - 20 % afslætti á ferðatöskudögum Gildir frá 15. maí til 24. maí 2003

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.