Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Page 4
4
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003
DV
Fréttir
DV-MVND E.ÓL
Umkringdur
Segja má aö Davíö hafi komiö fréttamönnum í opna skjöldu þegar hann upplýsti um væntanlegt brotthvarf sitt úr forsætisráöuneytinu, eftir aö hafa kynnt þingflokknum drög aö stjórnarsáttmála á
tveggja klukkustunda fundi.
Davíð Oddsson hættir sem forsætisráðherra á næsta ári:
Situr átram í ríkisstjórn
„Pirringur“ - eins og Davíð
Oddsson komst að orði - var í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins með þá
niðurstöðu Davíðs að fallast á ósk
Framsóknarflokksins um að gefa
forsætisráðuneytið eftir í septem-
ber á næsta ári. Samkvæmt henni
koma utanríkisráðuneytið og um-
hverfisráðuneytið í hlut Sjáifstæð-
isflokksins á sama tíma þannig að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sjö
ráðuneyti en Framsóknarflokkur-
inn fimm. Fram að þeim tíma
verða ekki breytingar á skiptingu
ráðuneyta á miih flokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa
formennsku í átta þingnefhdum en
Framsóknarflokkurinn í fjórum.
Forseti Alþingis verður tilnefhdur
af Sjálfstæðisflokki.
Ákvarðanir um skipan í ráð-
herrastóla verða teknar í þing-
flokkunum í kvöld.
I annað ráðuneyti
Davíð segist gera ráð fyrir að
taka annað hvort við utanríkis-
ráðuneyti eða fjármálaráðuneyti
þegar þar að kemur og segist sátt-
ur við að hverfa úr forsætisráðu-
neytinu. Aðspuröur segist hann
munu velta þeim möguleika fyrir
sér að hverfa af Alþingi að kjör-
tímabilinu loknu. Um formennsku
sína í Sjálfstæðisflokknum segir
hann aðeins að hann haldi henni
áfram, enda kjörinn með um 98%
atkvæða á síðasta landsfundi.
Sanngirnisrök
Davíð segir það fyrst og fremst
hafa verið sanngimisrök sem réðu
því að Framsóknarflokknum var
gefið eftir forsætisráðuneytið.
„Flokkamir hafa starfað saman
mjög vel í átta ár og eru að leggja á
djúpið fyrir önnur fjögur. Það er
ljóst að formaður Framsóknar-
flokksins hefur verið ráðherra í
sextán ár með miklum ágætum,
starfað í mörgum ráðuneytum og er
með víðtæka reynslu. Okkur finnst
sanngimisrök mæla með því í
svona löngu samstarfi þar sem trún-
aður ríkir að formaður hins stjóm-
arflokksins fái einnig notið æðsta
trúnaðar í samstarfinu," sagði Dav-
íð eftir að hann kynnti þingflokki
sínum niðurstöðuna í gær.
Að ósk Framsóknar
„Það er óhætt að segja að það
hafí komið ósk frá formanni Fram-
sóknarflokksins að þessi þáttur
yrði skoðaður. Því var ekki hafnað
af minni hálfu því að mér finnst,
eins og ég segi, að það séu sann-
gimisrök fyrir óskum eða eftir at-
vikum kröfum af þessu tagi,“ sagði
Davíð, spurður hvemig það heföi
komið til í viðræðum flokkanna að
Framsóknarflokkurinn tæki við
forsætisráðuneytinu.
Ástæðan fyrir því að skiptin
verða ekki þegar kjörtímabilið er
hálfnað eftir tvö ár er sú, að sögn
Davíðs, að eðlilegt sé að nýr forsæt-
isráðherra geti fylgt stefnuræðu
sinni úr hlaði á Alþingi þegar það
kemur saman í byrjun október
2004.
„Dálítið mikilvægt"
„Við setjum alltaf málefhin á
oddinn, en þetta var auðvitað dálít-
ið mikflvægt," segir Guðni Ágústs-
son, spurður hvort hægt hefði ver-
ið að mynda þessa ríkisstjóm án
þess að forsætisráðuneytið færi
yfir. Um sína eigin stöðu segist
Guðni tilbúinn að taka við öðm
ráðuneyti en bætir við: „Ég yfirgef
ekkert landbúnaðinn ef mér býðst
hann. Ég er ekki með neina kröfu-
gerð.“
Guðni segist ekki vita hvort mik-
il uppstokkun verði í ráðherraliði
Framsóknarflokksins. „Davíð boð-
ar uppstokkun hjá sér, alla vega.
Ég skal ekki segja. Það er leyndar-
mál sem Halldór er að bræða með
sér.“
Pælingin
Háttsettir menn í Sjálfstæðis-
flokknum hafa tjáð DV að þar á bæ
sé það sjónarmið uppi að líklega sé
heillavænlegra fyrir flokkinn að
ganga til næstu kosningabaráttu
án þess að vera í forsæti fyrir rík-
isstjóm. Við slíkar aðstæður hafi
flokkurinn heldur frjálsari hendur,
eins og Framsóknarflokkurinn
hafi að einhverju leyti haft í nýaf-
staðinni kosningabaráttu. Þá bendi
úrslit kosninganna til þess að sam-
felld forysta fyrir ríkisstjóm í sext-
án ár yrði flokknum ekki til fram-
dráttar í næstu kosningum.
Þá hafi það styrkt samnings-
stöðu Framsóknarflokksins að
menn útilokuðu ekki að hann
gengi til samstarfs við Samfylking-
una. Slík stjóm hefði að vísu aö-
eins haft eins manns meirihluta á
þingi en fréttir bárust af því í her-
búðir sjálfstæðismanna að Fijáls-
lyndi flokkurinn væri reiðubúinn
að styðja hana gegn því að fá for-
mennsku í sjávarútvegsnefnd Al-
þingis.
Það að samningsstaða Fram-
sóknarflokksins hafi verið talin
sterkari að þessu leyti getur vart
þýtt annað en að innan Sjálfstæðis-
flokksins hafi samstarf við Sam-
fylkinguna ekki komið til greina.
Málefnin
Samstaða var í báðum þingflokk-
um um drög að stjómarsáttmála og
töldu allir þingmenn beggja flokka
sem rætt var við að þau gætu geng-
ið eftir óbreytt. Samkvæmt áreið-
anlegum heimfldum DV eru skatta-
tiUögur Sjálfstæðisflokksins teknar
nánast óbreyttar upp í stjómarsátt-
málanum, nema hvað ákvæði um
lækkun virðisaukaskatts er öðru-
vísi orðað.
Þá er ljóst að Framsóknarflokkn-
um varð mjög ágengt varðandi
hækkun lánshlutfalls húsnæðis-
lána upp í 90% og loks eru boðaðar
breytingar á stjómkerfi fiskveiða í
takt við hugmyndir sem forystu-
menn stjómarflokkanna reifuðu í
kosningabaráttunni.
-ÓTG
Söluskrifstofan er á
Suðurlandsbraut 24
Opið alla virka daga 9-17.
Þjónustuverið er opið virka daga 9-17, laugardaga 10-16 og sunnudaga 11-15,
sími 5 500 600. Þú getur einnig skoðað og bókað á lcelandExpress.is.
Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl
Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga Sími 5 500 600 www.lcelandExpress.is