Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Side 9
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 DV Fréttir DVJHYND NJORÐUR HELGASON Vel kannaður ökumaður Kristján Eldjárn var stöövaður þrettán sinnum þegar hann kom til Selfoss meö farma afmöl og sandi. Vegagerðin athugaði umferð á Selfossi í tvo daga: Var kannaður þrettán sinnum yfir daginn „Ég var að aka vörubíl héma á Selfossi og var að ná í efni í námu í Ingólfsfjalli, sand og mulning. Það var í gangi umferðarkönnun þennan dag og ég var stoppaöur 13 sinnum og alltaf spurður að því sama: hvaðan ég væri að koma og hvert ég væri að fara,“ sagði ung- ur Selfyssingur, Kristján Eldjárn að nafni, í samtali við DV. Krist- ján tók þessu áreiti þó vel og það sama má segja um næstum alla sem voru stöðvaðir og þurftu að eyða um það bil 30 sekúndum í að svara spurningum um það hvers vegna þeir væru á ferðinni. Kristján segir að undir lokin hafi spyrlamir verið hættir að spyrja sig um erindi sitt, bara merkt viö. „Það var hins vegar óþægilegt að fá ekki tækifæri til að skjótast þama fram hjá, þetta tafði mann,“ sagði Kristján en sagðist allt vilja gera til að bæta umferðarmálin í bænum, og sá er einmitt tilgangurinn. Hér var í gangi umferðarkönn- un sem fór fram á fímmtudag og laugardag, frá kl. 8 að morgni til 11 aö kvöldi. Niðurstöðumar - í þessari grunnrannsókn á umferð- inni við Selfoss verða notaðar tU að gera markvisst skipulag um- ferðarmála á Árborgarsvæðinu, til dæmis vega- og brúargerðar, að sögn Auðar Þóru Árnadóttur, verkfræðings hjá Vegagerðinni í Reykjavík, og Friðleifs Inga Brynjarssonar, tæknifræðings hjá Vegagerðinni á Akureyri. Mikil umferð var á fimmtudag- inn til Selfoss, að sögn Friðleifs Inga, en mun meiri á laugardag, en tölur um þann dag lágu enn ekki fyrir. Vestan við Ölfusá voru 2.750 bílar stöðvaðir, austan við Selfoss voru þeir 1.150 og frá Eyr- arbakka og Stokkseyri komu um 750 bUar. Hátt á fimmta þúsund bUar áttu því leið um bæinn þenn- an dag og stór hluti þeirra var með áfangastað í bænum. -JBP Guörún Jóna Jósepsdóttir var í hring DV og fær úttekt í Smáralind: Var einmitt að skoða jakka í Smanalindinni þennan dag „Ég var einmitt að skoða jakka í Smáralindinni sem mig langaði svo í og núna hef ég enga afsökun fyrir að kaupa hann ekki,“sagði Guðrún Jóna Jósepsdóttir, starfs- maður í gestamóttökunni á Hótel Holti þegar hún tók á móti gjafa- bréfi í Smáralindinni í afgreiðslu DV, Skaftahlíð 24, í gær. Guðrún Jóna er í hópi þeirra fjölmörgu sem hafa lent á mannlífsmyndum DV að undanförnu og fengið hring dreginn um sig. Aðspurð sagðist hún aldrei hafa unnið neitt svona áður. Þeir sem lenda í hringnum geta verið hverjir sem er og hvar sem er. Þeir þuífa aðeins að hafa orðið á vegi ljósmyndara DV. Sé hring- ur dreginn utan um andlitið hefur viðkomandi unnið vinning sem kynntur er í blaðinu hverju sinni. Það getur því borgað sig að lenda á mynd í DV. -EKÁ Vinningurinn afhentur í höfuöstöðvum DV Guörún Jóna Jósepsdóttir tekur á móti gjafabréfí aö upphæö 5 þúsund krónur úr hendi Finns Thoriacius, markaösstjóra DV. HÆTTUM AÐREYKJA HVATNINGAR- ÁTAK UMFÍ Taktu þátt í ein- faldri getraun. Svaraöu spum- mgunum hér til hliðar og sendu svörin til Þjón- ustumiðstöðvar var UMFÍ, Fells- múla 26, 108 Reykjavík tyrir 25. maí. Úrslit verða kynnt á reyklausum degi 31. maí. Getur Jþú svaraö eftirfarandi spurnmgum? 1. Hvað heitir rapparinn sem syngur í laginu Tóm tjara? 2. Hvað reykja íslendingar fyrir mikinn pening á ári? 3. Hvað heita söngvararnir í laginu Svæla, svæla? 4. Hver á augu, eyru, lítinn munn og lítið nef? 5. Hvað geta reykingar orsakaö? Þátttökuseðlar íylgja geisladiskmun HÆTTUM AÐ REYKJA. Þú fmnur einnig svörin viö spurningunum í bæklingi sem fylgir meö diskinum. VINNINGAR: ICRAFTER kassagítar R-035 (kr. 50.000) frá hljóö- færarversluninni Gítarinn, Mark geislaspilari (kr. 10.000) frá Tóbaksvarnanefnd og Framtíöarreikn- ingur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka og Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu (kr. 8.000) frá Eddu útgáfu. ÍKaraoke-hljómborö (kr. 50.000) frá Hljóöfærahúsinu og Fram- tíöarrelkningur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. aSkrifstofustóll (kr. 40.000) frá Odda og Framtíöarreiknlngur Gjafabréf (kr. 10.000) frá íslandsbanka. Jl' Mark DVD fjölkerfa myndgeisla- i spilari (kr. 20.000). • v Nokia síml með B korti (kr. 17.000) ÖGjafabréf að upphæö kr. 15.000 frá Tónastöðinni. 7Hringadróttinssaga eftir Tolkien (kr. 12.000) frá Fjölva og geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. ÖGjafabréf (kr. 10.000) frá Rringlunni og geisladiskur- inn f svörtum fötum frá Skífunni. 9GUESS kvenmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard og geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. MGUESS karlmannsúr (kr. 10.000) frá Leonard geisladiskurinn í svörtum fötum frá Skífunni. AUKAVINNINGUR AÐ UPPHÆÐ kr. 100.000 Úr öllum innsendum þátttökuseðlum verður einn seðiU dreginn út og fær sendandi gjafabréf aö upphæö kr. 100.000 sem er innborgun á sófa frá DESFORM. DESföRM O E d d a REYKLAUS REIKNiN&UR Leg'göu inn á Reyklausan reikning' til að fá geislaplötuna HÆTTUM AÐ REYKJA! Leggðu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka eða sparisjóöi og þú færð eintak sent um hæl: SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047 SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428 Islandsbanki (aðalbanki) nr. 160379 Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408 Búnaðarbanki (aöalbanki) nr. 120552 Mundu aö iáta nafn þitt og heimUisfang koma skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning. HVATNINGAR- ATAK UMFÍ Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt að fá í Þjónustumiöstöð UMFÍ, FeUsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr. Helldarverömæti vfnninga i hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000. Nöfn vinningshafa verða birt í DV á reykl&usum degi 31. maí.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.