Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 15
15 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 DV_________________________________________________________________________________________________________________________Menning Umsjón: Silja A&aisteinsdóttir silja@dv.is Þœr eru ótrúlega enskar, vinkonurnar. Þó eru þœr sest- ar aö í Gallerí Skugga viö Hverfisgötu og œtla aö sýna verk sín þar nœstu vikur - í fyrsta skipti saman allar þrjár. Sýningin ber heitiö „Friday Night, Saturday Told“ og visar heitiö til þess að á föstudagskvöldum förum við út að skemmta okkur og á laugardögum segjum við sög- ur af djamminu. En málshátt- urinn tengist líka gamalli hjátrú um drauminn sem mann dreymdi aöfaranótt laugardags. Efmaöur sagöi einhverjum draum sinn á laugardegi þá rœttist hann - annars ekki. Draumur þeirra Jo Addison, Hatty Lee og Lucy Newman um að sýna saman á Islandi rætist í dag, enda hefur mikiö verið um hann talað og lengi. Verkin þeirra eru ólík og vinnsluaðferð- imar líka en þær eiga margt sameiginlegt í hugsun. Lucy sýn- ir litmyndir tölvuteiknaðar eftir ljósmyndum af fólki við dæmi- gerða iðju í nútímanum - hirða upp kúkinn úr hundinum, tala í farsíma inni á veitingahúsi, drekka kaffi úr pappamáli úti á götu ... Hatty sýnir mynd af fimd- arherbergi á hóteli í London þeg- ar Björk er búin að halda blaða- mannafundinn og allir eru fam- ir, og Jo hefur búið til módel af gamaldags ensku ahnenningskló- setti með blikkandi peru í loft- inu. „Það er alltaf bilað ljós inni á þessum klósettum," segir hún og glottir. Að sýna lífínu áhuga Eins og sjá má á þessari stuttu lýsingu er „hvunndagurinn í borginni" viðfangsefni þeirra allra og fyrsta spuming blaða- Fallegt þótt Ijótt sé „Ég er líka að skoða samtím- ann og sérkenni hans,“ segir Lucy. „Og best gæti ég trúað að myndirnar mínar verði fárán- lega úreltar á skömmum tíma af því hvað þær sýna tíma- bundna siði og tísku akkúrat á okkar dögum. En þá sýna þær líka næstu kynslóð hvað við vorum hlægileg!“ Verk Jo mynda ekki heild heldur mótar hún í skúlptúra smáatriði í hvunndeginum og gefur þeim vægi með því að setja þá á sýningu. „Tímarnir breytast svo hratt en sumir hlutir verða eftir - eins og þessi almenningsklósett í Englandi sem alltaf em eins af því enginn hefur áhuga á að endurnýja þau. En í rauninni finnst mér þau falleg," segir hún svo og horfir einarðlega á blaðamann, „dapurleg, já, en falleg, þó að þau séu ljót.“ Jo sýnir líka kröfuspjald sem sveiflast til og frá þegar áhorf- andinn nálgast það. En hvers er það að krefjast? DVAÍYND E.ÓL. Þær skoða smáatriöi hins hversdagslega samtíma Aö ofan og niöur: Jo Addison, Lucy Newman og Hatty Lee. í baksýn er herbergið eftir biaöamannafundinn. Upp eftir kortinu - En hvers vegna sýna þær á íslandi? „Hatty var með íslendingi í listnámi sem bauð okkur hing- að,“ segir Lucy, „og við féllum flatar fyrir landinu. Ekki bara landslaginu sem er svo fagurt og framandi heldur líka því hve ótrúlega margt er á seyði hérna. Það er svo mikið ltf í mannlífmu og menningarlíf- inu.“ Þær hafa allar komið til landsins þrisvar til fjórum sinnum svo þær þykjast vita sínu viti um þetta. Þær hafa líka samanburð við önnur lönd, bæði England (og London), sem þær koma frá, og líka Holland, Svíþjóð og Noreg þar sem þær Hvunndagurinn í borginni - er viöfangsefni þriggja enskra listamanna sem sýna í Gallerí Skugga manns eftir að hafa skoðað sýnishorn af verk- unum sem þær eru að setja upp er: - Finnst ykkur lífið svolítið dapurlegt? Þær skella allar upp úr. „Auðvitað er margt í lífinu dapurlegt,“ segir Jo síðan, „en ég held að við lítum það í raun og veru björtum augum og með hlýju. Við sýnum því áhuga.“ „Áhugi okkar beinist vissulega að því sem er svolítið dapurlegt," bætir Hatty við, „en áhug- inn lyftir því upp og gerir það áhugavert. Það versta er ef enginn sýnir áhuga.“ Eitt af því sem Hatty sýnir er 40 mynda ser- ía af dæmigerðum breskum ríkisskólabörnum í fremur fátæku hverfi í London. Öll eru þau í rauðum skólabúningi og í fyrstu virðast þau öll eins. Hatty heimsótti nokkra skóla í hverfinu sínu áður en hún valdi þennan, ekki síst vegna skólabyggingarinnar sem er ákaflega sviplaus og stofnanaleg. Við sjáum mynd af henni líka á sýningunni. „Andstæðurnar í verkinu verða milli ein- hæ&ii búninganna og staðlaörar byggingarinn- ar annars vegar og hins vegar andlita barn- anna með sinn sérstaka og einstaklingsbundna svip,“ segir Hatty. hafa sýnt áður, hver fyrir sig eða tvær og tvær saman. Af þessari upptalningu á löndum má sjá að þær eru norrænar í hugsun, enda segir Jo að þegar þær horfi á landakort og velti fyrir sér hvert þær langi til að fara þá sé það venjulega upp eftir kortinu! Sýningin stendur til 8. júní og Skuggi er op- inn alla daga nema mán. kl. 13-17. Benda má á að Hatty sýnir líka ljósmyndir á Mokka af yfir- gefnum borðum með leifum frá síðustu við- skiptavinum. Safnafaöir Reykvíkinga Sýningar opnaöar á Landsbókasafni og Borgarskjalasafni um Lárus Sigurbjörnsson Lárus Sigurbjörnsson (1903-1974), rlthöfundur og skjala- og minjavöröur Reykjavíkurborgar í dag veröa opnaðar á Landsbókasafni og Borgarskjalasafni sýningar um Lárus Sigur- björnsson (1903-1974), rithöfund og skjala- og minjavörð Reykjavíkurborgar. 1. júní veröur opnuö sýning um hann á Árbœjarsafni sem var eitt af eftirlœtis „afkvœmum" hans og í kvöld kl. 20.30 verður sérstök afmœlishátíö í Iönó í um- sjón Leikminjasafns íslands. Tilefnið er að í dag, 22. maí, eru 100 ár liðin frá fæðingu Lárusar sem var atorkusamur safnamaður og hafði mikinn áhuga á íslenskri menningu og mannlífi. Hann var fyrsti skjala- vörður borgarinnar og lagði grunninn að Borg- arskjalasafni Reykjavíkur. Einnig var hann forgöngumaður að uppbyggingu Árbæjarsafns og átti það hug hans allan síðustu árin í starfi. Lárus safnaði heimildum um sögu Leikfélags Reykjavíkur, og varð raunar fyrstur til þess að safiia skipulega heimildum um íslenska leik- listarsögu. Hann hafði líka bein afskipti af leik- starfsemi, þýddi leikrit og var einn af þeim sem tóku að sér að reka Leikfélag Reykjavikur á kreppuárunum þegar það var að þrotum komið; einnig var hann formaður BSRB og lét víðar til sin taka. Lárus Sigurbjörnsson hóf snemma á ferli sínum að afhenda eigin handrit til varðveislu í handritadeild Landsbókasafns. Hið fyrsta sem barst til safnsins voru þýðingar á þremur leik- ritum eftir Ludvig Hol- berg, en þau voru skráð í handritadeild 1937. Síðar fylgdu margar aðrar þýðingar. 22. maí árið 1993, á níutíu ára afmæli Lárusar, ánöfnuðu börn hans Landsbókasafni allt leikritasafh hans og 1995, við sameiningu Landsbókasafns íslands og Háskólabókasafns, var það flutt til varð- veislu í Þjóðarbók- hlöðu. í safninu eru handrit að flestöllum ís- lenskum og þýddum leikritum sem sýnd höfðu verið hér á landi meðan hann lifði, einnig leikbókmenntir, leikskrár og úrklippur úr íslenskum og erlend- um blöðum. Allt innbundið efni er með bóka- merki Lárusar sem Sigurður Guðmundsson málari teiknaði. Steinunn sýnir Steinunn Marteinsdóttir sýnir í sumar ný málverk og verk úr leir á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Myndimar segja af þeim tíðind- um þegar líf færist í náttúruna á vorin og tengja sig um leið við gömul íslensk viðlög og stemmur, leirverkin urðu til við að skoða klettabelti Esjunnar og jökla landsins. Einnig sýnir hún stór- gerðan „borðbúnað" Hítar tröll- konu þeirrar er drakk jól með Bárði Snæfellsás. Flest verkanna eru unnin á sl. tveim árum. Sýningin ber yfirskriftina „Nú er úti vetrar þraut“ og er opin dag hvern kl. 14-18 til 1. júní. Eft- ir það verður hún opin um helg- ar fram eftir sumri eða eftir sam- komulagi. Saltstorkin bros Út er komin sjómannabókin Salt- storkin bros eftir Hafliða Magnús- son frá Bíldudal. Þetta er að nokkru leyti fram- hald Togarasögu með tilbrigðum sem kom fyrst út árið 1981 en var endurútgefin árið 1999. Saltstorkin bros inniheldur nítján samtengdar sögur sem gerast flestar í erlendum höfn- um þegar siglt var með fisk til Þýskalands og Englands á sjötta áratugnum. Skopmyndir höfundar sem teiknaðar voru um borð birt- ast hér á prenti í fyrsta sinn. Hafliði Magnússon frá Bíldudal er eiginlega sér á báti meðal ís- lenskra rithöfunda. Fáir höfundar hafa íjallaö eins mikið um lífið um borð í síðutogurunum og slarki í landi og hann. Frásagnir hans byggjast flestar á sönnum atburö- um þótt sumum kunni að þykja þær lyginni líkastar. Útgefandi er Vestfirska forlagið á Hrafnseyri. Augun gera víðreist Skáldsaga Sjóns, Augu þín sáu mig, sem hlaut Menn- ingarverðlaun DV í bókmenntum 1995, hefur verið seld til útgáfunnar Like í Finnlandi. Áður er hún komin út í Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Þá er framhald skáldsögunnar, Með titrandi tár, sem kom út árið 2001 og einnig hlaut Menningarverðlaun DV, væntanlegt í Svíþjóð á vordög- um 2004. Umsagnir erlendra fjölmiðla um Augu þín sáu mig hafa allar verið á eina lund. Til dæmis sagði gagn- rýnandi Politiken í Danmörku að sagan væri skrifuð „í hárbeittum stíl sem vísast gæti sett herra og frú Danmörku út af laginu“ og bætti því við að hún væri „líka fyndin og hreinir galdrar". Gagn- rýnandi Weekendavisen sagði sög- una „seiðmagnaða" og bætti við: „Hið sérlega sjónska er léttleiki, íþrótt eða glæsileiki; yfirlætislaust kæruleysi væri trúlega réttnefni - viturt og einbeitt kæruleysi, víðs fjarri og handan við bæði tilfinn- ingaþrunginn og tilgerðarlegan póstmódernisma." Fyrr í vor fór Sjón í glæsilega tón- leika- og upplestrarferð til Bretlands með Brodsky-kvartettinum þar sem hann las sögu sína Anna and the Moods viö tónlist Julians Nott. Brodsky-kvartettinn er meðal hinna virtustu í heiminum og sögu Sjóns hefur verið lýst sem nútímaútgáfu af Pétri og úlfrnum. Réttindastofa Eddu kynnti hana á bamabókamessunni í Bologna nú í aprO og vakti hún þar mikla athygli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.