Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Blaðsíða 24
24
íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
80 ára
Steingrímur Guömundsson,
Breiðvangi 4, Hafnarfirði.
75 ára___________________________
Guðrún Jónsdóttlr,
Litlageröi lb, Hvolsvelli.
Hulda Þorsteinsdóttir,
Skarðshlíö 1, Akureyri.
70 árg___________________________
Margrét Kristín Guðmundsdóttir,
Suöurhólum 26, Reykjavík.
Margrét Margeirsdóttir,
Brávallagötu 26, Reykjavík.
80 ára___________________________
Áslaug Þorleifsdóttir,
Gautavík 34, Reykjavík.
Helgi Vigfús Karlsson,
Miðvangi 8, Hafnarfiröi.
Karólína Þorgrímsdóttir,
Sunnubraut 48, Keflavík.
Kristín R. H. Benediktsdóttlr,
Selbrekku 20, Kópavogi.
Kristján Þórarinsson,
Borgarbraut 47, Borgarnesi.
Hann veröur aö heiman.
50 ára_________________________
Atll Vlóar Jónsson,
Veghúsum 15, Reykjavík.
Guörún Jónsdóttir,
Háaleitisbraut 34, Reykjavík.
Hilmar Þór Pálsson,
Engjavegi 55, Selfossi.
Ingibjörg Benediktsdóttir,
Vesturási 47, Reykjavík.
Jakob Gunnar Hjaltalín,
Garöarsbraut 39, Húsavík.
Jón Guðbjörnsson,
Nýbýlavegi 64, Kópavogi.
Katrín Jónína Óskarsdóttir,
Miðtúni, Hvolsvelli.
Stefanía Borghildur Ólafsdóttlr,
Hlíöargötu 51, Fáskrúösfiröi.
40ára__________________________
Eövarö Rúnar Lárusson,
Hraunteigi 26, Reykjavík.
Eifar Óskarsson,
Blikahólum 6, Reykjavík.
íris Elfa Haraldsdóttir,
Sléttuvegi 4, Selfossi.
Ragnheiöur L. Eyjólfsdóttir,
Langholtsvegi 163b, Reykjavík.
Sigmar Arnarson Scheving,
Hverfisgötu 98, Reykjavík.
Sigurvin B. Hafsteinsson,
Jöklaseli 1, Reykjavík.
Skarphéöinn Reynlsson,
Ljósabergi 38, Hafnarfiröi.
Steindór Kristinn ívarsson,
Krummahólum 27, Reykjavík.
Þorielfur Kristinn Karlsson,
Hóli, Eyjafjaröars.
Allt til alls
►I550 5000
Andlát
Jóhanna Katrín Pálsdóttir Ijósmóöir,
Hólabraut 3, lést á St. Jósefsspítala,
Hafnarfiröi, laugard. 17.5.
Fríöur Sigurjónsdóttir Ijósmóöir frá
Litlulaugum í Reykjadal lést á Hrafnistu í
Reykjavík mánud. 5.5. Útförin hefur
fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu.
Ásgeir J. Sandholt bakarameistari
andaöist á Hjúkrunarheimilinu Eir
mánud. 19.5.
Andrés Magnússon, Heiömörk 18,
Hveragerði, lést á Landspítala
Hringbraut mánud. 19.5.
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003
DV
Fólk í fréttum
Ágúst ólafur Ágústsson
nýkjörinn alþingismaður Samfylkingarinnar í Reykjavík
Agúst Ólafur Ágústsson er einn
nýliöanna á Alþingi eftir nýafstaðn-
ar alþingiskosningar. Hann er 10.
þingmaður í Reykavíkurkjördæmi
suður fyrir Samfylkinguna, er
næstyngsti þingmaður Alþingis og
er yngsti þingmaður Samfylkingar-
innar.
Starfsferill
Ágúst Ólafur fæddist í Hamborg í
Þýskalandi 10.3. 1977 og ólst upp á
Seltjamamesinu. Hann var i Mýr-
arhúsaskóla og Valhúsaskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR 1997 með
fyrstu einkunm og var dúx skólans
í sagnfræði og stundar nú nám við
lagadeild og viðskipta- og hagfræði-
deild Hl.
Á unglingsárunum vann Ágúst
Ólafur á sumrin í bæjarvinnu hjá
Seltjamamesbæ, í frystihúsi hjá
Granda hf. og síðan við skrifstofu-
störf hjá Hraðfrystistöðinni í
Reykjavík. Hann stundaði verka-
mannastörf í Kaupmannahöfn sum-
arið 1998, var blaðamaður á dag-
blaðinu Degi sumarið 1999, vann ný-
sköpunarverkefni um reglur um
persónuvemd í íslenskum og alþjóð-
legum rétti fyrir Siðfræðistofnun HÍ
sumarið 2000, starfaði í Tekju- og
lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis-
ins sumariö 2001 og auk þess á
Gjaldaskrifstofu ríkisskattstjóra.
Ágúst Ólafur var forseti Framtíð-
arinnar, nemendafélags í MR, vetur-
inn 1996-97 og ritstjóri Skólablaðs
MR veturinn 1995, hefur verið for-
maður Ungra jafnaðarmanna frá
2001, situr í stjóm fulltrúaráðs Sam-
fylkingarinnar í Reykjavík, var
varaformaður Ungra jafnaðar-
manna 2000-2001, sat í fram-
kvæmdastjóm SUJ 1999-2000, var
ritstjóri blaðs Ungra jafnaðar-
manna, Pólitík, sem kom út árið
2002, og ritstjóri vefritsins politik.is
árið 2000-2001, er varaformaður
Varðbergs, samtaka um vestræna
samvinnu, 2002-2004 og hefur verið
í stjóm Varðbergs frá 2000, sat í
stjórn Röskvu í HÍ veturinn
1999-2000, í ritstjóm Röskvu vetur-
inn 1999-2000, sat í ritstjóm Úlfljóts,
tímarits laganema, árið 2000, sat i
stjóm ELSA-ísland, samtaka evr-
ópskra laganema veturinn 1999-2000
og í ritstjóm Lagakróka, tímarits
ELSA-ísland árið 2001 og var rit-
stjóri Hátíðartímarits ELSA-ísland
áriö 1999.
Ágúst Ólafur gerði skýrslu um
sjávarútvegsstefnu Evrópusam-
bandsins og hvemig hún snertir
hugsanlega aðild íslands að ESB ár-
ið 2001 í Evrópuúttekt Samfylking-
arinnar.
Fjölskylda
Sambýliskona Ágústs Ólafs er
Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir, f. 23.5.
1978, laganemi. Foreldrar Þorbjarg-
ar eru Gunnlaugur A. Jónsson, f,
28.4. 1952, prófessor og forseti í guð-
fræðideildar HÍ, og Guðrún Helga
Brynleifsdóttir, f. 22.6. 1954, lögmað-
ur og hagfræðingur. Þau búa á Sel-
tjamarnesi.
Dóttir Ágústs og Þorbjargar er El-
ísabet Una, f. 22.5. 2002.
Bræður Ágústs Ólafs eru Einar
Ágústsson, f. 11.11. 1972, fram-
kvæmdastjóri í Reykjavík; Ingólfur
Ágústsson, f. 16.3. 1974, stærðfræð-
ingur og eðlisfræðingur, búsettur á
Seltjamamesi, en kona hans er Inga
Brá Vigfúsdóttir.
Foreldrar Ágústs Ólafs em Ágúst
Einarsson, f. 11.1. 1952, prófessor og
forseti viðskipta- og hagfræðideild-
ar HÍ, og Kolbrún Ingólfsdóttir, f.
10.3. 1943, meinatæknir og sagn-
fræðingur. Þau búa á Seltjamar-
nesi.
Ætt
Bróðir Ágústs prófessors var Sig-
uröur, forstjóri ísfélags Vestmanna-
eyja, faðir Einars, stjómarformanns
DV. Ágúst er sonur Einars, útgerð-
armanns og bæjarfulltrúa í Vest-
mannaeyjum og síðar í Reykjavík,
Sigurðssonar, formanns á Heiði í
Vestmannaeyjum, Sigurfmnssonar,
b. í Ystabæli undir Eyjafjöllum,
Runólfssonar, skálds á Skaganesi í
Mýrdal, Sigurðssonar, pr. á Ólafs-
völlum, bróður Sæmundar, fóður
Tómasar Fjölnismanns. Sigurður
var sonur Ögmundar, pr. á Krossi,
Presta-Högnasonar á Breiðabólstað,
Sigurðssonar, forföður Vigdísar
Finnbogadóttur, Matthíasar Jo-
hannessens og Gylfa Þ. Gíslasonar.
Móðir Sigurðar á Ólafsvöllum var
Salvör Sigurðardóttir, systir Jóns,
afa Jóns forseta. Móðir Einars var
Guðríður Jónsdóttir, b. í Káragerði
i Landeyjum, Einarssonar, b. í
Káragerði, Jónssonar. Móðir Einars
var Guðrún, systir Sveins, langafa
Ólafs, fóður Georgs, forstjóra Sam-
keppnisráðs. Guðrún var dóttir ís-
leifs, b. í Ytri-Skógum, Jónssonar,
lrm. í Selkoti, ísleifssonar, ættföður
Selkotsættar og forfööur Gísla John-
sens, útgerðarmanns í Vestmanna-
eyjum.
Móðir Ágústs prófessors er Sól-
borg Svava, dóttir Ágústs, verka-
manns í Reykjavík, Guðmimdsson-
ar, fulltrúa bæjarfógeta og kaup-
manns í Reykjavík, Guðmundsson-
ar, b. í Gröf í Ytri-Hreppi, Guð-
mundssonar, b. í Efstadal, Guð-
mundssonar, pr. í Reykjadal, Guð-
mundssonar, afa Jóns Guðmunds-
sonar ritstjóra. Móðir Ágústs var
Ástríður Sigurðardóttir, vaktara í
Reykjavik, Sigurðssonar og Kristín-
ar Guðmundsdóttur, b. á Kalastöö-
um, bróður Arndísar, langömmu
Finnboga Rúts, föður Vigdísar.
Móðir Kristínar var Ástríður Ólafs-
dóttir, systir Þorvarðar, langafa Sig-
ríðar, móður Friðriks Ólafssonar
stórmeistara. Móöir Svövu var El-
ísabet Jónsdóttir, pakkhúsmanns á
Sauðárkróki, Jónssonar og Sólborg-
ar Sigurðardóttur, b. á Kjartans-
stöðum. Jónassonar, b. á Hamri í
Hegranesi. Sigurðssonar. Móðir
Jónasar var Björg Bjömsdóttir,
systir Péturs, afa Siguröar Guð-
mundssonar málara.
Kolbrún er dóttir Ingólfs, verslun-
armanns í Reykjavík. Ólafssonar,
verkamanns í Reykjavik, bróður
Konráðs á Efri-Grímslæk í Ölfusi,
föður Gunnars, b. þar. Ólafur var
sonur Einars, b. á Efri-Grímslæk.
Eyjólfssonar, b. þar Eyjólfssonar.
Móðir Eyjólfs Eyjólfssonar var Ey-
dís, systir Grims, langafa Gríms, föð-
ur Ólafs Ragnars forseta. Eydís var
dóttir Þorleifs, ættföður Nesjavalla-
ættar, Guðmundssonar. Móðir Ein-
ars var Kristrún Þórðardóttir, b. í
Hlíð í Eystrihreppi, Guðmundsson-
ar. Móðir Þórðar var Kristrún Ei-
ríksdóttir. Móðir Kristrúnar var
Oddný Guðmundsdóttir, ættföður
Kópvatnsættar, Þorsteinssonar.
Móðir Ólafs var Guðrún Jónsdóttir,
b. á Hjalla, Helgasonar og Guðrúnar
Bergsdóttur. Móðir Jóns var Hólm-
fríður Magnúsdóttir af Bergsætt,
systir Magnúsar, langafa Ellerts B.
Schram. Móðir Guðrúnar var Aldís,
systir Ófeigs ríka á Ijalli, langafa
Tryggva Ófeigssonar útgerðar-
manns. Móðir Ingólfs var Ingveldur
Einarsdóttir, b. í Árbæ í Ölfusi,
Hannessonar og Vilborgar Ólafsdótt-
ur.
Móðir Kolbrúnar er Guðlaug
Hulda Guðlaugsdóttir, b. á Snældu-
beinsstöðum í Reykholtsdal, Hannes-
sonar, og Sigurbjargar ívarsdóttur.
Sjötug
María Björk Þórsdóttir
aö Bakka í Öxnadal
Maria Björk Þórsdóttir á Bakka í
Öxnadal er sjötug í dag.
Starfsferill
Björk fæddist á Bakka í öxnadal
og ólst þar upp. Hún hlaut
bamaskólamenntun nokkra vetur,
stundaði biblíufræðslu i bréfaskóla
Aðventista á árunum 1965-70 og er
meðlimur í söfnuðinum í dag.
Björk hefur búið á Bakka alla
sína tíð og stundað þar
heimilisstörf. í dag býr hún þar hjá
Ólöfu Steinunni, systur sinni, og
syni hennar.
Fjölskylda
Björk átti tvö systkini en bróðir
hennar er nú látinn. Systkinin eru:
Símon Beck, f. 9.9. 1931, d. 7.1. 1981,
verkamaður á Bakka, ókvæntur og
barnlaus; Ólöf Steinunn, f. 11.3.
1939, bóndi og húsmóðir á Bakka, og
á hún soninn Helga Þór Helgason, f.
26.10. 1964, bónda á Bakka.
Foreldrar Maríu voru Þór
Þorsteinsson, f. 19.10. 1899, d. 26.10.
1985, bóndi á Bakka frá árinu 1929,
og Guðrún Björg Jóhannesdóttir, f.
4.4. 1911, d. 4.9. 1984, húsfreyja á
Bakka.
Ætt
Þór var sonur Þorsteins frá
Sigríðarstöðum í Fnjóskadal, b. á
Bakka, Jónssonar. Kona Þorsteins
var Ólöf Guðmundsdóttir sem ólst
upp hjá fósturforeldrum sínum á
Helgavatni í Vatnsdal.
Guðrún Björg var dóttir
Jóhannesar Sigurðssonar, b. og
skálds á Engimýri í Öxnadal, og
k.h., Guönýjar Jónsdóttur.
.....
Jón Ólafsson, prófastur í Holti í Önundar-
flrði, fæddist í Fjósatungu i Fnjóskadal
22. maí 1902. Hann var sonur Ólafs Sig-
urðssonar, bónda í Fjósatungu og á Kot-
ungsstöðum, og Guðnýjar Ámadóttur
húsfreyju.
Jón lauk stúdentsprófi írá MR 1924
og embættisprófi í guðfræði frá HÍ
1928. Hann var heimiliskennari í
Reykjavík 1925-1928, stundakennari
við MR 1928-1929, prestur að Holti í
Önundarfirði 1929-1963 og stundaði þar
jafnframt búskap. Hann var prófastur í
Vestur-ísafjarðarsýslu 1941-1963, stund-
aði unglingakennslu á Flateyri og i Holti
1931-1945 og starfaði í Útvegsbanka íslands á
ísafirði 1963-1969. Auk þess kenndi Jón við
Jón Ólafsson
Bamaskólann á Flateyri og kenndi
unglingum í Holti og á Flateyri.
Jón var formaður Prestafélags Vest-
fjarða, sat í yfirkjörstjórn Vestur-ísa-
fjarðarsýslu 1935-1959, var fulltrúi á
fyrstu kirkjuþingum, var lengi formað-
ur Kaupfélags Önfirðinga, sat í hrepps-
nefnd 1934-1958 og var oddviti
1948-1958. Þá var hann símstöðvar-
stjóri og bréfhirðingamaður 1930-1963
og formaður og gjaldkeri sjúkrasam-
lagsins 1945-1963. Jón bjó í Holti
1929-1963, á ísafirði 1963-1975 og síðan í
Hafnarfirði.
Kona Jóns var Elísabet Einarsdóttir
húsmóðir og eignuðust þau sex böm.
Jón lést 29. maí 1995.
Jarðarfarir
Jaröarför Svanbjargar Jónsdóttur, Báru-
götu 6, Dalvík, fer fram frá Dalvíkur-
kirkju miðvikud. 28.5. kl. 13.30.
Ásdís Jónasdóttir frá Efri Kvíhólma,
Faxabraut 30, Keflavík, veröur jarðsett
frá Ásólfsskálakirkju, Eyjafiöllum, laug-
ard. 24.5. kl. 14.00.
Sigríöur Frímannsdóttir frá Siglufirði,
Hásteinsvegi 48, Vestmannaeyjum,
verður jarösungin frá Sigluljaröarkirkju
laugard. 24.5. kl. 14.00.
Svanlaug Rósa Vilhjálmsdóttir, áöur til
heimilis á Rókagötu 63, Reykjavík, verö-
ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík
fimmtud. 22.5. kl. 13.30.
Halldóra Halldórsdóttir, fyrrv. húsfreyja
á Sveinsstöðum, dvalarheimili aldraöra,
Hlaöhömrum, Mosfellsbæ, veröur jarö-
sungin frá Lágafellskirkju föstud. 23.5.
kl. 13.30.