Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 26
26
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003
Guðmundur úr leik
Guðmundur Stephensen var sleginn út í
32-manna úrslitum á heimsmeistara-
mótinu í tennis í París í gærkvöld. Hann
tapaði fyrir Li Ching frá Hong Kong, 4-1.
Guðmundur byrjaði að vinna Mohamen
Said Abduila frá Sómalíu, 4-0.1 2. umferð
sigraði hann Said Frid frá Alsír, líka 4-0.
Guðmundur lagði Walesbúann Adam
Robertsson í 3. umferð, 4-3. í 4. umferð
mætti Guðmundur Michael Maze frá Dan-
mörku sem er i 21. sæti á heimslistanum.
Guðmundur náði sér mjög vel á strik og
sigraði þennan sterka spilara, 4-2. -JKS
Ingvi Sveinsson, leikmaður Þróttar, fékk heilahristing og missti minnið gegn KR:
Man ekkl efflr fyrsta
úrvalsdeiMarleðtnum
man samt ekki eftir
fyrsta úrvalsdeildar-
leiknum mínum,“
segir Ingvi. Hann
kom ekkert við sögu
í liði Þróttar árið
1999 en þá var liðið
síðast í deild þeirra
bestu.
„Auðvitað hefði ég
átt að fara út af um
leið og þetta gerðist
en sjúkraþjálfarinn
og hinir áttuðu sig
ekkert á því að um
heilahristing væri að
ræða. Hefði svo verið
hefði mér að sjálf-
sögðu ekki verið
hleypt inn á völlinn í
síðari hálfleik," segir
Ingvi og bætir við að
það sé lán í óláni að
leikurinn hafi verið
sýndur í beinni út-
sendingu. Þannig
hafi hann alla vega
getað „séð“ sinn
fyrsta leik í úrvalsdeildinni.
„Ég stóð eiginlega strax upp eftir
samstuðið og hélt áfram leik. Þeir
athuguðu mig inni í klefa í hálfleik
og þá gat ég víst sagt nafn mitt og
kennitölu og þessa hluti. Þess vegna
mátu þeir það svo að ég gæti haldið
áfram leik. En ég man ekkert eftir
leiknum eða þegar ég gekk inn á
völlinn. Ég man aðeins eftir upphit-
uninni,“ segir Ingvi Sveinsson,
hægri bakvörður Þróttar í Lands-
bankadeildinni, sem varð fyrir held-
ur sérkennilegri lífsreynslu á mánu-
daginn þegar lið hans atti kappi við
íslandsmeistara KR í fyrstu umferð
mótsins. Samstuðið varð rétt áður
en flautað var til hálfleiks en þá átti
Ingvi í höggi við Einar Þór Daníels-
son, fyrirliða KR.
„Þegar nokkrar mínútur voru
liðnar af siðari hálfleik var ég farinn
að spyrja Eystein (Lárusson), félaga
minn í vöminni, á móti hverjum við
værum að keppa, hver staðan væri
og fleira í þeim dúr. Ég var víst
gjörsamlega út úr kortinu og auðvit-
að tekinn strax út af,“ segir Ingvi
sem getur ekki annað en hlegið að
atvikinu eftir á.
Hann fór rakleiðis eftir leikinn á
slysadeild og þar kom í ljós að hann
hafði fengið heilahristing.
„Ég fór bara heim og tók það ró-
lega og morguninn eftir var ég eigin-
lega alveg búinn að jafna mig. En ég
Styrkleikalisti FIFA:
ísland niður
í 70. sætíð
íslendingar eru nú í 70. sæti á
styrkleikalista alþjóða knatt-
spymusambandsins en nýr listi
var gefinn út í gær. ísland hefm-
fallið um tvö sæti frá því að list-
inn var gefmn út síðast í mars
og um tólf sæti frá því í
desember.
Brasilíumenn tróna sem fyrr í
efsta sætinu og hafa verið þar
frá því að þeir urðu heimsmeist-
arar í fyrrasumar. Frakkar em í
öðru sæti og Spánverjar í þriðja
sætinu. Síðan koma Þjóðverjar,
Argentínumenn og Hollending-
ar. Englendingar eru í sjöunda
sæti og Danir eru efstir Norður-
landaþjóðanna í tíundu sæti á
listanum. -JKS
KORFUBOLTI JjPm
Úrslit vesturdeildar
21. maí 2003
San Antonio-Dallas
119-106
Stig San Antonio: Tim Duncan 32 (15
fráköst, 5 stoösendingar), Malik Rose
25 (6 fráköst), Tony Parker 19.
Stig Dallas: Michael Finley 29 (10
fráköst), Dirk Nowitzki 23 (10
fráköst), Raef Lafrentz 15..
Staðan í einvíginu er 1-1.
Mikið gert grín að mér
Ingvi þjálfar mikið af yngri flokk-
um Þróttar og kveðst hafa orðið fyr-
ir miklu aðkasti af yngri iðkendum
félagsins frá því að hann sneri aftur
Toyota-mótaröðin, úrvalsdeild
karla, íslenskra kylfinga, hefst á
Korpúlfsstaðavelli um helgina og
stendur mótið yfir á laugardag og
sunnudag. Flestir sterkustu kylfing-
ar landsins taka þátt í mótum
Toyota-mótaraðarinnar og t.d. verða
m.a. Björgvin Sigurbergsson, GK, og
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem
undanfarin ár hafa reynt fyrir sér
erlendis, með í nokkrum mótanna.
Glæsileg verðlaun verða á hveiju
móti og eins hefur landsliðsþjálfar-
inn ákveðið að stigameistarar
Toyota-mótaraðarinnar vinni sér
rétt til þátttöku á Norðurlandamót-
inu sem haldið verður í Svíþjóð í
lok september.
Golftimabilið hófst óvenju
snemma í vor og kemur það til af
einmuna blíðu sem hefur verið hér
á landi síðustu vikurnar. Vellimir
koma almennt séð mjög vel undan
vetri og voru flestir búnir að sefja
inn á sumarflatir um síðustu mán-
aðamót.
í samningi Golfsambandsins og
Búnaðarbankans, sem er einn af að-
alsamstarfsaðilum sambandsins, er
á æfingasvæðið.
„Strákarnir sem ég þjálfa eru að
stríða mér mikið þessa dagana -
þeir spyrja hvort ég muni eftir þeim,
segja að ég hafi skuldað þeim pen-
inga og eitthvað svoleiðis. Þeim leið-
ist alla vega ekki að ég hafi lent í
lögð rík áhersla á bama- og ung-
lingastarf. Þá mun sambandið verða
með öflugt kynningarátak fyrir
böm og unglinga í samstarfi við
Búnaðarbankann sem gengur undir
nafninu krakkagolf og verður golfi-
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur
úr GKS.
þessu“ segir Ingvi og skellir upp úr.
Ingvi segist vera búinn aö ná sér
fullkomlega og er tilbúinn í slaginn
um næstu helgi. Þá fara Þróttarar í
heimsókn upp á Skipaskaga og eiga
þar í höggi við heimamenn í ÍA.
þróttin kynnt víða um land í því
átaki.
Sýnt verður frá öllum mótum
Toyota-mótaraðarinnar í sérstökum
þáttum á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Sýnt verður hins vegar beint frá ís-
landsmótinu í höggleik í Vest-
mannaeyjum sem verður haldið
helgina fyrir verslunarmannahelg-
ina.
Nokkur önnur stórmót verða
haldin af golfklúbbunum í sumar.
Opin mót verða á Grafarholtsvelli
og Hvaleyrarvellinum. Af því tilefni
hafa á fjórða hundrað erlendra
kylfinga boðað komu sína hingað til
lands. Hið heimsfræga Arctic Open
á Akureyri verður á sínum stað og
einnig stórmót í Eyjum sem einnig
mun draga til sin fjölda erlendra
kylfmga.
Þá hefur verið ákveðið að þeir
Justin Rose og Peter Baker verði á
meðal þátttakenda á Canon-mótinu
á Hvaleyrinni í sumar en báðir
þessir kylfingar spila eins og kunn-
ugt er á evrópsku mótaröðinni.
-JKS
---------—--—
___________
Jesus Gil, forseti spænska
liðsins Atletico Madrid, skýrði
frá því í gær að hann myndi
brátt láta af störfum sem forseti
félagsins. Gil, sem er sjötugur að
aldri, hefur í gegnum tíðina ver-
ið mjög umdeildur og sætt oft
harðri gagnrýni fyrir skoðanir
sinar. Hann hefur verið á for-
setastóli hjá Atletico í 16 ár.
Sumir taka þessa yfirlýsingu
með fyrirvara en Gil hefur áður
sagst vera á forum.
Aðgöngumióasala í forsölu
fyrir Evrópumótið í Portúgal í
knattspymu á næsta sumri
gengur mjög vel. Vel á annað
hundrað miðar eru þegar seldir
en salan fer fram á Intemetinu.
Hátt í hálf milljón miða er í boði
og er ljóst að þeir verða löngu
seldir áður en mótið hefst. Mótið
fer fram á tíu leikvöngum víðs
vegar um landið.
Wesley Sneijder, einn efhileg-
asti leikmaður Hollands í dag,
skrifaði í gær undir fjögurra ára
samning við Ajax sem hann hef-
ur leikið með frá bamsaldri.
Hann lék sinn fyrsta leik með
liðinu I úrvalsdeild í febrúar sl.
Mörg af stærstu félögum Evrópu
sýndu þessum 18 ára pilti mik-
inn áhuga.
Vicente del Bosque, þjálfari
Real Madrid, mátti sitja undir
harðri gagnrýni spænskra fjöl-
miðla þegar liðið féll út úr meist-
aradeildinni eftir tap gegn
Juventus. Fátt bendir til annars
en að Bosque verði áfram þjálf-
ari liðsins en það veltur á því
hvort honum tekst að gera Real
Madrid að Spánarmeisturum
Thomas Hessler leikur sinn
400. deildarleik í þýsku úrvals-
deildinni í knattspyrnu þegar lið
hans, 1860 Múnchen, tekur á
móti Bochum. Þetta verður um
leið kveðjuleikur hans í deild-
inni. Hassler, sem er 37 ára gam-
all og á að baki 101 landsleik
meö þýska landsliðinu, hefur í
hyggju að leika áfram og langar
að freista gæfunnar á Katar.
David Beckham, fyrirliði
enska landsliðsins í knatt-
spymu, hitti í gær að máli Nel-
son Mandela í Jóhannesarborg
og sagðist ætla að styðja umsókn
S-Afríku um að fá að halda
heimsmeistaramótið 2010. Afr-
íkumenn lutu í lægra haldi fyrir
Þjóðverjum sem halda keppnina
2006. Englendingar mæta S-Afr-
íkumönnum í vináttuleik í
Durban í kvöld.
Chelsea hefur krækt í austur-
ríska markvörðinn Jtirgen
Macho frá Sunderland. Macho,
sem er 25 ára, lék 16 leiki með
Sunderland á nýafstöðnu tíma-
bili en liðið féll sem kunnugt er
í 1. deild. Macho mun berjast um
stöðuna í Chelsea við ekki
ófrægari menn en Carlo
Cudicini og Ed de Goey.
í þingi Sundsambands Islands
um síðustu helgi kom fram að
hagnaður sambandsins á síðasta
ári nam 1,8 milljónum króna.
Munar það mestu um hagnað af
Lottóinu. Benedikt Sigurðar-
son er formaður SSl en á þing-
inu var ákveðið að fjölga aðal-
mönnum í stjórninni úr fimm í
níu og hætta að kjósa varamenn.
Þórunn Guðmundsdóttir kom
ný inn i stjórnina.
-JKS
Keppnistímabil kylfinga aö hefjast fyrir alvöru:
Bestu kylfingarnir með
á Toyota-mótaröðinni
- fyrsta mótið haldiö á Korpúlfsstaðavelli um helgina