Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Side 29
29
Olafur þjálfar Aftureldingu
Ólafur Björn Lárusson
verður næsti þjálfari 1.
deildar liðs Afturelding-
ar í handknattleik. Aðil-.
ar hafa komist að munn-
legu samkomulagi og
verður skrifað undir á
næstu dögum. Áhersla
verður lögð á að fá tvo
sterka erlenda leikmenn
og eru góðar líkar á að
Litháinn Gintaras komi á
nýjan leik til liðsins. í
kringum nýja leikmenn
verður síðan byggt upp á
yngri leikmönnum llðs-
ins.
-JKS
Dalas
keppni i hverju orði
Rafpostur: dvsport@dv.is
Lið Dallas Mavericks, sem komið
er í undanúrslit NBA-deildarinnar í
körfuknattleik, hefur lýst yfir
áhuga á körfuknattleiksmanninum
Jóni Amóri Stefánssyni, sem nú
leikur með þýska úrvalsdeildarlið-
inu Trier. Eins og DV-Sport greindi
frá á mánudaginn verður Jón Am-
ór á meðal 31 leikmanns utan
Bandarikjanna, sem verður í ný-
liðavali NBA-deildarinnar i ár.
Að sögn Péturs Guðmundssonar,
eina íslendingsins sem leikið hefur
í NBA-deiIdinni, hefur Dallas haft
augastað á Jóni í ákveðinn tíma og
hvort hann verður áfram í nýliða-
valinu ræðst að miklu leyti á
Dallás-liðinu og hvort þessi áhugi
er enn fyrir hendi.
Dallas er líklega það NBA-lið
sem duglegast er að kortleggja Evr-
ópska leikmannamarkaðinn. Félag-
ið hefur verið mjög virkt á þeim
vettvangi og nægir þar að nefha að
Þjóðverjinn Dirk Nowitzki, einn
besti leikmaður NBA í dag, var
uppgötvaður af njósnurum félags-
ins þegar hann lék í þýsku 2. deild-
inni.
Fyrst og fremst góö auglýs-
ing fyrir leikmenn
Allt er taliö eins líklegt að Jón
Arnór dragi sig út úr nýliðavalinu
áður en sjálft valið fer fram en það
þykir mjög góð auglýsing fyrir er-
lenda leikmenn að vera á þessum
lista. Algengt er að leikmenn dragi
sig út úr hópnum á síðustu stundu
því aðeins einu sinni er hægt að
vera á lokalistanum þegar sjálft val-
ið fer fram.
„Ef Jón og umboðsmaður hans
finna fyrir því að það sé hugsanlega
ekki grundvöllur fyrir því að hann
verði valinn mun Jón líklega draga
sig úr valinu til þess eins að fyrir-
gera ekki réttinum að endurtaka
leikinn síðar,“ segir Friðrik Ingi
Rúnarsson landsliðsþjálfari og
bendir i því samhengi á Grikkjann
Konstantinos Tsartsa sem lék með
Grindvíkingum hér á íslandi árið
1998. Hann hafi tvívegis skráð sig í
nýliðaval NBA en í bæði skiptin
dregið sig út úr því rétt áður en val-
iö fór fram. Friðrik Ingi segist allt
eins búast við þvi að þessi verði
raunin hjá Jóni, jafnvel þótt hann
sé nokkuð þekktur af NBA-liðun-
um, bæði frá þeim tíma sem hann
lék í menntaskóla þar í landi og
eins úr þýsku úrvalsdeildinni.
„Ég þekki nú ekki sögu umboðs-
manns Jóns og annarra sem standa
að þessu en veit að hann hefur ver-
ið í tengslum við sum NBA-liðin.
Þetta net í körfuboltanum er orðið
svo þétt að það er vitað um alla þá
menn sem eitthvað geta, hvar sem
þeir eru í heiminum," segir Friðrik
Ingi.
- En er hann virkilega þaö góöur
og efnilegur aö hann geti spjaraö sig
í NBA-deildinni?
„Jón Amór er mjög sérstakur
leikmaður. Það virðist vera alveg
sama í hvaða deild hann er - hann
skilar alltaf sínum leik, hvort sem
það er með unglingaliði KR eða í
efstu deild í Þýskalandi, hann skil-
ar sínum 15 stigum. Hann er með
ótrúlega hæfileika sem er í raun-
inni mjög erfitt að útskýra. Ég get
alveg séð Jón Amór ná enn lengra
en hann hefur gert í dag. Ef hann
heldur áfram að vera duglegur og
lærir af Ólafi (Stefánssyni hand-
knattleiksmanni) bróður sínum, þá
eru honum allir vegir færir,“ segir
Friðrik Ingi. -vig
LeikrniE
Föstudagur 23. mai - Keflavik
Kl. 18.00: Ísland-Noregur .... konur
kf. 20.00: Ísland-Noregur .... karlar
Laugardagur 24. mai - Frostaskjól
kl. 14.30: Ísland-Noregur .... konur
kl. 16.30: Ísland-Noregur .... karlar
Sunnudagur 25. maí - Ásvellir
kl. 18.00: Ísland-Noregur .... konur
kl. 20:00: Ísland-Noregur .... karlar
- landslið Islands í körfubolta ætla sér sigur á smáþjóðaleikunum
tíma hefur öll umgjörð og annað
sem kemur að leikjum batnað til
muna. Friðrik Ingi segir að landslið-
ið hafi notið góðs af því.
„Leikmenn þeirra æfa meira í
kjölfarið, sumir hverjir tvisvar á
dag. Vissulega taka menn fram-
forum á því og þetta fyrir-
komulag er kannski eitthvað
sem viö þurfum kannski að
skoða hér á Fróni,“ sagði
Friðrik Ingi ennfremur.
Eigum góöa möguleika
ísland og Noregur hafa fjórum
sinnum mæst í kvennaflokki á
körfuboltavellinum i gegnum tíð-
ina. Aðeins einu sinni hefur ís-
land borið sigur úr býtum en það
var árið 2000 á alþjóðlegu móti í
Lúxemborg. Síðar sama ár mættust
þjóðimar aftur á Noröurlandamót-
inu og sigruðu þá norsku stelpum-
ar.
Hjörtur Harðarson, landsliðsþjálf-
ari kvenna, kveðst bjartsýnn fyrir
leikina þrjá um helgina.
„Þessir leikir leggjast bara vel í
mig. Án þess að vita mikið um
norska liðið þá hafa þær veriö
svona svipaðar að getu og við síð-
ustu ár og ég býst fastlega við
því að lítil breyting verði á
þvi núna. Ég tel okkur
eiga góða möguleika og við
stefnum að því að vinna alla
þrjá leikina," sagði Hjörtur í
samtali við DV-Sport i gær.
Rétt eins og hjá körlunum
segir Hjörtur að leikimir
séu fyrst og fremst hugsað-
ir sem undirbúningur fyrir
smáþjóðaleikana. Þar telur
hann íslenska liðið eiga góða
möguleika á sigri.
„Það er ekki spuming að við
stefnum á sigur þar. Við höfum
keppt við Lúxemborg, Kýpur og
Möltu á síðustu tveimur árum og
unnið þau lið. Ef viö spilum eins og
við getum eigum við mikla mögu-
leika. Við erum búin að æfa vel og
eigum að koma vel undirbúin til
leiks," segir Hjörtur. -vig
Friðrik Ingl Runnrsson
lancisliösþjálfari segir
islensku líðiö ælla ser
sígur og ekkert annað
a smáþjoðaleikunum
setn hnldnlr verða a
Möltu i byi jun júni.
Karla- og kvennalandslið ís-
lands í körfuknattleik munu
standa I ströngu um helgina en þá
leika liðin þrjá leiki hvort við ná-
granna okkar frá Noregi. Eru
þessir leikir fyrst og fremst hugs-
aðir sem liður i undirbúningi lið- ■
anna fyrir smáþjóðaleikana sem
haldnir verða á Möltu í byrjun
júní.
Ætlum okkur sigur
ísland og Noregur hafa 39 sinn-
um att kappi í karlaflokki frá ár-
inu 1966. ísland hefur oftar haft
betur i þessum viðureignuni - alls
24 sinnum á meðan Norðmenn
hafa 15 sinnum haft betur. Síðast
mættust þjóðimar á Norðurlanda-
mótinu síðasta sumar. Þá höfðu
íslendingar betur
gegn heimamönnum í
háspennuleik þar sem
lokatölumar urðu
77-76. Norðmenn eiga
því harma að hefna
um helgina en ef eitt-
hvað er að marka orð
Friðriks Inga Rúnars-
sonar, landsliðsþjálf-
ara karla, munu
Norðmenn ekki eiga
erindi sem erfiði í
þessa íslandsfor
sinni.
„Það er alltaf tilhlökkun að fá
landsleiki og það er langt síðan
við lékum landsleik hér heima
síðast. Allir leikmenn mínir eru
tilbúnir í slaginn og ætla að leggja
sig alla fram,“ sagði Friðrik Ingi
þegar DV-Sport ræddi við hann í
gær. Hann sagði lið sitt ætla að
leika til sigurs um helgina.
„Þessir leikir gegn Norðmönn-
um eru nokkurs konar undirbún-
ingur fyrir smáþjóðaleikana en
auðvitað er líka kærkomið að fá
tækifæri til að spila landsleik.
Markmiðið hjá okkur er skýrt -
að vinna smáþjóðaleikana. Það
hefur ísland ekki gert I tíu ár en
við ætlum að breyta því núna. Við
forum í hvem einasta leik til að
vinna,“ segir Friðrik Ingi.
Þýðir ekki að væla
Eins og fram hefur komið á síð-
ustu vikum vantar nokkra sterka
menn í landsliðshópinn. Það or-
sakast af ýmsum ástæðum - sumir
komast ekki vegna anna i námi,
aðrir eru meiddir og þá hefur Helgi
Jónas Guðfinnsson, sem valinn var
besti leikmaður Inter-Sport deildar-
innar í ár, ákveðið að leika knatt-
spyrnu með Grindavík í sumar fre-
kar en að taka þátt í verkefnum
körfuknattleikslandsliðsins.
Jón Arnór Stefánsson, sem af
mörgum er talinn besti leikmaður
landsliðsins, verður ekki með í
leikjunum gegn Norðmönnum
vegna meiðsla á hné. Jón Amór fór
í speglun vegna
áverkanna nú fyrir
skemmstu og kveðst
Friðrik Ingi ekki
bjartsýnn á að hann
verði búinn að ná sér
í tæka tíð fyrir smá-
þjóðaleikana.
„Ég tel það frekar
ólíklegt, því miður.
Þessi meiðsli eru
þess eðlis að hann
getur ekki tekið
mikla sénsa á að
spila nema hann sé
100% heill," segir Friðrik Ingi og
bætir við að hann reyni að einbeita
sér að þeim hópi sem hann hefur
hverju sinni.
„Auðvitað er slæmt að vera án
þessara manna sem gefa ekki kost á
sér en það þýðir ekkert að tárast yf-
ir því. Við einbeitum okkur bara að
þeim sem eru að æfa núna og ég veit
vel að þeir ætla að sanna sig og
sýna hvað í þeim býr.“
Norðmenn í mikilli framför
Að sögn Friðriks Inga hefur
norska liðið verið að taka miklum
framfórum í gegnum tíðina. Deild-
arkeppnin þar í landi var stokkuð
upp fyrir fáeinum ámm og frá þeim
Hjörtur Harðarson.
v
y