Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.2003, Qupperneq 32
t
■'t
■*
-*
fcr
♦
FRETTASKOTIÐ
SIMIIMN
SEM
ALDREI
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotiö I hverri viku greiðast 7.000.
Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum
viö fréttaskotum allan sólarhringinn.
FIMMTUDAGUR 22. MAI 2003
sefur 550 55 55
KOREAN BARBEi
75 cl borðvín frál ■ 490,-
25% afsláttur af borðvíni mánudaga til fimmtudaga
l?t5TA(MlvT
Hlíöasmára 8, 201 Kópavogur
sími 544 4448
Lesendur DV völdu fegursta keppandann í Fegurðarsamkeppni Islands:
RaðherradotGrin vann
„Þetta kemur mér mjög á óvart og
ég bjóst alls ekki við þessu. Það er
alltaf gaman að vinna en það sem
gkiptir mestu máli er að allt gangi
vel á morgun þegar keppnin sjálf fer
fram,“ sagði Sigurbjörg Guðnadóttir
þegar henni var tilkynnt að lesend-
ur DV, hefðu valið hana fegursta
keppandann í Fegurðarsamkeppni
Islands árið 2003. Sigurbjörg var val-
inn úr hópi 21 stúlku sem voru ræki-
lega kynntar í síðasta helgarblaði
DV og fær hún að fara út að borða á
veitingastaðinn Sticks n’ Sushi í
verðlaun. 1 öðru sæti var svo Ragn-
hildur Steinunn Jónsdóttir og í því
þriðja íris Dögg Einarsdóttir.
„Við erum búnar að vera að und-
irbúa þetta stanslaust síðust 3 vik-
umar og það hefur farið mikill timi
í þetta. Þetta hefur samt verið alveg
ótrúlega skemmtilegur timi og ég er
farin að hlakka til úrslitakvöldsins,"
segir Sigurbjörg sem stundar nám
við Fjölbrautaskóla Suðurlands þar
sem hún er á félagsfræðibraut. Að
loknu námi þar hyggst Sigurbjörg
stunda frekara nám í Húsmæðra-
skólanum en frekari framtíðaráform
segir hún ekki vera ákveðin.
Heimsklúbbur Ingólfs:
NyplorsQopi
.......... /
- Ingólfur stjórnarformaður
Breytingar
Ingólfur
Guöbrandsson.
eiga sér stað
þessa dagana
hjá Ferðaskrif-
stofunni Prima
hf. - Heimsferð-
um Ingólfs. Þar
hefur Halldór
Lárusson tekið
við sem forstjóri
og samkvæmt
upplýsingum
DV er hann einnig einn eigenda
félagsins. Ingólfur Guðbrandsson,
frumkvöðull i ferðaskrifstofu-
rekstri um áratugaskeið, mun
verða stjómarformaður félagsins,
en hann er kominn yflr áttrætt
og hefur unnið langan vinnudag
allt fram til þessa sem skipuleggj-
andi og fararstjóri. Hjá Heims-
ferðum Ingólfs var staðfest að
breytingar hefðu orðið á yfir-
stjóm ferðaskrifstofunnar - en
jafnframt að málið væri enn í
vinnslu, eftir helgi yröi kunngjört
um breytingamar. Halldór Lárus-
son hefur starfað sem fararstjóri
hjá Ingólfl, en undanfarin ár hef-
ur hann rekið kirkjur og söfnuði
í Bandáríkjunum að sögn heim-
ildarmanna blaðsins. -JBP
Hasssamkoma í
Grafarvogimim
Lögreglan í Reykjavík fór inn
í hús í Grafarvoginum um
tvöleytið í nótt þar sem granur
lék á að þar væri hasspartí.
Fjórir vom handteknir i kjölfar-
ið og færðir á lögreglustöðina en
flkniefni höfðu fundist á tveimur
þeirra. Þeim var síðan sleppt að
yfirheyrslum loknum og telst
málið vera upplýst. -EKÁ
*
í
Œrábœrt 24 tíma
andlits&rem.
Innibddur 'E-vítamín
unty
'l'í't/im/reiUf'
20% afsláttur í maí
Foreldrar Sigurbjargar em þau
Margrét Hauksdóttir og Guðni
Ágústsson, landbúnaðarráðherra og
munu þau að sjálfsögðu vera meðal
áhorfenda þegar úrslit keppninnar
fara fram annað kvöld á Broadway.
Keppnin sjálf fer fram annað
kvöld, klukkan 20, á Broadway og
verður hún sýnd á Stöð 2 í beinni út-
sendingu. -áb
NEYÐARLÍNAN
LÖGREGLA SLÖKKVILIÐ SJÚKRALIÐ