Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2003, Side 18
34 SKOÐUN MÁNUDAGUR 16.JÚNÍ2003
4
Skoðun
Innsendar greinar ■ Lesendabréf
Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent
tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasíða
DV, Skaftahlið 24,105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að
senda mynd af sértil birtingar.
Listin og kapítalið
Gísli Magnússon skrifar:
„Þetta, sem helst nú varast vann,
varð þó að koma yfir hann" má
segja um fyrirbærið Leikfélag
Reykjavíkur, sem löngum hefur
staðið gegn því að utanaðkom-
andi gætu gerst félagsmenn.
Aðeins starfsmenn félagsins
voru í stjórn. Nú sækir Leikfélag-
ið fast að fjársterkum aðilum
sem félagsmönnum, einstak-
lingum sem áhuga hafa á leik-
list eða bara fjárfestingum al-
mennt.Áður voru það borgar-
búar,skattgreiðendursem heild,
sem eingöngu máttu upp á
dekk hjá þessu menningarfyrir-
bæri. Nú mega fleiri koma - ef
þeir eiga peninga til að leggja í
púkkið. Nú er gott að leita til
kapítalistanna sem sjaldan er
hátt á loft haldið í sýningum LR.
Á liðið að ganga laust?
Kristín Ragnarsdóttir skrifar:
Furðulegt er réttarkerfið. Mis-
indismenn sem sekir eru um að
ógna fólki með hnífum á göt-
um eða í bönkum landsins
ganga óðar lausir ef þeir játa
sekt. Einnig brenglaðir menn á
kynferðissviðinu, sem og
barnaníðingar. Hins vegar eru
menn í gæsluvarðhaldi dögum
saman finnist þeir með nokkur
grömm af fíkniefnum á sér.
Auðvitað eru glæpir misjafn-
lega alvarlegir.Fáir hafa með-
aumkun með þessum manni
sem síðast varð uppvís að því
að tæla til sín börn og unglinga
til myndbandaframleiðslu með
klámi. Og almenningur krefst
verndar gegn ofbeldinu.
KJALLARI
Geir Andersen
gra@dv.is
Enginn íslendingur er í þeirri
aðstöðu að geta gefið sér fyr-
ir fram niðurstöðuna úr þeim
viðræðum sem eftir eigá að
fara fram á milli bandarískra
stjórnvalda og íslenskra um
varnarsamninginn milli ríkja
þeirra.
>
Það er ekki til bóta að halda
leynd yfir efni þeirra bréfa sem
gengið hafa á milli forseta Banda-
ríkjanna og ríkisstjórnar Islands.
Umræða um málið á að vera opin-
ber og frjáls til skoðanaskipta. Hún
liðkar fyrir varanlegri niðurstöðu
og flýtir henni.
Köpuryrði vegna veru varnarliðs-
ins bandaríska eða létt glens og
grín, þegar best lætur, um varnar-
mál landsins, leiða ekki til vænlegar
■jr niðurstöðu. Slíkt skaðar málstað ís-
lands út á við og gefur þá hugmynd
erlendis að íslendingar séu hálfvit-
ar sem ekki þekki neitt til varnar-
mála eigin lands, líti þau jafnvel
hornauga.
í flestum löndum eru eigin her-
varnir og herskylda um einhvern
tíma ævinnar. Þetta er óþekkt fyrir-
bæri á Islandi og því taka lands-
menn varnarmálin ekki alvarlega. -
Nema þeir sem verða fyrir atvinnu-
missi vegna niðurskurðar varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Stórt samgöngufyrirtæki eins og
Flugleiðir lætur t.d. ekki orð frá sér
fara þótt niðurskurður hjá varnar-
liðinu kunni að skilja þetta eina al-
vöruflugfélag landsmanna eftir í
lamasessi með því að þurfa að taka
á sig ómældan viðbótarkostnað á
Keflavíkurflugvelli. Engin fullvissa
er fyrir því að ríkið muni reka tvo
flugvelli hér í þéttbýlinu í náinni
framtíð, og alls ekki ef niðurskurð-
ur verður verulegur hjá bandaríska
varnarliðinu.
„íflestum löndum eru
eigin hervarnir og her-
skylda um einhvern
tíma ævinnar. Þetta er
óþekkt fyrirbæri á ís-
landi og því taka lands-
menn varnarmálin ekki
alvarlega."
Lítið hefur verið gert að því að
fræða íslendinga um varnarlið
Bandaríkjanna hér á landi og
kostnað við veru þess hér, t.d. í al-
þjóðlegum samanburði. Hún var
þvível þegin sú vandaða úttekt sem
Ólafur Teitur Guðnason, blaða-
maður DV, gerði á þessum málum
og birt var í blaðinu sl. fimmtudag.
Margir hafa hringt til að þakka
blaðinu fyrir þessa úttekt.
Það er skoðun þess er hér skrifar
að besta lausnin væri að óbreytt
ástand héldist um varnir landsins
og íslendingar kæmu sjálfir mun
meira að þeim störfum sem vörn-
unum fylgja. Það var Jónas Péturs-
son, alþm. þeirra Austlendinga,
sem fyrstur manna bar upp þá til-
lögu að koma á þegnskylduvinnu
hér á landi, sem sneri að vörnum
landsins. Síðan hefur mikið vatn
runnið til sjávar og fáir hafa viljað
gera skoðanir Jónasar að sfnum.
Aðeins einn stjórnmálamaður,
Björn Bjarnason, hefur hins vegar
haldið uppi vömum fyrir því að ís-
lendingar taki aukinn þátt í vörn-
um landsins. Það hefur hins vegar
aldrei komið fram hjá honum, svo
ég minnist, að hann hafi lagt til að
hervæða íslendinga, eins og sumir
vilja halda á lofti og skmmskæla
hugmyndir hans í pólitískum til-
gangi.
Eitt er þó hægt að fullyrða, án
þess að skammast sín; íslendingum
er ekkert vandara um en öðrum
þjóðum - fámennum sem fjöl-
mennum - að inna af hendi þegn-
skylduvinnu með hvaða hætti sem
er, svo sem nokkra mánuði á æv-
inni. Einn hluti hennar gæti verið
að taka þátt í varnarliði sem væri
tiltækt við hvers konar björgunar-
og hjálparstörf þegar hamfarir eða
hætta steðjar að. Að öðru leyti eru
störf sem nú tilheyra erlendu varn-
arliði hér innan þess ramma sem
íslendingar ættu að sinna, og ekk-
ert síður þótt varnarsamningurinn
milli Bandaríkjanna og íslands gildi
áfram.
Það er enginn grundvöllur fyrir
áframhaldandi raunverulegu sjálf-
stæði okkar íslendinga án þess að
gera ráðstafanir til þess að landið
hafi á að skipa varnarliði, hversu fá-
mennt sem það er. Það kostar auð-
vitað fjármuni en það fé liggur víða
á lausu, svo sem með sparnaði í ut-
anríksþjónustu í fjarlægum lönd-
um og heimsálfum, að ekki sé
minnst á tugmilljarða króna að-
gangseyrinn fyrir þátttöku í Evr-
ópusambandinu.
Eru kirkjur landsins
tómar?
Sr. Þórhaiiur Heimisson, Hafnarfjaröar-
> kirkju, skrifar:
í leiðara DV 10. júní sl. er því
haldið fram í umfjöllun um
hvítasunnulokun verslana, að
kirkjur landsins séu tómar og
landsmenn almennt áhugalausir
um allt það sem þar fer fram.
Þessi skrif leiðarahöfundar lýsa
mikilli vanþekkingu. Þvert á móti
eru kirkjur og kirkjulegt starf
ákaflega vel sótt um landið allt.
Starf kirkjunnar fer fram alla
daga vikunnar, ekki bara á
sunnudögum. Starfið er mjög
fjölbreytilegt og þúsundir sækja
barnastarf, æskulýðsstarf, nám-
skeið, fræðslu, tónlistarfélög og
,i kórastarf, tíu til tólf ára starf, for-
eldramorgna, sálgæsluviðtöl,
hjónaviðtöl, fjölskyldustarf og
sorgarstarf, bara svo eitthvað sé
nefnt.
Auk þessa heldur kirkjan úti
fjölsóttu menningarstarfi hvers
konar, heimsóknarþjónustu og
sérþjónustuprestum og sumar-
búðastarfi. Þá er ónefnt guðs-
þjónustuhald, fermingarstarf og
allar athafnir á vegum kirkjunn-
ar. Svo dæmi sé tekið af minni
sókn höfum við haldið skrá yfir
alla sem til safnaðarheimilis og
* kirkju koma. Að vetri til sækja að
meðaltali um 1500 manns starfið
í hverri viku. Margfalt fleiri koma
að sjálfsögðu kringum hátíðir og í
athafnir kirkjunnar. Svipaða
sögu er að segja frá söfnuðum
víða um land og öðru kirkjulegu
starfi.
Konráö Rúnar Friöfinnsson skrifar:
Ákveðnar reglur gilda í landinu
um starfrækslu líknarfélagsins.
Líknarfélagið sjálft er laust undan
byrðum skattsins. Starfar það enda
án vonar um hagnað. Vel þarf samt
að halda utan um allar nótur og
blöð því gjafarar og styrktaraðilar
hafa rétt á að fylgjast með hvernig
framlaginu var varið. Reynt er að
láta tekjurnar duga fyrir útlögðum
kostnaði. Fjárþörf líknarfélagsins fer
síðan eftir umfangi og stærð.
Líknarfélagið leitar til almenn-
ings, fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga
um stuðning. Oft og tíðum með
„Byrgið er hin vegar
kristilegt líknarfélag
sem var stofnað fyrir
rúmlega sjö og hálfu
ári. Það einbeitir sér að
neyð þeirra sem hafa
ánetjast áfengi og eit-
urlyfjum. Þessi hópur er
fjölmennur."
þokkalegum árangri. Fyrirtæki sem
styrkja hafa lagalega heimild til að
draga hluta styrksins frá skatti.
Á íslandi eru ekki starfrækt mörg
slík félög. Ef grannt er leitað og öll
sanngimi brúkuð má segja að að-
eins eitt líknarfélag sé starfandi í
landinu sem virkilega stendur undir
nafninu líknarfélag. Sem er að hlúa
að bágstöddum sem einhverra hluta
vegna verða útundan í samfélaginu.
Byrgið er hins vegar kristlegt líkn-
arfélag sem var stofnað fyrir rúm-
lega sjö og hálfu ári. Það einbeitir sér
að neyð þeirra sem hafa ánetjast
áfengi og eiturlyfjum. Þessi hópur er
fjölmennur, samanber tölur um lyf
sem tollgæslunni og lögreglunni
tekst sameiginlega að koma úr um-
ferð á hverju ári. Frá stofndegi hafa
að jafnaði dvalið í Byrginu um sjötíu
manns og töluvert gegnumstreymi
fólks. Stundum komast færri að en
vilja. Ekki þó þannig að fólk komi að
læstum dymm í Byrginu og komist
af þeirri ástæðu ekki inn, heldur er
hvert rúm einfaldlega skipað.
En hvers vegna þarf að stofha
líknarfélag í landi sem er búið að
vera „kristið" í þúsund ár? Líknarfé-
lagið var stofhað vegna þess, fyrst og
sfðast, að kirkjan stendur sig ekki í
stykkinu. Og skiptir þá ekki máli
hvort hún heitir þjóðkirkja eða eitt-
hvað annað. Ef kirkjan stæði sig í
samfélaginu þyrfti enga Mæðra-
styrksnefnd til að útbýta matargjöf-
um, engan Rauða kross, með sína
færanlegu starfsemi í löndum sem
neyð er í, og heldur ekkert Byrgi.
Kirkjan myndi einfaldlega sjá um
þessa hluti sem hin og þessi félög, til
dæmis lflcnarfélög, sinna nú.
En vegna þess að kirkjan hefur
ekki þessa sýn og hnakkrífst öðru
hvoru um „keisarans skegg“, allt og
ekkert, kemur fram fólk sem hleypur
í þessi verk og vinnur á skjön -
stundum við blinda kirkjuna - sem
er hryggilegt, en er engu að síður
það sem hefur gerst í gegnum tíð-
ina.