Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 hjá íslandspósti Hélt að runnið hefði af sér Stal sendingu ÞJÓFNAÐUR: Lögreglan í Keflavík hefurtil rannsóknar mál er varðar þjófnað á verð- mætasendingu á vegum (s- landspósts.Við rannsókn máls- ins beindist grunur að starfs- manni (slandspósts og við yfir- heyrslur hjá lögreglu hefur maðurinn sýnt samstarfsvilja og gengist við brotinu. Þýfið er að mestu komið fram. Laugar- daginn 14.júní sl. var maður- inn færður fyrir Héraðsdóm Reykjaness og úrskurðaður í gæsluvarðhald til ló.júní.Mað- urinn var þá aftur færður fyrir héraðsdóm þar sem hann gerði frekari grein fyrir brotinu og var úrskurðaður (farbann þartil 15.ágúst. Lögreglan í Keflavík vill ekki gefa upp hversu miklum verðmætum í Keflavík var stolið eða um eiganda þeirra.Samkvæmt upplýsing- um frá (slandspósti var um að ræða svokallaða tryggða ábyrgðarsendingu sem fór í gegnum póstútibúið í Keflavík en hinn grunaði maður er einn af bílstjórum (slandspósts. Um slíkar sendingar gilda sérstakar vinnureglurog nákvæm skrán- ing flutningsferlisins auðveld- aði rannsókn málsins. (kjölfar þessa mun (slandspósturengu að síður yfirfara verkferla sína og herða vinnureglur enn frek- ar. (slandspósti er samkvæmt póstlögum óheimilt að tjá sig um einstakar sendingar, innihald þeirra,viðtakendur eða sendendur og mun því ekki tjá sig frekar um málið á opinberum vettvangi. DÓMUR: Sextugur maður hefur verið dæmdur í 50 þúsund króna sekt fyrir umferðarlaga- brot. Hann hafði ekið bifreið sinni undir áhrifum áfengis austur Vlfilsstaðaveg í Garðabæ en stöðvaði bílinn við Brúarflöt eftir stöðvunarmerki frá lögregl- unni. Maðurinn kvaðst hafa drukkið vodka fyrir kvöldmatinn daginn áður og bjór með matn- um. Hann kvaðst hafa dregið að aka daginn eftir til þess að vera alveg öruggur um að allt áfengi væri horfið úr líkamanum. Hann kvaðst því ekki hafa fundið til áfengisáhrifa við aksturinn og kom niðurstaða öndunarsýnis honum mjög á óvart. Auk sekt- arinnar var maðurinn sviptur ökurétti í tvo mánuði og látinn greiða allan sakarkostnað. Fundur Alþjóða hvalveiðiráðsins: Hálfgerð skrípasamkoma — MÓTMÆLI: Þá daga sem þing Alþjóða hvalveiðiráðsins hefur staðið (Berlín hefur mátt sjá mótmælendur á öllum aldri fyrir utan þingstaðinn, m.a. þennan unga svein. Ársfundur Alþjóða hvalveiði- ráðsins samþykkti í gær að beina því til þeirra ríkja sem hyggjast hefja hvalveiðar í vísindaskyni að gera það ekki og beina því til þjóða sem nú þegar stunda vísindaveiðar á hvölum að hætta þeim nú þegar. Það stóð hins vegar tæpt, því 24 þjóðir greiddu tillögunni atkvæði en 21 þjóð var á móti. Allnokkur fjöldi ríkja sat hjá við atkvæða- greiðsluna, þ.á m. Danir sem töldu eins og íslendingar að öllum svörum við vísinda- veiðum hefði verið svarað á fundum vísindanefndar Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Samjtykktin bindur þó ekki hendur lslendinga að hefja vísinda- veiðar en áformað er að veiða 250 hvali í vísindaskyni á næstu næstu tveimur árum. Margir álíta að með þessari samþykkt hafi Alþjóða hvalveiðiráðið farið út fyrir verk- svið sitt, það sé nú nær því að vera friðunarráð en stjórnunarráð um hvalveiðar. Stefán Ásmundsson, aðalfulltrúi íslands á fundi AJþjóða hvalveiði- ráðsins í Berlín, segir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar vera minnsta mun sem hafi verið í nokkurri at- kvæðagreiðslu á fundinum til þessa. Það ásamt því að margar þjóðir sitja hjá sýna að það er fjarri því einhugur um það að leggjast gegn vísindaveiðum á hvölum. „Ég held að það sé aldrei við neinu góðu að búast í samþykktum frá Alþjóða hvalveiðiráðinu, enda hef ég aldrei litið þannig á að leiðir okkar til að hefja hvalveiðar gætu legið um það að sannfæra menn með rökum innan Alþjóða hval- veiðiráðsins. Menn taka einfald- lega ekki rökum í þessu ráði. Það hefur hins vegar verið talin for- senda þess að hefja veiðar að við værum innan ráðsins og ég virði það. Við Islendingar höfum allar forsendur til að hefja vísindaveið- ar,“ segir Einar K. Guðfmnsson, nefndarmaður í sjávarútvegsnefnd. - Japanir hugleiða að segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu. Kemur til greina að Islendingar fylgi þeirra fordæmi? „Það er harla langsótt. Við erum Japanar íhuga nú að draga sig út úr Alþjóða hvalveiðiráðinu í Ijósi tillagna um griðasvæði hvala sem þeir segja til- raun til að kljúfa sam- tökin. nýlega búnir að ganga í ráðið. En ein forsenda þess að við hefjum veiðar er að Japanir hefji innflutn- ing á hvalkjöti og ég vil trúa að það gerist." Tillögur um griðasvæði hvala, annars vegar í Suður-Kyrrahaft og hins vegar í Suður-Atlantshafi, voru felldar á ársfundi Alþjóða hval- veiðiráðsins í Berlín á þriðjudag. Þar sem um meiri háttar breytingar var að ræða þurftu báðar tillögurn- ar hreinan meirihluta, þrjá fjórðu hluta atkvæða, en allnokkuð vant- aði upp á það. Aðrir nefndarmenn í sjávarút- vegsnefnd AIÞingis, sem DV náði sambandi við fyrr í vikunni, voru tregir til að meta líkurnar á því að tillaga fslands um vísindaveiðar næði fram að ganga. Kristján Möll- er, Samfylkingu, taldi þó líkurnar hverfandi litlar, hann hefði verið hóflega bjartsýnn áður en fundur- inn hófst en það sem heyrst hefði frá samkundunni gæfi ekki ástæðu til bjartsýni. Hann vildi sjá fram- hald málsins áður en hann færi að gefa út yfirlýsingar um það, enda væri fundur Alþjóða hvalveiðiráðs- ins oft hálfgerð skrípasamkoma. Japanir íhuga nú að draga sig út úr Alþjóða hvalveiðiráðinu í ljósi tillagna um griðasvæði hvala sem þeir segja tilraun til að kljúfa sam- tökin. Þeir segja það tvískinnung að flytja svona tillögu á sama tíma og um 300.000 höfrungar og aðrir hvalir drepist í netum togara og stærri báta víðs vegar um heiminn, ekki síst við strendur Bandankj- anna. Árlega veiða Japanir um 700 hvali í vísindaskyni. Hvalfriðunarsinnar hafa haldið uppi mótmælum við þingstaðinn í Berlín alla fundardagana, og stund- um látið nokkuð ófriðlega. Ekki hefur þó komið til umtalsverðra átaka milli þeirra og þýsku lögregl- unnar. gg@dv.is Lagst gegn hvalveiðum á skoðunarsvæðum Stjórn Hvalaskoðunarsam- taka íslands telur að ekki hafi komið fram uppiýsingar um hvað felist í tillögum stjórn- valda annað en að áætíunin eri ráð fyrir að veiða 200 refnur, 200 langreyðar og 100 sandreyðar á tveimur árum. Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum geri vísindaáætlunin ráð fýrir að hvalir verði skotnir í vís- indaskyni inni á hvalaskoðunar- svæðunum víðs vegar við landið. Hvalaskoðunarsamtök fslands hafna algjörlega öllum tillögum sem fela í sér að hvalir verði skotn- ir á þessum svæðum eða í námunda við þau. í samþykkt stjórnar Hvalaskoð- unarsamtaka fslands segir m.a.: „Hvalaskoðunarfyrirtæki hafa und- anfarin ár stundað myndatökur og skráningar á þeim hvölum sem ver- ið er að sýna víðs vegar við landið, m.a. í samvinnu við Hafró. Sam- kvæmt þessum athugunum virðist a.m.k. í mörgum tilfellum að sömu dýrin komi ár eftir ár inn á sömu svæðin í fæðuleit. Sömu hvalirnir koma í fæðuleit ár eftir ár inn á sömu svæðin. Þeir eru „góðkunningjar" hvalaskoðara. Hvalaskoðun byggist því á stað- bundnum dýrum sem í mörgum tilfellum eru orðin „góðkunningj- ar“ hvalaskoðara, það er því stórkostleg hætta á að veiðar á þessum dýrum komi til með að skaða hvalaskoðun með beinum hætti því að gæfustu dýrin yrðu Kk- lega skotin fyrst. Að mati stjórnar Hvalaskoðunarsamtakanna gengur alls ekki upp að sýna hvali og skjóta þá á sama svæðinu. Ef hrefnustofninn við fsland á að vera 50.000 dýr hlýtur að vera SKOÐUNARFERÐIR: Hvalaskoðun byggist því á staðbundnum dýrum sem i mörgum tilfellum eru orðin„góðkunningjar" hvalaskoðara. Það er því stórkostleg hætta á að veiðar á þessum dýrum komi til með að skaða hvalaskoðun með beinum hætti því að gæfustu dýrin yrðu líklega skotin fyrst. möguleiki á að taka dýrin á öðrum svæðum en í nágrenni við eða inni á hvalaskoðunarsvæðunum. Hvalaskoðunarsamtök íslands leggja áherslu á að ekki verði farið í neinar veiðar á hvölum hér við land án sam- þykkis vísindanefndar. Hvaða vísindi eru þetta? Er verið að leita að upplýsingum um fæðu- nám hvalanna með því að velja svæði þar sem líklegra er að þorskseiði finnisf í maga þeirra til að réttlæta tillögur Hafró um að hrefnur hafi neikvæð áhrif á þorskstofninn? Hvalaskoðunarsamtök íslands leggja áherslu á að ekki verði farið í neinar veiðar á hvölum hér við land án samþykkis og samþykktar vís- indanefndar Alþjóða hvalveiði- ráðsins og ráðsins sjálfs. gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.