Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 TILVERA 25 Spurning dagsins: Hvað hræðistu mest? Guðlaugur Rafnsson: Konuna mína. Margrét Garðarsdóttir, 12 ára: Ég hræðist mest þjófa. Jóhann Garðarsson, 9 ára: Myrkrið. Kristín A. Skúladóttir nemi: Perverta. Rannveig Magnúsdóttir nemi: Pöddur. Erlingur Ari Brynjólfsson, 13 ára: Kóngulær, þær eru ógeð. * < Stjörnuspá Gildir fyrir föstudaginn 20.jún( VV \la\nsbemn(20.jan.-18.febr.) Sýndu vini þínum tillitssemi og hafðu gát á því sem þú segir. Ekki gefa ráð nema að þú sért viss í þinni sök. Kvöldið verður ánægjulegt. LjÓnÍð (23.júli-22.d Ættingi sem þú hefur ekki séð lengi hefur samband við þig með einhverjum hætti. Breytingar verða á vinnustaðnum. H Fiskarnir (i9.febr.-20.mars) Þú ert dálítið utan við þig í dag og tekur ekki vel eftir því sem fer fram í kringum þig. Láttu krefjandi verkefni bíða þar til þú ert betur upplagður. Meyjan (23.ágúst-22.sept.) Dagurinn virðist líða hægt og þú átt erfitt með að einbeita þér að vinnu þinni fyrri hluta dagsins. Kvöldið lofar góðu varðandi félags- lífið. Hrúturinn (21.mars-19.aprn) Félagslífið hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið en nú fer að lifna yfir því.Vinir þínir eru þér mikilvægir þessa dagana. Nautið (20.april-20.mai) Þú hefur ef til vill gert þér ákveðna mynd af atburði sem þú bíð- ur eftir. Þú ættir að hætta öllu slíku því annars verður þú fyrir vonbrigð- um. VogÍn (23.sept.-23.okt.) Þér verða á einhver smá- vægileg mistök í dag og átt erfitt með að sætta þig við þau. Þú jafnar þig fljótlega þegar þú sérð hve lítil- væg mistökin voru. Sporðdrekinn (24.oia.-21.niv.) Vertu á verði gagnvart keppinautum þínum á öllum sviðum. Þú leggur metnað þinn í ákveðið verk en ættir að huga að fleiri svið- um. Bogmaðurinn (22.n0v.-21.desj Fyrri hluta dags býðst þér í byrjun dagsins og þú sérð fram á að einstakt tækifæri í vinnunni við ein- það raski öilum degnum. Það er þó hvers konar skipulagningar eða engin ástæða til að örvænta. breytingar. Þetta gæti haft í för með sér breytingar til hins betra fyrir þig. IJ Tvíburarnirri;. maí-21.júní) Eitthvað óvænt kemur upp á / Krabbinn (22.júni-22.júií) Vertu þolinmóður við þá sem þú umgengst í vinnunni í dag. Það borgar sig því að þú gætir þurft á hjálp að halda síðar við að leysa þín verkefni. £ Steingeitin (22.des.-19.jan.) Fjölskyldan skipar stóran sess hjá þér um þessar mundir og ef til vill verður eitthvað um að vera á næstunni hjá þínum nánustu. Krossgáta Lárétt: 1 sker, 4 ólykt, 7 fótmál, 8 gína, 10 þjöl, 12 ótta, 13 fjallaskarð, 14 mjög, 15 rökkur, 16 vaxa, 18hæst,21 hengilmænu, 22 vogrek, 23 loddara. Lóðrétt: 1 námsgrein, 2 tré,3 refur,4 bókfell, 5 óvissu, 6 fjör, 9 kjánar, 11 virki, 16 hópur, 17 beiðni, 19 spor, 20 veðrátta. Lausn nedst á silunni. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvítur á leik! Það stendur yfir mikið stórmót í Frakklandi og hér sjáum við Adams þjarma að Kortsnoj. Judit Polgar vann þarna stórkostlega skák á móti Joel Lautier sem bíður laugardags- ins, sannkallað listaverk. Keppni í skák er talin upprunnin í Lausn á krossgátu Persíu, nánar tiltekið í Bagdad fyrir um 1000 árum þó menn deili um uppruna hennar. Annars er því hald- ið fram í breskum blöðum í fullri al- vöru að forseti FIDE, Kirsan Iljums- hinov, hylmi yfir sjálfum Saddam Hussein! Þeir Kirsan og Saddam voru (eru?) miklir vinir og Saddam Hussein bauðst til að halda heims- meistaraeinvfgið f skák á milii Kramniks og Kasparovs árið 2000. Stórmeistarinn Raymond Keene heldur þessu blákalt fram. Hvítt: MichaelAdams (2723). Svart: Viktor Kortsnoj (2632). Enghien les Bains, Frakklandi (4), 16.06.2003. 28. e6 g6 29. Be5+ Kg8 30. c4 1-0 Svartur er illa beygður eftir 30. Re7 31. Rd6 eða 30. Rb4 31. e7 51107'Jei6l‘>|S9ZL 'ja6 91 'sue>|s u 'JB|ne 6 'dej g 'eja s 'iuaujeöjad p 'i|eqjne>)S £ 'dso z 'Bbj i :u3jqoi gnjj zz '!>|3J 77 'eu?is iz 'Jsja 81 'B9j6 9i 'uinq st 'Jeje ÞL '1!M £L '66n Jl 'dsej ot 'ede6 8 'J9J>|s / 'jsad p ‘soy i :jjsjei Myndasögur Hrollur Eyfi Andrés önd Margeir Af helgum dögum og rauðum Það er svo sem að bera í bakka- fullan lækinn að tala um lokanir verslana á helgidögum eftir fárið sem upphófst þegar lögreglan skellti 10-11 og Europris í lás á hvítasunnudag. En eftir að ég áttaði mig á því að þessir hlutir tengjast einkalífi mínu segi ég, eins og hús- mæðurnar í Vesturbænum, ég get bara ekki orða bundist. Konan mín vinnur nefnilega í heilbrigðisgeiranum og þurfti að vinna umræddan hvítasunnudag og varð ekkert vör við að lögreglan kæmi og lokaði hennar vinnustað. Hún hugsaði sér hins vegar gott til glóðarinnar þar sem þetta hlyti að vera „rauður dagur", þ.e. dagur á borð við jóladag og nýársdag þar sem sérstakt helgidagaálag gilti og launaumslagið myndi bólgna hressilega út af þeim sökum. Raun- in er hins vegar önnur því hún komst nefnilega að því að þessi há- heilagi hvítasunnudagur er ekki í hópi „rauðra daga" á hennar vinnustað þrátt fyrir að lögregla hafi gengið milli versiana og séð til þess að einungis væri hægt að kaupa mjólk í sjoppum þann dag- inn. En þar með er sagan einungis hálfsögð. Eins og flestir tóku eftir var 17. júní nú í vikunni og enn þurfti konan að sinna skyldum sín- um og vinna á meðan aðrir létu sig rigna niður í skrúðgöngu - þó ekki allir því 17. júní var hægt að bregða sér í fjölda verslana á höfuðborgar- svæðinu án þess að hitta þar fyrir lögregluna í vígahug. En viti menn, 17. júní telst rauður dagur á vinnu- stað konunnar minnar! Misræmið er þarna mjög athyglisvert þar sem helgir búðardagar teljast ekki rauð- ir dagar og ekki þarf að loka búðum á rauðum dögum. Mig langar eig- inlega til að nota tækifærið og biðja lögregluna um að rannsaka þetta og helst skella sér upp á launadeild heilbrigðisstofnana hér í bæ og bæta álagi við vinnuskýrslur þeirra sem unnu á hvítasunnudag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.