Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 19. JÚNÍ2003 SKOÐUN 75 Þörf er á nýrri sátt SAMAN AÐ SAMNINGABORÐINU: Fulltrúar ríkisstjórnarinnar, Alþýðusambands (slands og Samtaka atvinnulífsins ræddu kjara- og efnahagsmál í september 2001. (kjölfarið hófst kapphlaup við að halda verðbólgunni undir rauða strikinu svokallaða. 1 KJALLARI J Gylfi Arnbjörnsson (0 framkvæmdastjóri ASÍ Undanfarið ár hefur verið mikið atvinnuleysi á íslandi. Tæplega 6.000 manns eru nú án atvinnu. Fátækt hefur auk- ist verulega undanfarin ár og sífellt stærri hópar fólks þarf að snúa sér til sveitarfélaga og hjálparstofnana til þess að ná endum saman. Elli- og örorkulffeyrisþegar búa við mjög þröng kjör. Stór hópur einstaklinga, með takmarkaða formlega menntun, hefur mátt sæta því að vera á jaðri vinnumark- aðarins og búa við mikið atvinnuó- öryggi og ótrygga afkomu. Þessi upptalning sýnir að mikil breyting hefur orðið á íslenskri þjóðfélags- gerð en hvers vegna hefur þessi breyting orðið og er þetta breyting sem við sættum okkur við? Breytingar og óvissa Enginn vafi er á því að margt af þessum breytingum má rekja til þess að á undanförnum rúmum áratug hafa orðið grundvallarbreyt- ingar á allri umgjörð íslensks efna- hags- og atvinnulífs. Aukin mark- aðsvæðing hagkerfisins með frelsi í gjaldeyrishreyfingum milli landa, frjálst framsal fiskveiðiheimilda, auknar kröfur um peningalega arð- semi fjármagnsins með skráningu fyrirtækja á hlutabréfamarkað og peningamálastefna Seðlabankans með verðbólgumarkmiði og fljót- andi gjaldmiðli. f aðdraganda flestra þessara breytinga hafa um- ræður um iíkfeg áhrif þeirra á stöðu og afkomu launafólks og almenn- ings verið afar litlar og ófullkomnar og aðeins horft til jákvæðra þátta. Engu að síður hafa þessar breyting- ar leitt til þess að dregið hefur úr samfélagslegri ábyrgð í þjóðfélag- inu og stórir hópar fólks búa nú við allt aðra og alvarlegri óvissu og óör- yggi en áður. í raun má segja að uppsagnir alls starfsfólks hjá Jökli á Raufarhöfh séu lýsandi dæmi um þessar breytingar og því miður eru allar líkur á því að við eigum eftir að sjá fleiri slík dæmi á næstu vikum og mánuðum. Ágengar spurningar Ljóst er að við íslendingar, og einkum við í verkalýðshreyfing- unni, þurfum að spyrja okkur ým- issa ágengra spurninga um hvernig við viljum að á verði haldið á næstu misserum. Fórum við ranga leið við gerð þjóðarsáttarinnar árið 1990 við að leggja höfuðáherslu á stöð- ugleika i efnahags- og atvinnumál- um? Gengum við of langt í áhersl- unni á að tryggja lága verðbólgu? Ef ekki, hvað er þá til ráða, hverju eig- um við að svara þeim sem lenda á hliðarspori vegna aðstæðna sem þeir ráða ekkert við? Mín skoðun er sú að gagnvart breytingum á efnahagsumgjörð- inni hafi landsmenn í raun ekki átt neina aðra kosti en að aðlaga hana þannig að hún bæði vinni með okkur að því að tryggja stöðugleika í efnahags- og atvinnulífi og gera því kleift að standast alþjóðlega samkeppni. Verkalýðshreyfingin hefur laafist þess að gripið verði til hliðarráðstafana til þess að skapa öllum trygga afkomu og félagslegt öryggi. Það verður hins vegar að viðurkennast að stjórnvöld hafa ekki fallist á þessar áherslur og því hefur ekki tekist ná þeim í gegn. Sáttmáli iofar góðu Eitt af meginverkefnum Alþýðu- sambands íslands í vetur hefúr ver- ið að kryfja velferðarmálin til mergjar, í nánu samstarfi við fjölda almannaheillasamtaka og stofn- ana. Niðurstöður þessarar vinnu voru síðan birtar í byrjun mars í sérblaði með Morgunblaðinu, í sér- riti ASÍ og í Vinnunni og með tveimur opnum ráðstefnum þar sem markmiðið var að freista þess að hafa áhrif á stjórnmálaflokkana í aðdraganda alþingiskosninga. Segja verður eins og er að nýgerður stjórnarsáttmáli lofar nokkuð góðu um breyttar áherslur ríkisstjómar- innar í velferðarmálum, sérstaklega ákvæðið um að allir landsmenn eigi að hafa jafnan aðgang að vel- ferðarkerfinu án tillits til efnahags, félagslegrar stöðu eða staðsetning- ar á landinu. Það verður fróðlegt að sjá hvort raunverulegur vilji liggi þarna að baki. Innan Alþýðusambandsins hefur jafnframt verið hafin vinna við að endurskoða og móta alhliða at- vinnustefnu.Það verður m.a. annað af meginefnum næsta ársfundar ASf í október. „Miðstjórn Alþýðusam- bands íslands hefur lagt til að hafnar verði viðræður um endurnýj- aðan grundvöll að þrí- hliða samstarfi og að það verði útvíkkað. Við erum tilbúin íþessar viðræður og hvetjum stjórnvöld til að koma þeim afstað hið fyrsta." Samstarf og samhengi Þessi vinna hjá ASI og þær áherslur sem út úr henni koma em engin tilviljun. Þær endurspegla í raun þær áhyggjur sem almennt launafólk hefur af vaxandi óöryggi og áhættu sem hörð krafa um pen- ingalega arðsemi hefur kallað yfir það. Á ársfundi ASÍ í október 2002 var kallað eftir viðræðum við at- vinnurekendur og stjórnvöld um breyttan gmndvöll að þríhliða samstarfi þessara aðila. Alþýðu- sambandið gerir þá kröfu að horft verði á efnahags-, atvinnu- og fé- lagsmál sem eina samofna heild en ekki andstæða póla sem ómögulegt sé að sætta. Miðstjórn ASÍ áréttaði þessar áherslur í sérstakri ályktun um þróun gengis fslensku krón- unnar í febrúar s.l., þar sem lagt var til að Seðlabanki fslands ætti beina aðild að þessum viðræðum. Markmiðið er öryggi En hvað eigum við við með því að tengja saman stefnuna í efna- hags-, atvinnu- og félagsmálum? Jú, við gemm kröfu til þess að launafólk búi við það öryggi að því sé gert kleift að búa sér og sínum eðlilegt líf og þroska sig sem ein- staklinga. Harðri kröfu um samkeppni og hagræðingu verður að mæta með raunhæfum úrbótum í sköpun nýrra atvinnutækifæra, öflugu framboði í endur- og starfsmennt- un og afkomuöryggi ef til atvinnu- missis kemur. Kröfunni um aukin sveigjanleika og aðlögunarhæfni atvinnulífsins verður að mæta með raunhæfum úrbótum í félagslegu öryggi launafólks þannig að það standi ekki berstrípað gagnvart réttindamissi eins og t.d. vegna eig- in veikinda eða barna sinna. Til að ná þessum markmiðum er nauðsynlegt að: • Hér á landi verið beitt efna- hagsstjórn sem byggist á því að treysta stöðugleika í efnahagslífinu og tryggja þannig betur samkeppn- ishæfni og vaxtarmöguleika ís- lenskra fyrirtækja. • Byggt verði á markvissri at- vinnustefnu sem miði að því að skapa fleiri og betri störf sem bygg- ist á hæfú starfsfólki, frumkvæði og framsækni, aðlögunarhæfni og jafnrétti kynjanna. öflug símennt- un og annað tækifæri til náms eru mikilvægustu tækin til að ná þess- um markmiðum. • Skilgreind verði félagsleg markmið um vinnumarkað sem byggist á öryggi en jafnframt sveigj- anleika sem gagnist bæði launa- fólki og fyrirtækjum. Enn fremur um mannsæmandi lífskjör fyrir alla og um vinnumarkað og atvinnulíf sem sé uppspretta frekari lífsgæða, með styttri vinnutíma, auknum möguleikum til símenntunar og betra samræmi milli atvinnuþátt- töku og einkalífs. Þá hefur ASÍ lagt áherslu á að við- urkennt verði mikilvægt hlutverk aðila vinnumarkaðarins og réttindi þeirra og skyldur við að þróa at- vinnulífið og vinnumarkaðinn á þeim grunni sem hér hefur verið lýst. Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands hefur lagt til að hafnar verði viðræður um endurnýjaðan grund- völl að þríhliða samstarfi og að það verði útvíkkað. Við erum tilbúin í þessar viðræður og hvetjum stjórn- völd til að koma þeim af stað hið fyrsta. En ekki hvað? „ökumaður skal nota ak- braut." Úr umferðarlögum (13. grein). £ £ 3 Með alltáhreinu „Samfylkingin - sem bauð kjósendum upp á þá stefhu áíið 1999 að gefa Banda- ríkjaher sjálfdæmi um það hvort hann vildi vera hér áfram eða ekki - fordæmir nú utanríkisráðherra fyrir að hafa ekkert gert á síðasta kjörtímabili. Samfýlkingin er neftiilega flokkur sem er með þetta allt á hreinu - alltaf, alls staðar." Stefdn Pálsson og Sverrir Jakobsson á Múrnum.is. Svo það sé á hreinu „f framhaldi af umræðum um málefni Reykjavíkurlist- ans hér á fúndinum vill borgarstjómarflokkur Reykjavflcurlistans taka fram að engar þær breytingar hafa orðið á högum Reykja- víkurlistans sem kalla á end- urskoðun málefnasamnings eða samstarfsyfirlýsingar flokkanna þriggja..." Bókun lögð fram á fundi borgarstjóm- ar Reykjavíkur fyrr í mánuðinum (fundargerð send út í gær). Kynlífsbyltingin étur börnin sín „Árið 2003 hefur kynltfs- byltingin valdið því að það er orðið bannað að hneyksl- ast á kynhegðun eða klámi. [...] Ef þú lætur út úr þér ein- hverjar efasemdir um holl- ustu takmarkalausrar til- raunamennsku í kynlífi eða efast um hvort ákveðnar kynltfsathafnir séu eðlilegar þá áttu á hættu að vera stimplaður kynkaldur." Andrés Jónsson á PólitíkJs. Tillitssamur „Það er svolítið erfitt að ræða um íslenska þjóð á þjóðháú'ðardaginn í útvarpi allra landsmanna!" Magnús Kjartansson tónlistarmaður i viðtali við Guðrúnu Gunnarsdóttur á Rás 2 á þjóðhátlðardaginn, þegar hann varspurðurum tiltekinn (meintan) löst I fari Islendinga. Ekkert hangs! „Gangandi vegfarandi, sem ætlar yfir akbraut, skal hctfa sérstaka aðgát gagnvart ökutækjum sem nálgast. Hann skal fara yfir akbraut- ina án óþarffar tafar." Úr umferðarlögum (12. grein).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.