Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 14
14 SKOÐUN FINMMTUAGUR 19.JÚNÍ2003 Skilgreind varnarþörf í viðræðum Tæknileg skilgreining á því hverjar séu nauðsynlegar lágmarksvarnir íslands hef- ur hvergi verið sett á blað. Treyst hefur verið á tvíhliða varnarsamning við Banda- ríkin annars vegar og veruna í NATO hins vegar. Fram hefur komið í fréttum DV undanfarna daga, í kjölfar bréfs Banda- ríkjaforseta til Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra um varnarsamstarf þjóðanna, að svo virðist sem Islendingar hafi ekki gert ráð fyrir að brestur kæmi í það varnarsam- starf ef miðað er við það sem fram hefur komið frá stjórnvöldum um varnarmál undanfarin misseri. Sérstök greinargerð um mat á varnar- og öryggismálum þjóðarinnar kom síðast út á vegum utanríkisráðuneytisins fyrir fjór- um árum. I henni voru settar fram ýmsar tillögur, meðal annars um aukna þátttöku íslendinga í vörnum landsins, en ekkert vikið að því hvernig bregðast skuli við ef Bandaríkjamenn dragi úr viðbúnaði hér umfram það sem íslendingar geta sætt sig við. Ástæða þess að hvergi hefur verið vikið að þessu er sú að íslendingar hafa litið svo á að varnarsamningurinn feli í sé að Bandaríkjamenn geti ekki skilgreint ein- hliða hvað séu fullnægjandi varnir fyrir fs- land. Islensk stjórnvöld líta svo á að mikil- Hjá hinu verður varla horft að ís- lendingar taki sjálfir aukinn þátt í vörnum landsins enda liggur í loft- inu að Bandaríkjamenn vilja fækka varnarliðsmönnum. Þegar kemur að þeim óhjákvæmilegu breyting- um verður að ganga út frá skil- greindri varnarþörf landsins. vægi landvarna hér hafi ekki minnkað á undanförnum árum. Þótt hvergi sé að finna skilgreiningu á nauðsynlegum lág- marksvörnum hefur þó komið fram að stjórnvöld hér telja að núverandi viðbún- aður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sé lágmarksviðbúnaður. I blaðinu í dag kemur fram, samkvæmt upplýsingum sendiráðs Bandaríkjanna á íslandi, að Bandaríkin muni standa við skuldbindingar sínar um að sjá fyrir vörn- um íslands samkvæmt varnarsamningn- um frá 1951. Þótt ljóst sé að bandarísk stjórnvöld breyti ekki varnarsamningnum einhliða hefur áður komið fram að þau vilja breytingar á varnarsamstarfinu. Und- ir þær breytingar hljóta íslensk stjórnvöld að búa sig í þeim viðræðum um varnar- samstarfið sem boðaðar hafa verið. Áður en þær viðræður hefjast hljóta Islendingar að ganga frá skilgreiningu á varnarþörf landsins, mannafla og búnaði til að sinna þeirri þörf. Ganga verður út frá því að varnarsamn- ingurinn gildi áfram og niðurstaða við- ræðna þjóðanna verði með þeim hætti að báðir aðilar gangi sáttir frá borði. Eðlilegt er að bandarísk stjórnvöld hugi að við- búnaði hér miðað við aðstæður í breytt- um heimi en um leið er það nauðsyn okk- ar þjóð að vel verði séð fyrir vörnum landsins. Þótt hérlendis hafi alltaf staðið deilur um veru varnarliðsins er óhætt að fullyrða að með árunum hafi sátt aukist um þessa skipan varnarmála og veru okk- ar í bandalagi vestrænna þjóða, NATO. Hjá hinu verður varla horft að íslending- ar taki sjálfir aukinn þátt í vörnum lands- ins enda liggur í loftinu að Bandaríkja- menn vilja fækka varnarliðsmönnum. Þegar kemur að þeim óhjákvæmilegu breytingum verður að ganga út frá skil- greindri varnarþörf landsins. Með góðum undirbúningi fýrir væntanlegar viðræður leggjum við í senn drög að áframhaldandi tryggum vörnum okkar um leið og við leggjum okkar af mörkum til traustra varna vestrænna þjóða. Fyrsta stjórnarskrá Evrópusambandsins SÖGULEGUR ÁFANGI: Valery Giscard d'Estaing hefur stýrt ráðstefnunni um framtið Evrópu þar sem til eru orðin drög að fyrstu stjórnarskrá Evrópusambandsins. KJALLARI Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræSingur Tillögur að nýrri stjórnarskrá fela í sér minni breytingar á eðli og uppbyggingu Evrópu- sambandsins en ætla mætti af fréttaflutningi. Ljóst er að Evrópusambandið mun áfram byggjast á frjálsu sam- starfi fuílvalda ríkja. Evrópusambandið hefur verið í sí- felldri þróun og mótun eftir því sem aðildarríkjum hefur fjölgað og sam- starfinu fleygt fram til nýrra sviða. Nýlega skiluðu fulltrúar á sérstöku málefnaþingi um framtíð Evrópu af sér tillögum sem ráðherraráð ESB tekur svo afstöðu til á næsta ári.Á yf- irborðinu virðast sumar tillögur framtíðarráðstefnunnar fela í sér róttækar breytingar á starfsemi ESB en svo er þó ekki þegar betur er að gáð. Til að mynda er hér um mun minni breytingu að ræða en varð með Maastricht-sáttmálanum árið 1992. Flestar tillögurnar taka hins vegar á vandamálum sem Evrópu- sambandið hefur lengi átt við að etja og fela miklu frekar í sér endurskil- greiningu á því sem þegar er til stað- ar heldur en að um nýja þætti sé að ræða. Sáttmáli verður stjórnarskrá Lagt er til að ný grundvallarlög taki við af fyrri sáttmálum ESB, sem falli um leið úr gildi, og að vfsað verði til þeirra sem stjórnarskrár ESB. Hart var deilt um þetta atriði þar sem margir álíta að hugtakið stjórnarskrá tilheyri grundvallarlög- um ríkja en eigi ekki við um sáttmála sem samtök ríkja gera með sér. Þrátt fyrir að fyrsta stjórnarskrá ESB sé nú í augsýn er ekki um neina grundvall- arbreytingu að ræða á eðli og starf- semi Evrópusambandsins, heldur er aðeins verið að skipta um nafn á fyr- irbæri sem þegar er til staðar. Það sem áður var kallað sáttmáli heitir nú stjórnarskrá. „í tillögunum er nú gert ráð fyrir að það verði al- menn regla að taka ákvarðanir með auknum meirihluta og að sam- hljóða samþykki þurfi aðeins þar sem sérstak- lega er kveðið á um það. Það er mikill munur á því að ná fullkominni mála- miðlun milli tuttugu og fimm ríkja heldur en þeg- ar ríkin voru aðeins sex." Forseti ráðherraráðsins Gerð er tillaga um að ráðherraráð- ið, þar sem fulltrúar ríkisstjórna ESB koma saman, kjósi sér forseta og að kjörtímabil hans verði tvö og hálft ár. Sami aðili getur ekki setið fleiri en tvö kjörtímabil. Hingað til hafa ríkin skipst á formennsku í ráðherra- ráðinu á sex mánaða fresti og utan- rfldsráðherra formennskuríkisins verið í forsvari. Þessi tíðu umskipti hafa staðið í vegi fyrir nauðsynleg- um stöðugleika í starfi ráðherraráðs- ins og hefur það þótt sérstaklega erfítt eftir því sem aðildarríkjunum hefur fjölgað. Hlutverk aðildarríkj- anna breytist ekki við þessa nýju til- högun en verkstjórn verður í hönd- um kjörins forseta sem um leið verð- ur andlit ráðherraráðsins út á við. Utanríkisráðherra í tillögunum er gert ráð fyrir að ráðherraráðið kjósi utanríkisráð- herra ESB f samstarfi við fram- kvæmdastjómina. Utanríkisráð- herrann tekur þá yfir hlutverk sem nú er í höndum tveggja aðila; annars vegar utanrfldsmálastjóra fram- kvæmdastjórnarinnar (sem nú er í höndum Chris Patten) og hins vegar háttsetts utanríkismálafulltrúa ráð- herraráðsins (sem nú er í höndum Javiers Solana). Ædunin er að auka samstarf aðildarríkjanna í ýmsum utanríkismálum en þau munu eftir sem áður hafa óskorað neitunarvald í utanríkismálum. Framkvæmdastjórn og þing Framkvæmdastjómin er skipuð af embættismönnum og á að vera óháð aðildarríkjum. Við núverandi skipan tilnefnir hvert smærri rfkj- anna einn fulltrúa í framkvæmda- stjórnina en stóm ríkin tilnefna tvo hvert. Að óbreyttu færi fjöldi fram- kvæmdastjóra yfir þrjátíu samanlagt eftir stækkun, sem þykir illviðráðan- legt. Nú er gert ráð fyrir að hvert að- ildarríki fá aðeins einn fulltrúa frá árinu 2009. Þá munu aðeins fimmt- án framkvæmdastjórar af tuttugu og fimm hafa atkvæðisrétt í einu, sem mun færast með jöfnum hætti á milli ríkjanna. Jafnframt er gert ráð fyrir að auka til muna vægi Evrópu- þingsins við lagagerð. Ákvarðanataka Evrópusambandið hefur á um- Iiðnum áratugum smám saman ver- ið að færa tilhögun ákvarðanatöku frá samhljóða ákvörðunum og yfir í að ákvarðanir séu teknar með aukn- um meirihluta, enda sífellt erfiðara að komast að samhljóða niðurstöðu eftir því sem ríkjum fjölgar. í tillög- unum er nú gert ráð fyrir að það verði almenn regla að taka ákvarð- anir með auknum meirihluta og að samhljóða samþykki þurfi aðeins þar sem sérstaklega er kveðið á um það. Það er mikill munur á því að ná fúllkominni máiamiðlun milli tutt- ugu og fimm ríkja heldur en þegar ríkin voru aðeins sex. Skattar Skattlagningarrétturinn tilheyrir grundvallarhugmyndum um fúll- veldi ríkja, en nokkuð hefur verið rætt um samræmingu á afmörkuð- um sviðum skattamála innan ESB. Fallið er frá slíkum hugmyndum. Nálægðarreglan Rækilega er hnykkt á nálægðar- reglunni sem miðar að því að tak- marka valdsvið ESB og kveður á um að Evrópusambandið eigi ekki að fást við þætti sem eru auðleysanleg- ir innan landamæra aðildarríkjanna. Úrsögn úr ESB Þótt enginn hafi efast um að þátt- taka ríkja í ESB byggðist á frjálsu vali hefur hingað til ekki verið til nein formleg aðferð fyrir ríki til að segja sig úr Evrópusambandinu og því hefði það getað skapað nokkur vándræði ef eitthvert aðildarríkj- anna hefði lýst einhliða yfir úrsögn. Nú er gert ráð fyrir sérstöku ferli þar sem aðildarríki getur sagt sig úr samstarfinu með sérstökum úrsagn- arsamningi. Ólafur Darri og loforðið Ólafur Darri Ólafsson þakkaði óvænt Einari Baldvin Árnasyni þegar hann tók við Grimunni fyrir bestan leik í aukahlut- verki.„Hann er betri leikari en ég," sagði Ólafur Darri og þjóðin skildi hvorki upp né niður,enda Einar Baldvin þekktur fyrir snilli í handbolta en fráleitt leiklist.En skýringin á þessum dularfuilu ummæl- um er tíu ára gamalt loforð. Þeir félagar léku fyrir um ára- tug saman atriði á árshátíð Menntaskólans í Reykjavík, nánar tiltekið grínsenu eftir John Cleese. Ekki vildi betur til en svo að Ólafur Darri mundi varla stakt orð í hlutverki sínu en Einar Baldvin bjargaði at- riðinu með snilldarlegum spunaköflum. Eftir sýninguna lofaði Ólafur Darri Einari því að ef hann yrði leikari (sem ekkert benti þá til) og ef hann einhvern tímann ynni til ein- hvers konar verðlauna á þeim vettvangi myndi hann taka fram að Einar Baldvin væri betri leikari. Þetta loforð efndi hann sem sagt um áratug síð- ar, á sviði Þjóðleikhússins á mánudagskvöldið var. Ólafur Darri Óiafsson. Álíka líklegt KR-klúbburinn hélt á dögunum upp á 10 ára afmæli sitt með miklum gleðskap.Aðalræðu- maður kvöldsins var sjónvarps- maðurinn og Vesturbæingur- inn Gísli Marteinn Baldursson. Gísli Marteinn er uppalinn ( Breiðholti og fjallaði því í ræðu sinni um tungumálaörðugleika og ýmis önnur vandræði sem hefðu fylgt þv( að setjast að ( nýjum heimi og gerast KR-ing- ur. Sagði þetta stórt skref, sem hann hefði heldur ekki búist við að taka. Raunar sagði hann að ef einhver hefði spáð því fyrir áratug að hann ætti þetta eftir hefði hann svarað að bragði.að það væri álíka líklegt og að Ellert B. Schram færi ( framboð fyrir Samfýlkinguna! Þetta þótti mörgum KR-ingum mjög fyndið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.