Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 24
24 TILVERA FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Netfang: aettir@dv.is
Sími: 550 5826
Stórafmæli
85 ára_______________________
Elín Siguröardóttlr,
Miöleiti 7, Reykjavík.
Jón Bergmann Guðmundsson,
Breiö, Varmahlíö.
Marta M. Jóhannsdóttir,
Hvassaleiti 30, Reykjavík.
Þorkell Helgason,
Hlíðarvegi 45, Siglufiröi.
SO-áia_______________________
Benedikt Björnsson,
f Aratúni 38, Garöabæ.
Elínborg Siguröardóttir,
Unnarbraut 4, Seltjarnarnesi.
Ósk Hallsdóttir,
Tinnubergi 6, Hafnarfiröi.
75 ára_______________________
Baldur Skarphéölnsson,
Borgarbraut 65, Borgarnesi.
Kristín Árnadóttlr,
Litlahvammi 4, Húsavík.
Matthildur BJörnsdóttir,
Suöurgötu 4a, Keflavík.
70 árg_______________________
GunnarJóhannesson,
Sambyggö 12, Þorlákshöfn.
Örn Kristjánsson,
Fífuhvammi 35, Kópavogi.
60 ára_______________________
» Guöjón Skarphéölnsson,
Staöastaö, Snæfellsbæ.
Katrin Hermannsdóttir,
Gauksási 65, Hafnarfiröi.
Reynir Kristjánsson,
Þrastarási 44, Hafnarfirði.
Sara Eliasdóttir,
Stórateigi 25, Mosfellsbæ.
5.0ára_______________________
Elnar Eyjólfsson,
Breiövangi 1, Hafnarfiröi.
Gunnlaugur Nielsen,
Skógarlundi 10, Garöabæ.
Hulda Guöný Ásmundsdóttlr,
+• Lindarbergi 8, Hafnarfiröi.
Jón Ólafsson,
Ljósalandi 21, Reykjavík.
Kolbrún Björnsdóttir,
Skeiöarvogi 101, Reykjavík.
Kristín Erla Gústafsdóttlr,
Jakaseli 23, Reykjavík.
Lilja Jónsdóttlr,
Sævangi 53, Hafnarfirði.
María Arnflnnsdóttlr,
Skipagötu 5, Akureyri.
Ómar Jónasson,
Engihjalla 11, Kópavogi.
Siguröur Hreinsson,
Valbraut 6, Garði.
Sverrir Hans Konráösson,
Kjarrmóum 36, Garöabæ.
40 ára_______________________
Anna Marie Bæk Rosgaard,
Hálsaseli 12, Reykjavík.
Ásgelr Elíasson,
Hófgerði 28, Kópavogi.
Bjargey Magnúsdóttlr,
Arnarkletti 18, Borgarnesi.
Guðfinna Auðunsdóttir,
Heiöarseli, Egilsstööum.
Guörún Ármannsdóttir,
Hólalandi 6, Stöövarfiröi.
Laufey Flnnbogadóttir,
Noröurvangi 40, Hafnarfiröi.
Ólafur Birgisson,
Botnahlíö 14, Seyöisfiröi.
Ólöf Gísladóttir,
Eyrarholti 7, Hafnarfiröi.
Óskar Kristlnsson,
Njarðarholti 7, Mosfellsbæ.
Sverrir Sverrisson,
Bragavöllum 8, Keflavík.
AuglýsingaM
auglysingar@dv.is
550 5000
Fimmtug:
Árný Erla Svei n bj ö rnsdótti r
Össur Skarphéðinsson
össur Skarphéðinsson, alþingis-
maður og formaður Samfylkingarinn-
ar, fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í
dag og eiginkona hans, Árný Erla
Sveinbjörnsdóttir, doktor í jarðfræði,
á morgun. Össur og Ámý efna til mót-
töku á Kjarvalsstöðum í kvöld klukkan
20.30. Þangað eru allir vinir og vel-
unnarar velkomnir til að samgleðjast
formannshjónunum á þessum tíma-
mótum.
Starfsferill Össurar
Össur fæddist í Reykjavík 19.6.
1953. Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1973, B.Sc.-prófi í líffræði við HÍ1978,
og doktorsprófi við bresku Hafrann-
sóknastofnunina árið 1983. Össur
stundaði sjómennsku á yngri árum.
Hann var ritstjóri Þjóðviljans 1984-87,
var lektor í lífeðlisfræði við HÍ 1988,
var aðstoðarforstjóri Reykvískrar end-
urtryggingar 1989-91, var alþm. Reyk-
víkinga fyrir Alþýðuflokkinn 1991-99
og fyrir Samfylkinguna frá 1999. Hann
var jafnframt umhverfisráðherra
1993-95, ritstjóri Alþýðublaðsins 1997
og ritstjóri DV 1997-98.
Össur var forseti Listafélags MR
1972-73, varaformaður Stúdentaráðs
1975-76 og formaður 1976-77, átti
sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins
1985-87 og framkvæmdastjórn
1985-86. Hann var formaður iðnaðar-
nefndar Alþingis 1991-93, formaður
heilbrigðis- og trygginganefndar Al-
þingis 1995-1999 og formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins 1991-93. f
Þingvallanefnd síðan 1995. Össur hef-
ur gegnt formennsku í Samfylking-
unni frá stofnun flokksins í maí 2000.
Starfsferill Árnýjar
Árný er fædd 20.6. 1953. Hún er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1973, lauk B.Sc.-prófi í jarð-
fræði frá Háskóla Islands 1978 og
doktorsprófi í jarðefnafræði frá há-
skólanum í Austur-Angliu, Englandi,
1984.
Árný starfaði sem jarðfræðingur við
jarðhitadeild Orkustofnunar
1984-1985, varð sérfræðingur við
Raunvísindastofnun Háskólans 1986
og síðar vísindamaður við sömu
stofnun. Hún hefur verið stofustjóri
jarðeðlisfræðistofu Raunvísindastofn-
unar síðan 2000. Árný hefur verið
stundakennari við jarðfræðiskor Há-
skólans frá 1988.
Árný var í stjórn Jarðfræðafélags ís-
lands 1986-88. Hún átti sæti í tón-
leikanefnd Háskólans 1987-89. Var
formaður Starfsmannfélags Raunvís-
indastofriunar Háskólans 1987-1991
og fulltrúi starfsmanna í stjóm Raun-
vísindastofnunar Háskólans
1987-1991.
Fjölskylda
Össur og Árný eru búsett á Vestur-
götu 73. Dætur þeirra eru Birta Marsil-
ía, f. 18.9.1994; Ingveldur Esperansa, f.
20.10.1998.
Systkini Árnýjar em: Ingveldur, f.
19.3. 1948, námsráðgjafi og ensku-
kennari við Kvennaskólann í Reykja-
vík, gift Jóni Sigurðssyni og eiga þau
þrjú börn; Hjörleifur, f. 11.12. 1949,
deildarstjóri þýðingardeildar Norður-
ljósa, kvæntur Ingibjörgu Sólrúnu
Gfsladóttur, fyrrverandi borgarstjóra
og núverandi borgarfúlltrúa, og eiga
þau tvo syni; Ágústa, f. 3.6.1951, arki-
tekt hjá Borgarskipulagi Reykjavíkur,
gift Magnúsi S. Magnússyni og eiga
þau tvö böm.
Árný er dóttir Sveinbjarnar Einars-
sonar, f. 24.4. 1919, fyrrv. kennara, og
Huldu Hjörleifsdóttur, f. 13.7. 1925,
fyrrv. starfsmanns við skólaathvarf.
Þau búa að Hjarðarhaga 26 í Reykja-
vík.
Systkini Össurar em Magnús, f. 4.7.
1955, skólastjóri Sálarrannsóknarskól-
ans; Sigurður, f. 7.2.1958, rafvirki„0 og
á hann þrjú börn. Sambýliskona hans
er Jóna M. Jónsdóttir; Jóffíður, f. 18.7.
1959, búsett í Skaftholti í Gnúpverja-
hreppi; Halldóra, f. 10.6.1968, doktor f
vistfræði í Stokkhólmi, gift Frey Bark-
arsyni. Halldóra á eina dóttur.
Foreldrar Össurar em Skarphéðinn
Össurarson, f. 30.7.1916, frá Keldudal
í Dýrafirði, fyrrv. framkvæmdastjóri f
Reykjavík, og k.h., Valgerður Magnús-
dóttir, f. 16.8.1928, húsmóðir og fyrrv.
kvenskátahöfðingi.
Ætt
Skarphéðinn er sonur Össurar, bú-
fræðings á Hóli í Bolungarvík, bróður
Guðmundar, skipamiðlara í Reykjavík.
Össur var sonur Kristjáns, b. í Hauka-
dal í Dýrafirði, Össurarsonar og Ragn-
heiðar Pétursdóttur.
Móðir Skarphéðins var Jófríður
Ágústa Gestsdóttir, b. á Skálará í
Keldudal í Dýrafirði, föðurbróður
Friðjóns Skarphéðinssonar, fyrrv.
dómsmálaráðherra og afabróður Guð-
mundar Pálmasonar jarðeðlisfræð-
ings. Gestur var sonur Jóns, b. í Stóra-
Galtardal á Fellsströnd, Þorgeirssonar
og Halldóru, systur Þórðar á Breiða-
bólstað, langafa Friðjóns Þórðarsonar,
fyrrv. dómsmálaráðherra, og Gests,
föður Svavars sendiherra.
Valgerður, móðir Össurar, er dóttir
Kristins Magnúsar, bifreiðarstjóra í
Reykjavík, Halldórssonar, trésmiðs í
Reykjavík, Þorsteinssonar, b. á Austur-
velli á Kjalarnesi, Kaprasíussonar.
Móðir Magnúsar var Gíslína Péturs-
dóttir, b. á Bala á Kjalamesi, Kristjáns-
sonar, af Fremra-Hálsætt, en meðal
frændfólks Össurar af þeirri ætt em
Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Valur
Valsson bankastjóri, Guðrún Helga-
dóttir, rithöfundur og fyrrv. alþm.,
Magnús Hreggviðsson, framkvæmda-
stjóri Frjáls framtaks, og Jóhanna
Kristjónsdóttir blaðamaður og móðir
rithöfúndanna Illuga og Elísabetar
Jökulsbama, auk Hrafns, rithöfundar
og forseta skákfélagsins Hróksins.
Sjötugur:
Björn Pálsson
Björn Pálsson Ijósmyndari,
Víðilundi 4 í Garðabæ, er sjötugur
í dag.
Starfsferill
Bjöm er fæddur og uppalinn á
fsafirði til 1946 en þá flutti hann til
Reykjavíkur. Fór í Ingimarsskólann.
Björn var á sjó frá 1951 til 1957 þeg-
ar hann hætti í kjölfar slyss. Hann
lærði ljósmyndun og hefur starfað
við það síðan.
Björn var trúnaðarmaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur og sat
fjölda ASÍ-þinga. Hefur setið í Sjó-
mannadagsráði frá 1967. Sat í
stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar
og Bessastaðahrepps og var for-
maður þess 1982-1985. Formaður
fulltrúaráðs sama félags 1985-1992.
Ritstýrði Görðum, blaði Sjálfstæð-
isflokksins í Garðabæ, 1984-2000.
Sat í skólanefnd Tónlistarskólans í
Garðabæ og situr nú í nefnd um
málefni eldri borgara. Björn var
forseti Kiwanisklúbbsins Heklu
1988-1989 og ritstjóri Safnaðar-
blaðs Garðasóknar frá 2002.
Fjölskylda
Björn kvæntist 1.10.1960 Sigur-
laugu Björnsdóttur, starfsmanni
Pósts og síma, f. 3.7. 1930. Foreldr-
ar hennar: Björn Árnason bif-
reiðarstjóri og Guðfinna Sigurðar-
dóttir, húsmóðir í Hafnarfirði.
Börn Bjöms og Sigurlaugar em
Páll, f. 12.1. 1961, sagnfræðingur í
Reykjavík, Guðfinna, f. 24.12. 1964,
sjúkraþjálfari í Garðabæ, gift Bjarn-
steini Þórssyni kerfisfræðingi og
eiga þau 3 börn.
Systkini Björns em Garðar, fv.
skipherra, f. 22.4. 1922, kvæntur
Lilju Jónsdóttur. Þau eiga 2 börn.
Hannes, ljósmyndari í Reykjavík, f.
9.10. 1924, Áróra, fv. bankastarfs-
maður, f. 29.4. 1926, gift Hafsteini
Jónssyni verkamanni.
Foreldrar Björns em Páll Hann-
esson, f. 18.5. 1896, d. 28.1. 1956,
skipstjóri og Ásta Kristjánsdóttir, f.
28.1. 1896, d. 8.6. 1986. Þau bjuggu
á ísafirði og svo í Reykjavík.
Ætt
Ásta var dóttir Kristjáns Gísla-
sonar, kaupmanns á Sauðárkróki,
og Vilhelmínu Hjaltadóttur, systur
Magnúsar Hjaltasonar, skálds á
Þröm. Páll var sonur Hannesar
Jónssonar, útvegsbónda í Hnífsdal,
og Guðbjargar Pálsdóttur, Símon-
arsonar, bróður Bjarna, föður
Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýri-
mannaskólans.
Björn og eiginkona hans, Sigur-
laug, verða erlendis á afmælisdag-
inn.