Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 FRÉTTIR 13 Lítlll áhugi á sjálfstæði GRÆNLAND: Grænlendingar virðast ekki hafa mikinn áhuga á sjálfstæði landsins, ef marka má dræma þátt- töku í boðaðri ráðstefnu heima- stjórnarinnar um sjálfstæðismálin í haust.Svo kann að fara að ráðstefn- unni verði hreinlega aflýst vegna áhugaleysis. Danska blaðið BerlingskeTidende segir í morgun að aðeins 22 hafi ver- ið búnir að skrá sig til þátttöku þeg- ar frestur til þess rann út í gær. Sjö þeirra verða með erindi. Krafan um aukið sjálfstæði Græn- lands hefur verið ofarlega á baugi hjá bæði grænlenskum og dönskum stjórnmálamönnum hin síðari ár. Ráðstefnan í haust átti að vera eins konar framhald af skýrslu sérstakrar nefndar um sjálfstæðismálin frá í vor þar sem mælt er með auknu sjálfs- forræði Grænlendinga.s í UÓSUM LOGUM: Irönsk kona logar í Frakklandi en nærstaddir reyna að slökkva í henni. Þrír brenndust alvarlega í Frakklandi og einn í Englandi í gær þegar handtök- um meðlima Mujahideen-andófshópsins í Frakklandi var mótmælt.Enginn mótmæl- endanna lét lífið. þessa dagana. Meintar tilraunir írana til verða sér úti um kjarn- orkuvopn hafa orðið til þess að þung orð hafa fallið milli íranskra og bandarískra stjórnvalda. Banda- ríkjamenn hafa sagt að heimurinn verði að gera fran ljóst að hann muni ekki líða landinu að verða sér úti um kjarnavopn. franar segja hins vegar að Sameinuðu þjóðirnar hafl samið skýrslu um kjarnorku- mál í íran samkvæmt pöntunum bandarískra stjórnvalda. í skýrsl- unni kemur fram að franar nota orkuframleiðslu með kjarnorku- tækni sem skálkaskjól íýrir þróun kjarnorkuvopna. Þessu neita hins vegar írönsk stjórnvöld alfarið. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Austurströnd 4, 0402, 50% ehl., Reykjavík, þingl. eig. Stefán Eiríks- son, gerðarbeiðandi Db. Stefáns Jóns- sonar, mánudaginn 23. júní 2003 ki. 10.30. Fiskislóð 18, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Fiskislóð 18 ehf., gerðarbeiðandi Pípulagnir Benna Jóns ehf., mánudag- inn 23. júní 2003 kl. 10.00. Fróðengi 14, 0202, Reykjavík, þingl. eig. Birgir Jens Eðvarðsson og Anna Margrét Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Fróðengi 14-16, húsfélag, Kreditkort hf., Tal hf. og Tollstjóraembættið, mánudaginn 23. júní 2003 kl. 14.00. Grundarhús 14, 0101, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Helgadóttir, gerð- arbeiðendur Búnaðarbanki íslands hf. og Landssími íslands hf., innheimta, mánudaginn 23. júní 2003 kl. 14.30. Hverfisgata 64, 0201, Reykjavík, þingl. eig. Róbert Jónsson og Bergval ehf., gerðarbeiðendur íbúðalánasjóð- ur, Kreditkort hf., Lífeyrissjóðurinn Framsýn ogTollstjóraembættið, mánu- daginn 23. júní 2003 kl. 11.00. Laufengi 64, 0304, Reykjavík, þingl. eig. Margrét Kristín Björnsdóttir,. gerðarbeiðandi Útgáfufélagið DV ehf., mánudaginn 23. júní 2003 kl. 13.30. Skeifan 11,250002, 250102 og 250202, Reykjavík, þingl. eig. Fönn ehf., gerð- arbeiðendur Tollstjóraembættið og Vélsmiðjan Gils ehf., mánudaginn 23. júní 2003 kl. 11.30. ^jÝSLUMAÐURINtmŒYiyAVÍK MMSm hh mmmsmsm s ® IMicotinell Nicotinell tyggigúmmí er lyf sem er notað sem hjálparefni til að hætta eða draga úr reykingum. Það inniheldur nikótín sem losnar þegar tuggið er, frásogast í munninum og dregur úr fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt. Tyggja skal eitt stykki í einu, hægt og rólega til að vinna gegn reykingaþörf. Skammtur er einstaklingsbundinn, en ekki má tyggja fleiri en 25 stk. á dag. tkki er ráðlagt að nota lyfið lengurenlár. Nikótín getur ----‘------ - -- * ■ * ■ ■■ • ................. Nikótín getur valdið aukaverkunum, s.s. svima, höfuðverk, ógleði, hiksta og ertingu í meltingarfærum. Sjúklingar með slæma hjarta- og æðasjúkdóma eiga ekki að nota nikótínlyf nema í samráði við lækni. Nicotinell tyggigúmmí er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækm. Kynniö ykkur vel leiðbeiningar sem fylgja pakkningunni. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Reyklaus lína. AÖstoð og ráðgjöf í síma 800 6030 alla virka daga milli klukkan 17 og 19. Ég vil þakka fyrir þann mikla áhuga sem þið, lesendur góðir, sýnið átakinu okkar. Og kærar þakkir fyrir tölvupóstinn frá ykkur! Margir eiga í erfiöleikum með að taka ákvörðunina um að hætta að reykja, en þegar við Guðbjörg Pétursdóttir, erum sjálf tilbúin þá er það hjúkrunarfræðingur. ótrúlega auðvelt! Innri ákvörðun ---------------------- og staðfesta er allt sem þarf. Hafið endilega samband á dv.is, deilið með okkur reynslu ykkar og segið okkur frá þeim ráðum sem duga ykkur best. Einnig er velkomið að senda inn fyrirspurnir, sem ég mun reyna að svara eftir fremsta megni. Nú er ráð að staldra við og rifja upp ástæðurnar fyrir því að okkur langar til að vera reyklaus. Skrifum þær í dagbókina ef við eruð ekki þegar búin að því. Einnig er sniðugt að skrifa þær niður á spjald sem við þerum á okkur og lesum síðan þegar reykingalöngunin læðist að. Notum undirbúningstímann vel. Ef við erum í vafa um hvernig við eigum að haga okkur þegar við erum hætt að reykja, ættum við að nota lengri tíma til að undirbúa okkur. Helsta ástæðan fyrir því að við föllum eru illa undirbúnar, fljótfærnislegar tilraunir til að hætta. Nýtum okkur fyrri reynslu. Þau okkar sem hafa reynt að hætta áður, ættu að ígrunda vandlega allar fyrri tilraunir og láta fengna reynslu hjálpa til að átta okkur betur á því hvers við getum vænst að þessu sinni. Áhyggjur af þyngdinni. Ýmsir hafa lýst áhyggjum af því að þeir muni þyngjast þegar þeir hætta að reykja, en það er ein algengasta ásteeðan fyrir því að endanlegri ákvörðun um að hætta er slegið á frest. Hættan á að þyngjast er þó ekki mikil ef við forðumst að láta sætindi koma í staðinn fyrir reykingarnar. Aftur á móti eru kílóin fljót að safnast á okkur ef við venjum okkur á sælgætisát í staðinn fyrir reykingavanann. Ef við fáum óseðjandi löngun í eitthvað, er gott ráð að nota fyrst um sinn nikótínlyf í staðinn. Byrjum strax að kaupa inn og borða samkvæmt nýja lífstílnum. Þá er líklegra að okkur takist að forðast aukakilóin, en samt er ekki óeðlilegt að 3-4 kg bætist við til að byrja með því ' ' við meltum fæðuna mun betur. Munum að ef við borðum skynsamlega og hreyfum okkur reglulega ætti þyngd- araukingin ekki að fara úr böndum. Munum einnig að matarlystin eykst þegar við hættum að reykja, því bragðlaukarnir ná aftur sinni fyrri hæfni og maturinn verður bragðmeiri. Hættan á að þyngjast er þó ekki mikil ef við forðumst að láta sætindi koma í staðinn fyrir reykingarnar. En hvað sem öðru líður skulum við hafa hugfast að nokkur kíló í viðbót eru ekkert miðað við alla þá áhættu- þætti, sem við losnum við þegar við hættum að reykja! www.dv.is Þú nálgast eldri pistla Upplýsingar um Nicotinell nikótínlyf Reykingaprófið Þú getur sent fyrirspurnir til Guðbjargar niH]6030

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.