Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 19.JÚNÍ2003 DVSPORT 31 Stoltur og ánægður „Hafði rætt við erlenda þjálfara" Eggert Magnússon, formaður KSÍ sagðist í samtali við DV- Sport, rétt eftir að hafa tilkynnt um ráðningu Ásgeirs og Loga sem þjálfara íslenska landsliðs- ins næstu tvö árin, hafa rætt við nokkra erlenda þjálfara í lok maí, þegar hann var við- staddur úrslitaleik Meistara- deildar Evrópu á Old Trafford í Manchester. Leikurinn var háð- ur í lok maí og var Eggert á leiknum sem fulltrúi UEFA, en þar situr hann í framkvæmda- stjórn. „Ég var búinn að skoða fullt af mönnum og ég ræddi við 2-3 menn í Manchester. Ég þekki auðvitað orðið fullt af þekktum þjálfurum í gegnum starf mitt hjá UEFA svo að ég notaði tækifærið og talaði á þeim leik við nokkra aðila." - Geturðu nefnt einhver nöfn íþví sambandi? „Nöfn vil ég ekki gefa upp á þessu stigi. Ég vil hafa það í samráði við þá menn sem um ræðir svo það valdi þeim ekki óþægindum. - Eru þetta nöfn sem almenningur kannast við? „Já, þetta eru þekkt nöfn. Gott þjálfarapar Eggert segir þetta samstarf Loga og Ásgeirs leggjast mjög vel í sig- annars hefði hann ekki lagt það til við stjóm sambandsins að fara þess leið. „Ég vissi það alveg og hafði sagt að það yrði erfitt að finna hæfan erlend- an þjálfara sem sætti sig við þau laun sem við væmm tilbúnir að borga honum. Það hefur sýnt sig að Logi og Ásgeir uppfylla hvor annan mjög vel og þeir em sterkir hvor á sínu sviði. Árangurinn sýnir að þarna er á ferð „Ég held að það væri mjög gott fyrír íslenska knattspyrnu að fá strauma erlendis frá og að sú skoðun sé fyrir hendi hjá stjórninni hvað framtíðinna varð- // ar. gott þjálfarapar,“ sagði Eggert en ít- rekaði þó að það væri Ásgeir sem hefði síðasta orðið, þrátt fyrir að þarna fæm tveir landsiiðsþjálfarar og hvorugur sé titlaður aðstoðarmaður hins. „Þetta er svolítið eins og sænska uppskriftin. Þar hafa verið tveir landsliðsþjálfarar í langan tíma og það hefur gefist vel,“ sagði Eggert. Leitað erlendis síðar? „Óskastaðan hefur alltaf verið, ef hægt væri, að ráða íslenskan þjálfara. Hins vegar held ég líka að það væri mjög gott fyrir fslenska knattspyrnu að fá strauma erlendis frá. Og ég held að sú skoðun sé enn fyllilega fyrir hendi hjá stjóminni hvað framtíð- inna varðar." - Hvemig bmgðust Ásgeir og Logi við þegar þú baðst þá um að taka starfið að sér til frambúðar? „Bara mjög vel og þeir vom strax tilbúnir til viðræðna. Við kláruðum þetta á mjög skömmum tíma, hitt- umst á mánudaginn fyrst og síðan gengum við frá þessu í morgun (í gær). Ég hef fylgst með í þessu starfi og sé ekki betur en þeir hafi tekið þetta mjög traustum tökum. Ég bind miklar vonir við þá," segir Eggert að lokum. vignii@dv.is „Ég er bæði ánægður og É- stoltur yfir því að hafa fengið tækifæri til að koma að þessu aftur," sagði Logi Ólafsson, annar íslensku landsliðsþjálf- aranna, í samtali við DV Sport gær. Eins og margir kannski muna var Logi landsliðsþjálf- ari í um eitt og hálft ár eftir að hafa tekið við af Ásgeiri EIí- assyni í ársbyrjun 1996. Einu og hálfu ári síðar var Logi rek- inn úr starfi sínu - einmitt eftir tap gegn Litháen, sem sigur vannst á í undankeppni EM j* fyrir skömmu. „Maður veit alltaf að þetta er harður og erfiður bransi og það er alltaf gott að geta feng- ið að koma að hlutum og reyna að gera betur en maður hafði gert áður, og kannski að leið- rétta einhverja hluti," segir Logi, sem mun ekki taka við annarri þjálfarastöðu meðan hann er við stjórnvölinn hjá landsliðinu. „Það er alveg klárt að ég tek ekki við öðrum störfum sem tengjast knattspyrnu á meðan ég er við störf hjá KSÍ. Það er ekki heimild fyrir því í þessum samningi," bætti Logi við að lokum. vignir@dv.is Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari: Ertilbúinn „Það er mjög gott að hafa klárað þetta núna og við er- um mjög sáttir við að fá að stjórna liðinu út und- ankeppni HM," sagði Ásgeir Sigurvinsson, annar hinna nýráðnu þjálfara íslenska landsliðsins. Samningur Ás- geirs og Loga Ólafssonar gildir út undankeppni HM og því munu þeir félagar verða við stjórnvölinn hjá landslið- inu næstu tvö árin hið minnsta. Ekki er hægt að segja að ráðning Ásgeirs komi mikið á óvart þrátt fyrir að KSÍ hafi lagt mikla áherslu á að nýtt blóð væri nauðsynlegt í ís- lenska landsliðshópinn - og það væri líklegast að fá erlendis frá. Tveir sigrar, annar sem kom eftir einhverja bestu frammistöðu landsliðsins í langan tíma, var greinilega nóg til að sannfæra for- ráðamenn KSI um að Ásgeir og Logi væru réttu mennirnir í starfið. „Ég býst við því að Skot- ar vinni heimaleiki sína gegn Færeyingum og Litháum og það þýðir að við verðum að vinna annan leikinn gegn Þjóðverjum." Ásgeir tjáði DV Sporti að framtíð- arráðningin hefði ekki komið hon- um sjálfum á óvart. „Það var talað um að taka einn leik fyrir f einu og sjá sfðan til um hvert framhaldið yrði. En þetta gekk vel hjá okkur í þessum tveimurleikjum og við vor- um reiðubúnir að halda áfram," sagði Ásgeir og bætti við að mark- miðið væri enn það sama og þegar gengið var frá tímabundnu ráðn- ingunni eftir að Atli Eðvaldsson lét af störfum. „Það var að fá helst níu stig út úr leikjunum þremur og sjö stig væru einnig ásættanleg. Tveim er lokið og þar hafa fengist sex stig. Ég held að við þurfum að fá sex stig í viðbót í þessum þremur leikjum sem eftir eru. Þýskaland náði ekki að vinna Skota og ég býst fastlega við því að Skotar vinni heimaleiki sína gegn Færeyingum og Litháum. Þeir verða þá með 14 stig sem þýðir að við verðum að vinna annan leikinn gegn Þjóðverjum." „Við munum gera þetta saman en ég hefsamt sem áður lokaorðið." - Hvernig verður verkaskiptingu ykkar Loga háttað? „Þetta gengur út á samstarf okkar á milli og við munum gera þetta saman. Ég hef samt sem áður loka- orðið en við förum sameiginlega yf- ir hvað okkur finnst í sambandi við leikkerfi, mannaval, æfingar og allt slíkt. Skynjarðu hina margumtöluðu pressu sem fylgir landsliðsþjálf- arastarfinu eftir þessi góðu úrslit í fyrstu leikjunum? „Nei, ég get ekki sagt það. Við vinnum eftir ákveðnum reglum og markaðssetningu. Leikmenn eru jákvæðir með þetta sem við erum að gera. Við setjum okkur það að við vinnum Færeyjar en þá eru eft- ir tveir leikir við Þjóðverja sem við ættum ekki að taka mörg stig af.“ - Hver er staðan á Guðna Bergs- syni og Eyjólfi Sverrissyni. Munuð þið halda áfram að þrýsta á þá fé- Iaga að klára undankeppnina? „Já, já,“ sagði Ásgeir kíminn á svip og hélt áfram: „Við munum halda áfram að vera í sambandi við þá. En það verður ekki fyrr en eftir að Guðni er búinn í sfnu fríi. Ég hef heyrt að Eyjólfur sé eitthvað byrj- aður að æfa með Fylki og við mun- um að sjálfsögðu halda þessu til streitu. vignir@dv.is \

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.