Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.2003, Blaðsíða 9
Á fimmtudagskvöldum kl. 22.00 Á þriðjudagskvöldum kl. 21.00
Brúðkaupsþátturimn Já
(e) mið. kl. 18.30 og sun. kl. 17.00
Hinn sívinsæli brúðkaupsþáttur verður á dagskrá í
sumar, þriðja árið í röð! Sumarið er þéttskipað
skemmtilegum brúðkaupum og meðal efnis verður
brúðkaup á Snæfellsjökli, garðbrúðkaup, kaþólskt
brúðkaup auk fjölda annarra brúðkaupa. Spjallað
verður við nokkur hjón sem hafa verið gift í lengri eða
skemmri tíma og brúðkaupsdagurinn rifjaður upp.
Bryddað verður upp á ýmsum nýjungum og kynntar
góðar hugmyndir að undirbúningi, gjöfum og öllu
því sem viðkemur stóru stundinni. Pörin hafa þegar
verið valin og til mikils er að vinna því eitt heppið
par hlýtur draumabrúðkaupsferð að launum fyrir
þátttökuna! Umsjón með þættinum hefur sem fyrr
Elín María Björnsdóttir.
Hljómsveit íslands - Gleðisveit ingóifs
Á fimmtudagskvöldum kl. 21.30
(e) fös. kl. 23.00 og sun. kl. 00.10
í þáttunum um Hljómsveit íslands, eða Gleðisveit Ingólfs, er fylgst með Ingólfi umboðsmanni koma meðlimum
Gleðisveitarinnar í fremstu röð sveitaballahljómsveita og vera snöggur að því! Ingólfur fær tæþt sumar til að gera strákana
fræga og í þáttunum, sem eru nokkurs konar blanda af heimildar- og skemmtiþáttum, verður fylgst með því hvaða
aðferðum hann beitir. Gleðisveitinni verður fylgt eftir á ferðum sínum um landið í leit að frægð og frama og áhorfendur sjá
með eigin augum hvernig óþekkt bílskúrsband breytist í hljómsveit íslands! Gleðisveitin er aufúsugestur á hverju heimili, í
hverju félagsheimili og þlötuskáp og eins og Ingólfur sjálfur orðar það: „Við erum að tala um hljómsveit sem er ekki bara
hóþur af mönnum sem búa til frábæra tónlist, heldur fjölskylda sem ÞÚ ert partur af‘. Það má búast við sannkallaðri
sveitaballsstemningu og stanslausu stuði í allt sumar!
Hjartsláttur á ferð og flugi
(e) fös. kl. 18.30 og sun. kl. 23.40
Þóra Karítas og Mariko mæta aftur í fullu fjöri á skjáinn í sumar með
þáttinn Hjartslátt á ferð og flugi. Stelpurnar hafa sagt skilið við
strætóinn í bili og hefja sig nú til flugs með Flugfélagi íslands;
í sumar er landið allt undir! Tekinn verður púlsinn á því sem verður
að gerast á íslandinu bláa og hver veit nema þær kíki líka eitthvað út
fyrir landsteinana. Spjallað verður við þjóðþekkta íslendinga í bland
við óþekkta áhugaverða einstaklinga sem eru að bralla eitthvað
sniðugt. í þættinum verða einnig skemmtilegir leikir þar sem fólk fær
tækifæri til að gleðja vini og vandamenn. Afmælisbarn vikunnar
verður valið og fær óvænta afmælisgjöf frá Þóru og Mariko í tilefni
dagsins.
Mótor-
sumarsport
(e) þri. kl. 00.30 og lau. kl. 14.30
íslensku sumrin eru gósentíð fyrir áhugamenn um akstursíþróttir og lengi hefur verið
kallað eftir þætti sem fjallar um fleira en rall- og torfæruakstur. Þar koma
umsjónarmenn Mótors-sumarsports ekki að tómum kofunum. í Mótor-sumarsporti
verður m.a. fjallað um kvartmílu, mótorkross, sandspyrnu, go-kart, hraðbátarall,
listflug, mótordreka, svifflug og ótalmargar íþróttir aðrar. í þáttunum verður sýnt frá
undirbúningi og kepþnum og fróðleiksmolum um viðkomandi sport skotið inn á milli.
A mánudagskvöldum kl. 22.50