Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 24. JÚNÍ2003 SKOÐUN 75
Valdhroki á þjóðhátíð
SPJÖLDIN A LOFT: Hernum mótmælt á Austurvelli.
KJALLARI
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjómmálafræðingur
í Kastljósi Sjónvarpsins á
sunnudagskvöldið voru sýnd-
ar myndir sem áhugakvik-
myndatökumaður tók af af-
skiptum lögreglunnar af mót-
mælendum á Austurvelli á
þjóðhátíðardaginn.
Eftir atburðinn og áður en mynd-
irnar voru sýndar almenningi
höfðu fulltrúar lögreglunnar lýst
því yfir að mótmælendurnir hefðu
verið fjarlægðir vegna þess að þeir
trufluðu allsherjarreglu og að mót-
mælendurnir hefðu farið inn á há-
tíðarsvæðið þar sem þeir máttu
ekki vera. Á myndunum var hvor-
ugt að sjá og varalögreglustjóri,
sem mættur var í Kastljósið, gerði
enga tilraun til að rengja að þær
gæfu rétta mynd af atburðinum.
Friðsæl mótmæli
Á myndunum kemur bersýnilega
í ljós að innan um hundruð áhorf-
enda voru örfáir mótmælendur,
um það bil tugur talsins, og voru
þeir allir staddir á því svæði sem
ætlað var áhorfendum. Ekki var að
sjá að neinn þeirra hefði gert
minnstu tilraun til að fara inn á
svæðið sem ætlað var fyrirmenn-
unum og boðsgestum þeirra. Á
myndunum kom jafnframt vel í ljós
að mótmælin fóru friðsamlega
fram. Ekki var að sjá að neinn mót-
mælendanna hefði reynt að trufla
„Ekki fæst séð afhvaða
tilefni lögreglan sá
ástæðu til að fjarlægja
mótmælendur með
valdi af Austurvelli
sautjánda júní. Svo
virðistsem um hreinan
geðþótta og valdhroka
hafi verið að ræða."
dagskrána með frammíköllum eða
með annarri háreysti. Þvert á móti
stóðu þeir þarna þöglir og héldu
heimatilbúnum mótmælaspjöld-
um á lofti án þessa segja eitt ein-
asta orð.
Lögreglan raskar ró
Hvers vegna sá lögreglan þá
ástæðu til að fjarlægja mótmæl-
endurna? Erfitt er að finna nokkurt
skynsamlegt svar við því. Geir Jón
og félagar í lögreglusveitunum
gerðu Davíð Oddssyni í það
minnsta lítinn greiða með því að
ráðast til atlögu við friðsæla mót-
mælendur meðan á ávarpi hans
stóð. Áður beindist athygli fárra að
mótmælendunum en með aðgerð-
um sínum var það lögreglan sem
beindi kastljósinu að þeim - með
því að draga þá með valdi út af
svæðinu. Með því móti var það sjálf
lögreglan sem raskaði allsherjar-
reglu á hátíðarsvæðinu en ekki þeir
örfáu mótmælendur sem þarna
voru samankomnir til að nýta sjálf-
sögð mannréttindi og koma skoð-
unum sínum á framfæri með frið-
sömum þætti.
„Rangar" skoðanir
Á myndunum kemur valdhroki
sumra lögreglumannanna berlega í
ljós þegar þeir gerast sekir um það
að rífa úr höndum mótmælenda
heimagerðu mótmælaspjöldin
þeirra og skemma beint fyrir fram-
an myndavélina sem tók aðfarirnar
upp á myndband. Á spjöldunum
koma fram stjórnmálaskoðanir og
eini tilgangurinn með því að
skemma spjöldin er að koma í veg
fyrir að mótmælendurnir fái að
koma skoðunum sínum á framfæri.
Þeir sem veifuðu íslenska fánanum,
sem er lfka pólitísk tjáning, fengu
að gera það í friði en ekki fæst séð
að allsherjarreglu eða öryggi borg-
aranna hafi staðið meiri ógn af
mótmælaspjöldunum.
Eins óhugnanlegt og það var að
fylgjast með þessum aðförum voru
orð varalögreglustjórans í Kastljós-
þættinum þó enn óhugnanlegri.
Eftir skoðun á myndunum flutti
hann ekki afsakanir lögreglunnar
og lofaði yfirbót og betrun eins og
búast mátti við heldur sagði það
blákalt út að lögreglan teldi sig hafa
fulla heimild til að takmarka tján-
ingarfrelsi borgaranna. Hann benti
á að þar sem boðað hefði verið til
samkomunnar undir ákveðnum
pólitískum formerkjum til að hylla
íslenska þjóðríkið og hlýða á póli-
tíska ræðu forsætisráðherrans
hefði verið fyllilega eðlilegt að
halda þeim frá sem komu til að lýsa
annarri skoðun. Svo virðist sem
lögreglan telji sig þess umkomna
að meta hvaða skoðanir borgararn-
ir megi tjá og hverjar ekki og jafnvel
grípa tii aðgerða ef menn lýsa
rangri stjórnmálafstöðu.
HERINN BURT- EN SAMTEKKI: Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði brotthvarf varnarliðsins á stefnuskrá sinni en hugurfylgdi ekki máli hjá þeim Ólafi (situr Kristjáni Eld-
járn forseta á hægri hönd) og Einari Ágústssyni utanríkisráðherra (situr Kristjáni á vinstri hönd).
stjórninni saman án þess að styggja
Bandaríkin í hermálinu."
Stefnuleysi
í bók Vals kemur á nokkrum
stöðum fram að íslenskir ráða-
menn virtust hafa litla hugmynd
um hvað þeir vildu í raun þegar
fulltrúar Bandaríkjastjórnar gengu
á eftir stefnu þeirra í málum varn-
arliðsins.
Þeir Ólafur Jóhannesson og Einar
Ágústsson viðurkenndu á fundi
með sendiherra Bandaríkjanna á
íslandi sumarið 1971 að þeir hefðu
takmarkaða þekkingu á hlutverki
herstöðvarinnar og þyrftu að afla
sér frekari þekkingar á varnargildi
hennar áður en ráðist yrði í viðræð-
ur við Bandaríkjamenn.
Sjálfur forsætisráðherr-
ann gat sem sagt ekki
svarað sendiherranum
því hver stefna ís-
lenskra stjórnvalda
væri í varnarmálum
landsins.
Það var 13. nóvember 1973 sem
viðræður hófust við Bandarfkja-
menn um framtíð varnarliðsins.
„Einar Ágústsson var gersamlega
óundirbúinn vegna þess hve mikil
orka hafði farið í landhelgismálið
og hafði sem fyrr engar tillögur
fram að færa,“ segir í bók Vals.
Og slíkt var stefnuleysi íslenskra
stjórnvalda að bandaríski sendi-
herrann gekk á fund Ólafs forsætis-
ráðherra í desember 1973 og kvart-
aði undan því að hann ætti erfitt
með að útskýra fyrir yfirmönnum
sínum hver stefna íslendinga væri í
varnarmálum. Um svör Ólafs segir
Valur í bók sinni:
„Ekki hafði Ólafur fremur en Ein-
ar neinar fastmótaðar tillögur um
niðurskurð í hernaðarumsvifum á
Keflavíkurflugvelli. Bandaríkja-
menn yrðu að bjóðast til að fækka
enn frekar í hernum og koma með
nýtt og dramatískt útspil í málinu.
Þegar Irving [sendiherrannj spurði
í hverju það ætti að felast játaði
Ólafur að hann vissi það ekki og
sagðist skammast sín hálfparinn
fyrir það.“
Sjálfur forsætisráðherrann gat
sem sagt ekki svarað sendiherran-
um því hver stefna íslenskra stjórn-
valda væri í vamarmálum landsins.
Enda hafði ekkert sjálfstætt mat
farið fram á varnarþörfinni og ekki
var skipuð nefnd til að fjalla um ör-
yggis- og varnarmál landsins fyrr
en mörgum ámm sfðar eða 1978.
Þrátt fyrir það hafa stjórnvöld nú -
árið 2003 - enn ekki látið gera út-
tekt á varnarþörfum íslands, eins
og fram hefur komið í DV.
Blekkingar
I sama samtali sagði Ólafur Jó-
hannesson við sendiherra Banda-
ríkjanna að hann myndi þurfa að
tala af hörku um varnarliðið og
jafnvel hóta uppsögn vamarsamn-
ingsins í áramótagrein sinni
nokkmm dögum síðar - „en bað
Bandaríkjastjórn að hafa ekki of
miklar áhyggjur af því[!!]“. Þetta er
ekki eina dæmið um tvöfeldni ís-
lenskra ráðamanna gagnvart ís-
lensku þjóðinni sem getið er um í
bók Vals því að hvað eftir annað
gengu fslenskir ráðamenn á fund
bandarískra embættismanna og
fullvissuðu þá um að það stæði alls
ekki til að standa við stefnuyfirlýs-
ingu stjórnarinnar um brotthvarf
hersins.
Skýrasta dæmið er líklega fundur
Einars Ágústssonar utanríkisráð-
herra með Irving sendiherra þar
sem hann fór þess beinlínis á leit að
Bandaríkjastjórn beitti vísvitandi
blekkingum til þess að létta undir
með ríkisstjórn íslands. Valur vitn-
ar hér í frásögn sendiherrans af
þessum fundi:
„Einar Ágústsson spurði hvort
ríkisstjóm Bandaríkjanna væri
reiðubúin að beita sýndarmennsku
í varnarliðsmálinu og leggja fram
mjög róttækar tillögur [um niður-
skurð í varnarliðinu], sem hún
þyrfti síðan aldrei að framfylgja. Ég
tjáði honum að það væri ávallt
hættulegt að beita blekkingum og
tillögur Bandaríkjastjórnar fram að
þessu hefðu verið lagðar fram í
góðri trú."
Vinstristjórnin hrökklaðist frá
völdum 1974 áður en til þess kæmi
að leiða hermálið til lykta.
E
E
D
Óþvegið
„Og þó að Samfylkingarfólk
bugti sig og beygi, standi og
sitji og stingi upp í frúna dúsu
eins og henni dettur í hug
hverju sinni leynir örvæntingin
og óánægjan sér ekki. [...] Að
sjá annan mann blómstra í
stólnum á vegum Reykjavíkur-
listans er vont. Reykjavíkurlist-
inn það er ég. Þess vegna er
engin tilviljun að helstu kálfar
Samfylkingarinnar skuli nú
hver á fætur öðrum enn bugta
sig og beygja og reyna allt
hvað af tekur til að eyðileggja
samstarfið um Reykjavíkurlist-
ann með misgáfulegum yfirlýs-
ingum og ummælum. Einhvers
staðar yrði alla vega grátið
þurrum tárum!"
Guðjón Úlafur Jónsson, formaður Kjör-
dæmissambands framsóknarmanna í
Reykjavík suður og trúnaðarmaður I
samningaviðræðum um framboð R-
listans.
Þeir eru
farnir að rífast
„Eftir höfðinu dansa limirnir.
Davíð Oddsson hefur á síðustu
árum afrekað að setja alla um-
ræðu um utanríkismál á afar
lágt plan, svo lágt að aðrir
sjálfstæðismenn eru nú loksins
farnir að kvarta."
Birgir Hermannsson d Kreml.is leggur
út afgagnrýni Þórlindar Kjartansson-
ar, fyrrverandi aðstoðarmanns fjdr-
málardðherra, d máflutning Heimdall-
arí umræðu um Evrópusambandið.
Frelsi til að spilla
„Ef til dæmis múslímar fá leyfi
til að halda samkomu einhvers
staðar, er það þá spurning um
„tjáningarfrelsi" að allir aðrir
megi skálma með krossa inn á
samkomuna? Það er mikill
munur á því hvort skilti er fjar-
lægt þar sem maður gengur
með það í sakleysi sínu eða
hvort það er tekið af manni
sem fer með það inn á hátíð
sem aðrir halda og hafa fengið
fullt leyfi fyrir, í þeim tilgangi
að spilla hátíðinni fyrir þeim."
Vefþjóðviljinn á Andrlki.is.
Alltfyrir
viðskiptavininn
„Ekki einungis hafi verið sýnt
fram á að einkaaðilar geti rekið
fangelsi sem séu meðal þeirra
bestu í landinu heldur hafi til-
koma samkeppninnar haft
mjög hvetjandi áhrif til fram-
þróunar í öllu kerfinu."
Frétt á vefSamtaka atvinnulifsins um
reynslu Breta af einkareknum fangels-
um.