Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.06.2003, Síða 31
-r 30 DVSPORT ÞRIÐJUDAGUR24. JÚNÍ2003 ÞRIÐJUDAGUR24. JÚNl2003 DVSPORT 31 EKtÐ Á MÓTI STRAUMI: Mikið gekk á þega r ökumenn hjólanna keyrðu á móti straumi í Selsundslæk. DV-myndir Sigurður Jökuil í.seinni umferðinni er ræst með því að keppendur sitja á hjólunum með dautt á mótor 10 í hverri röð og aka beint áfram í um 50 metra að fyrstu beygju og síðan tekur við brautin. Það getur verið ansi þröngt í þessari fyrstu beygju og var hún keppanda nr. 11, Gunnari Þór Gunnarssyni, að falli og virtist allt Þegar keppnin hafði staðið í 97 mín. og 36 sek. var það Viggó Viggósson sem kom fyrstur í mark. ætla að fara í eina kös við það að hann féll við. Keppendur í meist- aradeild eru ýmsu vanir og leystu þetta vel og enginn annar datt og hófst nú einhver mest spennandi keppni í enduro frá upphafí. Eftir fyrsta hring var Einar fyrst- ur, annar var Valdimar og Haukur 3., en í 4. sæti var Viggó og Sölvi Árnason fimmti. í næsta hring var Einar enn fyrstur og reyndar hélt hann forustunni alla keppnina fil loka, en Viggó setti hvern hringinn eftir annan hraðasta hring og dró stöðugt á Einar alla keppnina þar til í síðasta hring sem Einar var með betri hring en Viggó. Haukur var þó aldrei langt á eftir þeim félögunum og beið þess að þeir gerðu mistök. Hraðasta hring keppninnar átti Viggó, sem var 15,32,47, en Einar var á sömu sek. með hraðasta hring 15,32,74 og Haukur með 15,46,75. Einar og Viggó unnu hvor sína keppnina og voru í öðru sæti í hinni og fengu þar af leiðandi báðir 185 stig eftir daginn, en þar sem Einar vann seinni keppnina telst hann sigurvegari dagsins enda eftir sam- anlagðan tíma úr báðum keppnun- um er Einar með 1,06 sek. betri tíma en Viggó eftir daginn. -HJ STENDUR VEL AÐ VÍGI: Einar S. Sigurðarson leiðir stigakeppni ökuþóra eftir keppni helgarinnar. LÍKLEGUR TIL AFREKA: Haukur Þorsteinsson á Yamaha stóð sig vel um helgina og þykir líklegur til frekari afreka á tímabilinu. Fyrir aftan hann erViggó Viggósson á TM. En til að ná þessum góðu myndum af íþrótt sem þessari þarf að vera á réttum stöðum á réttum augnablikum og til að ná sem best- um myndum fórnaði Sigurður Jök- ull sér gjörsamlega fyrir sköpunar- verk sitt með því að ösla yfir Selsundslæk og varð við það blaut- ur sem rakki til sveita. www.lax-a.is Nýjar fréttir daglega! Einar hafði betur fyrir rest Keppni í 3. & 4. umferð DV-Sports islandsmeistarumótsins í enduro - Er með öruggt forskot í stigakeppninni eftir keppni helgarinnar Stærsti lax sumarsins: «1 18,5 punda fiskur veidd- ist í Víðidalsá * Laxveiðin heldur áfram, en það er spáð regni og veiðimenn eru kátir með það, það veitir ekki af því á þessum síðustu og verstu tímum. „Ég veiddi 18,5 punda lax við gömlu brúna í Víðidalsá en opn- DV heyrði í veiði- mönnum við Víði- dalsó í gær og þá gekk veiðiskapurinn mjög rólega. unarhollið veiddi 5 laxa," sagði Rögnvaldur Guömundsson, en hann er með stærsta laxinn f sumar ennþá, en Blanda kemur síðan með 18 punda fisk sem veiddist á opunardaginn. „Síðasta daginn sem við veiddum þarna veiddi ég 5 laxa og sá töluvert af fiski á ferðinni neðarlega í ánni," sagði Rögn- valdur ennfremur. DV heyrði f veiðimönnum við Víðidalsá í gær og þá gekk veiði- skapurinn mjög rólega. Byrjaði vel í Flókadalsá í Borgarfirði og Korpu „Opnunarhollið veiddi 6 laxa og síðan hafa allavega veiðst 2 laxar, veiðimenn hafa séð eitt- hvað af löxum," sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum er við spurðum um stöðuna í Fióka- dalsá í Borgarfirði, en nokkir dagar eru síðan áin var opnuð fyrir veiðimönnum. Sjóbirtingar á land „Það eru komnir 10 laxar á land og veiðimenn hafa séð laxa víða um ána, auk þess hafa veiðst þrír vænir sjóbirtingar," sagði Jón Þór Júlíusson er við spurðum um fyrstu dagana í Korpu. „3 laxar veiddust á opnunar- daginn og síðan 6 laxar daginn eftir, þetta er fantagóð byrjun í ánni," sagði Jón Þór ennfremur. Veiðiskapurinn byjaði feikna- „3 laxar veiddust á opnunardaginn og síðan 6 laxar daginn eftir, þetta er fanta- góð byrjun í ánni." vel á svæði fjögur í Stóru-Laxá í Hreppum, en fyrsta morguninn, sem áin var opnuð, veiddust 7 laxar. Laxarnir voru aUir svipaðir að þyngd, upp að 12 pundum. Það sást víða fiskur á svæði fjög- ur en veiðiskapurinn gekk rólega á svæði eitt, tvö og þrjú. Fjórir af þessum fyrstu löxum f Stóru Laxá veiddust á flugu. -G.Bender 3. og 4. umferð í DV-Sport ís- landsmeistaramótinu í enduro fóru fram á laugardag, í Svín- haga í Rangárvallasýslu. Þar stóð Einar S. Sigurðarson uppi sem sigurvegari í samanlagðri keppni dagsins og hefur hann nú dágott forskot á Viggó Örn Viggósson í heildarstiga- keppninni. Fyrsta keppnin var haldin við Úlfarsfell í Reykjavík á væntanlegu byggingarsvæði Reykjarvíkur og héldu forsvarsmenn Vélhjólaí- þróttaklúbbsins sig við þetta fyrir- komulag að vera með keppnir á væntanlegu byggingarsvæði, en nú var verið á væntanlegum vegum sem eiga að vera sumarbústaða- vegir í landi Svínhaga. Það voru 40 keppendur mættir til að keppa í meistaradeild í þessari keppni. Keppnisbrautin var 12,7 km á lengd og voru um 6 km á grónu landi og þurfti að fara tvisvar í hverjum hring yfir Selsundslæk sem rennur í gegnum landið Svín- haga. Fyrst var ekinn öfugur sólar- gangur og ræst með svokölluðu hlaupastarti þar sem keppendur hlaupa að hjólunum sínum, sparka þeim í gang og taka 90 gráðu beygju inn í brautina. Einar Sigurðarson á KTM 525 MXC náði besta startinu og kom fyrstur eftir 1 hring og fast á eftir •* honum var Viggó Viggósson á TM Racing 300 Cross, en 3. var Gunnar Þór Gunnarsson á Honda CRF 450. Eftir tvo hringi var Viggó orðinn fyrstur, Ragnar Ingi á Honda annar og Gunnar Þór enn í 3. Einar var sem keppa í B-deild, en sú keppni stendur í 55-60 mín. Það voru 42 keppendur á ráslfnu í B-deild og voru margir ungir kepp- endur að mæta í sína fyrstu endur- okeppni. I B-deild mega keppendur vera frá 12 ára aldri og var sá yngsti 12 ára og sá elsti 40 ára. Startað er með sama fyrirkomu- lagi og í meistaradeild og var það Gunnlaugur Karlsson sem var lang- fyrstur út úr startinu og þegar hann var búinn með 4,5 km af brautinni var hann kominn að Selsundslæk og með um 30 sek. forskot. Þarna gerði hann afdrifarík mistök, en hann fór of hratt yfir lækinn, datt á hausinn og drekkti hjólinu og þar með var leikurinn tapaður. Það var hins vegar elsti keppandinn, Jó- hann Guðjónsson, sem notaði ald- ur sinn og skútusiglingarkunnáttu vel og kom fyrstur eftir 1 hring, annar var Baldur Davíðsson, en 3. var Arnór Hauksson. Eftir að eknir höfðu verið 3 hringir vað það Jó- hann Guðjónsson sem sigraði á tímanum 56,11 og Baldur Davíðs- son var 7 sek. á eftir honum, en þriðji var Einar Bragason, rúmum 2 mín. á eftir Einari. Besta tíma í ein- um hring í B-deild átti Jóhann Guð- jónsson, 18,36 mín. Góð byrjun Einars Þá var næst seinni umferðin í meistaradeild og nú var ekinn öf- ugur hringur í brautinni. Með því að aka öfugan hring þurftu kepp- endur að aka upp á móti straumn- um í Selsundslæk og reyndist það vera sumum hjólunum ofraun þeg- ar á keppnina leið vegna þess að við hvern ekinn hring var vaðið yfir lækinn alltaf dýpra og dýpra. FÉKK ÞANN STÓRA: Jón Ásgeir Einarsson með tvo fallega laxa á svæði fjögur í Stóru-Laxá í Hreppum. DV-mynd G. Bender SLAPP VEL Gunnar ÞórGunnarsson (11) í Honduliðinu lenti í skakkaföllum í byrjun keppninnar þegar hann datt og lá við að hann fengi alla keppendurna yfir sig. Hann bjargaði sér þó fyrir horn og kom meðal fyrstu manna í mark. Viggósson sem kom fyrstur í mark með 6 hringi ekna, annar var Einar Sigurðarson 37 sek. á eftir Viggó og Haukur Þorsteinsson tæpri mínútu á eftir Einari varð 3. Bestan tíma í Jóhann vann keppni í B-deild Á meðan keppendur í meistara- deild hvíla sig í 60-90 mín. er keppt í Baldursdeild og eru það oftast yngri og styttra komnir keppendur Sæti/Nafn: Stig: 1. Elnar S. Sigurðarson 370 2. Viggó Örn Viggósson 327 3. Haukur Þorsteinsson 292 4. Ragnar Ingi Stefánsson 280 5. Valdimar Þórðarson 220 6. Gunnar Þór Gunnarsson 214 7. Sölvi Árnason 189 8. Gunnlaugur Rafn Björnsson 169 9. Helgi Valur Georgsson 152 10. Þorvarður Björgúlfsson 149 SIGURVEGARAR DAGSINS: Frá vinstri eru þeir Haukur Þorsteinsson, Einar S. Sigurðarson og Viggó Viggósson. hins vegar kominn í 4. sæti og rétt á eftir honum voru Haukur Þor- steinsson á Yamaha YZ 450f og Valdimar Þórðarson á Suzuki 125. Þegar keppnin hafði staðið í 97 mín. og 36 sek. var það Viggó fyrri umferðinni átti Valdimar Þórðarson, 15,50 mín., en hann ek- ur hjóli sem er aðeins 125cc og kom þetta mörgum á óvart því brautin var töluvert hröð og þurfti mikinn kraft í brautina á köflum. Guðjón Þórðarson og hópur breskra fjárfesta vilja kaupa Barnsley: Sækist eftir stjórastöðu Eftir að hafa verið atvinnu- laus í rúmt ár er Guðjóni Þórðarsyni ekki lengur til setunnar boðið og leiðir hann hóp fjárfestra sem vinnur þessa stundina hörð- um höndum að yfirtökutil- boði í enska 2. deildarliðið Barnsley. „Ég hef mikinn áhuga á að starfa aftur við knattspyrnu og ef okkar boði verður tekið mun ég verða næsti stjóri Bamsiey," sagði Guð- jón Þórðarson í samtali við BBC fréttastofuna. Guðjón og hópur hans em þvf nú í miklu kapphlaupi við tímann því Peter Ridsdale, fyrr- um stjórnarformaður Leeds, hefur á undanfömum vikum gengið hart fram í því að kaupa félagið. í síð- ustu viku virtist allt klappað og klárt en þegar Ridsdale grennslað- ist fyrir um skuldir félagsins kom annað og meira upp úr krafsinu en hann hafði búist við. Þá munu ein- hverjar spurningar hafa vaknað um Iánsfé sem Peter Doyle, núver- andi eigandi Bamsley, fékk þegar hann keypti félagið í nóvember síðastliðnum. Kaupverðið þá var rúmar 3 milljónir punda og viU Doyle meina að hann hafi eytt um 2,5 milljónum í rekstur félagsins. Nú- verandi kaupverð er því talið vera í kringum 6 milljónir punda og seg- ist Guðjón vonast til að hans menn nái að yfirbjóða Ridsdale. Flestir í hópnum eru Bretar en einn er íslendingur og annar Rússi, samkvæmt frétt BBC. VILL KOMAST AÐ: Guðjón Þórðarson. Doyle segir samninginn við Ridsdale frá sínum bæjardyrum frágenginn en hann útilokaði ekki að taka nýju tilboði, þar sem hann gæti ekki endalaust beðið eftir Ridsdale. Guðjón segir sína menn nú sitja sveitta yfir gögnum frá Doyle og að búist sé við tilboði frá þeim á næsta sólarhring. Það gæti þó dugað stutt því Doyle og Rids- dale gætu gengið frá sínum samn- ingi á hverri stundu. Samkvæmt heimildum DV- Sports var það umboðsmaðurinn Kenny Moyce sem kom Guðjóni í samband við hóp fjárfestanna bresku. Málið sé frábrugðið yfir- tökunni á Stoke að því leyti til að hlutfall eigna og skulda er mun hagstæðara í tilfeUi Burnley og því betri viðskipti í kaupunum. eirikurst@dv.is EFSTU MENN - 3. UMFERÐ Sæti/Nafn: 1. Viggó Örn Viggósson Klst: 1:37,36 2. Einar S. Sigurðarson 1:38,13 3. Haukur Þorsteinsson 4. Valdimar Þórðarson 5. Gunnar Þór Gunnarsson 1:39,09 1:39,48 1:40,10 6. Reynir Jónsson 1:42,20 EFSTU MENN - 4. UMFERÐ Sætl/Nafn: Klst 1. Einar S. Sigurðarson 1:34,27 2. Viggó örn Viggósson 1:36,10 3. Haukur Þorsteinsson 1:36,26 4. Reynir Jónsson 1:40,22 5. Ragnar Ingi Stefánsson 1:31,31 6. Sölvi Árnason 1:41,43 STIGAKEPPNI ÖKUÞÓRA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.