Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 TILVERA 33 Spuming dagsins: Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? (Spurt á Siglufirði) Birkir Ingi Símonarson: Hustla Aron Haukur Hauksson: Bíða eftir stelpurnar. • pæjumótinu. Ólafur Darri Sturluson: Verslunar- mannahelgin. Kristinn Baldursson: Skemmta mér með vinum minum. Aron Ingi Kristinsson: Spila á gít- arinn minn. Ástrós Óladóttir: Fara til Portú- gals í ágúst. Stjörnuspá Gildirfyrirfimmtudaginn 26.júní Myndasögur XX Vatnsberinn ao.jm.-itfebr.) Þér gengur ekki vel í við- skiptum eða samningagerð í dag og væri því betra að láta slíkt bíða betri tíma. Ungum og öldnum kemur vel saman. LjÓnÍð (23.júli-22.ilgúst) Þú hefur samúð með ein- hverjum, jafnvel þó að hann sé ekki tengdur þér á nokkurn hátt. Farðu varlega með upplýsingareða skjöl í þinni vörslu. H F\skam (19. febr.-20. mars) Þú þarft að fara gætilega í umgengni við erfitt fólk. Þú lendir í undarlegum kringumstæðum. Happa- tölur þínar eru 11,20 og 36. Meyjan (23.ágúst-22.sept.) Tilhneiging þín til að hlusta á aðra kemur þér að góðum notum í dag. Kvöldið færir þér tækifæri í per- sónulegum málum. Hrúturinn (2l.mors-l9.apnl) Þú ert algjörlega upptekinn af einhverju einu máli og sérð ekkert annað. Farðu varlega í að gefa yfirlýs- ingar og það skiptir einnig máli hvernig þú kemur þeim frá þér. NaUtÍð (20.april-20.mai) Þetta er góður dagur til inn- kaupa ef þú gefur þér nægan tíma til að skoða og leita upplýsinga.Þú þarft að vera gagnrýninn. VOQÍn (23.sept.-23.okt.) —------------------------------ Velgengni þín í dag byggist á því hvernig þú kemurfram við aðra. Þartekst þérsérlega vel upp. Happa- tölur þínar eru 9,18 og 33. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0v.) Ekki láta vorkenna þér og ekki leita eftir hjálp nema veruleg nauðsyn sé á. Þú munt eiga rólegt og gott kvöld. Tvíburarniro;. mai-21.júní) Frétt innan fjölskyldunnar kemur algerlega á óvart og ekki munu allir verða hrifnir. Félagslífið er hins vegar fjörugt og gefandi. Krabbinn (22.júní-22.júii) Fólk í þessu merki getur ver- ið hamhleypa til verka en svo koma dagar dagdraumanna þar sem það kemur engu í verk. Þannig er ástandið núna og þú þarft að fara að vakna. / Bogmaðurinn (22.n0v.-21.des.) Samvinna skilar góðum ár- angri í dag en samt sem áður gengur þér eins vel, ef ekki betur, að vinna í einrúmi. Þú tekur þátt í skemmtileg- um rökræðum. ■jr Steingeitin (22.des.-19.janj Þú færð frábæra hugmynd og getur varla beðið með að hrinda henni í framkvæmd. Ekki taka að þér meiri vinnu en þú ert fær um. Krossgáta Lárétt: 1 deilur,4 poka, 7 neftóbaki,8 stór, 10 gáski, 12 tóm, 13 dans- leikur, 14 slæmt, 15 fiður, 16 kvendýr, 18 athygli, 21 ófús, 22 kona, 23 umrót. Lóðrétt: 1 geymir, 2 handlegg,3 augasteins,4 vottur,5 málmur,6 elds- neyti, 9 virki, 11 frumu, 16 tímabil, 17 hlóðir, 19 skel,20 blundur. Lausn neðst á siðunni. Hrollur Hún er reiðubúin að þramma þing- mannaleið til að fylgja málum eftir. Þú gleymdir að fara út með ruslið þegar þú fórst í morgun. Leyöið út flögurnar ykkar Það er mun ein- faldara að nota pókerflögur en al- vöru peninga Segjum þetta gott, otrákar... Sigmar lauk spilinu með þrefalt fleiri flög- 1 ur en hann byrjaði með Andrés önd Lestur í strætó Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Hvíturáleik! Judit Polgar hlaut slæman skell í 7. umf. á skákmótinu í Frakklandi um daginn. Hún tapaði fyrir Boris Gelf- and sem teflir fyrir Israel og deildi með honum 3.-4. sæti vinningi á eft- ir Bareev. Þessi skák hafði greinilega úrslitaáhrif, eftir 35. Dg6 hótar Gelf- Lausn á krossgátu and 36. Hh8+! Og síðan mát. Judit varð að láta af hendi skiptamun og skákin tapaðist. Þegar Bobby Fischer bjó í Búdapest (hann býr í Japan eða Filippseyjum núna) eftir einvígið við Spasskí 1992, heimsótti hann oft Polgar-systurnar og tefldi við þær. Þær hafa verið spurðar um styrkleika snillingsins og hefur sú elsta, Susan, sagt að hann hefði I£k- lega um 2650 Elo stig. Samkvæmt því er Judit Polgar komin fram úr honum núna svo ekki sé talað um Kasparov og hina strákana! Hvítt: Boris Gelfand (2700) Svart: Judit Polgar (2715) Enghien les Bains FRA (7), 20.6. 2003 35. Dg6 Hf5 36. Hh2 Kf8 37. Hh8+ Ke7 38. Bxf5 De2+ 39. Kh3 Dfl+ 40. Kh4 1-0 •>|9LU OZ ‘BQe 61 'OJS l l 'PIQ g i 'n||as 1t 'sue>|s 6 '|o>| 9 'Jia S'jn6u!gæ|s t-'sjnp|egfs e'ujjb j'ojc) 1 majpoi •>(sej £Z‘sg>jp zZ QneJi tj'ujneö 81 'nsso 91 'unp s t 'J||! f l 'lieq F t 'Qne 71 'lSJ* 0 L 'euiso 8 '!IPfj l '>|>|as 'sejd L DAGFAR! *• ? Vilmundur Hansen kip&dv.is Ég er einn þeirra sem ekki á bíl og geng yfirleitt allra minna ferða ef ég fæ ekki bfl lánaðan þegar ég þarf að útrétta. Fyrir skömmu þurfti ég óvænt að komast á milli staða og nennti ekki að ganga og ákvað því að fara í strætó. Nokkuð sem ég hef ekki gert lengi. Þegar ég gekk inn í vagninn riíjaðist upp gamall brand- ari um strætó. Brandarinn segir frá því þegar nokkrir Þjóðverjar hröð- uðu sér út úr strætisvagni þegar bíl- stjórinn hrópaði Ás í hátalarakerfið, en eins og margir vita þýðir „aus" á þýsku farið út. Mér til mikillar ánægju sá ég að búið var að festa bækur, sem far- þegar gátu lesið, við sætin og fór ég að blaða í einni mér til skemmtun- ar í stað þess að glápa út um glugg- ann. Bókin reyndist svo skemmti- leg að ég gleymdi mér við lesturinn og rankaði ekki við mér fyrr en vagninn var kominn þremur stöðv- um fram hjá þeirri sem ég ætlaði út á. Ég var að verða seinn á stefnu- mót og varð því að hlaupa til baka en mætti of seint, móður og másandi. í framhaldi af þessu áttaði ég mig á því að strætisvagnabflstjórar eru hættir að segja farþegum hvaða stöð er næst, Vogar, Háaleiti eða Sund, og eftir fyrrgreinda reynslu skil ég ekki af hverju. Oft er þörf en nú er nauðsyn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.