Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNl2003 Útlönd Heimurínn i hnotskurn Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson og Erlingur Kristensson Netfang: gube@dv.is / erlingur@dv.is Sími: 550 5829/550 5828 Vanhanen forsætisráðherra Finnlands FINNLAND: Finnska þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í gær að Matti Vanhanen úr Miðflokkn- um skyldi verða næsti forsætis- ráðherra Finnlands. Vanhanen, sem er fyrrum blaðamaður og sérfræðingur í málefnum Evrópusambands- ins, tekur við af Anneli Jáátteenmáki sem varð að segja af sér eftir tveggja mán- aða setu vegna misnotkunar trúnaðarupplýsinga sér til framdráttar í kosningabarátt- unni í mars. „Aðstæður hafa verið óvenju- legar og dagurinn hefur verið dramatískur," sagði hinn 47 ára gamli Vanhanen, sem var land- varnaráðherra ífráfarandi stjórn, við fréttamenn eftir at- kvæðagreiðsluna í þinginu. Jafnaðarmenn, sem duttu nið- ur í annað sætið á eftir Mið- flokknum í kosningunum í mars, sögðu að nú væri runnin upp stund sátta og samvinnu og að þeir væru reiðubúnir að taka þátt í samsteypustjórn undir forystu Vanhanens. Vanhanen þykir í margra aug- um rétti maðurinn í starfið. Sex Bretar féllu í írak Mesta mannfall síðan stríðinu lauk Breski herinn í írak hefur hafið rannsókn á því hverjir stóðu að drápunum á sex iiðsmönnum bresku konunglegu herlög- reglunnar í suðurhluta íraks í gær, en lík þeirra fundust á lög- reglustöð í þorpinu Ai Majar al Kabir í nágrenni bæjarins Al Amarah rétt norður af Basra þar sem þeir unnu að þjálfun íraskra lögreglumanna. Þetta var önnur árásin sem liðs- menn breska hersins urðu fyrir á þessum slóðum í gær því í öðru til- felli fyrr um daginn særðust sjö breskir hermenn og þar af tveir mjög alvarlega þegar bresk her- þyrla varð fyrir skotárás þegar hún reyndi að koma breskri eftirlits- sveit til hjálpar eftir að ráðist hafði verið á hana. Eftirlitssveitin mun hafa verið á hefðbundinni eftirlitsferð um svæðið á tveimur hertrukkum þegar hún varð fyrir árás óþekkts hóps skæruliða með þeim afleið- ingum að einn breskur hermaður særðist. Grunur leikur á að annaðhvort stuðningsmenn Saddams úr Baat- h-flokknum eða liðsmenn skæru- liðahóps andstæðinga hersetunn- ar í landinu hafi staðið að árásun- um, en árásarliðið beitti bæði þungum hrfðskotabyssum og sjálfvirkum rifflum auk hand- sprengjuvarpa. Síta-múslfmar, helstu andstæð- ingar fyrrum ógnarstjórnar Sadd- ams Husseins og einnig andstæð- ingar hersetu bandamanna í land- inu, eru í miklum meirihluta í suðurhluta fraks og liggja öfga- hópar þeirra einnig undir grun. Þetta er mesta mannfall sem Bretar verða fyrir í Irak síðan þeir hófu þátttöku í innrásinni í landið í lok mars og einnig mesti mann- skaði sem innrásarherir banda- manna verða fyrir í átökum á ein- um degi síðan stríðinu lauk þann l.maísl.Aðminnstakosti tuttugu Grunur leikur á að annaðhvort stuðnings- menn Saddams úr Baath-flokknum eða liðsmenn skæruliða- hóps andstæðinga hersetunnar hafi staðið að árásunum. bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í Bagdad og öðrum ná- lægum borgum og bæjum síðan Bush Bandaríkjaforseti lýsti því yf- ir að öllum meiri háttar átökum væri lokið. Árásirnar í gær voru gerðar á mörkum yfirráðasvæðis Breta í suðurhluta Iraks en þeir hafa farið með gæslu á olíusvæðunumn í kringum hafnarborgina Basra, sem þeir hertóku í upphaft stríðs- ins. Eftir árásirnar í gær hafa vaknað spurningar um það hvort breska setuliðið sé orðið of værukært eft- ir frekar rólegt tímabil eftir lok stríðsins, sem sést best á því að hermenn eru hættir að bera hjálma eða klæðast skotheldum vestum við gæslustörf til að auð- velda vinsamleg samskipti við íbúana. Geoff Hoon, varnarmálaráð- herra Bretlands, tilkynnti f gær að breska varnarmálaráðuneytið hefði þegar fyrirskipað rannsókn á starfsháttum breska hersins í írak með öryggismál hermannanna í huga, auk þess sem umfangsmikil rannsókn væri hafin á því hverjir stóðu að árásunum í gær. Hann sagði í fyrirspurnatíma í breska þinginu í gær að svo virtist sem bresku herlögreglumennirnir hefðu orðið fyrir óvæntri árás á lögreglustöðina og fallið í skotbar- daga. Óljóst væri þó hvort tengsl væru á milli árásanna en sú fyrri, sem gerð var á eftirlitssveitina, var gerð nokkurm klukkustundum fyrr og hefði árásarliðið verið fjöl- mennt. Kallað hefði verið eftir hjálp og hefði þyrlusveit þegar verið send á vettvang auk skiðdreka- og sér- sveitar, sem einnig hefðu orðið fyrir skotárásum. Síðustu fréttir frá írak herma að reiðir íbúar Majaral-Kabir haft gert árás á lögreglustöðina og er haft eftir einum íbúanna að ástæðan sé óánægja þeirra með vopnaleit bresku herlögreglunnar í þorpum á svæðinu. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að sýr- lensk stjórnvöld hefðu krafist þess að Bandaríkjamenn létu lausa fimm landamæraverði sem særð- ust í árás bandarískra sérsveita á bflalest við írösku landamærin í síðustu viku. Það rennir stoðum undir þann grun að árásin hafi í OtatítayiðíblbO W McDonaldTs Fanndís ómarsdóttir, 160794 Eygló Hrund Guðmundsdóttir, 150295 Jóhann Gunnar, 020392 Viktor Sigurðsson, 190999 Bergrós Helga Hafsteinsdóttir, 020596 Helena Svava Hjaltadóttir, 141289 Þórdís RÚn Kóradóttir, 220496 Rsdís Ósk GuSmundsdóttir, 090693 Tanja Mjöll Magnúsdóttir, 260295 Gunnar D. JÓnsson, 220497 Krakkaklúbbur DV og McDonald’s óska vinningshöfum til hamingju. Vinningshafar vinsamlegast nólgist vinningana í þjónustuveri DV, Skaftahlís 24, fyrir 2S. júlí, ó milli kl. 9 og 17. Vinningar til vinningshafa úti ó landi verSa sendir. Kveðja. TÍgri og Kittý 1Ce*kieidiMa Vladimír Pútín í opnum vagni með Bretadrottningu: Konunglegar móttökur Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta var tekið með kostum og kynjum þegar hann kom í op- inbera heimsókn til Bretlands í gær, fyrstur rússneskra þjóð- höfðingja síðan Alexander 2. Rússakeisari sigldi til Englands árið 1874. Elísabet Englands- drottning tók á móti Pútín og tók hann í ökuferð í opnum vagni til Buckinghamhallar. Rússlandsforseti kom á óvart í kvöldverðarveislu í höllu drottningar þegar hann ávarpaði gestgjafa sína og aðra viðstadda á ensku og vottaði Bretum samúð sína vegna dauða bresku hermannanna sex sem vom felldir í Irak fyrr um daginn. DROTTNINGU HJÁLPAÐ: Vladimír Pútín Rússlandsforseti aðstoðar Elísabetu Bretadrottningu við að stíga úr hest- vagninum sem ók þeim um London. Pútín hefur gefið í skyn að hann vilji jafna ágreininginn sem kom upp milli Rússa og Breta vegna stríðsins í frak sem Rússar voru mjög andvígir. „Öllum má það ljóst vera að þrátt fyrir ágreininginn sem var úl staðar áður verðum við að vinna saman núna,“ sagði Pútín í matarboðinu hjá Elísabetu drottningu. Pútín mun aðeins hitta Tony Blair, forsætisráðherra Breúands, einslega í hálftíma í fjögurra daga heimsókn sinni. Þeir munu þó fá tækifæri til að spjalla saman við ým- isleg tækifæri þessa daga. Rússneski forsetinn og eiginkona hans, Ljúdmfla, héldu úl Edinborgar í morgun, í fylgd hertogans af Jórvík og munu skoða sig þar um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.