Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 10
7 0 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
Saman á heimssýningu
SÝNING: Norðurlöndin munu
standa sameiginlega að kynn-
ingu á heimssýningunni árið
2005. Svíar, sem fara með for-.
mennsku í Norðurlandaráði,
höfðu frumkvæði að samning-
um við Dani, Finna, Norðmenn
og íslendinga um að þjóðirnar
kynni sig í sameiginlegum
skála í Aichi í Japan þar sem
heimssýningin verður haldin.
„Þetta er áhugaverður nýr
áfangi í norrænu samstarfi,"
segir Leif Pagrotsky, atvinnu-
málaráðherra Svía. Norður-
löndin eiga mörg grunngildi
sameiginleg, ekki síst í tengsl-
um við yfirskrift heimssýning-
arinnar sem að þessu sinni er
„Viska náttúrunnar".
Ætisskortur ógnar kríunni
DÝRALlF: Kríu hefur fækkað
umtalsvert á Breiðafirði und-
anfarin fimm ár. Þrátt fyrir gott
árferði verpir hún mjög seint
við Breiðafjörð. Talsverð fækk-
un hefur orðið á kríu á Breiða-
firði á sl. fimm árum, sérstak-
lega í Flatey. RÚV skýrir frá því
að Ævar Petersen fuglafræð-
ingur hafi rannsakað sjófugla í
Flatey í 30 ár. Kríuskoðarar á
Seltjarnarnesi telja að minna
sé um kríuvarp í ár en undan-
farin ár, en meira um geldfugl.
Ævar telur að það að varpi
seinkar svo mjög tengist því
að krían hafi minna æti.
Barnaníðingar sækja gjarnan í störfþarsei
Reglur um rádnin
með börnum mjö
Eins og víða hefur komið
fram í fjölmiðlum síðustu
daga varð karlmaður, sem
játað hefur að eiga
stærsta safn barnakláms á
íslandi, uppvís að ósæmi-
legri kynferðislegri hegð-
un gagnvart ungum
drengjum í starfi sínu í
einni af deildum KFUM í
Reykjavík veturinn
1988-89.
u^ífð,.,trekað að
Þá hefur verið bent á að
fólk sem hafi afbrigðilegar
kynferðislegar hvatir
gagnvart börnum sæki
einmitt í störf með börn-
um. I kjölfarið hefur farið
af stað umræða um
hvernig staðið er að
ráðningum fólks sem
starfar með börnum og
hvort félagssamtök sem sinna
börnum notist við einhverjar sér-
stakar reglur í þessu sambandi.
Málið til umræðu hjá skátun-
um
Þorsteinn Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Bandalags íslenskra
skáta, segir samtökin ekki hafa
neinar fastmótaðar reglur þegar
kemur að ráðningu starfsmanna
inn í skátastarfið. í ljósi umræðu
síðustu daga var hins vegar ákveð-
ið að funda um málið innan skáta-
hreyfingarinnar og fór sá fundur
fram í gær. Þar
var m.a. rætt um hvort setja þyrfti
sérstakar reglur um ráðningar
starfsmanna.
„Við höfum engar reglur um
þetta eins og er en málið er til um-
ræðu. Starf okkar er þess eðlis að
fólkið sem gegnir leiðtogahlutverk-
um er allt fólk sem við þekkjum vel
til og flestir hafa verið í skátastarf-
inu í fjölda ára áður en þeir verða
leiðtogar," segir Þorsteinn sem
segist ekki vita um nein tilfelli þar
sem mál svipað því sem gerðist hjá
MÁLIN í SKOÐUN: Þorsteinn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Bandalags fslenskra
skáta, segir að skátahreyfingin hafi í kjölfar þeirrar umræðu sem skapaðist eftir að
mál starfsmanns KFUM kom upp á yfirborðið ákveðið að skoða hvort nauðsynlegt sé
að setja sérstakar reglur um ráðningar starfsmanna.
MAÐURINN í BARNAKLÁMSMÁLINU: Maðurinn sem hefur gengist við því að eiga stærsta safn barnakláms sem fundist hefur á Is-
landi varð uppvís að ósæmilegri hegðun í garð nokkurra ungra drengja þegar hann var starfsmaður KFUM í Reykjavík. í kjölfarið
hefur umræða um hvernig staðið skuli að ráðningum starfsfólks sem vinnur með börnum farið af stað í samfélaginu.