Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 I viðbragðsstöðu vegna jarðskjálfta Þúsund strákar á Shell-móti JARÐSKJÁLFTAR: Síðan Suður- landsskjálftarnir urðu árið 2000 hefur starfsmönnum jarðeðlis- sviðs Veðurstofunnar þótt sér- stök ástæða til þess að fylgjast með því hvort virknin kunni að færast til vesturs út í Ölfus og út eftir Reykjanesskaganum og leiða þar til jarðskjálfta sem hætta geti stafað af. Sam- kvæmt sögulegum heimildum verða skjálftar á þessu svæði ekki eins stórir og þeir geta orðið austará brotabeltinu en þó telur Veðurstofan fulla ástæðu til að vera á varðbergi gagnvart þeim. Undanfarna mánuði hefur orðið viss aukn- ing lítilla skjálfta í Ölfusi. Þótt slík spennuupphleðsla eigi það til að hjaðna aftur án jarð- skjálfta var talið rétt að gera Almannavörnum viðvart um þetta. Aðeins er um vægar vís- bendingar að ræða og líkleg- ast er að þær leiði ekki til stórs skjálfta. Hins vegar er ekki hægt að útiloka það og hefur Veðurstofan lagt til að hugað verði að því hvernig yfirvöld og almenningur geti dregið úr hættu sem hugsanlega kann að stafa af slíkum jarðskjálfta. FÓTBOLTI: Mikill fjöldi ungra drengja streymir nú til Vest- mannaeyja þar sem þeir munu keppa sín á milli í knattspyrnu á hinu árlegu Shell-móti sem hefst formlega í dag. Þátttak- endurá mótinu eru rúmlega eitt þúsund talsins og í fylgd með þeim er fjöldi þjálfara, far- arstjóra og foreldra þannig að nær lætur að um 1200 aðkomu- menn séu nú staddir í Eyjum. Fyrstu leikir mótsins verða flaut- aðir á í fyrramálið en mótinu lýkur svo með risaveislu sem haldin verður á sunnudags- kvöld. Mótið er einn af hápunkt- um sumarsins hjá ungum knatt- spyrnuáhugamönnum og hafa margir af bestu knattspyrnu- mönnum þjóðarinnar hafið sinn feril á umræddu móti. Laun sveitarstjórnarmanna í Skagafirði verða hækkuð um 91%; úr 25 þúsund krónum í liðlega 48 þúsund. Forseti sveitarstjórnar hækkar úr 140 þúsundum í 280 þúsund. Bæj- arstjóri hefur eftir sem áður 700 þúsund á mánuði. „Þetta voru orðin svo óskaplega lítil laun að það var ekki fært annað en laga þetta, og því var reglan frá árinu 1998 sett aftur í gildi. Miðað við sveitarfélag af svipaðri stærð vorum við í lægri kantinum þó við hækkuðum launin um 91%. Mér finnst því þetta vel verjandi. Rekst- ur sveitarfélagsins er frekar erflður en ársreikningur fyrir árið 2002 sýnir þó að skuldir lækkuðu aðeins, eða um 70 milljónir króna, og því er ég bjartsýnn þó að skuldastaðan sé erfið og höfum lítið fé til fram- kvæmda, en það kemur ekki niður á þjónustunni við íbúana," sagði Gísli Gunnarsson, forseti sveitar- stjórnar t Skagafirði. Á fundi byggðaráðs sem fram fór 19. júní sl. var samþykkt að launa- greiðslur vegna starfa f ráðum, nefndum og stjórnum sveitarfé- lagsins yrðu færðar til samræmis við samþykktir sveitarfélagsins árið 1998.ÝGildir samþykktin frá og með næstu útborgun launa, 1. júlí nk. Meirihluti sveitarstjórnar er skipaður fulltrúum Sjálfstæðis- flokks og Vinstri-grænna. Aðhald og sparnaður Snorri Styrkársson, fulltrúi Sam- fylkingar, segir að hækkunin nemi 91%, og það að vitna til samþykktar frá 1998 sé aðeins til að gera sam- þykktina saklausari. Þá var sam- þykkt að laun sveitarstjórnar- manna yrðu miðuð við þingfarar- kaup en þegar þingfararkaup SKAGAFJÖRÐUR: Forseti sveitarstjórnar segir rekstur sveitarfélagsins frekar erfiðan en ársreikningur fyrir árið 2002 sýni þó að skuldir hafi lækkað aðeins, eða um 70 milljónir króna. Hann kveðst bjartsýnn á framtíðinna þrátt fyrir erfiða skuldastöðu. „Það er eðlilegt að launin hækki um 30% eins og launaskrið í landinu, en ekki að nær tvöfalda þau í sveitarfélagi sem býr við verulegar fjárhagslegar þrengingar, “ segir fulltrúi Samfylkingar." hækkaði verulega eftir þingkosn- ingar 1999 var samþykkt að taka tenginguna úr sambandi. Síðan hafa launin verið óbreytt að mestu. „Laun sveitarstjórnarmanna voru um 25.000 krónur á mánuði en verða nú liðlega 48.000 krónur. Það er eðlilegt að launin hækki um 30% eins og launaskrið í landinu, en ekki að nær tvöfalda þau f sveit- arfélagi sem býr við verulegar fjár- hagslegar þrengingar og hefur ver- ið að hvetja til sparnaðar og farið í ýmiss konar aðhaldsaðgerðir, m.a. í starfsmannamálum. Það er jákvæð niðurstaða af árinu 2002 en hún er ekki í samræmi við fjárhagsáætlun ársins, er mun lakari,“ segir Snorri Styrkársson. Átelja vinnubrögð Við þessar breytingar fær forseti sveitarstjórnar og formaður byggðaráðs, Gísli Gunnarsson, Sjálfstæðisflokki, um 280 þúsund krónur í laun, hækkar úr um 140 þúsund krónum. Laun bæjarstjóra, Ársæls Guðmundssonar, fulltrúa VG, breytast ekki, eru um 700 þús- und krónur. Á sama byggðaráðsfundi létu fulltrúar Framsóknarflokks bóka eftirfarandi: „Við fulltrúar Fram- sóknarflokksins í Sveitarstjórn Skagafjarðar, áteljum þau vinnu- brögð meirihlutans að leggja fram ársreikning sveitarfélagsins fyrir árið 2002 svo seint til fyrri umræðu, en sveitarstjómarfulltrúar hafa ekki haft ráðrúm til að kynna sér hann þar sem þeir fengu hann í hendur nú síðdegis." Boðun fundarins mun hafa verið ófullnægjandi, auk þess sem sveitarstjórn bar að leggja fram reikningana fyrir 1. júní sl. samkvæmt lögum. gg@dv.is Laun sveitarstjórnarmanna í Skagafirði hækka um 91% Valgerður Dan krefur LR um skaðabætur Valgerður Dan Jónsdóttir leik- kona hefur stefnt Leikfélagi Reykjavíkur vegna slyss sem hún lenti í þegar hún iék í Ronju Ræningjadóttur árið 1993. Sýningin var á stóra sviði Borgarleikhússins. Val- gerðurféll fjóra metra niður úr leikmynd á sviðinu og lemstraðist við það á hálsi og víðar. Valgerður krefst 3,6 milljóna í skaðabætur frá félaginu vegna slyssins. Ágreiningur er á milli aðila um hver beri ábyrgð á slysinu. Lög- maður Valgerðar sagði í samtali við HSTEFNIR LR: Valgerður Dan Jónsdóttir leikkona hefur stefnt Leikfé- lagi Reykjavíkur vegna vinnuslyss árið 1993. Lögmaður telur að nægilegra öryggisat- riða hafi ekki verið gætt auk þess sem slys- ið hafi ekki verið til- kynnt til Vinnueftirlits. DV að aðstæður á sviðinu hafi ekki verið forsvaranlegar. Erfitt hafi ver- ið fyrir leikkonuna að feta sig í þröngum stiganum sem var á svið- inu. Hann telur að nægilegra ör- yggisatriða hafi ekki verið gætt auk þess sem slysið hafi ekki verið til- kynnt til Vinnueftirlitsins á sínum tíma. Valgerður hefúr ekki starfað hjá Leikfélaginu undanfarin miss- eri. Lögmaður Leikfélags Reykjavík- ur taldi ekki rétt að tjá sig um efnis- atriði málsins að svo stöddu þar sem málsmeðferð fyrir dómstólum væri nýhafin og gagnaöflun ekki lokið. Málinu hefur verið frestað þar til álit örorkunefndar liggur fyr- ir og mun væntanlega ekki verða tekið fyrir fyrr en í vetur. -EKA RONJA RÆNiNGJAOÓTTIR: Frumsýningu verksins fagnað haustið 1993.Valgerður Dan fór með hlutverk í sýningunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.