Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003 FRÉTTIR 9 Ókeypis í göngin á afmælisdaginn SAMGÖNGUR: Þann ll.júlf verða fimm ár liðin frá því Hval- fjarðargöng voru formlega opnuð við hátíðlega athöfn. Af því tilefni ákvað stjórn Spalar ehf., sem á og rekur göngin, að bjóða vegfarendum að aka ókeypis undir Hvalfjörð frá klukkan sjö að morgni afmælis- dagsins til sjö daginn eftir. Vakt og öryggisgæslu verður samt sinnt með venjulegum hætti í gjaldskýli. Ætla má að verð- mæti gjafar afmælisbarnsins, til þeirra vegfarenda sem hennar fá notið, verði á bilinu 7-10 milljónir króna. Allsfóru 11.800 bílar um Hvalfjarðargöng á fyrsta sólarhringnum eftir að þau voru tekin í notkun í júlí 1998 og þetta umferðarmet hefur staðið óhaggað síðan þá. Nýir skilmálar FLUTNINGAR: Þjónustuskil- málar Sambands íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) munu gilda frá og með 1. ágúst 2003 um alla þjónustu Samskipa við viðskiptavini fé- lagins, að því marki sem slík þjónusta fellur ekki undir flutningsskilmáia félagsins. I skilmálum SÍK er að finna ít- arleg ákvæði um ábyrgð Samskipa skipafélaga gagnvart við- skiptavinum sínum.Telja for- svarsmenn Samskipa að gild- istaka skilmála SÍK hafi í för með sér verulegt hagræði fyrir viðskiptavini félagsins því þeir séu samræmdir og þar sé með afdráttarlausum hætti kveðið á um réttindi og skyldur Samskipa og við- skiptavina þeirra. Snjór á Vatnajökli hefur ekki mælst meiri í 10 ár og svo virð- ist sem jökuilinn sé að stækka þrátt fyrir að snjólétt hafi verið á láglendi sl. vetur. Gífurlegu magni af snjó kyngdi niður á jökulinn og sumstaðar hef- ur þykkt hans aukist um allt að 9 metra. Aukningin jafngildir tveggja metra hækkun alls jökulsins. Þessi niðurstaða kemur mjög á óvart því veturinn var snjóléttur á láglendi. Langmest hefur bætt í jökulinn sunnanverðan, en mun minna að norðanverðu, enda koma úrkomu- beltin upp að landinu sunnanverðu og þar fellur úrkoman fyrst. í Skeið- arárhlaupi 1997 runnu um 3 til 3,5 rúmkílómetrar af vatni undan jökl- inum, en það virðist lftil áhrif hafa. Erik Sturkell, jarðfræðingur á Veðurstofu íslands, fór í rannsókn- arleiðangur með Jöklarannsókna- félaginu í byrjun júnímánaðar, og Þetta er mjög gott fyrir jöklana sem hafa verið að minnka ár frá ári, en í ár verður engin breyt- ing, þeir minnka a.m.k. ekki í ár. hann segir að þessi mikli snjór hafi komið á óvart. Alla leið upp í Jökul- heima hafi ástandið verið eðlilegt, en þá var skýndilega allt á kafi í snjó. Hann segir að þetta hafi einnig verið reynslan þegar farið var upp á Mýrdalsjökul í marsmán- uði, þar hafi einnig verið mikill snjór og voru mælingapunktar víða á kafi, m.a. á Entukollu og Aust- mannsbungu. Þegar búið var að grafa 12 metra niður á jöklinum var enn ekki komið niður á botn. Mæl- ingar á Langjökli og Hofsjökli, og kannski fleiri jöklum, benda til að þar hafi einnig komið mun meiri snjór en mörg undanfarin ár. Mikill snjór ofan 1000 metra „Það rigndi mjög mikið f haust, t.d. á Austfjörðum, og oftar í vetur, en fyrir ofan 1000 metra hæð varð rigningin að snjó. Það hefur rignt mikið á íslandi í vetur, einnig á höf- uðborgarsvæðinu, og þetta er nið- urstaðan af því á jöklunum því hitastigið þarf svo lítið að breytast tii þess að rigningin verði að snjó. Þetta er mjög gott fyrir jöklana sem hafa verið að minnka ár frá ári, en í ár verður engin breyting, þeir minnka a.m.k. ekki í ár. Það er t.d. ekki mikill snjór í Vonarskarði milli Vatnajökuls og Tungnafellsjökuls inni á hálendinu. Lítill hafís Þór Jakobsson hafísfræðingur segir að hafís sé með minna móti milli íslands og Grænlands og hafi aldrei náð sér á strik í fyrrasumar eða í vetur. Hann hefur þó sést við miðlínu milli íslands og Græn- lands. En norðan Jan Mayen varð töluvert um hann og fór jafnvel að myndast svonefndur „oddi“ sem þarna kemur stundum, en það er þegar mikill skagi myndast af hafís i norður frá Jan Mayen. gg@dv.is Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega rekstur í opinberu húsnæði: Grafalvarlegt samkeppnismál „Sums staðar hunskast menn til að bregðast við, eins og til dæmis þegar reksturinn í Al- þjóðahúsinu var loks leigður út eftir að við höfðum gagn- rýnt að Reykjavíkurborg væri að reka veitingahús. Það er mjög einkennilegt að op- inberum aðilum skuli ekki finnast skrýtið að þeir standi í samkeppn- isrekstri. Auðvitað er víða eðlilegur rekstur í opinberu húsnæði þar sem kemur eðlileg leiga fyrir. Það er ekkert að því en því fer fjarri að þetta sé alls staðar gert á eðliJegum forsendum. Við fáum margvíslegar kvartanir víðs vegar af landinu. Hér er um grafalvarlegt samkeppnismál að ræða enda skekkir þessi rekstur alla samkeppnisstöðu verulega," sagði Erna Hauksdóttir, fram- kvæmdastjóri Samtaka ferðaþjón- ustunnar, í samtali við DV. í nýju fréttabréfi Samtaka ferða- þjónustunnar, undir yfirskriftinni Rekstur f opinberu húsnæði, er greint frá stöðugum umkvörtunum félagsmanna vegna samkeppni við rekstur í alls kyns opinberu hús- næði. Segir að þar séu stundum ekki leyfi fyrir hendi „og næsta víst að lítið fari fyrir greiðslu lögboð- inna skatta og gjalda og laun starfs- fólks ekki gefin upp“. Samtökin hafa oft rætt þetta við stjómvöld, reyndar í mörg ár, en án árangurs. Segir í fréttabréfinu að svona rekstur sé landlægur ósiður „og viðkomandi yfirvald virðist ekki gera sér neina grein fýrir sam- keppnisstöðu fyrirtækja gagnvart þessu". „Hér er um grafalvar- legt samkeppnismál að ræða enda skekkir þessi rekstur alla samkeppn- isstöðu verulega" Kvenfélög spretta upp „MiMlvægt atriði sem við erum pirruð út í er að þegar tilefni gefst til hátíðahalda, t.d. þorrablóta, spretta upp kvenfélög og alls kyns klúbbar og fara að selja veitingar í opinber- um húsakynnum, sal á vegum sveit- arfélaga eða annarra. Þeir sem reka hótel á staðnum fá hins vegar ekk- ert af þessu. Um leið eru sveitarfé- Erna Hauksdóttir lög að leggja mikla áherslu á að hót- el á staðnum sé opið allt árið en gera fátt til að hjálpa hótelinu að lifa - líta á umrædda sölumennsku fé- lagasamtaka með blinda auganu og stuðla jafnvel að því að aðilar með engin leyfi hirði rjómann af öllum uppákomum ársins." Samtök ferðaþjónustunnar ætla ekki að gefa neitt eftir í þessu máli og hafa sent bréf til allra sveitar- stjórna á landinu þar sem þær em beðnar að skoða slíkan rekstur á sínu svæði og íhuga hvaða áhrif hann hafi á þau fyrirtæki sem eru að reyna að hafa opið allt árið. Er ít- rekað að til þess að hótel geti lifað veturinn í þeirri miklu árstíða- sveiflu sem er í ferðaþjónustunni þurfi þau að eiga eðlilegan aðgang að innlenda markaðinum yfir vet- urinn. Það geri ýmis hótel ekki. Aðspurð um áðurnefndan rekst- ur á höfúðborgarsvæðinu benti Erna á dansleiki í íþróttahöllum þar sem ekki eru uppfylltar kvaðir sem skemmtistaðir á svæðinu verða að uppfylla. „Reglur eru brotnar þvers og kruss svo halda megi dansleiki í íþróttahúsum meðan skemmti- staðir verða að halda allar reglur til fulls en sæta viðurlögum ella. Þetta er náttúrlega alveg óþolandi," sagði Erna. Hún segir að bréfinu til sveitar- stjórna verði fylgt eftir með samtöl- um við einstaka sveitarstjóra og samtölum við ráðherra. En málið sé erfitt viðureignar þar sem það sé ákveðin lenska að hafa það í þeim farvegi sem samtökin gagnrýna. hlh@dv.is Frábærar haustferðir til Portúgals á einstöku verði. kr. á mann a mann Innifaliö: Flug, gisting í eina viku í studíói á Sol Doiro og allir flugvallarskattar. Komdu með til Portúgals og njóttu lífsins með Plúsferðum í Albufeira. FERÐIR www.plusferdir.is Hliðasmára 15 • Simi 535 2100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.