Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 25. JUNI2003 MENNING 77 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Pósthólf dauðans á spænsku BÆKUR: í vikunni sem leið kom út á Spáni skáldsagan Pósthólf dauðans eftir Kristin R. Ólafsson í þýðingu og aðlögun höfundar- ins sjálfs. Spænskur titill bókar- innar er Epitafio (Grafskrift). Þá hafa tekist samningar um að gefa út aðra bók Kristins R., Fjöl- móðs sögu föðurbetrungs, einnig í þýðingu hans. Svo er komin út Historias desde el hi- elo (Sögur af ísnum) sem inni- heldur barna- og unglingasmá- sögur frá Norðurlandaþjóð- unum fimm. Þar hefur Kristinn R. Ólafsson valið og þýtt í sam- vinnu við Sol Álvarez þrjár ís- lenskar sögur, Ormagull eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson, Hlemm eftir Öddu Steinu Björnsdóttur og Sjö á landi, sjö í sjó eftir Iðunni Steinsdóttur. Síðasta helgi SÝNINGAR: Nú er komið að síð- ustu sýningarhelgi á verkum Eggerts Péturssonar í i8 gallerí á Klapparstíg 33. Sýningin hefur vakið mikla athygli. Opið er fimmtudaginn og föstudaginn frá kl. 11-18 og laugardaginn frá kl. 13-17. i8 verður lokað vegna sumarfrís íjúlí og verðuropnað aftur 31. júlí með sýningu á verkum eftir Roni Horn. List og M 1 MYNDLISTARGAGNRYNI L = Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsinu: Innsýn í erlenda samtímalist á íslandi. Sýningin stendur til 7. september og er opin daglega kl. 10-17. Leiðsögn alla sunnudaga kl. 15.00. Frítt er í húsið á mánudögum. Samspil og víxlverkan íslenskrar og er- lendrar myndlistar er umfjöllunarefni a.m.k. tveggja myndlistarsýninga sem nú standa yflr í bænum. Á opnunarsýningu „Safns" á Laugaveginum, sem nánar verður fjallað um á næstu vikum, er að finna íslenska samtíma- myndlist í samhengi þeirrar alþjóðlegu listar sem þau Pétur Arason og Ragna Róbertsdótt- ir hafa sankað að sér í tímans rás. I Hafnar- húsi, Listasafni Reykjavíkur, getur síðan að líta sýningu sem ber nafnið „Innsýn í erlenda samtímalist á Islandi", sem Ingólfur Örn Arn- arson myndlistarmaður hefur sett saman. Þar er líka að finna verk í eigu þeirra Péturs og Rögnu, en einnig verk úr fórum þriggja annarra einstaklinga og þriggja opinberra listasafna. Á síðarnefndu sýningunni er vissulega margt áhugaverðra listaverka, jafnt gamalla kunningja sem verka sem ekki hefur áður verið flíkað, en helsta aðal hennar er samt sjálf upphengingin. Kaldranalegir salirnir á efri hæð Hafnarhússins hafa sjaldan myndað betri umgjörð utan um myndlistina en í þetta sinn sem helgast að miklu leyti af náttúru verkanna sem sýnd eru. Ýmist kallast harð- hnjóskulegur arkitektúrinn á við myndraðir í lenska naumu formi og grátónum (Douwe Jan Bakk- er) eða myndverk sem eru beinlínis arki- tektónísk, samanber þrykk Donalds Judds, eða þá að hrátt yfirbragð verkanna fellur eins og flís við rass hrásteypunnar í sýningarsöl- unum; þetta á t.d. bæði við um verk Dieters Roths og Franz Grafs. Ingólfur Örn hefur hugað vendilega að útliti verka og samspili þeirra í sýningarrým- inu. Og haft erindi sem erfiði. Hins vegar virðist ýmislegt annað en innbyrðis samræmi verkanna hafa vakað fyrir honum, samanber hugleið- ingar hans í sýningarskrá. Staðbundin list og almenn Ingólíúr Örn hefur sem sagt hugað vendi- lega að útliti verka og samspili þeirra í sýn- ingarrýminu. Og haft erindi sem erfiði. Hins vegar virðist ýmislegt annað en innbyrðis samræmi verkanna hafa vakað fyrir honum, samanber hugleiðingar hans í sýningarskrá. Illu heilli er þeim tæplega fylgt eftir í sjálfri sýningunni. Að vísu viðrar Ingólfur örn al- menna þanka um nauðsyn þess fýrir Islend- inga að eignast verk eftir erlenda listamenn og missa ekki af lestinni, samanber langvar- andi vanmat landsmanna á myndlist Dieters Roths. Hér hefði ég viljað sjá hann skerpa á því argúmenti með tillögum um það hvers konar erlenda myndlist við ættum að bera okkur eftir, en sýnist hann þó vera hallur undir listamenn sem tengjast íslandi með Hexrec-hópurinn með tónleika íVínarborg Eyru Vínarbúa eru móttækileg fyrir fleira en Mozart og Vínarvölsum Hljóðfærahópurinn Hexrec sem skip- aður er tónskáldunum Hilmari Þórðar- syni og Ríkharði H. Friðrikssyni, ásamt blokkflautuleikaranum Camillu Söder- berg hélt tónleika á Electronischer Frúhlung tónlistarhátíðinni í Vínarborg nú nýlega. Á efnisskrá voru verk eftir Hilmar og Ríkharð auk þess sem flutt var verkið „Þar sem syndin er falleg" eftir Lárus Halldór Grímsson. Tónleikarnir fóru fram í Alte Schmiede tónleikasalnum. Þeir voru mjög vel heppnað- ir og viðtökur fóru fram úr björtustu vonum. Sannaðist þar að eyru Vínarbúa eru móttæki- leg fyrir fleiru en Mozart-sónötum og Vínar- völsum því dagskráin var mjög framsækin þar sem spiluð var eingöngu lifandi raftón- list. Hljóðfæranotkun er í mörgu mjög fram- andi því notaðar eru rafmagnsblokkflautur og rafhljóðfæri af ýmsum toga sem minna lít- ið á hefðbundin hljóðfæri. Var auðsjáanlegt að tónleikagestir voru mjög spenntir fyrir þessum undar- lega hljóðfærakosti Var auðsjáanlegt að tónleikagestir voru mjög spenntir íyrir þessum undarlega hljóð- færakosti því eftir að hafa látið þakklæti sitt í ljós með miklu lófaklappi í lok tónleikanna þá gáfu margir þeirra sig á tal við hljómsveit- armeðlimi og vildu ólmir fá meiri upplýsing- ar um þessa nýju tækni sem notuð var við tóngjörninginn. Reyndi hljómsveitin að svala þessari for- vitni eftir fremsta megni en leysti síðan vandann með því að lofa að koma fljót- lega aftur. RAFTÓNUST: Hexrec- hópurinn:Talið frá vinstri: Camilla Söder- berg. Hilmar Þórðarson og Ríkharður H. Friðriksson. einum eða öðrum hætti, opna okkur nýja sýn á land okkar, veruleika og list: Roth, Roni Horn og nú síðast Matthew Barney. Ef þetta er rétt skilið, er ég öldungis sammála. En áhugaverðari er samt stuttleg tilraun Ingólfs Arnar til skilgreiningar á því sem ís- lenskt er í íslenskri myndlist. Hann spyr: Er ekki öll góð myndlist bæði staðbundin og al- menn? Og er myndlist erlends listamanns, sprottin upp úr íslenskum aðstæðum, nokk- uð óíslenskari en verk listamanna sem fædd- ir eru á landinu, o.s.frv.? Ég hefði viljað sjá Ingólf Örn gera sjálfa sýninguna að vettvangi fyrir þessar hugleiðingar, í stað þess að láta stjómast af auganu og sýningarrýminu. Verk eftir frumkvöðla Verkin á sýningunni eru frá sfðustu 40 ámm, flest frá síðustu tveimur áratugum. Til að áhorfendur freistist ekki til að halda að ís- lendingar séu nýlega farnir að safna verkum erlendra listamanna er rétt að taka fram að í opinberum söfnum og einkasöfnum fslend- inga leynast verk, aðallega grafík, vatnslita- myndir og teikningar, eftir marga merkustu listamenn 20stu aldar, allt frá Munch til Ant- onis Tapíes. Þar á meðal er grafík eftir fmm- kvöðla á borð við Picasso, Miró, Chagall, Braque og Dali, málverk og teikningar eftir Cobra-menn (Jorn, Carl-Henning Pedersen, Heerup, Alfelt, Mortensen, Alechinsky, Rooskens), ýmsa meðlimi Parísarskólans (Vasarely, Deyrolle, Schneider), bandaríska fmmkvöðla (David Smith, Oldenburg, Robert Morris) og loks fulltrúa evrópskra poppara, t.d. Hamilton, Kitaj, Adami, Fahlström. Það skyldi þó ekki vera að frásagnir af land- lægu áhugaleysi Islendinga um erlenda myndlist séu stórlega ýktar? Úr því væri gam- an að fá skorið. FERDATASKA: Grunnáhöld hryðju- verkamannsins. Verk eftir Axel Lischke. Meistarar formsins Á laugardag verður sýningin „Meistar- ar formsins: Úr höggmyndasögu 20. aldar" opnuð í Listasafninu á Akureyri, en hún er gerð í samvinnu við Ríkis- listasafnið í Berlín (Nationalgalerie Berlin). Lfldega hefur aldrei áður verið haldin sýn- ing á höggmyndum á Islandi sem endur- speglar á jafn hnitmiðaðan og yfirgripsmik- inn hátt þróun vestrænnar nútímamyndlist- ar og þessi sýning í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni er íslenskum höggmyndalista- mönnum jafnframt stillt upp í samhengi við þá sem heimsbyggðin þekkir og voru stefnu- mótandi, hver á sínum tíma. Alls eru verk eft- ir 43 listamenn á sýningunni, en þar af eru ellefu fslendingar, og verkin um hundrað. Sendiherra Þýskalands, dr. Hendrik Dane, og yfirsýningarstjóri Hamburger Bahnhof- safnsins í Berlín, sem heyrir undir Ríkislista- safnið, Britta Schmitz, verða viðstödd opnun sýningarinnar. Þá hefur verið gefin út 90 síðna bók á íslensku og ensku um listamenn- ina og verkin á sýningunni. Öll erlendu verkin nema eitt eru fengin að láni frá Ríkislistasafninu í Berlín. Verk íslensku listamannanna koma víða að, frá Listasafni Reykjavíkur, Listasafni fslands, Listasafni Kópavogs, listasöfnum Sigurjóns Ólafssonar og Einars Jónssonar og Gallerí i8. Sýningin hlaut styrk úr Menningarborgarsjóði og lýkur henni miðvikudaginn 20. ágúst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.