Dagblaðið Vísir - DV - 25.06.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. JÚNÍ2003
Kynntu skipulagsbreytingar
Nýr starfshópur skipaður
Bankastjórn og æðstu stjórn-
endur Landsbankans héldu
fund í nýju kirkjunni á Eskifirði
um helgina og kynntu Aust-
firðingum skipulagsbreytingar
á útibúaneti bankans eystra.
Austurland verður sérstakt
svæði í stað sameinaðs svæðis
Austur- og Norðurlands áður.
Nýr svæðisstjóri verður Einar
Kristján Jónsson, 29 ára lög-
fræðingur. Sambýliskona Ein-
ars er Áslaug Björnsdóttir og
eiga þau 2 börn. Einar er sonur
Jóns Kristjánsssonar heilbrigð-
isráðherra og Margrétar Einars-
dóttur.
Hlutverk Einars verður að efla
og samhæfa störf útibúa og
stjórna frekari uppbyggingu
Landsbankans á Austurlandi í
þeim miklu breytingum sem
fram undan eru ífjórðungn-
um. Landsbanki Islands er sem
fyrr aðalbankinn á Austurlandi,
rekur 12 útibú með 52 starfs-
mönnum. Að lokinni kynn-
ingu og ávörpum æðstu
stjórnenda bankans var boðið
upp á spjall og léttar veitingar
í kirkjumiðstöðinni.
Einar Kristján Jónsson.
RAUFARHÖFN: Nýr starfshópur
hefur verið skipaður í framhaldi af
vinnu starfshóps sem ráðherra
byggðamála, Valgerður Sverris-
dóttir, skipaði um vanda Raufar-
hafnar. Hinn nýi hópur mun vinna
saman að verkefnum er lúta að at-
vinnuþróun í sveitarfélaginu og
verður fyrsti fundur hópsins hald-
inn í dag. Skoðaðir verða margvís-
legir möguleikar á að koma á legg
nýrri þekkingu og arðbærri at-
vinnustarfsemi í sveitarfélaginu.
Rekstrargrundvöllur saltfiskverk-
unar og möguleikar á eflingu
ferðaþjónustu á svæðinu verða
sérstaklega teknir til umfjöllunar.
Þá munu Byggðastofnun og Ný-
sköpunarmiðstöðin á Akureyri
leggja fram þekkingu sína og að-
stoða hópinn ásamt Atvinnuþró-
unarfélagi Þingeyinga.
Deilur um viðbyggingu húss við Heiðargerði í Reykjavík:
Hæstiréttur ekki virtur
Harðar deilur stóðu um árabil
milli eiganda húss að Heiðar-
gerði 76 í Reykjavík og ná-
granna hans um viðbyggingu
við hús þess síðarnefnda.
Málið endaði fyrir Hæstarétti
sem kvað upp sinn úrskurð haustið
2001. Síðan hefur ekkert verið að-
hafst í málinu og hafa byggingaryf-
irvöld í Reykjavík ekki enn farið eft-
ir niðurstöðu dómsins sem fól
meðal annars í sér að hin umdeilda
viðbygging yrði fjarlægð.
Hæstiréttur dæmdi
bygginguna við Heiðar-
gerði 76 ólögmæta í
september árið 2001.
Síðan hefur ekkert ver-
ið gert í málinu og
undrast íbúar næstu
húsa hversu langan
tíma tekið hefur að
koma úrskurðinum í
framkvæmd.
Kærur á kærur ofan
Forsaga málsins er sú að eigandi
hússins að Heiðargerði 76 fékk árið
2000 afgreitt byggingarleyfi til að
reisa umrædda viðbyggingu við
hús sitt sem var samþykkt af borg-
arráði. Eigendur næstu eigna
kærðu leyfisveitinguna til úrskurð-
arnefndar byggingarmála á þeim
forsendum að viðbyggingin spillti
útsýni, vlli skuggamyndun, drægi
úr só! og ) !li ósamræmi í útliti göt-
unnar. í stuttu máli úrskurðaði
nefndin ú þann veg að ekki hefði
mátt veita byggingarleyfl gegn
mótmælum nágranna eins og gert
var. Leyfið var því fellt úr gildi í
nóvember 2000 og það lagt til að
byggingin yrði fjarlægð.
Húseigandinn að Heiðargerði 76
höfðaði í framhaldi af þessu mál
fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur sem
HEIÐARGERÐI76: Lengi stóðu deilur um viðbyggingu hússins og endaði málið fyrir Hæstarétti sem úrskurðaði að byggingin væri ólögleg og því ætti að fjarlægja hana. Síðan
eru liðin tæp tvö ár án þess að nokkuð hafi verið að gert.
úrskurðaði að ógilding á útgefnu
byggingarleyfi hefði verið ólögmæt
og því skyldi byggingin fá að
standa. Þessum dómi áfrýjuðu ná-
grannarnir til Hæstaréttar sem
kvað upp sinn úrskurð f september
árið 2001 nágrönnunum í hag. Síð-
an hefur hins vegar ekkert verið að-
hafst og viðbyggingin stendur enn
þrátt fyrir dómsúrskurð sem segir
hana vera ólögmæta.
Aðgerðaleysi borgaryfir-
valda
Nágrannarnir sem höfðuðu mál-
ið gegn eiganda Heiðargerðis 76
eru að vonum undrandi á hversu
langan tíma það hefur tekið að
koma dómnum í framkvæmd.
Borgaryfirvöld sögðu á sínum tíma
að ekkert yrði gert í málinu á með-
an verið væri að gera nýtt
deiliskipulag fyrir svæðið. Það var
hins vegar lagt fyrir borgarráð um
miðjan febrúar síðastliðinn og þar
kemur fram að ekki sé gert ráð fyrir
að umrædd viðbygging verði heim-
iluð. Samt hefur ekkert verið gert
enn í málinu.
Borgaryfirvöld hafa því í raun
hunsað dóm Hæstaréttar með að-
gerðaleysi sínu en dómurinn er aft-
ur á móti einnig áfellisdómur yfir
vinnubrögðum borgarráðs og
byggingarfulltrúa sem heimiluðu
bygginguna á sínum tíma án þess
að deiliskipulag lægi fyrir. Dómur-
inn hlýtur því einnig að fela í sér að
eigandi hússins að Heiðargerði 76
eigi kröfurétt á borgaryfirvöld þar
eð hún heimilaði framkvæmd sem
Hæstiréttur taldi síðar að stæðist
ekki lög. Borgin er því í ansi sér-
kennilegri stöðu hvað þetta mál
varðar. agust@dv.is
Norskskýrsla um stöðu íslands og Noregs gagnvartESB:
Vilja sameiginlegt fisk-
veiðistjórnunarsvæði
Norskir höfundar skýrslu um
stöðu íslands og Noregs gagn-
vart ESB telja að nauðsynlegt
sé fyrir þjóðirnar að koma sér
saman um sameiginlegt fisk-
veiðistjórnunarsvæði.
Svæðið sem um ræðir í
skýrslunni er fyrir norðan 62° og
segja höfundar hennar að
þjóðirnar verði að hafa náð
samkomulagi áður en viðræður
þeirra um aðild að Evrópusam-
bandinu hefjast, en þær telja höf-
undarnir óumflýjanlegar þegar
fram líður. Með slíkum aðgerðum
gætu þjóðirnar styrkt stöðu sfna í
aðildarviðræðunum til muna.
Fjallað var um málið í norska
miðlinum Fiskaren fyrir skömmu
og þar kemur fram að hin nýja sjáv-
arútvegsstefna ESB bjóði upp á
þann möguleika að stofna til sér-
stakra fiskveiðistjórnunarsvæða. í
umræddri skýrslu er rætt um að
stofna slíkt svæði fyrir Norðursjó-
inn með þátttöku þeirra ríkja sem
þar eiga hagsmuna að gæta. ísland
og Noregur gætu því vel komið
slíku fiskveiðistjórnunarsvæði á fót
ef samkomulag gæti tekist ufn mál-
ið á milli þjóðanna. Á sameiginlegu
fiskveiðistjórnunarsvæði gætu
þjóðirnar stýrt aðgangi að auðlind-
um hafsins í sameiningu og þannig
ráðið því hverjir stunda þar veiðar.
Þá gæti einnig verið hægt að
koma á fót 25 mílna lögsögu fyrir
heimaskip en Möltubúar fengu ný-
lega slíkt ákvæði samþykkt í við-
ræðum sínum við ESB.
SAMEIGINLEGT FISKVEIÐISTJÓRNUNARSVÆÐI: Norskir höfundar skýrslu um stöðu
(slands og Noregs gagnvart ESB telja þjóðirnar betur settar fyrir aðildarviðraeður ef
þær koma sér saman um sameiginlegt fiskveiðistjórnunarkerfi í Norðursjó.