Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Page 16
32 DVSPORT MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 DV Sport * Keppni í liverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Fyrsta tap Rosenborg KNATTSPYRNA: Undur og stór- merki áttu sér stað í norsku knattspyrnunni í gær þegar Rosenborg tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni. Kom það gegnTromso á útivelli, 2-1, en Rosenborg er samt sem áður með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar enn þá. Árni Gaut- ur Arason sat á varamanna- bekk Rosenborg allan leikinn. Enginn íslendingur var á skot- skónum eins og svo oft áður í sumar. Helgi Sigurðsson og Jó- hann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Lyn sem mætti Lilleström, en þar var Indriði Sigurðsson sá eini í byrjunar- liðinu. Gylfi Einarsson og Davíð Viðarsson komu hins vegar báðir inn á í síðari hálfleik. Heppnisdráttur KÖRFUBOLTI: Keflavík datt í lukkupottinn þegar dregið var í riðla í hinum nýja FIBA-bikar í Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin en Kefl- víkingar þurfa ekki að ferðast langt til andstæðinga sinna. Liðin sem drógust með Kefla- vík eru Toulon í Frakklandi og Ovarense og Madeira, bæði í Portúgal. Silja úr leik FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: Silja Úlf- arsdóttir, hlaupakona úr FH, hljóp á tímanum 61.30 sek. í 400 metra grindahlaupi og komst ekki áfram á EM ung- linga 22 ára og yngri sem hald- ið var um helgina. Þá kastaði Óðinn Björn Þorsteinsson, einnig úr FH, 49.20 m í kúlu- varpi og dugði það ekki til að komast í 12 manna úrslit. Tvö íslandsmet féllu hjá Islendingunum á HM í sundi í Barcelona Það er óhætt að segja að keppni hafi byrjað vel hjá íslendingun- um á HM í sundi sem hófst í Barcelona í gær. Tvö íslandsmet féllu, ólympíulágmarki var náð og bæting upp á tæpa sekúndu átti sér stað. Keppni hófst með undanriðlum í 100 m flugsundi kvenna þar sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var með- al þátttakenda. Hún synti á 1:03,49 og bætti sinn besta persónulega ár- angur um tæpa sekúndu. Hún varð í 30. sæti af 53 keppendum. Lára Hrund Bjargardóttir gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmetið í 200 metra fjórsundi um meira en tvær sekúndur. Hún synti á 2:20,35 og bætti eigið met sem var orðið 4 ára. Hún varð í 31. sæti og náði um leið að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Hjá strákunum kepptu þeir Jak- ob Jóhann Sveinsson og Jón Oddur Sigurðsson í 100 metra bringu- sundi. Þar bætti sá fyrrnefndi ís- landsmet sitt frá EM í fyrra um 14 hundraðshluta úr sekúndu er hann synti á 1:03,11 sem dugði honum í 31. sæti. Jón Oddur kom að bakk- anum á 1:05,91 og lenti í 53. sæti af 92. Hann bætti sinn persónulega árangur lítillega. Þá komst Astralinn Ian Thorpe enn og aftur í sögubækurnar með því að vinna gull í 400 m skrið- sundi. Það var hans 9. HM-gull sem er met. í 4x100 m skriðsundi leiddi goðsögnin Alexander Popov sveit RÚSSa til sigurs. eirikurst@dv.is BÆTTl SIG: Jakob Jóhann Sveinsson setti nýt Islandsmet í 100 metra bringusundi. •t Krikket ájökli Um helgina var hér á landi statt úrvalslið EFG bankans í Lundúnum í krikket. Liðið lék hér þrjá leiki, þeirra á meðal miðnæturkrikket í Laugardalnum, „alvöru" leik á sama stað og að síðustu lék það gegn Kylfunni frá Stykkishólmi, nyrsta krikketsklúbbi veraldar, á sjálfum Langjökli. „ískrikket", eins og segir í fréttatilkynningu. í leik Iaugardagsins, þegar EFG lék gegn íslenska landsliðinu, báru ensku gestimir nauman sigur úr býtum, með 131 hlaupi gegn 128. Að leiknum loknum bauð breski sendiherrann til mótttöku í sendi- ráðinu og varð það til að kóróna góða heimsókn ensku krikketleik- aranna. í liði þeirra var einn flugmaður Iceland Express, sem styrkti komu EFG-liðsins, en það var sjálfur Bmce Dickinson, söngvari þunga- rokkshljómsveitarinnar Iron Maiden og vakti það ómælda lukku bæði meðspilara hans og áhorf- enda, sem margir hverjir komu gagngert til að berja goðið augum. eirikurst@dv.is * Þórey stökk 4,43 metra Þórey Edda Elísdóttir, stang- arstökkskona úr FH, hafnaði í þriðja sæti þegar hún stökk 4,43 metra á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Cuxhaven í Þýskalandi í gær. Þórey reyndi í þrígang við nýtt íslands- og Norðurlandamet, 4,53 metra, en felldi í öll skiptin. Það var heimamaðurinn Yvonne Buschbaum sem vann keppnina með stökk upp á4,63 metra en í öðm sæti varð Mon- ika Pyrek frá Póllandi. Elena Belyakova ffá Rússlandi stökk sömu hæð og Þórey Edda, en notaði við það fleiri tilraunir og varð því að gera sér fjórða sæt- ið að góðu að þessu sinni. Alls tóku níu stúlkur þátt í stangar- stökkskeppninni. vignk@dv.is Laugavegshlaup í steikjandi hita 1 lOluku 55 kílómetra löngu hlaupinu sem fór fram við erfiðar aðstæður „Þetta var rosalega erfitt hlaup. Það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í hér á landi," sagði Charles Hubbard þegar hann kom í mark í Þórsmörk eftir að hafa hlaupið Laugaveginn á laugar- dag. Hubbard kom fyrstur manna í mark. Þetta var þriðja árið í röð sem Charles vann hlaupið. í ár hljóp hann þetta 55 kílómetra hlaup á 4:59:21. Charles sigraði í fyrra á 4:39:27, en hann náði besta tíma sínum 2001, 4:39:21. Steinar Jens Friðgeirsson varð í öðm sæti og fyrstur íslendinga, hljóp á 5:21:10. Veðrið á laugardag var gríðarlega erfitt fyrir hlauparana, sól og mikill hiti alla leið. Hitinn í forsælu í Emstmm, þar sem búnir em 40 kílómetrar af leiðinni, var 23 gráð- ur. Hitinn á móti sól var þar um eða yfir 30 gráður. „Ég kem aftur" Þónokkrir hlauparar áttu í vand- ræðum vegna vökvataps og leið illa vegna hitans. Nokkmm þeirra varð að gefa vökva í æð í markinu í Húsadal. Átta hlauparar náðu ekki í mark en 110 luku hlaupinu. Veðrið er þó ein óvissan í hlaupinu og hlauparari sem DV ræddi við eftir hlaupið var staðráðinn í að koma aftur að ári þrátt fyrir erfiða reynslu í ár. NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.