Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
  • Qaammatit siuliiJuly 2003Qaammatip tullia
    MoTuWeThFrSaSu
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.2003, Qupperneq 16
32 DVSPORT MÁNUDAGUR 21. JÚLÍ2003 DV Sport * Keppni í liverju orði Netfang: dvsport@dv.is Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889 Fyrsta tap Rosenborg KNATTSPYRNA: Undur og stór- merki áttu sér stað í norsku knattspyrnunni í gær þegar Rosenborg tapaði sínum fyrsta leik á leiktíðinni. Kom það gegnTromso á útivelli, 2-1, en Rosenborg er samt sem áður með 10 stiga forystu á toppi deildarinnar enn þá. Árni Gaut- ur Arason sat á varamanna- bekk Rosenborg allan leikinn. Enginn íslendingur var á skot- skónum eins og svo oft áður í sumar. Helgi Sigurðsson og Jó- hann B. Guðmundsson voru í byrjunarliði Lyn sem mætti Lilleström, en þar var Indriði Sigurðsson sá eini í byrjunar- liðinu. Gylfi Einarsson og Davíð Viðarsson komu hins vegar báðir inn á í síðari hálfleik. Heppnisdráttur KÖRFUBOLTI: Keflavík datt í lukkupottinn þegar dregið var í riðla í hinum nýja FIBA-bikar í Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti sem keppnin er haldin en Kefl- víkingar þurfa ekki að ferðast langt til andstæðinga sinna. Liðin sem drógust með Kefla- vík eru Toulon í Frakklandi og Ovarense og Madeira, bæði í Portúgal. Silja úr leik FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR: Silja Úlf- arsdóttir, hlaupakona úr FH, hljóp á tímanum 61.30 sek. í 400 metra grindahlaupi og komst ekki áfram á EM ung- linga 22 ára og yngri sem hald- ið var um helgina. Þá kastaði Óðinn Björn Þorsteinsson, einnig úr FH, 49.20 m í kúlu- varpi og dugði það ekki til að komast í 12 manna úrslit. Tvö íslandsmet féllu hjá Islendingunum á HM í sundi í Barcelona Það er óhætt að segja að keppni hafi byrjað vel hjá íslendingun- um á HM í sundi sem hófst í Barcelona í gær. Tvö íslandsmet féllu, ólympíulágmarki var náð og bæting upp á tæpa sekúndu átti sér stað. Keppni hófst með undanriðlum í 100 m flugsundi kvenna þar sem Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir var með- al þátttakenda. Hún synti á 1:03,49 og bætti sinn besta persónulega ár- angur um tæpa sekúndu. Hún varð í 30. sæti af 53 keppendum. Lára Hrund Bjargardóttir gerði sér lítið fyrir og bætti íslandsmetið í 200 metra fjórsundi um meira en tvær sekúndur. Hún synti á 2:20,35 og bætti eigið met sem var orðið 4 ára. Hún varð í 31. sæti og náði um leið að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Aþenu á næsta ári. Hjá strákunum kepptu þeir Jak- ob Jóhann Sveinsson og Jón Oddur Sigurðsson í 100 metra bringu- sundi. Þar bætti sá fyrrnefndi ís- landsmet sitt frá EM í fyrra um 14 hundraðshluta úr sekúndu er hann synti á 1:03,11 sem dugði honum í 31. sæti. Jón Oddur kom að bakk- anum á 1:05,91 og lenti í 53. sæti af 92. Hann bætti sinn persónulega árangur lítillega. Þá komst Astralinn Ian Thorpe enn og aftur í sögubækurnar með því að vinna gull í 400 m skrið- sundi. Það var hans 9. HM-gull sem er met. í 4x100 m skriðsundi leiddi goðsögnin Alexander Popov sveit RÚSSa til sigurs. eirikurst@dv.is BÆTTl SIG: Jakob Jóhann Sveinsson setti nýt Islandsmet í 100 metra bringusundi. •t Krikket ájökli Um helgina var hér á landi statt úrvalslið EFG bankans í Lundúnum í krikket. Liðið lék hér þrjá leiki, þeirra á meðal miðnæturkrikket í Laugardalnum, „alvöru" leik á sama stað og að síðustu lék það gegn Kylfunni frá Stykkishólmi, nyrsta krikketsklúbbi veraldar, á sjálfum Langjökli. „ískrikket", eins og segir í fréttatilkynningu. í leik Iaugardagsins, þegar EFG lék gegn íslenska landsliðinu, báru ensku gestimir nauman sigur úr býtum, með 131 hlaupi gegn 128. Að leiknum loknum bauð breski sendiherrann til mótttöku í sendi- ráðinu og varð það til að kóróna góða heimsókn ensku krikketleik- aranna. í liði þeirra var einn flugmaður Iceland Express, sem styrkti komu EFG-liðsins, en það var sjálfur Bmce Dickinson, söngvari þunga- rokkshljómsveitarinnar Iron Maiden og vakti það ómælda lukku bæði meðspilara hans og áhorf- enda, sem margir hverjir komu gagngert til að berja goðið augum. eirikurst@dv.is * Þórey stökk 4,43 metra Þórey Edda Elísdóttir, stang- arstökkskona úr FH, hafnaði í þriðja sæti þegar hún stökk 4,43 metra á alþjóðlegu frjáls- íþróttamóti í Cuxhaven í Þýskalandi í gær. Þórey reyndi í þrígang við nýtt íslands- og Norðurlandamet, 4,53 metra, en felldi í öll skiptin. Það var heimamaðurinn Yvonne Buschbaum sem vann keppnina með stökk upp á4,63 metra en í öðm sæti varð Mon- ika Pyrek frá Póllandi. Elena Belyakova ffá Rússlandi stökk sömu hæð og Þórey Edda, en notaði við það fleiri tilraunir og varð því að gera sér fjórða sæt- ið að góðu að þessu sinni. Alls tóku níu stúlkur þátt í stangar- stökkskeppninni. vignk@dv.is Laugavegshlaup í steikjandi hita 1 lOluku 55 kílómetra löngu hlaupinu sem fór fram við erfiðar aðstæður „Þetta var rosalega erfitt hlaup. Það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í hér á landi," sagði Charles Hubbard þegar hann kom í mark í Þórsmörk eftir að hafa hlaupið Laugaveginn á laugar- dag. Hubbard kom fyrstur manna í mark. Þetta var þriðja árið í röð sem Charles vann hlaupið. í ár hljóp hann þetta 55 kílómetra hlaup á 4:59:21. Charles sigraði í fyrra á 4:39:27, en hann náði besta tíma sínum 2001, 4:39:21. Steinar Jens Friðgeirsson varð í öðm sæti og fyrstur íslendinga, hljóp á 5:21:10. Veðrið á laugardag var gríðarlega erfitt fyrir hlauparana, sól og mikill hiti alla leið. Hitinn í forsælu í Emstmm, þar sem búnir em 40 kílómetrar af leiðinni, var 23 gráð- ur. Hitinn á móti sól var þar um eða yfir 30 gráður. „Ég kem aftur" Þónokkrir hlauparar áttu í vand- ræðum vegna vökvataps og leið illa vegna hitans. Nokkmm þeirra varð að gefa vökva í æð í markinu í Húsadal. Átta hlauparar náðu ekki í mark en 110 luku hlaupinu. Veðrið er þó ein óvissan í hlaupinu og hlauparari sem DV ræddi við eftir hlaupið var staðráðinn í að koma aftur að ári þrátt fyrir erfiða reynslu í ár. NH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar: DV sport (21.07.2003)
https://timarit.is/issue/201655

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

DV sport (21.07.2003)

Iliuutsit: