Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Page 4
4 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Frítekjumörk hækka Spáð loftslagsbreytingum ALMANNATRYGGINGAR: Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur ákveðið að frítekjumörk al- mannatrygginga hækki um 6,0% frá 1. september nk. Þetta þýðir að tekjuviðmiðun bóta sem Tryggingastofnun ríkisins er gert að leggja til grundvallar í út- reikningum sínum, og endur- skoðuð er ár hvert, hækkar sem þessu nemur. I stað tekna ársins 2001 verður frá 1. september nk. miðað við tekjur ársins 2002 samkvæmt skattframtölum. Þetta er gert með hliðsjón af 65. gr. laga um almannatryggingar. Viðmiðunarfjárhæðir í reglugerð nr. 47/1990 um stofnanaþjón- ustu fyrir aldraða hækka einnig um 6,0 af hundraði þ. 1. septem- ber nk. MIKLAR BREYTINGAR: Spáð er að lofthiti á norðurheimskaut- inu geti hækkað um 3 til 9 gráðuránæstu lOOárum. Ger- ist það verða gífurlegar breyt- ingar á loftslagi og lífríki og hafstraumar við Island gætu breyst. Skiptar skoðanir eru um hvaða áhrif breytingar á haf- straumum, sér í lagi Golfstraumnum, geti haft á að- stæðurhérá landi. Sjávarhiti við landið hefur verið óvenjumikill í sumar, að mati sjómanna, ekki síst með vest- urströnd landsins. Mikil óvissa er þó um hvaða áhrif þetta geti haft á hefðbundna fiskistofna sem (slendingar hafa byggt af- komu sína á um áratugaskeið. Skákmeistarar SKÁK: Menntaskólinn á Akureyri er Norðurlandameistari í skák eftir að hafa sigrað sænskan menntaskóla, Wenströmska Gymnasiet, í síðustu umferð Norðurlandameistaramóts fram- haldsskóla. Islenskir skólar hafa áður sigrað 17 sinnum á þessu Norðurlandamóti. MH hefur sigr- að 14 sinnum, MR tvisvar og Verslunarskólinn einu sinni. Búslóðaflutningar: Tollurinn gerði tónlistina upptæka VANDRÆÐAMÁI: Tónlistarmaðurinn Kenneth Balys segir að tollstjórinn í Reykjavík hafi gert rúmlega hundrað og fimmtíu geisladiska með hans eigin tónlist upptæka og að málið sé allt hið vandræðalegasta. Fyrir rúmu ári flutti Vestur-ís- lendingurinn Kenneth Balys til landsins og hugðist hafa með sér um tvö hundruð hljómplötur og geisladiska með tónlist sem hann hefur samið.Tollurinn gerði plöt- urnar og diskana upptæka og krafði Balys um greiðslu sem hann neitaði og var málið því sent áfram til lögreglunnar. „Þetta er allt hið furðulegast mál,“ segir Balys og hlær, „ég skil eiginlega ekki hvað er á seyði. Ég á ættir mínar að rekja til fslands, á íslenska Ijöl- skyldu og ákvað að flytja hingað. Áður en ég pakkaði búslóðinni taldi ég mig hafa athugað gaumgæfilega hvað ég mætti flytja til landsins og hvað ekki til að vera réttum megin við lögin." Balys segist meðal annars hafa flutt með sér upptökustúdíó sitt, hljómplötur og geisladiska með eigin tónlist. „Þegar fyrsta sendingin með dótinu kom til landsins gerði tollur- inn stúdíóið upptækt og krafðist þess að ég borgaði af því toll á þeim for- sendum að þetta væri atvinnutæki eða verkfæri. Að lokum var samþykkt að tækin væru til persónulegra nota og að ég þyrfti ekki að borga af þeim. Þegar seinni sendingin kom var farið í gegnum hvem einasta hlut, sem þeir hafa rétt á, og allar upptökur með minni eigin tónlist gerðar upp- tækar. Þetta voru demóar, fimmtíu eintök af plötu sem ég gaf út fyrir nokkrum ámm og hundrað fímmtíu og átta nýir geisladiskar sem ég ætl- aði að nota sem prómó." Leiðinlegur misskilningur Balys segist ekki geta skilið hvers vegna toUurinn bregðist svona ein- kennUega við. „Ég held hreinlega að málið sé orðið persónulegt eða að þeir haldi að ég sé eitthvað tengdur eiturlyfjum vegna þess að þetta er teknótónlist. Ég var að minnsta kosti spurður að því af einum tollara hvor tónlistin ætti eitthvað skylt við það sem menn heyra á reifhátíð- um.“ Þegar Balys er spurður hvort ekki Þetta voru demóar, fimmtíu eintök afplötu sem ég gafút fyrir nokkrum árum og hundrað fimmtíu og átta nýir geisladiskar sem ég ætlaði að nota semprómó." teljist eðlUegt hjá tollinum að álykta sem svo að hann ætli að selja disk- ana, þar sem hann sé með svona mörg eintök af sama diskinum, seg- ir hann að svo megi vel vera. „Það má hártoga það mál á marga vegu en hvað sem því líður þá eru þetta allt prómóeintök sem ætluð eru til kynningar.“ Balys segist hafa boðist tU að borga toU af diskunum á sínum tíma en að krafa toUstjóra hafi hljóðað upp á sjötíu og átta þúsund króna sekt og að hann viðurkenndi á sig lögbrot og að hann hefði ekki getað sætt sig við það. „Þetta er hreinlega leiðinlegur misskUningur og mér finnst að það eigi að leysa málið sem slíkt. Sent til lögreglustjóra Júlíus Georgsson, lögfræðingur hjá tolUnum, segir að mál Balys sé kom- ið til Lögreglustjórans í Reykjavflc. „Það fór fram rannsókn á málinu hjá okkur og lögð var tíl ákveðin lausn, sem lögfræðingur Balys hafnaði fyrir hans hönd, og í framhaldi af því var málið sent lögreglustjóra til með- ferðar.“ Júlíus segist ekki vUja fara nákvæmlega út í málavexti en segir að málið verði að skýrast í framhaldi af meðferð þess hjá lögreglunni og hvað sé löglegt og hvað ekki. „Hvað sem öðru líður þá hefðum við ekki sent það áfram tfl lögreglunnar nema við teldum að um meinta refsi- verða hátterni væri að ræða.“ kip@dv.is MINNINGARSUND: Bræðrunum Ara og Jóhannesi Páli Gunnarssonum var vel fagnað að afstöðnu fjögurra kílómetra sundi sem þeir þreyttu (minningu bróður síns. DV-mynd Eggert 4 kílómetra minningarsund Bræðurnir Ari og Jóhannes Páll Gunnarssynir syntu á laugardag frá Áttæringsvör f Viðey tU smábátahafn- arinnar við Ægisgarð f Reykjavíkur- höfn, rúmlega 4 km leið. Sundið tók um eina og hálfa klukkustund.Ari og Jóhannes syntu þessa leið í minningu bróður síns, Kristjáns Gunnarssonar, sem framdi sjálfsvíg við Austurbæjar- skólann í nóvember í fyrra. Jafhffamt vUdu þeir með þessu sundi vekja at- hygli á alvarleúca þunglyndis. Stóð fjölskylda bræðranna að áheitasöfn- un og söfnun á styrkjum fyrir Geð- hjálp, samfUiða sundi bræðranna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.