Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Page 10
10 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 Af hverju að æfa líkamann? Fallegur líkami eða vellíðan LÍKAMIOG SÁL Guðjón Bergmann yoga@gbergmann.is Þegar hausta tekur dusta fs- lendingar rykið af æfingafötum sínum og hellast inn í líkams- ræktarstöðvarnar. Markmiðin eru mörg og mis- munandi en undirliggjandi ástæð- an hjá langflestum er þyngdartap. í byrjun, á háannatíma líkams- ræktarinnar, er mikilvægt að spyrja sig: Hvers vegna ætla ég að hefja æfingar? Hvert er markmið- ið? Hver er tilgangurinn? Gott flæði um líkamann Samkvæmt jógafræðunum snú- ast líkamsæfingar um að halda góðu flæði um helstu kerfi líkam- ans. Með því að halda vöðvum mjúkum og sterkum, liðum sveigj- anlegum, öndunarfærum virkum, góðu flæði um æðakerfið og hug- anum vakandi með sterku tauga- kerfi, myndum við grunninn að heilbrigðum líkama. Nota má mis- munandi ieiðir til að ná þessum markmiðum en mikilvægt er að líta á líkamann sem heild og taka öll starfandi kerfi inn í myndina. Gott flæði um líkamann styrkir ónæmiskerfið og hefur þar af leið- andi heilsueflandi og fyrirbyggj- andi áhrif. Ekki fötin sem menn vilja? Margir virðast haldnir þeirri hugmynd að hamingjan sé höndl- uð með því að komast í föt sem Við getum ekki enda- laust haldið okkur í sama líkamlega form- inu. Hið óumflýjanlega er að líkaminn mun eldast og á endanum deyja. Tilþessað öðlast hamingju þarf að hugsa jöfnum höndum um líkama, huga og sál. eru nokkrum númerum minni eða með því að líta betur út án fata. Svo er ekki. Þegar ég vann sem jógakennari á líkamsræktarstöðv- um, áður en ég hóf minn eigin rekstur, rakst ég hvað eftir annað á fagurlega skapað fólk í góðu formi sem upplifði stöðuga andlega vanlíðan og varð óánægðara með sjálft sig eftir því sem það æfði meira þar sem viðmiðunarhópur- inn var alltaf í betra formi. Á sama tíma var þetta fólk að hvetja aðra til dáða á þessu sviði og sór þess eið að því hefði aldrei liðið betur. Leita eftir vellíðan Ég hvet fólk frekar til að leita eft- ir vellíðan í gegnum líkamsæfing- ar en að vera fast í skorðum mark- miða og árangurstengdra sjónar- miða um aukinn styrk, færri kíló eða meiri liðleika. Með því að taka ákveðiri skref, æfa reglulega og leita eftir vellíðan frekar en skjót- um árangri verður til ánægjulegur lífsstfll sem hjálpar okkur að koma jafnvægi á lífið. Við öðlumst sjálf- krafa aukinn styrk og liðleika. Ef maður lætur sér líða vel að lokinni æfingu mun maður sjálfkrafa líta betur út en ef maður vill bara líta betur út er ekki endilega sjálfsagt að manni muni líða betur. Ytra útlit skilar sér ekki endilega í innri vellíðan en innri vellíðan skilar sér alltaf í meiri útgeislun. Við getum ekki endalaust haldið okkur í sama líkamlega forminu. Hið óumflýjanlega er að líkaminn muni eldast og á endanum deyja. Á meðan við einblínum um ofá útlitið er auð- veldlega hægt að missa sjónar á því sem skiptir virkilega máli í lífinu. Á sama tíma getum við afsakað aðgerðaleysi með því að segjast ekki vilja stunda líkams- dýrkun. Líkamanum verður ekki viðhaldið öðruvísi en með reglu- legri hreyfingu. Til þess að öðlast hamingju þarf að hugsa jöfnum höndum um lík- ama, huga og sál. Líkaminn er skip á ólqusjó lífsins Jógaheimspekin kennir okkur að hugsa um líkamann sem farar- tæki. Við íslendingar erum sjó- menn í eðli okkar og gætum því hagnast á því að líta á lfkamann sem skip. Sjómenn vita að mikil- vægt er að halda við skipi, hafa það sjófært, en ekki gengur að hafa það í höfn og punta það dag- inn út og inn. John A. Shedd sagði: „Skip eru örugg í höfn - en skip eru ekki byggð í þeim tilgangi." Skip þurfa að vera sterk og þola mislynd veður á Jífsins ólgusjó ef þau eiga að skila okkur á leiðar- enda. Það sama gildir um lík- amann. Hann þarf að vera sterkur og heilbrigður en útlitsdýrkun mun óumflýjanlega enda með sár- um vonbrigðum. Ef við setjum jafnvægi í aðalhlutverk og hvorki afneitum líkamanum né dýrkum hann munum við ganga hinn gullna meðalveg. Á meðan við einblínum um of á úditið er auðveldlega hægt að missa sjónar á því sem skiptir virkilega máli í lífinu. Á sama tíma getum við afsakað aðgerðaleysi með því að segjast ekki vilja stunda líkamsdýrkun. Líkaman- um verður ekki viðhaldið öðruvísi en með reglulegri hreyfingu. ■ ■■■■■ HLEBSLU/- f Hraðskiptipatróna ..sparar tíma og eykur afköst! ArmúU 17, lOB Reykfenrik síml: 533 1334 fax: 55B 0499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.