Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 MENNING 15 Leikrit vantar LEIKRmJN: Leiklistardeild Listaháskóla íslands lýsir eftir hugmyndum að leikverki til uppsetningar í nemendaleik- húsi veturinn 2004-2005. í nemendahópnum eru 5 karlar og 4 konur á aldrinum 23 til 28 ára. Skilyrði er að leikritið fjalli um fólk á þeirra aldri og gerist í nútímanum/framtíðinni. Fyrstu hugmyndum á að skila fyrir 17. okt. 2003 á tveimur vélrituðum A4-síðum. Skólinn velur 3-4 hugmyndir til nánari útfærslu fyrir 10. febr. 2004. Loks verður eitt verkanna valið til fullvinnslu og uppsetningar. Hugmyndum skal skilað á skrif- stofu leiklistardeildar, Sölvhóls- götu 13,101 Reykjavík. Upplýs- ingar hjá deildarforseta í síma 552 5020. íslensk spenna ÚTKALL: Stöng útgáfufélag hefur endurútgefið í kilju þrjár Útkalls-bækur Óttars Sveins- sonar, Útkall á jólanótt, Útkall - Geysir er horfinn og Útkall ( Djúpinu. Auk þess er komið út í einni bók úrval úr bókunum Útkall Alfa TF-Sif og ÚtkallTF- Líf. Úkallsbækur Óttars hafa verið geysilega vinsælar hér á landi og sumar þeirra hafa vak- ið athygli er- lendis. Hafa nokkrar þeirra komið út á ensku og dönsku, bandarískur Rescue-þátt- ur var gerður eftir einni þeirra og Útkall í Djúpinu fékk ítar- lega umfjöllun á BBC. Þroskasaga NÝ SKALDSAGA: Jóhanna G. Harðardóttir, kennari og blaðamaður, hefur sent frá sér sína fyrstu skáldsögu, Spor saklausa syndarans. Þetta er þroskasaga konu og hefst fermingarveturinn hennar. Þá verða atvik í lífi hennar til þess að hún verður ósátt við þann guð sem gamli prestur- inn segir frá og hún fer að velta fyrir sér því sem er leyft og bannað í hinu kristnaj samfélagi. Bókin lýsir leið hennar til þroska og skilnings á almættinu. Agenda gefur út. lÉk' > {o speki og bókmenntum. En Edda bendir á að hann hafi lagt mikla áherslu á tjáningu, bæði í verkunum sjálfum og í kröfum til flytjand- ans, og opnað þannig leið inn í rómantísku stefnuria. „Verkin hans eru tilfmningalega djúp, einkum þau síðustu, sem höfðu mikil áhrif á Beethoven, til dæmis. Það má vel sjá brú milli þeirra," segir hún. „Ég féll alveg fyrir þessum verkum hans, enda er Carl Philipp merkilegt tónskáld þótt hann hafi alltaf staðið í skugga föður síns. Það er heiðríkja kringum þessa tónlist, hún er skýr og fögur, ekki mildl tog- streita en þó djúpar tilfmningar." Sveiflur í plötuútgáfu Um þessar mundir er að koma út tangódiskur með hljómsveitinni Le Grand Tango sem þau leika með, Edda og eigin- maður hennar, Olivier Manoury, og fleiri. Hann er gefinn út hjá Sonet, af Óttari Felix Haukssyni, sem nýlega keypti plötuútgáfu- hluta Eddu, útgáfu. - Hvers vegna gefur þú þína klassísku diska út sjálf? „Það eru ótrúlegar sveiflur hjá plötuútgef- Ég á marga félaga sem hafa eiginlega glatað verkum sín- um við innlimanir og samein- ingu fyrirtækja. endum um þessar mundir og fyrirtæki ýmist að sameinast eða sundrast," segir Edda. „Þegar Grieg-diskurinn minn seldist upp í Frakklandi reyndust hafa orðið eigendaskipti á fyrirtækinu franska sem gaf hann út og nýi eigandinn vissi ekkert hvenær eða hvort hann hygðist endurútgefa diskinn. Þannig að ef ég vildi að diskurinn yrði til f verslunum þá átti ég ekki önnur ráð en kaupa réttinn af út- gáfunni og endurútgefa hann sjálf." EDDA ERLENDSDÓTTIR PfANÓLEIKARI: Féll fyrir næstelsta syni Jóhanns Sebastians Bach. Eins konar trillukarl „Þetta hef ég svo líka gert við diskinn með verkum Carls Philipps," heldur hún áfram. Astarsamband Eddu Erlendsdótturog Carls Philipps Emanuels Bach ber langþráðan ávöxt: SMEKKLEG HÖNNUN: Olivier Manoury bandoneónleikari, eiginmaður Eddu, hannar útlit diskanna sem hún gefur út sjálf. Edda Erlendsdóttir píanóleikari gefur í dag út geisladisk þar sem hún leikur sónötur, fantasíur og rondó eftir Carl Philipp Emanuel Bach, næstelsta son hins mikla meistara. Diskurinn kom fyrst út í Frakklandi 1991 en hefur lengi verið gersamlega ófáanlegur. Nú gefur Edda hann út sjálf. „Tónverk Carls Philipps heyrast ekki oft á tónleikum og reyndar kynntist ég verkum hans alveg af tilviljun," segir Edda. „Þannig var að maðurinn minn fór til Austur-Berlín- ar fyrir mörgum árum og það eina sem hann fann í nótnabúðunum þar voru nótur Þannig var að maðurinn minn fór til Austur-Berlínar fyrir mörgum árum og það eina sem hann fann í nótnabúðun- um þar voru nótur að verkum eftir Carl Philipp Emanuel Bach sem kostuðu á að giska fimmtán krónur stykkið. að verkum eftir Carl Philipp Emanuel Bach sem kostuðu á að giska fimmtán krónur stykkið. Þegar hann kom með þær heim fór ég að lesa þær og leist svo vel á þær að ég fór að æfa eitt og eitt verk. Því hélt ég áfram þangað til ég var komin með nóg á geisla- disk. Hann er meira að segja sá lengsti sem ég hef geflð út, 74 mínútur og 18 sekúndur!" Óþekkt en stórkostleg Mikil eftirspurn hefur verið eftir þessum diski síðan hann hvarf af markaði og Edda var spurð hvernig stæði á því - er ekki gríðarlegt fram- boð á diskum með klassískri tónlist? „Jú, en ég held að fólk hafi upp- götvað þarna tónlist sem það þekkti ekki og hreifst af,“ segir hún. „Þegar ég fór að spila þessi verk á tónleikum kom það mér á óvart hvað fólk fór fljótt að hvetja mig til að gefa þau út. Það hafði aldrei heyrt þau fyrr en fannst þetta stórkostleg tónlist." Þetta er fjórði diskurinn sem Edda gefur út sjálf en á hinum þrem eru verk eftir Haydn, Grieg og Tsjaíkov- skí. Edda segist hafa séð eftir á að tónskáldin - og þar með diskarnir - mynda eins konar pör. Annars vegar eru Bach og Haydn því Carl Philipp hafði sérstaklega mikil áhrif á Haydn, hins vegar eru Tsjaíkovskí og Grieg, rómantísk tónskáld báðir sem leituðu innblásturs í þjóðlegri tónlist og þjóð- lögum heimalanda sinna. Fyrirrennari rómantíkur - Hvemig er Carl Philipp ólíkur pabba sín- um? „Hann er ekki eins pólýfónískur," segir Edda eftir stutta umhugsun. „Tónlistin verð- ur lagrænni með honum, það kemur fram laglína með undirleik þannig að tónlistin verður að sumu leyti einfaldari og um leið fær hún meiri úrvinnslu. Formið breytist og verð- ur aðgengilegra, án þess að verða beint létt. Raunar er Carl Philipp af mörgum talinn fað- ir klassísku sónötunnar." Carl Philipp var uppi á ámnum 1714-1788 og starfaði því á upplýsingaröld sem hafði ekki síður áhrif í tónlist og myndlist en heim- „Rétturinn er talsvert dýr og það kostar líka vinnu að gefa svona disk út sjálf, en ég sé hvorki eftir þeim tíma né peningum. Ég á marga fé- laga sem hafa eiginlega glatað verk- um sínum við innlimanir og sam- einingu fyrirtækja. Þeir hafa lagt mikla vinnu í þessar útgáfur sínar, jafnvel margar vikur og mánuði við æfingar, upptökur, klippingu, kynningu og svo framvegis, og þó reynast þeir ekki hafa neinn rétt á þeim. Þá er betra að vera sinn eigin herra. Ég hef stundum sagt að ég sé eins og trillukarl og það er góð til- finning, ég veit nákvæmlega hvar ég stend, ræð sjálf hvað kemur út og hvað ekki. En ég verð ekki rík á þessu!" Skylt er þó að taka fram að Edda notar fagmenn í dreifinguna. Hér heima dreifir Skífan klassisku disk- unum hennar og þeir em allir til núna. Edda er líka svo heppin að eiga mann sem tekur prýðilegar ljósmyndir og er liðtækur hönnuður eins og sjá má á nýja diskinum sem hann hefur hannað. „Ég væri auðvitað í slæmum málum ef ég hefði ekki góða aðila í dreifingunni. Olivier segist ekki hafa nokkurn áhuga á að geyma alla þessa diskakassa undir rúminu sínu," segir hún og skellir upp úr. Næst á dagskrá hjá Eddu er diskur sem hún og Bryndís Halla Gylfadóttir ætla að gera saman næsta vetur. silja@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.