Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 17
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 33 Rússneskir kaupsýslumenn á uppleið: Kaupa fótbolta lið og vínekrur ♦ HEIMSUÓS Oddur Ólafsson ! . oddur&dv.is Fréttir af íþróttum fjalla oftar en ekki um viðskipti þar sem himinháar fúlgur skipta um eig- endur. Kappar ganga kaupum og sölum, sem og heilu íþrótta- félögin, og ótrúlegustu upp- hæðir eru nefndar þegar verð- launafé og bónusar eru annars vegar. Nýverið gerðust þau stórtíðindi á þessum vettvangi að rússneskur kaupsýslumaður keypti breska fótboltaliðið Chelsea fyrir svimandi upphæð. Gegnum fótboltabransann beinist nú athyglin að því hvernig stendur á þeim mikla auði sem rússneskur milljarða- mæringur ræður yfir. En rússneskir kaupsýslumenn hafa gert stórkaup á fleiri eignum síðustu árin. Þeir hafa til að mynda keypt hallir og vínekrur í Frakklandi og sitthvað fleira sem ríka fólkið tel- ur sér akk í að eiga. Rússneskir auð- kýfingar eru farnir að sjást á listum tfmarita yfir auðugstu menn heims og fer þéim fjölgandi þar. Yfirleitt er þetta ný tegund kaup- sýslumanna austur þar. Þeir hafa auðgast í mikilli efnahagsupp- sveiflu sem verið hefur í Rússlandi allra síðustu árin og átt þátt í alþjóðavæðingunni. Þeir eru ekki af alveg sama sauðahúsi og „olig- archarnir" sem komust yfir ríkis- eignir í tíð Jeltsíns, þegar allt efna- hagskerfi landsins var í upplausn eftir fall kommúnismans og Sovét- ríkjanna. Hagvöxtur í Rússlandi hefur ver- ið yfir sex af hundraði síðan 1999 og er ekkert lát á framförunum. Er- lendir fjárfestar flykkjast á ný til Moskvu og annarra uppgangs- svæða og rússneskir athafnamenn leita til annarra landa. Rússar hafa grynnkað verulega á skuldum við erlendar lánastofnanir og eru nú taldir gjaldgengir meðal efnahags- lega þróaðra þjóða. Laun hafa hækkað verulega og þótt enn þrengi víða að fara lífskjörin smá- batnandi. Eftir óstjórn Jeltsínáranna og gripdeildir „oiigarchanna" - sem flestir voru fyrrverandi forstjórar ríkisfyrirtækja og kunnu ekki fótum sínum forráð þegar þeir voru allt í einu komnir með svokallað frjálst markaðskerfi í hendurnar - fór flest eða allt í handaskolum nema þeirra eigin auðsöfnun. Uppskurðurinn mikli Það var um mitt ár 1998 að þá- verandi stjórn tilkynnti skyndilega að hún hefði fryst allar greiðslur skulda, erlendra sem innlendra, og myndi ekki lengur verja gengi rúblunnar. Þessi ákvörðun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og allt efnahagskerfið lenti í uppnámi, hver bankinn af öðrum varð gjald- þrota og sparifjáreigendur sáu inn- stæður sínar brenna upp í reyk. Kaupmenn urðu að breyta vöru- verði oft á dag vegna falls rúblunn- ar og erlendir lánardrottnar urðu að afskrifa milljarða dollara lán. Hrunið varð nær algjört, ekki að- eins fyrir rússneskt efnahagslíf endurbætur á efnahagskerfinu. Hann hefur sett á flatan tekjuskatt, 13%, sem ekki er hár en skilar sér þeim mun betur. Skattar á fyrirtæki eru einfaldaðir, skriffæðið skorið niður, dregið úr valdi fylldsstjórn- anna, tollskrár endurskoðaðar, vinnulöggjöf endurskoðuð, sem og lög um jarðeignir. Allt hefur þetta leitt til aukinnar tiltrúar á efnahag- inn. Erlendar fjárfestingar streyma inn og rússneskir fjárfestar eignast nú hluti í innlendum fyrirtækjum í stað þess að koma öllum eigum sínum fyrir í erlendum skattaparadfsum eins og þeir gerðu áður. Rússnesk eining skal það vera Frjálslyndi Pútíns nær aðeins til efnahagsmálanna. Þegar kemur að stjómmálum er hann harðari af sér. Fyrir kosningamar 1999 reri hann öllum ámm að því að fá for- ingja smáflokka til að hætta við sundmð framboð og sameinast _ undir merki rússneskrar einingar. ~ Kreml notaði öll tiltæk meðul til að koma í veg fyrir fjölflokkarugl. Sett vom lög um að flokkur þyrfti hið minnsta 7% atkvæða til að koma manni á þing. Allt var þetta gert í samvinnu við Kommúnistaflokk- inn, sem í staðinn fékk formenn margra mikilvægra þingnefnda. Héraðsstjómir hafa verið sviptar miklu af sínum völdum en valda- miklir héraðsstjórar settir sem yfir- stjórnendur og heyra undir Kreml. Fjölmiðlarnir, aðallega útvarp og sjónvarp, em smátt og smátt að komast undir algjört áhrifavald Kremlar. Þá er athyglisvert að sífellt fleiri af valdamestu mönnum Rúss- lands, svo sem ráðherrar og hér- aðsstjórar, eiga sér svipaðan feril og Vladimir Pútín sjálfur, og koma úr hernum eða leyniþjónustunni. Almenningur í Rússlandi lætur sér allt þetta vel líka, enda vonar fólk að betri tíð sé ívændum. Fram- tíðarstefna Pútíns er skýr. Hann ætlar sér ekki að leyfa stjórnleysi og upplausn þjóðfélagsins á ný en samt að koma á og viðhalda frjálsu markaðskerfi - þó ekki f anda mglukollsins Jeltsíns sem lét kyrrt liggja þegar bófar hirtu auðlindir og framleiðslutæki landsins í nafni frelsisins. Líkur á endurkjöri Vesturlönd hafa haldið að sér höndum og ekki gagnrýnt að ráði þegar Kreml hefur sogað til sín öfl- ugustu fjölmiðlana eða látið Ioka þeim, né haft hátt um stríðsrekst- urinn gegn Tsjetsjeníu. Ömggt má telja að Pútín verði endurkjörinn í forsetakosningun- um sem fram fara á næsta ári. Rússar em ekld vanir tiltakanlega miklu lýðræði og ófremdarástandið sem rfkt hefur í landinu eftir að Sovétrikin liðu undir lok eflir ekki trú þeirra á það stjórnarfar sem heita átti að komið væri á. m Svo hlýtur allt að vera í góðu lagi í landi þar sem efnahagurinn fer batnandi heima fyrir og þegnarnir kaupa sér vfnekmr í Frakklandi og eitt dáðasta og dýrasta fótboltalið í Bretlandi. (Heimildir m.a. sóttar í grein í Weekendavisen.) m MINNINGARSTUND: Pútín forseti með gömlum hershöfðingjum sem minnast 60 ára sigurs í borginni Kursk, skammt sunnan Moskvu. For- setinn styrkir æ betur stöðu sína og flesta valdamestu menn landsins velur hann úr sínum hópi, úr hernum og leyniþjónustunni. Pútín herðir sífellt pólitíska stefnu sína en eykurfrelsi markaðarins. heldur ekki síður að landsmenn misstu algjörlega trúna á frjálst markaðskerfi og þær endurbætur sem erlendir ráðgjafar höfðu kennt skammlífum ríkisstjórnum f tíð Jeltsíns og höfðu aldrei komið að neinu gagni vegna mglanda í stjórnarfari og áhrifa fyrmm kommúnista á efnahaginn. Margt hefur gengið rússneskum efnahag í vil síðan uppskurðurinn mikli var gerður. Markaðsverð á olíu og gasi hækkaði vemlega, eða um allt að helming, en helmingur útflutningstekna Rússa fæst af olfu- sölu. Vesturlönd hafa haldið að sér höndum og ekki gagnrýnt að ráði þegar Kreml hefur sogað til sín öflugustu fjölmiðl- ana eða látið loka þeim, né haft hátt um stríðsreksturinn gegn Tsjetsjeníu. Þótt hilli undir betri tíð fer samt margt úrskeiðis í ríkinu og auðnum er misskipt. Fjömtíu milljónir lifa undir fátæktarmörkum og lífaldur lækkar. Á síðustu fimm ámm hefur meðalaldur rússneskra karla lækk- að úr 61,3 ámm í 58,5 ár. Barneign- um fækkar vemlega þannig að á hverju ári deyja 17 Rússar á móti hverjum 10 börnum sem fæðast. Ekki horfir því björgulega með fólksfjöldann þegar frá lfður. Þrátt fyrir allt virðist rfkja bjart- sýni í landinu og byggist hún ekki síst á því að tími ringulreiðarinnar og óvissunnar er liðinn. Þjóðin hef- ur eignast sterkan foringja, Vladi- mir Pútín, sem er einarður, bind- KLÚBBUR KEYPTUR: Rússneski auðjöfurinn Abramovich kom á óvart þegar hann keypti fótboltaliðið Chelsea og borgaði út I hönd. Hann er af nýrri kynslóð kaupsýslumanna sem nýtur hugmynda Pútlns forseta um frjálst markaðskerfi. Abramovich auðgaðist á olíuvið- skiptum, en verð á olíu hefur hækkað um helming síðan sjúkt efnahagslíf Rússlands var skotið upp fyrir fimm árum. Hér á myndinni er liðseigandinn að veifa mönnum sínum þegar þeir léku við Leicester í London. indissamur og stjórnsamur. Megin- stöðugleiki og góð samvinna við þættir í stefnu hans eru opið og Vesturlönd. frjálst markaðskerfi, pólitískur Hann hefur gert umfangsmiklar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.