Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 18
34 SKOÐUN MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 > Lesendur > Innsendar greinar ■ Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn í síma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendaslða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Öllu snúið á haus Kristján skrifan Þegar menn brjóta lög og komast undir hendur réttvísinnar er ekki talið nema eðlilegt að menn svari til saka og taki út refsingu í sam- ræmi við þau viðurlög sem í gildi eru. Gildir þetta bæði um lítil brot og stór. Um þetta er almenn sátt. Hins vegar virðsit allt snúast á haus ef Islendingur er tekinn fyrir lagabrot í fjarlægum löndum og gildir einu þó brotið hafi verið heimskulega augljóst. Þar sem brotið var framið í arabalandi þar sem menn ganga um með slæð- ur og höggva hendur af þjófum virðist brotið vera orðið aukaat- riði en aðalatriði að koma mann- inum undan réttvísi þessara manna og heim sem fyrst. Ef samúðin með brotamönnum væri nú alltaf svona. Endursýningar Guðrún skrifan Eftir að hafa horft á allar hér- lendar sjónvarpsstöðvar í mörg ár er ég farin að efast um að ég sé að gera rétt. Ekki vegna þess að efni þeirra sé allt svo leiðin- legt, þó reyndar mætti sýna eitt- hvað annað en ameríska dósa- hlátursþætti á besta tíma. Nei, heldur er mér og mínu heimilis- fólki farið að blöskra endursýn- ingar á endursýningar ofan. Ég get vel skilið að rekstur sjón- varps sé erfiður við hliðina á rík- isstöðinni sem er í bullandi sam- keppni á auglýsingamarkaði og þarf ekki að hafa áhyggjur af tapi. En mér finnst furðulegt ef stöðvarnar hafa einsett sér að fæla fólk frá og gera sér enn erf- iðara fyrir með endalausum endursýningum. * *■ Verndarstofa fyrir barnaverndarnefnd tSKOÐUN Kristjana Vagnsdóttir skrifar: Er nokkuð að undra þó að mað- ur fyllist reiði í garð þessa fólks sem kallast nefndir og sérhæft fólk sem á að hafa heill barna til sálar og líkama að leiðarljós í öllum sínum gjörðum? Engu er þó líkara, séð af gjörðum þeirra, en að hagur fullorðinna sé þar á toppnum. Og þar ráði pen- ingamálin. Og verða því þessi ve- sælu, munaðarlausu börn gullmol- ar þeirra sem hreppa þá. Sama hvernig þeim er misboðið til sálar og líkama. Nú þegar Bragi Guð- brandsson stendur eða situr og ver gerðir þessa fólks er maður orðvana. Ef einhver vill taka þau af fórnfysi og væntumþykju er lokað á þann heilbrigða hóp, sama hvort þar er einn eða tveir í lest. Ég spurði einn nefndarmann sem gekk úr þeirri nefnd sem hann var í af hverju hann hefði gert það. Hann svaraði því til að hann hefði verið of hand- genginn báðum hjónum til þess að ákveða hvort ætti að fá barnið. Hvað skín út úr þessu? Finnst þess- um mæta manni að hann hafi tekið afstöðu með litla munaðarlausa baminu? Eða kynnt sér hvar barn- inu myndi líða best eftir þess mikla missi? Hugsaði hann ekki meira um hvort hann myndi skaða þá full- orðnu með vali sínu? Nú þegar Bragi Guðbrandsson stendur eða situr og ver gerðir þessa fólks er maður orðvana. Manni dettur samt í hug að hann sé búinn að stofna nýja verndarstofu sem hefur hag fullorðinna að leið- arljósi og er rétt að kalla hana því langa nafni Barnaverndarnefndar- vemdarstofa. Við keppum fyrir Costa Rica! Kristján Guðmundsson skrifar: Um daginn mátti sjá í blöðun- um umfjöllun um landsleik (s- lands og Færeyja í knattspyrnu og einnig fylgdust margir með leiknum í Sjónvarpinu. *■ Við sáum Færeyingana í smart búningum með færeyska fánann á íslensku drengirnir voru aftur á móti með einhverja stóra og mikla stafi KSÍ sem eng- inn í veröldinni veit hvað þýða og hefég heyrt eftir útlendingi sem heldur að þetta sé * „sponsor" landsliðsins sem sé íslenskt bjórfyrirtæki. brjóstinu. íslensku drengimir vom aftur á móti með einhverja stóra og mikla stafi KSÍ sem enginn í veröld- Þjóðfáni Costa Rica. inni veit hvað þýða og hef ég heyrt eftir útlendingi sem heldur að þetta sé „sponsor" landsliðsins sem sé ís- lenskt bjórfyrirtæki. Fyrir ofan staf- ina var sfðan fótbolti hengdur aftan í þjóðfána Costa Rica. Öll landslið Norðurlandanna nota þjóðfána sína á landsliðsbúningana - að vísu má stundum sjá landslið Svía í ís- hokkí nota skjaldarmerkið þrjár kórónur. Er ekki kominn tími til að við verðum svolítið góðir með okkur og notum þjóðfánann og ekkert annað á búninga landsliðanna í bolta- íþróttum? Meðal annars þessum hugleið- ingum til stuðnings mátti sjá mynd á bls. 2 í Morgunblaðinu í liðinni viku af fýrstu íslensku landsliðs- treyjunni í knattspyrnu á leið á íþróttasafnið á Akranesi þar sem flennistór íslenskur fáni var á brjóstinu m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.