Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 1. SEPTEMBER 2003 TILVERA 43 HáSHDlaDíD SAMBW ★★★* . ■ k tj. ./!★★★ Kvikmyndirjs 2 Ó.HX •7|\57 t .■\/S * SLHMP M.B.t? • *** Kvikmyndir.com 'pIR/TTES m Sýnd kl. 5.40,8 og 10.20. B.i. 12. ára. Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30. B.i. 10. ára. HULK Sýnd kl. 5.30 Tilboð kr. 400. B.i. 12. ára. NÓI ALBINÓI: Sýnd kl. 6. B.i. 12 ára. Enskur texti. jT Breskir ★ SSll Bíódagar PURE: Sýndkl.10, CROUPIER: Sýnd kl. 8. THE MAGDALENE SIS:Sýnd kl.5.45 ALL OR NOTHING: Sýnd kl. 8. PURELY BELTER: Sýndkl.8. BLOODY SUNDAY: Sýndkl.5.50. PLOTS WITH A V.: Sýnd kl. 10.30. | | SWEET SIXTEEN: Sýnd kl. 10. ALFABAKKI Sýnd kl.4,6,8og 10. Sýnd í Lúxus kl.5,7.45 og 10.15. PIRATES OF THE CARRIBEAN Sýnd kl.5.30 og 8.15 B.i. lOára. STÓRMYND GRfSLA: Sýnd m.ísl.tali kl.4 og 6. | BASIC: Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16. ára. ÁSTRÍKUR: Sýnd m. ísl. tali kl. 3.50. SINBAD: Sýnd m. ísl.tali kl. 4 og 6 SINBAD: Sýnd m.ensku.tali kl. 8. KRINGLAN tS 588 0800 ÁLFABAKKI tS 587 8900 Cameron Diaz ertekjuhæst leikkvenna Samkvæmt nýrri úttekt Heimsmetabókar Guinness fyrir árið 2004 er Charlies Angels-stjarnan Cameron Diaz nú tekjuhæsta leikkonan í Hollywood, með um 25 milljónir punda í árstekjur en það nemur um 3,2 milljörðum íslenskra króna. Diaz, sem er þrítug, hefúr þar með skotið óskar- verðlaunaleikkonum eins og Júlíu Roberts, Halle Berry og Nicole Kidman aftur fyrir sig á listanum eftir mjög svo arðbær hlutverk í myndum eins og Gangs of New York og Shrek. STJORNUGJÖF DV Nói alblnói ★★★* 28DaysLater ★★★ Pirates of the Caribbean ★ ★★ Terminator 3 ★★★ HULK ★★★ Sindbað sæfari ★★lí. Basic ★ ★ What a Girl Wants ★★ Bruce Almighty ★★ Hollywood Homicide ★★ Charlie's Angels: Full Throttle ★ ★ Matrix Reloaded ★★ Legally Blonde 2 ★Á Lara Croft.... ★ Sögupersóna í lifanda lífi KViKMV’NOAGAGNRYKi Hilmar Karlsson hkarl§dv.is Croupier er ekki ný kvikmynd eins og aðrar kvikmyndir á breskum bíó- dögum. Hún er gerð 1998. Þegar hún var fyrst sýnd hvarf hún einhverra hluta vegna af markaðinum án þess að tekið væri eftir því. Það er nú samt svo að góðar kvikmyndir falla ekki í gleymsku og þegar ljóst var að Croupier ætti sér annað lff þá var henni skellt aftur á markaðinn, flest- um til gleði og ánægju því myndin er sérstök og skemmúleg lýsing á manni sem langar til að vera rithöf- undur en á erfitt með að skrifa þar til hann ákveður að skrifa út frá atburð- um sem hann lifír. Jack Manfred (Clive Owen) hafði áður verið gjafari í spilavfú en fómað starfinu vegna metnaðar úl að gerast rithöfundur. Þegar ekkert gengur að skrifa ræður hann sig aftur í spilavíti og uppgötvar að hann á auðveldara með að skrifa skáldsögu sem hann byggir á reynslu sinni. Eftir því sem líður á myndina verður hann síðan GJAFARINN: Clive Owen kominn f ein- kennisbúninginn. Breskir dagarí Háskólabíó Croupier ★★★ tengdari persónunni sem hann skrif- ar um og þegar hann stendur á tíma- mótum þá segir hann við sjálfan sig að Jack hefði ekki gert þetta en Jake (skáldsagnapersónan) hefði aftur á móti gert það, og það er Jake sem hefur vinninginn. Jack er sögumaður í myndinni og iýsir fyrir okkur einstakri veröld spilavíta. Hann spilar ekki sjálfur - veit hversu líkumar á vinningi em litlar. Clive aftur á móti þrífst á að sjá aðra tapa. Hann er slyngur í sínu starfi, það slyngur að hann getur haft örlög þeirra sem spila við hann á sinni hendi kæri hann sig um. Jack er kaldur persónuleiki sem gerir sér grein fyrir því að hann getur aldrei veitt unnustu sinni þá rómantík sem hún vill. Hann telur sig ekki heldur þurfa á spennu að halda í líf sitt. Það verður þó hans hlutskipti að verða óviljandi miðdepill spennandi at- burðarásar því Croupier er ekki að- eins áhugaverð kvikmynd um lífið í spilavíti heldur einnig sakamála- mynd með óvæntum endi. Croupier er vel gerð og innhalds- rík kvikmynd. Clive Owen smellpass- ar í hlutverk Jacks og það er honum að þakka, ásamt vel skrifuðu handriú og styrkri leikstjóm Mike Hodges (Get Carter, Murder By Numbers), að Croupier er góð skemmtun. Leikstjóri: Mike Hodges. Handrit: Paul Mayersberg. Kvikmyndataka: Michael Gar- fath. Tónlist Simon Fisher-Turner. Aðalleik- aran Clive Owen, Gina McKee, Alex Kingston og Katie Hardle. Ungur maður á uppleið KVIKMYNDAGAGNRÝNI SifGunnarsdóttir sif@dv.is ímyndið ykkur ungan mann af lægstu þjóðfélagssúgum sem er svo hugmyndaríkur og duglegur að vinna að yfirmaður hans tekur eftir honum og gerir hann að skjólstæð- ingi sínum. Ungi maðurinn fær þannig kærkomið tækifæri til að hjálpa fjölskyldu sinni fjárhagslega og koma henni í betra húsnæði. Þetta hljómar óneitanlega eins og hver önnur Hollywood-draumasaga en svo er aldeilis ekki. Ungi maður- inn, Liam, býr í Glasgow og atvinnu- greinin sem hann leggur metnað sinn í er dópsala og það er ekkert fal- legt eða upplífgandi við sögu hans. Liam (Compston) er 15 ára. Hann vinnur fyrir vasapeningum með því að selja stolnar sígarettur. Hann er kjaftfor en sjarmerandi, harður af sér og klár. Efúr að geðvondur afi hans og stjúpfaðir fleygja honum á dyr býr hann með stóru systur sinni sem er einstæð móðir. Liam á sér einn draum: Að bjarga móður sinni undan stjúpa og dópi þegar hún losnar úr fangelsi á 16 ára afmælinu hans. Til þess að draumurinn geti ræst þarf Liam að koma þeim úr hverfmu þar sem þau búa og til þess þarf hann peninga - miklu meiri en þá sem hann vinnur sér inn við sf- garettusöluna. Möguleikarnir eru ekki margir og hann, eins og svo margir stórborgarkrakkar í vonlaus- um aðstæðum, fer að selja dóp. Breskir dagar í Háskólabíó Sweet Sixteen ★★★"< Það er magnað að fylgjast með þróun Liams úr kjaftforum strák að reyna að bjarga sér yfir í fullgildan glæpamann. Smám saman sér mað- ur samviskuna Ijara út þannig að á endanum er hann, og þeir sem hann elskar, það eina sem skiptir máli. Þróunin er aldrei ósennileg því hvert skref er vandlega undirbyggt með atvikum sem smám saman breyta lífsviðhorfi hans. Vandamál Liams er ekki bara skortur á möguleikum; systir hans Chantelle (Annmarie Fulton) er með bein í nefinu og æú- ar sér að komast upp úr ræsinu en velur hina löngu og þymum stráðu leið menntunar. Það sem Liam hef- ur farið á mis við, og gerir hann að svo auðveldri bráð fyrir glæpakóng hverfisins, er algjör skortur á heil- brigðu verðmætamati, og þegar það birúst honum í bamingi systur hans við að mennta sig og ala samtímis upp bamið sitt án ofbeldis og eitur- lyfjaneyslu finnst honum auðveld- ara og eðlilegra að rækta draum sem á sér enga stoð í raunveruleikanum - að móðir hans breyti um persónu- leika og hann verði ríkur og sjálf- stæður af því að selja eiturlyf. Compston, sem nú er að leika fyr- ir Friðrik Þór, er frábær, eins og reyndar allir leikarar í myndinni. Ken Loach segir okkur söguna ber- skjaldaða og án nokkurrar væmni. Skoðanir hans em hreinar og klárar og hann liggur ekkert á þeim: Jafn- auðugt þjóðfélag og hið breska á að tryggja börnum sínum mannsæm- andi líf; allt annað er glæpur. Leikstjóri: Ken Loach. Handrit: Paul Laverty. Kvikmyndataka: Barry Ayckroyd. Tónlist George Fenton. Aöalleikaran Martin Comp- ston, Annmarie Fulton, William Ruane, Michelle Coulter, Gary McCormack. Lífíð .eftir vinnu * FENJAVÍK: Opnuð hefur myndlistar- sýning Andra Páls Pálssonarog Brynju Guðnadóttur í Gallerí Undir- heimum, Álafossvegi 31 í Mosfells- bæ. Sýningin kallast Fenjavík og samanstendur af Ijósmyndum og innsetningu. Hún stendurtil 14. september og er opin fimmtudaga til föstudaga frá 15.00-18.00 og laugardaga til sunnudaga frá 13.00-17.00. KENNARAHÁSKÓLINN: Dr.James Butler, prófessor í verndunarlíffræði villtra dýra, er staddur hér á landi ásamt kanadískum sjónvarpsmönn- um. Árið 2001 hófst hann handa við verkefni sem fólst í því að skrá niður reynslu fólks af yfirnáttúrulegum fyrirbærum. (kanadíska sjónvarpinu er þáttur sem kallast Magnificent Obessions og dr. Butler er gestur hans. Sjónvarpsmennirnir fylgja honum eftir í vikutíma þar sem hann leitar heimilda um álfa og gnóma hér á landi. (dag kl. 15 gefst kostur á að hlusta á dr. Butler flytja fýrirlestur í Bratta, nýjum fundarsal Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Gengið er inn í salinn Háteigsvegs- megin. Aðgangseyrir er 500 krónur. UÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR: Sýningunni Frumefnin fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan lýkur í dag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsi, 6. hæð,Tryggvagötu 15. Opiðerfrá 12-19. Aðgangurer ókeypis. GAUKUR Á STÖNG: Pétur Jesú og félagar hans í Dúndurfréttum spila á Gauknum í kvöld. Matseðillinn sam- anstendur af bestu lögum hljóm- sveitanna Pink Floyd og Led Zeppel- in. Húsið opnað klukkan 21. LISTASAFN SIGURJÓNS: Högg- myndasýningin Meistarar formsins - Úr höggmyndasögu 20. aldar hefur verið opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Sýningin, sem kemur frá Rfkislistasafninu í Berlín, var í Lista- safninu á Akureyri í sumar og hlaut mikla athygli. Nú fá Sunnlendingar einnig möguleika á að sjá þessar perlur eftir helstu módernista í evr- ópskri höggmyndasögu. Á sýning- unni verða einnig verk eftir braut- ryðjendur íslenskrar höggmyndalist- ar, þá Einar Jónsson, Ásmund Sveinsson, Sigurjón Ólafsson og Gerði Helgadóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.