Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2003, Qupperneq 29
MÁNUDAGUR 1.SEPTEMBER2003 TILVERA 45 Cruise tók lagið með japanska forsætisráðherranum JAPAN: Það fór vel á með þeim Tom Cruise og Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, þegar þeir hittust í Tokýo í Japan í síðustu viku, en þar var sá fyrrnefndi við kynningu nýjustu myndar sinnar,The Last Samurai, sem að hluta til var tekin í Japan. Cruise mun hafa þegið heimboð forsætisráðherrans og herma fréttir að þeir hafa þar tekið saman eitt Presley-lag, en Koizumi, sem á sama afmælisdag og Presley, er þekktur fyrir dálæti sitt á rokk- kónginum sáluga og hefur meira að segja gefið út disk með uppáhalds Presley-lögunum sínum. Cruise er sagður hafa boðið for- sætisráðherranum á frumsýningu myndarinnar, sem áætlað er að verði í desember, en í myndinni, sem gerist á nítjándu öldinni, fer Cruise með hlutverk bandarísks herforingja, sem er ráðinn af sjálfum Japans- keisara til þess að koma á fót japönskum her. í viðtali við BBC Online hælir Cruise japanska forsætisráðherr- anum á hvert reipi og segir hann ekki aðeins vel upplýstann heldur líka nokkuð góðan söngvara. Ekki fylgir þó sögunni hvaða lag þeir sungu saman. c MAUS: Platan Halldór Laxness, með hljómsveitinni Maus, fékk mjög góðar viðtökur, bæði hér á landi og erlendis, og mjög spennandi tímar eru fram undan fyrir hljómsveitina. efninu og að því komi ýmsir þektir söngvara. „Smekkleysa vinnur einnig að því að koma verkum Jórunnar Viðar á aðgengilegt form, undir heitinu Mansöngur. Verkin verða annars vegar í flutningi Sinfóníuhljómsveit- ar Islands og hins vegar Hamrahlíð- arkórsins." Heimsyfirráð eða dauði Af ofangreindu er Ijóst að útgáfa Smekkleysu er ekki bundin við eina tegund tónlistar og margt spenn- andi á prjónunum hjá útgáfunni. Ás- mundur segir að Smekkleysa hafi reynt að þróa breiðan útgáfugrunn á undanförnum árum og að verkefnin séu næg. „Þetta er skemmtileg vinna og er farin að vekja athygli víða um heim. í sumar náðum við til dæmis samningi við dreifingarfyrirtækið Hamonia Mundy um að dreifa ís- lenskri samtíma- og þjóðlagatónlist fyrir okkur og Úflumingsráð-hefur ákveðið að styrkja okkur í að ráða markaðsstjóra í Bretlandi þannig að við lítum björtum augum fram á við og ætlum að halda áfram að auka veg íslenskrar tónlistar, bæði heima og erlendis." kip@dv.is Forritun og kerfisfræði Forritun og kerfisfræði hefur veriö i stöðugri þróun hjá NTV enda markmiðið að mæta þörfinni þar sem hún er mest fyrir störf á þessu sviði. í náminu er leitast við að leggja traustan þekkingargrunn í tölvufræðum, gagnagrunnum og forritun og mikið er um verklegar æfingar ásamt yfirgripsmiklum lokaverkefnum. Eftir námiö geta nemendur styrkt stöðu sina enn frekar með áframhaldandi námi hjá NTV eða í öðrum skólum (háskólanám). Inntökuski lyröi Góð almenn tölvukunnátta (Windows umhverfiö) Haldgóð stærðfræöikunnátta - Góð enskukunnátta (flestar námsbœkur eru á ensku) Næsta námskeið hefst 16. september og lýkur í júní 2004. Kennt er þriöjud. og fimtud. frá 18-22 og laugardaga frá 13-17 (frí þriðja hvern laugardagj. Guðrún Jónsdóttir - Dúx i forritun og kerfisfrœöi hjá NTV 2001 - Dúx i tölvunarfrœói úr Háskólanum í Reykjavik 2003 J „Fynst ég gat þetta þá getur þú það líka! Vissulega komu tímar þar sem ég Ívar alveg að gefast upp, enda sjálfstæð móðir með 3 börn. Námið hjá NTV var frábær grunnur fyrir námið í HR.“ Hlíðasmára 9 - 201 Kópavogi Sími: 544 4500 - Fax: 544 4501 www.ntv.is - skoli@ntv.is ntv Atvinna Þjónustuver/Smáauglýsingadeild Útgáfufélagið DV leitar að starfsmanni til framtíðarstarfa í þjónustuver/smáauglýsingadeild. Unnið er á vöktum. Leitað er eftir áreiðanlegum og stundvísum starfsmanni sem er lipur í mannlegum sam- skiptum. Góð íslensku- og tölvukunnátta nauðsynleg, auk þess sem reynsla af sölustörfum er talin kostur. Ráðið verður í stöðuna strax. Alla tíð hefur DV verið lifandi hluti af lífi þjóðarinnar með ábyrgri og kjark- mikilli fréttamennsku, vönduðum skrifum og þjónustu við lesendur sína. Hjá DV starfar öflugur og samstilltur hópur starfsmanna sem lítur til framtíðar með sóknarhug. Vilt þú starfa með okkur? Sendu þá skriflega umsókn með almennum upplýsingum og haldgóðri lýsingu á fyrri störfum til: Útgáfufélagsins DV Skaftahlíð 24 105 Reykjavík merkt „DV Þjónustuver“ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.